Dagur - 09.11.1966, Síða 1

Dagur - 09.11.1966, Síða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- ■kriístoían Túngötu 1. Akureyri, Siml 11475 Ferðaskrifsfofan Túngötu 1. Siml 11475 Skipuleggjum ierðir skauta á millL Farseðlar með Flugfél. ísL og Loftleiðum. !; Sjónleikurinn „Koss í kaupbæti“ verður sýndur á Akureyri annað kvöld. Myndin er úr einu 1; atriði leiksins. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson.) |! Frá lögreglunni Á LAUGARDAG var vöru- bifreið ekið á kyrrstæðan fólks bíl, sem skemmdist mjög. Eld- ur varð laus í reykkofa, en var slökktur. Kjöt eyðilagðist. Sama dag varð árekstur hjá Kristnesi. Mættust þar A-bíll og Þ-bíll í hálku. Um kvöldið varð harður árekstur á mótum Byggðavegar og Hamarstígs. Annar bíllinn rann einnig á ljósastaur og girðingu. Skemmd ir- urðu mjög miklar, og annar bíllinn talinn ónýtur. Bílvelta varð sunnudagsnótt- ina á þjóðveginum norðan Krist ness og lá bíllinn á toppnum, mikið skemmdur, og á sunnu- daginn urðu enn minniháttar árekstrar. Á laugardagskvöldið valt A-bifreið í Húnaþingi. í árekstrum þessum urðu ekki slys á mönnum. Q Bæjarsfjórinn sækir um lausn Bæjarstjórn samþykkti lausnarbeiðnina Á FUNDI bæjarráðs Akur- eyrarkaupstaðar 3. nóv. sl. lagði Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri fram erindi, þar sem hann sækir um lausn frá bæjarstjórastörfum með þriggja mánaða fyrirvara. Á bæjarstjómarfundi í gær var mál þetta tekið fyr- ir. Bæjarstjóri ítrekaði ósk sína, áður rædda í bæjar- ráði, að verða leystur frá bæjarstjórastörfum frá 31. janúar n. k., án þess þó að gera verulega grein fyrir henni. Bæjarfulltrúar voru sammála um að verða við þessum óskurn. Framsóknar menn vildu þó fresta ákvörð un um tímatakmörkin 31. jan., ef tíminn reyndist of skammur til starfsmanna- skipta. Samþykkt 'var tillaga ÍFramhald á blaðsíðu 2.) Ágæt sífdveiði ef veður leyfir, * ' r segir Asmundur Jakobsson á Hafþóri Á SÍLDARMIÐUM fyrir aust- an land hefur síld gengið að norðan nú að undanförnu. Það er komið mikið síldarmagn á allstórt svæði aust-suðaustur frá Gerpi, sagði Ásmundur Jakobsson skipstjóri á síldar- leitarskipinu Hafþóri í gær, í Heiff vafn í Hamarslandi? Dalvík 7. nóvember. Unnið er nú við íþróttahúsið nýja. Eftir er að leggja gólfið. Vonir standa til að leikfimissalurinn verði tilbúinn um áramót. Þar er rúm fyrir 500 áhorfendur. Yfirsmiður er Jón Stefánsson. í dag var byrjað að bora eftir heitu vatni við volgru eina í landi Hamars í Svarfaðardals hreppi. En þar álíta jarðfræð- ingar, að árangur muni fást við borun. Vart fæst bein úr sjó vegna ógæfta. J. H. stuttu viðtali við blaðið. í nótt var ágæt veiði.- 87 skip með 11400 lestir. En alls munu vera um 130 íslenzk síldveiðiskip á austurmiðum eða fleiri. Rúss- neski reknetaflotinn er nokkru norðar eða aust-suðaustur frá Gletting og Dalatanga, um 70 mílur út. Fjöldamargir þýzkir skuttogarar eru á miðum, þar sem íslendingar veiða. Líklegt er, sagði Ásmundur ennfremur, að ágæt síldvelði sé framundan ef veður leyfir. En undanfarið hefur veðrátta verið mjög ó- stillt og erfitt að stunda síld- veiðarnar. Q Á batiksýningunni á Akureyri. Frú Sigrún Jónsdóttir stendur kirkjuna í Stærra-Árskógi. gerði fyrir (Ljósmynd E. D.) BATIKSÝNING A AKUREYRI Og stutt viðtal við frú Sigrúnu Jónsdóttur UM ÞESSAR mundir stendur yfir sérstæð sýning listaverka, fyrsta batiksýningin, sem hald- in er í höfuðstað Norðurlands. Sýningarmunina gerði frú Sig- rún Jónsdóttir, sem fyrst íslend inga nam þessa listgrein í Sví- þjóð. Sýningin er í Kaupangs- stræti 4 og var opnuð á laugar daginn. Margt manna kom þeg ar fyrsta daginn og margir list- munanna seldust þá strax. Hvatamaður að þessari sýn- ingu var Þóra Sigfúsdóttir kaupkona á Akureyri. En fyrir hana og ættfólk hennar á Ár- skógsströnd hafði Sigrún gert fagran hökul, sem prýðir Fyrsfa áætlunarferð Flugfélagsins til Raufarhafnar Raufarliöfn 7. nóv. Klukkan hálf tólf í morgun kom til Rauf arhafnar fyrsta vél Flugfélags íslands í áætlunarflugi. Var það Glófaxi, flugstjóri Ríkarður Jónatansson. Allir, er vettlingi gátu valdið komu út á flugvöll- inn og fögnuðu komu vélarinn ar. Þar með var hinn nýi 1200 m. flugvöllur að nokkru vígður, þótt sjálf vígsluathöfnin sé eft- ir. Lending og flugtak gekk vel. Bráðlega verður byggt skýli við völlinn. Afgreiðslumaður er Friðgeir Steingrímsson. Gerð hins nýja flugvallar gekk mjög vel og framkvæmd- in reyndist ódýrari en áætlað var undir verkstjóm Júlíusar Þórðarsonar. En Ásgeir Ágústs son oddviti Raufarhafnarhrepps aðstoðaði á ýmsan hátt hinar velheppnuðu framkvæmdir og fylgdist með verkinu af hrepps ins hálfu. Þegar gefur er róið, og er ágætur fiskur á færi en mun minni á línu. Ýsuveiði er minni en búizt var við en meira af þorski. Við höfum ekkert feng- ið af síld nú lengi og hér er rólegur bær. H. H. Stærri-Árskógskirkju og er hann á sýningunni. Hann er gef inn til minningar um móður hennar, Guðlaugu Ásmunds- dóttur. En Akureyringar þekkja hinn hvíta og fagra hátíðahökul sinn ar eigin kirkju, sem er saum- aður af frú Sigrúnu. En fyrir teikningu af honum hlaut hún verðlaun í Svíaríki á námsárum sínum þar. Batikaskreytingar er fom, austurlenzk listgrein, sem er að ná útbreiðslu hér í álfu og hef- ur nú skotið rótum hér á landi. Er hér bæði um að ræða kirkju lega skreytingalist, lislt til skreytingar á öðrum mannvirkj (Framhald á blaðsíðu 5). Attatíu og fimm ára JÓN MELSTAÐ, fyrrum bóndi á Hallgilsstöðum í Arnarnes- hreppi varð 85 ára 29. október sl. Hann dvelur nú hjá sonum sínum í Þórunnarstræti 103 hér í bæ. Hefur enn fótavist og er andlega hress. Blaðið sendir honum beztu kveðjur. Q

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.