Dagur - 17.09.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 17.09.1966, Blaðsíða 7
7 Afmælis- tii Hafliða Guðmunclssonar á sextugsafmæli hans 9. september 1966 I Þótt grátt sé orðið hár þitt, það gerir ekkert til því gamall ei né lotinn þú verður fyrst um sinn. Svo hugur þinn býr ennþá af æskugieði og yl að Elli slævast vopnin í sókn á garðinn þinn. Þóít margar hafi kyljur, og kaldar, um þig nætt þá kalið ekki hefir þitt rauða vonablóm. Þú trúir því að samtök úr böli geti bætt, og bræðralag sé þjónkun við lífsins helgidóm. í ljósi þeirrar trúar þú valið hefir veg til vaxtar þínu pundi og trausts í starfi og leik. Til liðs við góðan málstað er mund þín aldrei treg og minnst þín jafnan verður sem þess er aldrei sveik. Því berast hlýjar kveðjur og þakkir nú til þín, frá þéttum hópi vina, sem með þér eiga för. Og enn, þótt styttist dagur, þér sól úr suðri skín og seglum þöndum skríður þinn bjarti æviknör. n Þótt kalt sé í veðri og í vændum sé haust cg vindurinn gnauði á þaki, þá getur þú sumarljóð sungið við raust með sextíu árin að baki. f sál þinni ætíð fer vorið með völd, þótt vetri hjá grönnunum þínum. Það endast þér mun fram á ævinnar kvöld cg ylja með geislunum sínum. Þeim gott er að lifa, er sumar og sól í sjóði til vetrarins geyma, cg geta, þá kólnar í koti við jól, um kvöldroðann látið sig dreyma. Páll Helgason. KENNSLUKONA fyrir INQXA snyrfivörum verður hjá okkur á þriðjudaginn, 20. sept. Þær kon- ur, sem hafa áhuga á kennslunni, þurfa að panta tíma á mánudaginn, 19. september. — Okeypis kennsla. — Notið tækifærið. DÖMUDEILD - SÍMI 12832 V erzlunarstarf! Okkur vantar reglusaman mann til verzlunarstarfa. HERRADEILD J.M.J. Sími 1-15-99 - Múlavegur opnaður (Framhald af blaðsíðu 1) um við vegagerð þessa og er það mikið lán. Þeir Snæbjörn og Guðmund- ur álíta, að Múlavegur verði naumast vetrarvegur vegna snjóa, en reynslan verði þó að skera úr því. Rétt er að taka fram,. að fyrir þann byggingartíma vegarins, sem að framan getur, var búið að vinna að nokkurri vegagerð Ólafsfjarðarmegin. Landssíminn er um þessar HLUTAVELTA verður í Al- þýðuhúsinu sunnudag 18. þ. m. kl. 4 e. h. Margt ágætra muna. , St. |safoId. TYRKLANDSSÖFX.UNIX: — Vikublaðið Dagur kr. 'H.500. Vikublaðið ísTénámgur kr. 600. G. B. kr. 400. Starfsmenn Mjólkurstöðyarinnar»ilir. - 915. Ýmsir kr. . 600. Samtals kr. 14.015. FRA GOLFKLÚBBI AKUR- EYRAR. Vinsamlega mætið á laugardaginn kr. 1.30 e. h. að Jaðri. Stjórnin. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Guðmund Knutsen, sími 11724. - SMÁTT OG STÓRT mundir að leggja jarðstreng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og liggur hann sömu leið og veg urinn. Þar sem þrengst er, tor- veldar sú framkvæmd e. t. v. umferðina á stöku stað en ætti þó ekki að koma að sök. Með opnun Múlavegar hefst nýr kafli í samgöngumálum Norðurlands og ber að fagna slíkum samgöngubótum. Vegurinn milli Akureyrar og Ólafsfjarðar um Múlaveg er nú 63 km., áður 212 km. Leiðin styttist því urrr 149 km. milli þessara staða. Vegurinn milli Akureyrar og Siglufjarðar styttist um 69 km. og er nú 193 km. ' □ Auglýsingasími Dags er 1 -11 - 6 7 AHEIT á Akureyrarkifkju kr. 1000 frá V. S. Áfieit á Strand- arkirkju kl. 200 frá S. F. — Beztu þakkir. Birgir Snæ- björnsson. — Um landbúnaðarmál (Framhald af blaðsíðu 2). hitt vita þeir enn betur, að þeir eiga honum og samlaginu, sem hann hefur stjórnað í nærri fjörutíu ár, svo mikið að þakka, að þeir gera ekki fjandsamlega uppreisn gegn honum fyrir eina mislukkaða messugerð. Viðhorf íslenzkra bænda gagnvart Stétt arsambandi þeirra og Fram- leiðsluráði og þeim mönnum, er þar ráða, er vissulega í aðal- atriðum hið sama og viðhorf ey firzkra bænda gagnvart mjólk- ursamlagi þeirrá og Jónasi Kristjánssyni. □ -í Hugheilar þakkir fceri ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðfum d sjötugs- afmœi minu, 12. september síðastl. Guð bessi ykkur öll. f f | f i f I f i ZOPHONIAS M. JONASSON, Eiðsvallagtu 9, Akureyri. 4 -t f' Ég þakka hugheilar kveðjur og hlýjar árnabaróskir t f i f f f og handtök á áttatíu og fimm ára afmceli mínu. Guð blessi ykkur. Kristiieshæli 15. september 1966. SIG. HELGASON. % i 1 i ð'S*-^-f»#-ss-f-*-(-a-f-*-f-e-fs!<-í-©-s*-ws-fs!:-f-s-fs!í-sa-s-*-f'a-s#-i-a'f**'í-a'Siii Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar, SIGURJÓNS ÍVARSSONAR. Anna Armannsdóttir, ívar Sigurjónsson, Anna Valdimarsdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Armann Guðjónsson. Hugheilar jiakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU JÓNASDÓTTUR, Hjarðarholti, sem andaðist 31. ágúst sl. Jón Baldvinsson, börn, tengdabörn og bamabörn. Þökkum innilega auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og jarðarför PÁLÍNU MAGNÚSDÓTTUR. Börn, tengdaböm og barnabörn. (Framhald af blaðsíðu 8). og ættu aðrir að taka þá til fyrirmyndar. I GJALDA MED LfFI SÍNU A þessi atriði og fleiri minnti yfirdýralæknirinn í útvarps- þætti sínum. Eflaust finnst sum um bændum óþarfi, að þannig sé til þeirra talað, því að þessi atriði séu þeirn vel Ijós. Og þótt marblettirnir á kjötkroppunum tali sínu máli, sé í mörgum til- vikum um að ræða óhöpp, sem aldrei verði með öllu umflúin og mun það rétt vera. En rétt er að liafa i huga þegar þessi mál eru rædd, að hvað sem líð- ur verðfellingu á skemmdu kjöti, er það líka mannúðar- og menningaratriði, hversu búið er að þeim húsdýrum, sem gjalda umhyggju og uppeldi því verði, sem af þeim er heimtað á haust dögum. - Vetrarstarf skáta hefst i (Framhald af blaðsíðu 8). hlutavelta o. fl. Þessir áhyggju- fullu fjármálaspekingar hafa nú ákveðið að hefja starfið með hlutaveltu 2. okt. n. k. í Al- þýðuhúsinu. Vona þeir að bæj- arbúar sýni umburðarlyndi ef farið verður þess á leit við þá, að þeir leggi eitthvað af mörk- um til þessara mála. KAUPUM NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI BÓKA- OG BLAÐASALAN Brekkugötu 5 — Akureyri HAFPDRÆTTl H. í. AKUREYRARUMBOÐ 10.000 krónur: 45321, 46803, 46815, 54066, 57892. 5.000 krónur: 1169, 4344, 8049, 9195, 11199, 13792, 14193, 14436, 22424, 23582, 33421, 43094, 44590, 44610, 44727, 44852, 51887, 53920, ■ 56221. 1.500 krónur: 534, 1158, 1542, • 1610, 3830, 4013, 4654, 4658, 5008, 5396, 6879, 7270, 7395, 9183, 12093, 12213, 12217, 13238, 13257, 13964, 14046, 14179, 15996, 16072, 16596, 17059, 17301, 17302, 17639, 17862, 18032, 19369, 19431, 20508, 22740, 23013, 23017, 23018, 23551, 23599, 24752, 25581, 25596, 28858, 29046, 29325, 30530, 30590, 33403, 33414, 33509, 33922, 35599, 36494, 43079, 48271, 48294, 49111, 49175, 50455, 50468, 51718, 51881, 51886, 52514, 52594, 52600, 52984, 53204, 53825, 53975, 54735, 58017, 59761.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.