Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 7
7 - Margar nýjar bækur fyrir jólin (Framhald af blaðsíðu 8). Af smásagnasöfnum mætti nefna „Við morgunsól“ efil(ir Stefán Jónsson, en það' varð því miður síðasta bók þessa vinsæla höfundar. Jakob Thor- arensen kemur með nýtt smá- sagnasafn (Helgafell). Bókin „Prestkonan" eftir Guðmund Jónsson garðyrkjumann er smá sögur (Leiftur). Loks mætti nefna „Hin gömlu kynni“ eftir Steinunni Eyjólfsdóttur (Leift- ur), safn stuttra sagna, frum- smíð ungrar skáldkonu. Furðulega margar ljóðabæk- ur munu líta dagsins ljós á þessu hausti. Eru allar þessar kvæðabækur keyptar og lesn- ar? „Síðustu ljóð“ Davíðs Stef- ánssonar (Helgafell) mun flest um kunnugt um nú þegar. Þá sendir hið aldna skáld Jakob Thorarensen frá sér enn eina ljóðabók. Heitir hún „Nátt- kæla“ (Helgafell). Jóhannes úr Kötlum, Snorri Hjartarson, Jón Óskar, Kristján frá Djúpalæk, Heiðrekur Guðmundsson, Matt híás Johannessen, Rósa B. Blön dals, Hannes Sigfússon, Böðvar Guðmundsson, Steinar Sigur- jónsson og Nína Björk Áma- dóttir gefa öll út ljóðabækur í ár. Þetta er vænn skáldafloti, og eru þó vafalaust nokkrir ó- taldir. Ævisögur og endurminning- ar hafa alltaf verið eftirlætis- lesefni íslendinga, og svo verð- ur sjálfsagt enn í ár. Fyrra bindið. af „Minning- um“ Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar (Setberg), er komið út' og hefur þegar vakið talsvert umtal. „Karlar eins og ég (Set berg) eru minningar Brynjólfs Jóhannessonar leikara, en ritað ar af Ólafi Jónssyni. Þá hefur Setberg einnig gefið út minn- ingar Þórarins Guðmundssonar, fiðluleikara, ritaðar af Ingólfi Kristjánssyni. Jónas Þorbergs- son hefur ritað sjálfsævi- sögu, og nefnist hún „Bréf til sonar míns“ (Skuggsjá). „Hipneskt er að lifa“ heitir minningabók Sigurbjarnar Þor kelssonar (Leiftur). Sveinn Vík ingur birtir 2. bindi minninga sinna „Myndir daganna“ (Kvöldvökuútg.), og fjallar þetta bindi um skólaár höfund ar. „Við Urðarbrunn“ eftir Grét ar Fells (Skuggsjá) og „Einu sinni var“ eftir Sæmund Dúa- son (BOB) eru minningabæk- ur. „Úr lífi foreldra minna“ eft ir Gísla Jónsson fyrrum alþing- ismann er að nokkru skráð frá sögn föður hans (Helgafell). Guðmundur Hagalín hefur ■ skráð þætti úr ævisögu Adams Hoffritz á Selfossi. Nefnast þeir „Danskurinn í Bæ“ (Skugg- sjá). Rósberg G. Snædal hefur. ritað ævisögu Sveins frá Eli- vogum, „Skáldið frá Elivogum" (Iðunn). Þá má hiklaust telja hér í hópi íslenzkra ævisagna bókina „Jóhann Sigurjónsson“ eftir Helge Toldberg (Mál og menning), þótt hún sé frum- rituð á dönsku. Það er ágæt bók og merkileg. Loks mætti nefna hér með hina nýju útgáfu ísafoldar á bókinni „Læknar á íslandi“ eft ir Vilmund Jónsson og Lárus Blöndal. Hún er nú í þremur bindum, svo að aukning hennar frá fyrri útgáfu er geysimikil. Ymsar bækur um sagnfræði og þjóðleg fræði eru væntanleg ar. Þar mætti telja „íslenzkt málsháttasafn“ (A. B.) sem þeir gefa út Bjarni Vilhjálms- son og Óskar Halldórsson. Þetta er mikil bók, merkileg og mjög vönduð. Finnur Sigmundss. gef ur út safn bréfa Geirs biskups Vídalins (Bókfell). Falleg bók og skemmtileg. Mál og menning gefur út fyrsta bindi af nýrri íslandssögu, sem ætlunin er að verði fjögur bindi. Björn Þor- steinsson ritar þetta fyrsta bindi, sem nær frá upphafi til 1264. Björn mun einnig rita annað bindi þessa ritverks, en það nær til 1550. Einar Laxness mun rita tvö síðari bindin, en þau fjalla um tímabilið frá siða skiptum og fram á okkar daga. Amheiður Sigurðardóttir frá Arnarvatni hefur ritað bókina „Híbýlahættir á miðöldum á ís landi“ (Menningarsjóður). Hall dóra Bjamadóttir hefur samið bók um íslenzkan vefnað á 19. og 20. öld, „Vefnaður á íslenzk um heimilum" (Menningarsjóð ur), stór bók prýdd fjölda mynda. Steindór skólameistari Steindórsson hefur þýtt hina kunnu ferðábók Horrebows „Frásagnir frá íslaiidi“ (Bók- fell). Horrebovv var hér 1749— 51, og bók hans „Tilforladelige Efterretninger fra Island“ kom út í Kaupmannahöfn 1752, hið merkilegasta rit. Þá kemur út 2. bindi af hinni miklu og ágætu sögu íslenzkrar myndlistar eft- ir Bjöm Th. Björnsson (Helga- fell). Af bókum um þjóðleg fræði mætti nefna „Öldin seytjánda“ eftir Jón Helgason, ritstjóra (Iðunn). Er hún með sama hætti gerð og fyrri „aldar“- bækur. „Feðraspor og fjöru- sprek“ eftir Magnús Björnsson á Syðra-Hóli (BOB) er frá- sagnabók lík í sniðum og fyrri bækur Magnúsar. Bækumar „Öruggt er áralag“ eftir Harald Guðnason, bókavörð í Vest- mannaeyjum (Skuggsjá), „Menn í sjávarháska“ eftir Svein Sæmundsson (Setbei'g) og „Kastað í flóann“ eftir Ás- geir Jakobsson . (Ægisútg.) munu allar ætlaðar sjómönn- um. Bók Ásgeirs fjallar um upp haf togaraútgerðar á íslandi. í flokki með þessum bókum mætti telja „Skaðaveður 1886— 90“ eftir Halldór Pálsson (Æsk an) og 3. bindi af „Heimdraga" (Iðunn), en það ársrit hefur hlotið vinsældir. Þá koma út þó nokkrar rit- gerða- og viðtalsbækur. Kvöld vökuútgáfan gefur út 4. bindi af safninu „Því gleymi ég aldrei“. Jón Eyþórsson gefur út þætti frá liðnum árum, „Um daginn og veginn“ (Bókfell). Loftur Guðmundsson sendir frá sér „Viðtalsþætti“ (Ægisútg.) og Steinunn Briem viðtalsþætti, sem hún nefnir „Svipmyndir". Stefán Jónsson fréttamaður gef ur út bók, sem heitir „Gadda- skata“. Mun hún í svipuðum stíl og bók hans „Krossfiskar og hrúðurkarlar“. (Ægisútg). Þá mætti nefna hér bók Jó- hanns Kristjánssonar um íþróttaafrek, „15 íþróttastjörn- ur“. Ævar R. Kvaran hefur rit- að bók handa áhugamönnum um leiklist. Nefnist hún „Á leik sviði“ (Menningarsjóður). Af hreinum fræðibókum er auðvit að mest „Búfjárfræði“ Gunnars Bjarnasonar (BOB). Þá er von á miklum fjölda þýddx-a bóka og barnabóka. Verður þeirra ef til vill að ein- hverju getið í næsta blaði. □ FRÁ Kristniboðshúsinu ZION: Almenn samkoma verður í húsinu á morgun, sunnudag, kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. MYNDIR frá Ástjöm verða sýndar á Drengjafundinum að Sjónarhæð n. k. mánu- dagskvöld kl. 6. Allir drengir velkomnir. FRÁ Styrktarfélagi vangefinna. Þökkum innilega stórrausnar lega gjöf, frá öldruðum hjón um sem ekki vilja láta nafna sinna getið, kr. 40.000.00. — Jóhannes Óli Sæmundsson. BRÚÐHJÓN. Hinn 29. október voru gefin saman í hjóna- band í Akui-eyrarkirkju ung frú Kristín Sigi'íður Ásgeirs- dóttir og Kolbeinn Pétursson tæknifræðingur. — Heimili þeirra verður að Álftamýri 18 Reykjavík. FRÁ Þingeyingafélaginu Akur eyri. Annað spilakvöld félags ins verður að Bjargi föstudag inn 11. nóv. n. k. og hefst kl. 20.30. Skemmtiatriði. Ncfndin GJÖF til Jónasar-lundar frá gömlum Öxndælingi krónur 10.000.00. — Kærar þakkii’. Hermann Ármannsson. GLERÁRHVERFI. Sunnudaga skólinn er í skólahúsinu kl. 1 e. h. Öll böm velkomin. KVENFÉLAGH) Framtíðin á SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsiðu 8). „Bátaflotinn, annar en afla- hæstu síldarskipin, berst nú í bökkum sökum stóraukins út- gerðarkostnaðar af völdum dýr tíðar og vegna minnkandi afla. Togaraflotinn sömuleiðis. Fisk- vinnslustöðvamar em þess ekki umkomnar að greiða það miklu hærra fiskverð, að nægt gæti til þess að ná endum sam- an í rekstri útgerðarinnar, því að allur reksturskostnaður þeirra hefur vaxið risaskrefum í samræmi við aukna dýrtið innanlands. Þar á ofan bætist nú verðfall þýðingarmikilla sjávarafurða á erlendum mörk uðum og hráefnaskortur hér heima“, VONLAUS AÐSTAÐA Og Jón bætti við: „Það er við þessar aðstæður, sem í öllum aðalatriðum er hér rétt lýst að hæstv. ríkisstjóm dettur það snjallræði í hug að flytja frumv. um aukna skatt- lagningu á útgerðjna, sem er að sligast undan dýrtíðarstefnu hæstv. ríkisstjómar og þolir því ekki nýjar skattaálögur til þess að styrkja eina grein inn- lends iðnaðar, veiðarfæraiðnað inn, sem einnig er að sligast sök um stóraukins framleiðslukostn aðar og óréttlætis í löggjöf, sem lialdizt hefur um áratuga skeið, og gert starfsaðstöðu hans von lausa að óbreyttum aðstæðum og eins og reynslan hefur sýnt“. ÓLÖGLEG NIÐURJÖFN- UNARNEFND Komið hefur í ljós á Akureyri að niðurjöfnunamefnd var ólög lega kosin og mun þetta nú vera leiðrétt. Þá leikur grunúr á, að aðstöðugjöld séu ólöglega á Iögð hér í bæ. Mun nú próf- mál lun þetta á döfinni og verð ur fróðlegt að fylgjast með hversu því reiðir af. MARGIR Á SVEIMI Bandaríkjamenn skýrðu nýlega frá því að 1112 gervihnettir svifu nú umliverfis jörðu, auk þess þrír óþekktir, sem enginn veit nein deili á, og eru e. t. v. vígahnettir. En fjöldi þessara gervihnatta vex hröðum skref- um í hinu mikla kapphlaupi stórveldanna á sviði vísindanna. MÆLIFELLSPRESTAR Séra Sigfús á Mælifelli var einn af brautryðjendum samvinnu- stefnunnar í Skagafirði og vann með því að hagsmunamálum alls þorra manna í sínu héraði ásamt farsælum prestþjónustu- störfum. Annar prestur á Mæli felli séra Bjartmar þjónar guði sínum, en einnig íhaldinu, sem með öllum ráðum reynir að grafa undan því sem séra Sig- fús og aðrir samvinnumenn byggðu upp. Má segja að Mæli- fellsprestar hafist ólíkt að. NÝ BORG VH) EYJAFJÖRÐ Magnús Jónsson fjármálaráð- herra ritar langa grein í síðasta íslending um málefni Norður- lands og jafnvægi í byggð Iands ins. Til mótvægis við hið mikla höfuðborgarsvæði telur hann eitt nauðsynlegt, öðru fremur: „Þar nægir ekkert minna en til koma nýrrar borgar. Eins og byggðinni og allri aðstöðu nú er háttað, sýnist naumast nokk ur annar staður koma til greina en Akureyri“, segir ráðherrann. FALLEGA MÆLT EN---------- Hér er fallega mælt og ber að meta fögur orð. Og þau hefðu þó vissulega haft meira gildi, ef Magnús Jónsson og samverka- menn hans í stjóm landsins væru ekki á sama tíma að hjálpa erlendri stóriðju að koma fyrir sig fótum við hið mikla höfuðborgarsvæði, og er- lendum aðilum að seilast eftir vinnuafli til hemaðarfram- kvæmda í Hvalfirði. Og ef þriðja hver króna af sparifjár- innlögnum Norðlendinga væri EKKI send suður í Seðlabank- ann með lagaboði, svo sem nú er, og vaxtakjör svipuð og hjá öðrum vestrænum þjóðum, þá væri misvægið minna og byggðajafnvægið ekki eins geig vænlega úr skorðum gengið og nú er. GJÖF til Sjúki-ahússins frá G. K. kr. 1000. — Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Péturs son. VÉLRITUN ARN ÁMSKEH). — Athygli skal vakin á auglýs- ingu um vélritunarnámskeiði, sem Cecilia Helgason hyggst halda hér í bænum í næstu viku. Akureyri gefur út ný jóla- merki eins og áður, og fást þau í Pósthúsinu. Ágóði af sölu jólamerkjana rennur til Elliheimilis Akureyrar. Merk in eru teiknuð af frú Alise Sigui-ðsson. ST. GEORGS-GILDH). Fundurinn er á venju- legum stað kl. 8.30 síð- degis. Stjómin. ÁHEIT og gjafir. Flóttamanna- söfnunin: Frá Kristínu Rafn- ar og fleiri telpum kr. 225. Frá Ásrúnu Jörgensdóttur. kr. 100. Til blinda bamsins frá Sollu Stínu kr. 200. Til Strandarkirkju frá sömu konu kr. 100, og frá Valdemar Jóhannssyni kr. 300. Til Akur eyrarkirkju áheit frá N. N. kr. 500, frá ónefndri konu kr. 100, frá Hilmari Guðmunds- syni kx'. 500, frá konu í söfn- uðinum kr. 500, frá ónefndri konu kr. 200, frá Sollu Stinu kr. 450, frá ónefndri konu í Reykjavík kr. 1000, frá ónefndum hjónum kr. 3000. Beztu þakkir. p. S. NÝTT VEIÐIFÉLAG MÝVETNINGAR stofnuðu ný- lega veiðifélag. Lögbýli eru 37, sem land eiga að Mývatni og eiga landeigendur mikilla hags muna að gæta þar sem silungs veiðin er. Tilgangur félagsins er, að koma á nýrri skipan um veiðarnar, sem tryggi sem jafn astan rétt þein-a, er hlut eiga að máli. Ennfremur mun félag- ið standa vörð gegn hverskon- ar hættum, sem að silungsstofn inn kynnu að steðja. Stjóm félagsins skipa: Dag- bjartur Sigurðsson Álftagerði form., Hallgrímur Þórhallsson Vogum og Einar ísfeld Kálfa- strönd. Q - NÝ VIRKJUN ... (Framhald af blaðsiðu 8.) sóknir á stórvirkjun x Laxá, og umræður um hana, og ýmsar tillögur Sigurðar Thoroddsen um 38 metra stíflu. En verði sú stífla gei’ð, verður Laxárdalur lagður í eyði því mest af veg- inum fer í kaf og einnig hin ný byggða brú, auk landsins, svo til öll tún og túnstæði ssmra jarða. En falleg mannvirki verður hægt að reisa við þá virkjun og getur Sigui'ður Thor oddsen sýnt snilld sína þar. G. Tr. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.