Dagur - 17.09.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 17.09.1966, Blaðsíða 5
i Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1168 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. LANDSBVGGÐIN OG FRAMTÍÐIN OFT ER þingmönnum Framsókn- arflokksins núið því um nasir í stjómarblöðúnum, að þeir geri of miklar kröfur um fjárframlög úr ríkissjóði eða af láiisfjármagni til uppbyggingar fyrir landsbyggðina. Sagt er, að ríkissjóður og aðrar þjóð- félagsstofnanir hafi ekki efni á slíku. Hér hefur stjórnin þó, er tírnar líða, látið nokkuð undan síga á sumum sviðum. í sambandi við jarðraektar- lögin og Atvinnujöfnunarsjóðinn. Þar voru áhrifin af málflutningi Framsóknarmanna bersýnilega að verki í rétta átt, þótt betur megi. Á yfirstandandi dýrtíðar- og fjár- sóunartímum, þegar kröfur eru uppi í öllum áttum, er stór hætta á því, að hlutur landsbvggðar verði fyrir borð borinri nema einhver aðili taki sér fyrir hendur að halda uppi hluf hennar. Þessu hlutverki gegnir Fram sóknarflokkurinn, og telur sig vinna þar þarft verk, þótt hægt gangi stundum. Vatnið holar steininn, og ákveðinn málflutningur ár eftir ár ber árangur. LÆKNAMIÐSTÖÐVAR OG VEGIR GÍSLI AUÐUNSSON ritaði í Tím- ann fyrir skömmu ianga og ýtarlega greinargerð um héraðslæknaskortinn frá sjónarmiði hinna ungu lækna. Það virðist vera skoðun hinna ungu lækna, sem þetta sjónarmið hafa, að leggja beri niður læknishéröðin í núverandi mynd og koma upp lækna miðstöðvum, þar sem minnst þrír læknar séu starfandi og sinni sameig: inlega miklu stærri umdæmum en einstakir læknar -sinna nú. Gísli ger: ir ráð fyrir lækningastofum í þorp- um, sem hafi 4—500 íbúa eða fleiri ' og að miðstöðvarlæknir sé til staðar í slíkri læknisstofu 2—3var í viku, 3—4 klst. í senn. Ennfremur, að fjar- lægð milli lækningamiðstöðvar og slíkrar læknisstofu geti verið állt að 100 km. og til einstakra bæja á svæð- inu allt að 150 km. Eitt er víst: Ef þetta fyrirkomulag er það, sem koma skal, verða vegir á Norðausturlandi 1 að breytast mjög til batnaðar, þar á meðal Þingeyjarsýslubraut og Strandavegur, sem terigja saman nú- verandi læknasetur á Breiðumýri, Hiisavík, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafirði. Því aðeins er hægt að inna af hendi þá mið- stöðvarþjónustu, sem um er rætt, að þjóðvegir þessir séu að jafnaði sæmi- lega færir árið um lcring. Og víst er það nauðsynlegt, einnig af öðrum ástæðum. I Hákarlar utan girðingar en bað rir iiinan Eggert Guðmundsson ræðir um málaralist og dýralíf í Ástralíu i EGGERT GUÐMUNDSSON listmálari opnar málverkasýn- ingu á Akureyri síðdegis í dag, svo sem frá er sagt á öðrum stað. Blaöið hitti listamanninn að máli, er hann vann að upp- sefningu sýningarinnar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hvað eru jieir margir, list- málarar, sem lifa af list sinni hér á landi? Þeir eru nú ekki margir. Helzt eru það aldraðir metra, sem búnir eru að lifa sult og seyru eins og Kjarval og Ás- munduv Sveinsson, sem raunar hefur nú fengið mikla aðstoð. Það er mismunandi mikið, sem menn þurfa til að lifa. Nei, þeif eru fáir, sem ekki þurfa að grípa inn í eitthvað annað til að afla sér fjármuna til fæðis og klæðis. Hins vegar eru þeir margir, sem leggja verulegan skerf til hinna ýmsu listgreina með því að kenna öðrum. Ég hefi kennt í 25 ár við Iðnskóla Reykjavíkur og þar hafa marg- ir stigið þau byrjunarspor, sem orðið geta örlagarík og vonandi til gagns. Það er gamán að geta leiðsinnt þessu fólki í dráttlist og kemur að notum í mörgum greinum, jafnvel við hár- greiðslu, hvað þá annað. Hve margar eru aðalstefnum ar eða „ismarair“ í málaralist- inni? Eins margir og málararnir. Einar Jónsson myndhöggvari var einu sinni spurður þessarar spurningar. Hann sagði: Ég fylgi engum isma. Ismarnir eru fyrir mér eins og reikistjörnur. Það eru sumir, sem elta þá. En hver listamaður býr til sinn isma sjálfur, annars er hann ekki slíks nafns verður. Hver maður hefur sína aðferð til að tjá sig, í hvaða listgrein sem er., Listin á ekki að bindast neinum sérstökum isma, formi eða stefnu, heldur brjótast fram í því formi, sem henni er eðli- legt hjá hverjum og einum. Aðr ir verða svo að dæma um, hvað sé list, léleg list eða alls engin list. Annars eru heiti mörg á slíku og flestir jafn nær, þrátt ■ fyrir nöfn. En segja má, að fáir einir hafi hlotið þá guðlegu gjöf ; að vera sannur listamaður. Það mál á ekkert skylt við að setja upp sýningu, selja myndir og láta skrifa um sig í blöð. Beztu listaverkalaunin eru ekki pen- ingar fyrir seld málverk heldur sköpunargleðin þegar vel tekst. Sjálfur tel ég mig lánssaman að geta hjálpað ungu fólki og það finnst mér í rauninni það sama og að skapa sjálfur. Heyrðu annars, livernig fannst þér að búa í Ástralíu? Það snýr allt öfugt þar, enda er sá heimshluti hinumegin á hnettinum. Ég bjó þar tvö ár með fjölskyldu minni og var nokkurn tíma að venja mig við staðhættina. En bjó í Brisbane. Þetta er eiginlega í hitabeltinu og oft óþægilega heitt fyrir ís- lendinga. Landið er á ýmsan hátt dásamlegt og fólkið er dug legt og hefur gert mikið á síð- ustu áratugum. Hákarlar og baðstrandalíf? Já, það er gott að synda í sjón um í hitunum, enda baðstrend- ur miklar og góðar. En það er Eggert Guðmundsson listmálari betra að vara sig á hákörlun- um. Það úir og grúir af þeim pg þeir eru fljótir að draga menn með sér í djúpið. Árlaga granda þeir fjölda manns. Maður sér þá oft í brimbrotinu og þá er betra að láta sjóbaðið eiga sig. Annars eru baðstrsndur.á sum- um stöðum girtar járnneti. Þá syndir fólkið fyrir innan en há- karlarnir fyrir utan í von um bráð. Þetta eru sumt mjög stór ar skepnur, allt að 7—8 metrar á lengd. Á öðrum stöðum eru varðturnar og kalla varðmenn- irnir ef uggi klýíur vatnið. Þá flýtir sér hver sem betur getur í land. Hákarlarnir eru veiddir inn undir höfn í Sidney og er kjöti beitt fyrir þá. Þetta þykir mikið sport en veiðar þessar eru ekki til fjár. Komsta í kyttni við skógar- elda? Já, oft og mörgum sinnum sáum við þá. Einu sinni. voru uppi 300 skógareldar í einu í landinu. Við sáum eldana vel þegar rökkva tók. Þrátt fyrir eyðingarmátt eldsins, virðist ekki sjá á. Landið er svo grósku mikið, að það er orðið fagur- grænt á ný eftir nokkra daga. Og sannleikurinn er sá, að þeg- ar allt er sem þurrast og eldar þessir tíðastir, eru þetta mest laufeldar, en trjástofnarnir sleppa þá óskemmdir. Eldurinn fer hratt yfir og dýrin vei'ða viti sínu fjær af hræðslu. Öll kvik- indi forða sér svo sem fætur leyfa. En fjárhirðar og margir aðrir úti á landsbyggðinni eru fegnir þegar eitthvað hefur brunnið. Þar eru þá a. m. k. ekki eiturslöngur og önnur skaðræðiskvikindi fyrst á eftir. Pokadýrin eru fljót á fæti, en stundum blindast þau af reyk og eldi og eru þá aumkunar- verð. Sjálfur hefi ég séð þessa vesalinga. Dýralíf er víst fjölskrúðugt? Annanhvern dag sér maður nýtt kvikindi og annaðhvort kvikindi er eitrað og að ein- hverju leyti hættulegt. Maður þarf að læra að þekkja þetta og umgangast það. Enginn er bætt ari þótt farin væri herferð gegn einhverju þessara dýra því að þá fjölgar jafnharðan einhverri annarri tegund sem þá getur orðið hálfu verri. Dýrategund- irnar er lifandi keðja, þar sem hver lifir á annarri og viðkom- an er geysileg. Afarstórar eitr- aðar köngulær, sem komu inn í húsið okkar, máttum við ekki einu sinni drepa, því að köngu- lærnar drápu kakkalakka og moskitófluguna, sem annars hefðu fyllt allt. Pungrotturnar sváfu oft á þakinu eða undir þakskegginu hjá okkur. Þær eru á stæi'ð við ketti og mér var illa við þær. En sama máli gegndi með þær. Þær lágu á meltunni á daginn en veiddu á nóttunni einkum rottur sem minni eru. Þá er að minnast á leðurblökuna, sem hefur met- ers-vænghaf og er mjög óvin- sæl. Hún ferðast eingöngu á nóttunni. Slöngurnar eru vond- ar og sumar eðlutegundir líka. Yfirleitt hræðast dýrin mann- inn. Maður þarf að læra að lifa með þeim. Fjöldi skordýranna er ógurlegut- og mörg þeirra eru stór og bit sumra eitrað. En maður venst þessu. Þessi kvik- indi fara um allt, bæði nætur og daga. Margir sofa undir neti eða gera aðrar varúðarráðstaf- anir. Sjálfur gerði ég það ekki og var stundum stunginn, en. ekki hættulega. Fiskaðirðu í sjónurn? Ég er nú lítill fiskimaður, en veiddi þó á stöng. Það voru eink um flatfiskar nokkrir, mjög skrautlegir á litinn. Þeir syntu upp á rönd í sjónum. Mér þóttu þeir hreint ekki góðir til átu. Svo eru það karfategundir, rauðleitir fiskar, sem hlupu á agnið hjá manni, sæmilegir matarfiskar. Sumir tala um fegurð kóral- rifjanna? Já, og ekki að ástæðulausu. Þau eru hreint dásamleg. Þau eru á 1500 mílna svæði, alveg norður undii' Nýju-Gíneu. Ég fór þarna ofurlítið um í báti, þar sem gler var í botninum til þess að maður gæti séð niður í sjóinn. Þetta er Paradís af lita- dýrð og svo allt fullt af fiskum og öðrum sjávardýrum. Ólýsan legt. Ræningjar og annað illþýði hefur ekki angrað þig í Ástralíu? Nei, hvorki þar eða annars- staðar. Til Astralíu hafa mat'gir „vondit'“ menn verið flúttir, einkum af pólitískum ástæðum, frá öðrum löndum. En reynslan hefur sýnt, að flestir þeirra eru duglegir menn og að vissu leyti hafa þeir og afkomendur þeirra orðið hinu nýja landi sínu góð- ir synir og t. d. afburða her- menn. Helzt ber að varast vasa- þjófana. En maður lærir að þekkja þá, eins og annað. Þeir eru oftast þrír saman og talast við með dæmalausu handapati og látum, til að vekja á sér at- hygli og láta mann hugsa um annað en veskið sitt. Þeir eru hættulegastir er maður fer á bar. Nokkurí svertingjavanda- mál? Nei, Ástralíunegrar eru svona um 70 þús., hreinræktaðir, og nokkrir tugir þúsunda af blönd uðu fólki. Negrarnir eru ágætis fólk en meiri náttúrubörn en hvítir menn. Þeir rekja spor eins og hundar vegna þess hve eftirtekt þeirra úti í náttúrunni er næm og þroskuð. Þeir hafa oft hjálpað lögreglunni við að leita uppi menn. En þeim er annað betur gefið en að vinna reglubundna vinnu, t. d. í verk- smiðjum. Þeir vinna kannski eina viku og hverfa þá af því þá langar meira til að lifa frjálsu lífi. Þeir koma svo aftur eftir hálfan mánuð eða svo, og langar þá aftur til að breyta um. En þeir eru góðir hjarð- sveinar. Ég sýni eina ástralska á sýningu minni. Hún er af höfð ingjakyni, söngkona og m. a. skemmti hún Reykvíkingum ný lega. Hún er vel gefin, fallega vaxin. Ástralíubúai' erú 10—11 milljónir. Svertihgjarnir eru því hlutfallslega fáir og vanda- mál í því sambandi engin. Já, Ástralía er dásamleg, seg- ir Eggert Guðmundsson að lok Um, þótt manni sýnist þar allt á hvolfi til að byrja með. . Dagur þakkar viðtalið., E. D. Ólafur Jónsson: ÁRIÐ 1926 reit ég dálitla grein um þetta efni í Ársrit Ræktun- arfélags Norðurlands og benti á þörf þess að efla garðyrkju- fræðslu í landinu, en þá hafði garðyrkjufræðsla um hríð verið veitt á tiltölulega stuttum nám- skeiðum, er haldin voru ái'lega í Gróði'arstöðvunum tveimur, í Reykjavík og á Akureyri.. Taldi ég að tímabært væri að stofna gai’ðyrkjuskóla og yrði náms- tíminn þar eitt ár og kennsla bæði bókleg og verkleg. Ekki fékk þessi tillaga mín neinar undirtektir og næstu ár- in gerðist það, að garðyrkjunám skeiðin, á vegum Búnaðarfélags íslands og Ræktunarfélágs Norðurlands, lögðust niður. Garðyrkjunámskeið Bf. ísl. voru síðast á Laugavatni, og ætla ég þau hafi hætt laust fyr- ir 1940, en garðyrkjukennsla Rf. Nl. í Gróðrarstöðinni á Ak- ureyri fór í mola eftir 1941, þótt hún héldist að nafninu til þar til 1947. Þá gerðist það á þessum ár- um, að garðyrkjuskóli ríkisins var stofnaður í Hveragerði og bundu garðyrkjuunnendur nokkrar vonir við hann. Reynsl an hefur þó orðið sú, að Garð- yrkjuskólinn liefur einungis komið ylræktinni að notum og eingöngu verið sniðinn við henn ar þarfir, en að engu gagni orð- ið hinni almennu garðyrkju í landinu í köldum jarðvegi, sem meginþorri landsmanna býr við. Af þéssu leiðir, að almennt . hefur garðyrkja hér á landi stór hnignað síðustu áratugina og skilyrðin til að afla sér þekk- ingar á þessari grein ræktunar, nær engin. Á leiðbeiningum er ekki heldur völ, að minnsta SENDIBRÉF TIL RITSTJÓRA DAGS BLAÐIÐ Dagur á Akureyri hef ur hvað eftir annað sýnt og sannað hug sinn til samvinnu- félaganna, með því að taka svari þeirra, skýrt málstað þeirra og segja satt frá stað- reyndum. í Degi frá 3. sept. sl. bendir þú á, að útlit sé fyrir að ýmsir menn viti minna um samvinnu- mál en æskilegt er, nauðsynlegt og sæmandi á frjálsri upplýs- ingaöld, og full þörf sé á að bæta þar um. Þetta er satt og rétt. Samvinnufélögin þyrftu að gera meira að því að ná til fólks með fræðslu og upplýsingar og þau gætu það. En hitt er líka víst, að furðu margir hirða lítt um að fræðast og njóta þeirra kynna, sem kostur gefst á, við stefnur og málefni. í sambandi við þetta hefur mér dottið í hug, hvort þú ekki vildir annað slagið benda les- endum Dags á þá staðreynd, að í hverju einasta hefti sem út kemur af Samvinnunni er meiri og minni fróðleikur um sam- vinnumál innanlands og utan, auk margskonar annars efnis. kosti út um byggðir landsins, því einn ráðunautur í garð- yrkju, á vegum Búnaðarfél. fsl., hrekkur skammt, þar sem líka verksvið hans er fyrst og fremst ylræktin. Það mun ekki úr vegi að víkja örlítið að því hvað hér-er átt við, þegar talað er um garð- yi'kju. Hugtakinu má skipta í tvennt: Matjurtarækt og skrúð garðarækt. f fyrra hugtakinu felst ræktun matjurta yfirleitt í smáum stíl til heimanotkunar og geta því þar heyrt undir: Kartöflur, rófur, kál, salat, spínat, gulrætur, rauðrófur o. s. Samvinnan er hlutlaus um trú- ■ mál og stjórnmál. En hún tekur . svari samvinnufélaganna, skýr- ir málstað þeirra, rekur sögu þeirra og bendir á grundvallar- atriði samvinnuhreyfingarinn- ar, allt eftir því sem við verður komið hverju sinni. Ekkert heimili er svo fátækt, að það muni nokkuð um að greiða ár- ganginn. Sumar húsmæður eru þeirrar skoðunar, að húsmæðra þátturinn einn sé ekki ofborg- aður með árgjaldinu. Saga sú, eftir eitt ágætasta skáld Norðurlanda, sem er að birtast í ritinu, myndi kosta miklu meira útgefin í bók en árgangurinn kostar allur. Þetta tvennt er þó aðeins lítið brot af efni ritsins. Hitt er mest, sem fjallar um þýðingarmikil atriði samvinnustarfsins til fróðleiks og skýringar. Það er rétt hjá þér, að þörf er meira fræðslustarfs. En svo væri líka hægt, að nota betur það litla, sem gefst, ef menn vilja afla sér fróðleiks og mynda sér sjálfir skoðun á stefnum og lífsviðhorfum. Páll H. Jónsson. Ólafur Jónsson. frv. Þegar hins vegar farið er að rækta þessar matjurtir í stór um stíl og aðallega til sölu, svo sem nú á sér víða stað með tvær fyrst töldu tegundirnar, telst það akuryrkja. Síðara hug takið skrúðgarðarnir fela í sér ræktun trjáa, runna og blóma til prýðis við híbýli manna. Sé hins vegar einhver trjátegund ræktuð eih sér á stóru sam- felldu svæði, er það skógrækt og óháð' þúsetu. Berjárækt á jurtkenndum plöntum eða runn um getur fallið að nokkru undir matjurtarækt og að nokkru und ir skrúðgarða. Ylræktin, sem mjög hefur auk izt hér á íandi, er sérstæð at- vinnugreirý og því að litlu leyti samstæð þeirri garðyrkju, sem hér er fjallað um. Það skiþtir að sjálfsögðu veru legu máli hyort almennur áhugi er fyrir garðyrkju og garðyrkju fræðslu, eh' því miður verð ég að telja harín mjög takmarkað- an, en þá.Verður jafnframt að hafa það húgfast, að við höfurn á undanföi-num áratugum fjar- lægzt svo mikið þetta ræktunar svið, að margir gera sér ekki lengur neiha ljósa greirí fyrir gildi þess. Þó ætla ég, að meðal kvenna og þá einkum hús- mæðra sé verulegur áhugi á garðyrkju. Þeirra viðfangsefni er að prýða heimilin og fram- reiða daglega hollan og hag- kvæman kost fyrir heim.ilisfólk ið. Þær finna því bezt hvar skór inn kreppir í þessum efnum. Það væri líka alrangt að taka afstöðu til þessa máls eftir áhuga fólksins almennt. Sá mál ið gott og gagnlegt skiptir al- menn afstaða til þess engu meg inmáli. Það skal fúslega viðurkennt, ' að garðyrkja er ekki líkleg til að valda neinni hagrænni bylt- ingu í búrekstri einstaklings- ins eða þjóðarbúskapnum og að nokkru er hún algerlega óarð- bær, en hagkvæm matjurtarækt getur þó gefið veruleg búdrýg- indi og aukið stóidega heilnæmi fæðunnar í okkar grænmetis- snauða landi. Þó er það ef til vill höfuðkostur garðyrkjunnai', að hún er verulegt menningar- atriði og ágætasta uppeldis- meðal fyrir börn og unglinga. Um það verður því varla deilt, að aukin almenn garðyrkja er æskileg og nauðsynleg, en eigi eitthvað að þoka áfram í þeim málum þarf fyrst og fremst að auka fræðsluna og spurningin verður því, hvernig það verði bezt gert. Það sem mest á ríður, þegar ryðja skal nýjum baráttumálum rúm, er að skapa nógu mörg og sterk fordæmi og að þeir, sem einhverja viðleitni hafa til fram kvæmda, fái þann siðferðislega og fræðilega stuðning, sem nauð synlegur er. Til þess að auka veg garðyrkj unnar er því nauð synlegt að geta veitt nægilega mörgum þá þekkingu og æfingu í garðyrkjustörfunum, að völ verði á brautryðjendum og ieið beinendum í sem flestum sveit- arfélögum landsins. Það er nokkurn veginn aug- ljóst, að .með námskeiðafyrii'- komulaginu gamla er ekki hægt að ala upp nægilega marga til garðyrkjustarfa og veita þeim þá þekkingu, sem þeim er nauð "synleg. Ber margt til þessa: Stofnanir þær, sem sáu uai þessi námskeið, hafa eigi lengur aðstöðu til að halda þau og kem ég ekki auga á aðra aðila, er tekið gætu upp þana þráð. Nám skeið þessi voru alltof stutt og ófullkomin til þess að geta veitt þá fræðslu, sem leiðbeinendum og forgöngumönnum er nauð- synleg. Bóklega fræðslu skorti alvég, en hún þarf helzt að hald ast í hendur við verkkunnátt- una, ef vel á að takast. Garðyrkjuskólinn í Hvera- gerði getur eigi leyst þennan vanda, hefur líklega eigi góða aðstöðu til þess, enda er hann nú þegar mótaður sem sérskóli fyrir ylræktarfólk og er ekki um slíkt að sakast, því hann kemur þar vafalaust í góðar þarfir. Þá virðist aðeins eftir þeir möguleikar að hefja bæði verk lega og bóklega garðyrkju- fræðslu við einhverja aðra skóla, sem þegar eru starfandi, eða stofna nýjan skóla fyrir þetta viðfangsefni. Á þessu tvennu er ekki veru legur munur. í fyrra tilfellinu koma mér húsmæðraskólarnir helzt í hug. Gera verður ráð fyrir að viðunandi garðyrkju- menntun yrði ársnám. Hús- mæðraskóli, er tæki að sér að veita slíka fræðslu, yrði í meg- indráttum garðyrkjuskóli, þótt einhverja, venjulega húsmæðra fræðslu mætti líka veita að vetr inum og auðvitað yrði skólinn að hafa sérhæfða kennara vegna garðyrkjunnar. Hugsanlegt væri að hafa sér- ®-í»*-e-Ö-«-*'í-é-í»*-<-Ö-<»*-«a-<»*!<-©'í»*-S-e-<»*-^-í>*-(-<&-í»*-<-<&-<»*-Mð-<»*-e*-«»« Sumarfrí Sumárfrí, með sól og blæ og sæta blóma angan um sumardaginn langan, er umhugsun og yndi mest. Hver einstaklingur veit það bezt, sem inni vinnur ársins hring og ilm af gróðri ei fær. Hve langar þá oft lúinn fót að labba yfir móa og grjót. Við gróandann sér mæla mót móðúf jöfðú nær. Tjalda svo í lágri laut í litlu kjárri, er næði hlaut. Lykta sæll af lyngi og reyr og lækjarnið að heyra, ef lagt er við eyra. Drékká vatn úr Iæk og lind er laugar sólin fjallatind. Að elská land er engin synd, því óður þess er fagur og sætur er .sumardagur. Gráni litli, bíllinn bezti, ég bý mig út með tjald og nesti. Engi von að ferð ég fresti, því fríið komið er. Litli Gráni, ljúfi Gráni, mig langar til að veðrið skáni. Oft við regni, roki og kulda þú reynir að hlífa mér. Berðu mig nú langar leiðir. Löngun í mig togar, seiðir. Allir vegir eru greiðir. Út á land ég fer. ý Þú rennur áfram rakan veginn, ^ rólega, en sál mín fegin ^ .? hugsar um lautir, lyng og mosa § ^ og lítil villiblóm. ^ Þú malar eins og mjúkur köttur. <jj © Minn ert fararskjóti og höttur. % 5 Ötull brattar brekkur skríður, ^ s> brunar sléttan veg. ^ í Þú ert kurtqis, Ijúfur, lipur, ® læðist út á vegbrún, pipur, % % éf þú mætir öðrum bílurn. ?. § Engin sök hjá þér. í T í. f Þarna kemur rauður ruddi, $ f sem rennur líkt og óður tuddi, ? mjakast varla af miðjum vegi X £ og mætir á geysi ferð. « ? Hljóður Gráni hyggst að bíða. f Heyrist brothljóð, rifnar síða ® þyí ruddinn hefir rekizt á hann 6 Qg rifið illa á hol. ’fí I : % + Hugur minn er hryggur, reiður. jj* ? Hér ér vegúr nógu breiður. %■ ^ Qraumur jafðar djásna að njóta * deyr á sömu stund. $ © Ég hlýt að bíða aftur ár, ? & ef þá kyiini að ganga skár. ^ ö ClTáni minn, ég þakka þér ± að þú hefir borið högg af mér. f Betra er að þola en beita frekjú, 1 þó bágt sé hvorutveggja. ij Allt vil ég í alv-aldshendur leggja. ^ 1 ? f Katrín Jósepsdóttir. ^ ,-t- >?> W-©-)»*«>-©**»>-©-)-**©-)»*«)-©-)-*»)-©**»<-©-i»*-)-©+*><-©-MI<«>-®-*-*»í-©->»*«)-®-i staka garðyrkjudeild við ein- hvern húsmæðraskóla, en slík deild mundi þá hafa í för með sér aukið húsnæði, aukna kennslukrafta og sérhæfða að- stöðu. Enníremur er sá ljóður á að tengja garðyrkjuna hús- mæðraskóla, að eðlilegt er, að konur og karlar hafi jafnan að- gang að garðyrkjunáthinu, þótt líklegt sé, að það yrði mest sótt af konum. Eðlilegast virðist því, þegar á allt er litið, að stofnsetja sér- stakan garðyrkjuskóla fyrii' garðyrkj ufræðsluna. Skólian, þarf að vera heimavistarskóli, vel settur hvað samgöngur og markað áhrærir og hafa góða aðstöðu til alhliða garðyrkju í köldum jai'ðvegi. Virðist ekkí óeðlilegt að skólanum yrði val-< inn staður um miðbik Norður- lands. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.