Dagur - 29.10.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1966, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- ■krifstoian Túngötu 1. Akuroyri, Sími 11475 XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 29. október 1966 — 76. tbl. Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ferðir skauta á millL Farseðlar með FlugféL ísL og Loftloiðum. Lðxárdðlur rafvæddur UM MIÐJAN þennan mánuð voru rafljósin frá virkjun Lax- ár tendruð í Laxárdal. Raflínan var lögð frá Stóru-Laugum í Reykjadal austur yfir heiði til Halldórsstaða, þaðan lína út dal inn og önnur fram. Allir byggð ir bæir dalsiris fengu rafmagn- ið, en þeir eru 8 og fleirbýli á sumum. Þetta var Laxdæling- um fagnaðarefni og er ástæða til að óska þeim til hamingju með það. Hins vegar óttast bændur þar, að senn muni sum ir bændur þurfa að standa upp af jörðum sínum þar í dalnum vegna fyrirhugaðrar virkjunar og um leið stíflugerðar í Laxá. En þá myndast stór uppistaða eða lón, sem færir mikið af lág- lendi nyrstu bæja Laxárdals í kaf. Q Niðurlagning síldar á Siglufirði Siglufirði 28. okt. Nú stendur yfir 10 daga vinna h.já Niður- lagningarverksmiðju S. R. á Siglufirði. Hófst hún 25. okt. og lýkur 3. nóv. Lagðir eru niður gaffalbitar, sem eiga að fara til Tékkóslovakíu. Um 20 stúlkur og 6 karlmenn vinna þetta verk. Verkstjóri er Björgvin Jónsson. Á eftir verður unnið við að kviðskera saltsíld fyrir Ameríkumarkað og leggja nið- ur í nokkur þúsund dósir fyrir innanlandsmarkað. Nú er beðið eftir 180 þús. dósum frá Noregi, sem á að leggja niður í og senda á Þýzkalandsmarkað. Er hér um nýja gerð umbúða að ræða Mikil stórgripaslátrun Húsavík 27. okt. Sauðfjárslátr- un hjá Kaupfélagi Þingeyinga lauk 18. þ. m. Slátrað var 33075 kindum, sem er aðeins fleira fé en í fyrra. Meðalvigt dilka var 14 kg. en sl. haust var meðalvigt dilka 14,44 kg. Þynsta dilkinn átti db. Vagns Sigtryggssonar í Hriflu 28,6 kg. Að lokinni sauð fjárslátrun hófst nautgripaslátr un og er áætlað að lóga um 600 gripum, sem er nær helmingi meiri stórgripaslátrun en í fyrrahaust. Sláturhússtjóri er Benóny Arnórsson bóndi á Hömrum í Reykjadal. Reitings- afli er þegar á sjóinn gefur. Þ. J. og verður salan reynslusala. Niður verða lagðir gaffalbitar og flök. Stærðir dósanna eru 55 gr., 80 gr. og'170 gr. inni- haldið. Verið er að ljúka við bygg- ingu á annari hæð verksmiðju- hússins og verður því lokið á þessu ári. Þar verður aðal- vinnslusalur verksmiðjunnar og kaffistofa. Verksmiðjan á nú 5 þús. saltsíldartunnur til vinnslu, þar af 3 þús. tunnur, sem saltað var í á Siglufirði í sumar. Togarinn Elliði landaði í gær 60 tonnum. Dekkbátarnir Tjald ur og Orri stunda línuveiðar og fá um 4 tonn í róðri. Allmikill snjór kom hér um síðustu helgi, en er nú að hverfa á láglendi. Siglufjarðar- skarð var opnað í nótt. Bæjarstjórn Siglufjarðar hef (Framhald á blaðsíðu 5) Hinn 27. október kom vitaskipið Árvakur til Grenivíkur. Lagði hann út legufæri handa bátun- um 50 metrum sunnan við hafnargarðinn nýja. (Ljósm.: Magnús frá Skógi). Viðreisnarástandinu lýst í Mbl. Sjávarútvegurinn á heljarþröm segir Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður NÝLEGA var birt hér í blað- inu umsögn Einars Sigurðsson- ar „ríka“ um ástandið í sjávar- útveginum. Hér fara á eftir um mæli nokkurra annarra sjávar útvegsmanna um þetta efni, tekin úr Mhl. 19. okt. Unnið við vatnsveituna á Dalvík Dalvík 27. okt. Slátrun hófst hjá útibúi KEA á Dalvík 5. eptember ög hefur staðið uppi- haldslítið síðan og lýkur henni í dag. 9165 kindum var lógað og 400 nautgripum. Sauðfé reyndist rýrara en undanfarin ár. Meðalþungi vegnu dilkana, sem voru tveir og vigtuðu 26 kg. hvor, áttu Óli Antonsson á Hrísum og Snorri Kristjánson Hellu. En frú Jóna Jóhannsdóttir Dalvík átti þyngd(u meðalvigt dilka, 15,69 kg, sem voru 10 talsins. í byggingu hafa verið 6 ibúð- dilka varð aðeins 12,74 kg. sem arhús og eitt af því er prest- er 550 gr. minni meðalvigt en seturshús fyrir Vallaprestakall. í fyrra; En allt fé er vigtað inn Þá er unnið að endurbótum á án nýrnamörs. Þyngstu inn- (Framhald á blaðsíðu 5). Ingvar Villijálmsson útgerðar- maður: „-----Umfram allt vantar að halda dýrtíðinni í skefjum. Með an hún er, er ekkert unnt að gera og ekki getum við breytt markaðsverðinu. Ég mundi vilja láta örva línuveiðarnar, því að þar er það bezta hrá- efni, sem unnt er að fá. Erfitt er nú mjög að gera út báta vegna tilkostnaðar", Einar Sigurjónsson Vestmanna eyjum: „Til úrbóta mæli ég með, að hið opinbera stuðli að aukinni hagræðingu í fiskiðnaðinum. Að vextir af rekstrar- og af- urðalánum verði lækkaðir. Að útflutningsgjöld á fiskafurðum verði stórlækkuð og aðstaða þeirra báta, er stunda bolfisk- veiðar verði bætt með aðstoð hins opinbera, þar eð fiskiðn- aðurinn er ekki fær um að greiða hærra verð fyfir fiskinn eins og nú er ástatt“. Geir Zoega útgerðarforstjóri: „Mín meining er, að íslenzku bátarnir ættu að fara með helm ingi styttri línu, helmingi minni beitu, liggja lengur yfir og draga helmingi hægara. Þá gætu þeir komið með meiri afla og meiri verðmæti í land“. (Framhald á blaðsíðu 7). Söfnuðu 118 þús. kr. Á MÁNUDAGINN fór fram fjársöfnun á vegum Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna til styrktar flóttafólki frá Tíbet. Skátafélögin voru beðin að taka að sér söfnunina hér á Akureyri. Skátar, ásamt 150 nemendum úr Gagnfræðaskól- anum á Akureyri, gengu í hús og söfnuðu þennan dag kr. 118.062.15. □ Æskufólk á leið í skóla sinn, Gagnfræðaskólann á Akureyri. En þar eru nú um 700 nemendur í vetur. (Ljósinynd E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.