Dagur - 09.11.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 09.11.1966, Blaðsíða 2
2 Þór stofnar nýjan skemmtiklúbb ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR hefir nú öðlazt heimild til þess að stofna og reka skemmtiklúbb fyrir unglinga á komandi vetri, sem kallaður verður „Þórs- klúbburinn“. Mun klúbburinn verða til húsa í Sjálfstæðishús- inu og starfa þar annan hvorn miðvikudag í allan vetur, fyrir unglinga á aldrinum 15—21 árs, en ákveðið hefir verið að þessi starfsemi hefjist strax í kvöld, miðvikudaginn 9. nóvember. Að sjálfsögðu mun félagið kappkosta og leggja metnað sinn í það, að hlíta nákvæm- lega öllum settum reglum um skemmtanahald unglinga, auk nokkurra skilyrða, sem félagið sjálft mun setja, í von um þeim mun betri árangur.. En til þess að tryggja sem bezt eðlilega og vítalausa framkvæmd, þá hefir félagið þegar kjörið fimm manna fastanefnd, sem ætlað er að annast og ábyrgjast þessa starfsemi að öllu leyti, allan veturinn. Tilgangur félagsins með þess ari starfsemi er fyrst og fremst sá, að efla sem sannastan félags anda og auka heilbrigt sam- starf félaga sinna og annarra unglinga í bænum, með því að gefa þeim kost á því að sækja hollar og vínlausar dansskemmt anir. Jafnframt verður svo reynt, eftir föngum, að útvega margvísleg atriði önnur, ýmist til fróðleiks eða skemmtunar. Það skal og sérstaklega fram tekið að Hljómsveit lngimars Eydal og Erla mun alltaf leika og syngja. — Sjá nánar í götu- auglýsingum. (Fréttatilkynning frá stjórn íþróttafélagsins Þórs.) Leitað að brúarstæði og lieitu vatni Nesi Fnjóskadal 7. nóv. Hér er. snjóhrafl en mikill snjór er út á Flateyjardalsheiði. Á ýmsum bæjum vantar enn allmargt fé. Einkum vantar þá, sem reka fé sitt á Flateyjardal. Þar voru hættur miklar í vor. Hér var á dögunum verið að kanna land fyrir stólpa nýrrar ÁTTRÆÐ MARÍA STEFÁNSDÓTTIR frá Samkomugerði varð áttræð 30. okt. sl. Hún er fædd 1886 að Bjarnastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, en er nú til heimilis að Munkaþverárstræti 42 Akur eyri. □ - BÆJARSTJÓRINN SÆKIR UM LAUSN (Framhald af blaðsíðu 1) Braga Sigurjónssonar um að bæjarstjórn féllist á lausnar beiðnina frá nefndum tíma að telja. Er þar með ákveðið, að Magnúk E. Guðjónsson, sem verið hefur bæjarstjóri á Akurcyri um nálega 9 ára skeið, hættir störfum, en ráðinn verður nýr bæjar- stjóri í hans stað. Q brúar sem ákveðið er að byggja á Fnjóská um einn km. norðan við Nés. .Heitir þar Ljótstaða- nes. Þar fannst góður grunnur. Brú þessi verður á þrem stöpl- um. Umferð um Fnjóskábrú er oft um 500 bílar á dag á sumr- in, og er gamla brúin orðin gömul og léleg og þörf nýrrar. Verið er að bora eftir heitu vatni á Stóru-Tjörnum á hjalla einum norðvestur af bænum og hærra uppi en áður var borað. Borholan er orðin 50 metrar á dýpt og . ofurlítið . af 45 stiga heitu vatni streymir þar upp. Heitara vatn kemur upp úr jörðu rétt við borholuna. Búist er við að með méiri borun náist það vatn og meira. Tvær tófur voru skotnar í göngunum á Flateyjardalsheiði og allmargir minkar hafa verið drepnir við Fnjóská í haust. Á tíunda hundrað lamba hafa verið sett á vetur í Fnjóskadal og eru það fleiri líflömb en áð- ur. Nautgripaslátrun er mikil. V. K. - Steinsstaðaskóli (Framhald af blaðsíðu 8). Lýtingsstaðahreppi og var hann fyrsti hreppur í sýslunni sem það gerði. Haustið 1965 tók framhaldsdeildin til starfa, fyrsti bekkur með um 30 nem endum. Af þeim nemendum var þriðjungur úr öðrum sveitum. Nú í vetur verður framhalds- deildin með bæði fyrsta og ann an bekk. Lokið er gagngerðum endurbótum á íbúðarhúsinu og verður það heimavistarhús fyr- ir um 20 nemendur. Þá stendur yfir og er langt komið viðgerð á gömlu ungmennafélagshúsinu og verður það notað fyrir kennslustofu. - B. E. - EIGUM VIÐ AÐ ENDURFÆÐA HÓU-JÓN? (Framhald af blaðsíðu 4) Auðvelt var fyrir ráðamenn í báðum löndunum að hlaupa frá krónu sem óvinaþjóð hafði eyði lagt. En forráðamenn þessara þjóða vildu ekki bregðast þjóð sinni með því að fylgja í spor óvinanna. í stað þess réttu Danir og Norðmenn við sínar föllnu myntir. Heiðarleg þjóð setur sér það takmark að eiga heiðarlega mynt og drengileg fjármálaskipti. Niðurlæging ís- lenzkrar krónu síðan 1946 er varanlegur blettur á stjórnar- fari landsins á undangengnum 20 árum. Með krónufalli kom upplausn í allt stjórnarfarið. Þing og þjóð hafði ekki lengur vald yfir launagi’eiðslum til starfsmanna landsins og gafst þá líka upp í þeim efnum og setti nefnd val- inna launamanna til að raða starfsfólkinu í smá fylkingar og skammta þeim laun og embætt- isaðstöðu. Ekki er vitað að nokk ur menntuð þjóð hafi fyrr en íslendingar í þetta sinn gripið til þvílíkra aðgerða í skiptum við þegnana. Hér var um stund arfrið að ræða og sífelldar kröf ur berast til stjórnarvaldanna um nýjar launabætur og er þar ekki friðar að vænta þar sem verðmiðillinn er á tilgangslausri fallhreyfingu. Síðasti þáttur launastríðsinS var tefldur í vor sem leið. Þá gerði ein tylft lækna eða vel það uppsteit á móti stjóminni, heimtaði mikla kauphækkun en hótaði annars að flýja land, vestur um haf. Að lokum komst bráðabirgðar friður á sem ekki hefir þótt hlýða að segja frá opinberlega. Beztu veiðimennirnir ætla sér hálfa milljón í ársþóknun eða meira fyrir ársómökin. Nú verður aðeins einum litl- um þætti bætt við þá upplausn .arsögu sem hófst þegar gróða- gjarnir menn notuðu réttmæt- an ótta íslendinga við yfirvof- andi innrás Hitlers 1940—41 til að fá hingað varnarlið sem borg aði vinnu og vöru með dollur- um. Peningasýkin varð þá óslökkvandi. Ríkisstjórnin taldi nauðsynlegt haustið 1966 að hækka fjárlög næsta árs um 800 milljónir. Hóla-Jón hafði setið við stýrið í aldarfjórðung. Hækkun fjárlaganna er í sam- ræmi við aðrar fjárreiður þjóð- félagsins á undangengnu ára- bili. Þegar Magnús Jónsson guð- ARNARDALSÆTTIN VALDIMAR BJÖRN VALDI- MARSSON frá Hnífsdal hefur gefið út tvær ættfræðibækur, Arnardalsætt. Nú hefur hann í hyggju að gefa út þriðja bindið af Arnardals- og Eyrardalsætt um á næsta ári. Verður þar nafnaskrá, sem nær yfir allt verkið. Vestfirðingar, og raun- ar margir aðrir, hafa eflaust áhuga á bókum þessum. Iiér á Akureyri geta menn gerst áskrifendur að nýju bókinni hjá Sigurði Baldvinssyni Þing- vallastræti 8. — Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Q fræðiprófessor var settur yfir hallærisnefndina sagði hann í gamansömum tón: „Hvenær kemur hrunið?“ Enn er spurt: Hvenær kemur endurreisn eða nýlendustjórn? Q SKYTTUR! Farið vel með byssuna. 4 gerðir af amerískum BYSSUPOKUM HÖGGDEYFAR BYSSUÓLAR, tvöfaldar BYSSUBLÁMI BYSSUOLÍA Brynjólfur Sveinsson h.f. TIL SÖLU: Skápur og bókahilla. Uppl. í síma 1-16-63. ÚTSÆÐIS- KARTÖFLUR Get selt dálítð af útsæði í vor, ef pantað er strax.' Kristinn Sigmundsson, Arnarhóli. Þrísettur STOFUSKÁPUR með gleri til sölu og einnig borðstofuborð. Uppl. í síma 1-24-26. TIL SÖLU: 2 eldavélar, Rafha og Frigideare, hentug fyrir stórt heimili. Einnig 2 Zig Zag saumavélar í skáp. Uppl. í síma 2-10-30 og 2-11-56. MÓTORHJÓL til sölu Uppl. í síma 2-10-15 á kvöldin. TIL SÖLU: 16 ær og veturgamall hrútur, ásamt 50—60 hestum af heyi. Hringið í síma 1-19-98 kl. 71/2 til 8l/2 að kvöldi HROSS TIL SÖLU Laugardaginn 12. nóv. kl. 1 e. h. verða til sölu að Vöglum á Þelamörk full- orðin liross og nokkur folöld. Hallgrímur Hallgrímsson TIL SÖLU: Ný kvikmyndasýningarvél Silma Compact 8. Uppl. í síma 1-26-77. TIL SÖLU: Strauvél, þvottavél og saumavél. Selst ódýrt. Uppl. í Víðimýri 13. LJÓSASAMLOKUR 6, 12 og 24 volta PERUR í flestar gerðir bifreiða. ÞÓRSHAMAR H.F. Varalilutaverzlun BÍLASALA HÖSKULDAR Volkswagen, árg. 1966 Volkswagen 1500, árg. ’65 Greiðsluskilmálar. Moskvits, árg. 1966, verð kr. 125 þús. Ford Bronco, árg. 1966 Ford Zephyr, árg. 1955 Skipti á nýrri bíl Volga, árg. 1958, verð kr. 40 þús. Útborgun 10—15 þús. o. m. m. fl. Einnig Ford Trader, árg. 1963, hægt að taka ódýrari bíl upp í. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 11909 TIL SÖLU: NÝR RÚSSAJEPPI Upplýsingar gefur Jóhannes Kristjánsson, Sími 1-27-50 og 1-12-49 TIL SÖLU: OPEL KAPITAN, árgerð 1960. Nýlega yfirfarinn. ÖH dekk ný. Sími 2-10-75 eftir kl. 7 síðdegis. VÖRUBÍLL TIL SÖLU Hentugur fyrir sveita- heimili. Allar upplýsing- ar gelnar í Efnag. Flóru (lager). TIL SÖLU: Volkswagen 1300, árgerð 1966. Ekinn 7000 km. Uppl. í síma 1-12-28 eftir kl. 7. BIFREIÐIN A-2521 sem er Ford Zodiac, árgerð 1958, er til sölú. Uppl. í síma 2-10-67 eftir kl. 7 á kvöldin,- TIL SÖLU. PEUGÖUT BIFREIÐ á nýjum dekkum og ný- yfirfarin vél. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-20-60.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.