Dagur - 09.11.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 09.11.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HVERS VECNA DULARKLÆÐI? SÍÐAN Stalín féll frá hefur Sósialista flokkurinn ekki boðið fram í kosn- ingum hér á landi. Kommúnistafor- ystan kom sér þá upp sérstöku fram- boðs-apparati, hinu svonefnda Al- þýðubandalagi og fékk Hannibal Valdimarsson til að veita því for- stöðu. Hannibal er mælskur áhuga- maður í félagsmálum en mun vera fremur lélegur stjórnandi, þó hann komi vel og hressilega fyrir á .rnann- fundum. Hafði honum, er þetta bar til, mistekizt að halda formennsku í Alþýðuflokknum, sem hann gengdi í eitt ár eða svo eftir að Stefán Jó- hann lenti þar í minnihluta. En úr því að H. V. gat ekki haldið þeirri forystu, sem hann hafði verið kjör- inn til í sínum gamla flokki, var þess varla að vænta, að hann gæti ráðið við sleipa og harðsoðna Moskvu- kommúnista. Draumur hans um, að Alþýðubandalagið gæti orðið leið- andi afl í íslenzkum stjómmálum, hefir því ekki rætzt og engár líkur til, að hann rætist héðan af. Fyrir sunnan kalla spaugsamir menn Al- þýðubandalagið kosningagæru Sósial istaflokksins (sbr. úlfinn í sauðar- gærunni), og er sú líking athyglis- verð. En hvers vegna þurfti Sósialista- flokkurinn að ganga dulbúinn til, kosninga? Það mun hafa þótt nauð- synlegt vegna þess, að flokkurinn var fyrir 10 árum byrjaður að tapa fylgi og engin von til að Hannibal eða yfirleitt þeir, sem fylgt höfðu öðrum flokkum vildu í hann ganga. Það var sem sé ekkert leyndarmál að hinir raunverulegu ráðamenn Sósialista- flokksins höfðu veríð undir stjóm rússneskra Stalinista, og látið fleka sig til að boða íslendingum þá trú, að Stalín væri Messías allra þjóða, vinur og velgerðarmaður hins hrjáða mannkyns, er þennan „ægi- fagra“ hnött byggir. Tniboð þetta fór fram í nafni Sósialistaflokksins og á hans ábyrgð og sömuleiðis sorg- arathöfn sú, er haldin var í Reykja- vík, er lát harðstjórans spurðist hing að. En þegar upplýsingar hinna nýju forystumanna Sovétríkjanna um blóðveldi Stalíns og réttarmorð bámst út um heiminn, var Sósial- istaflokkurinn óvinur orðinn eins og aðdáendur Hitlers fyrmm. Þeir, sem hefðu átt að biðja þjóðina af- sökunnar á fávizku sinni, tóku það ráð að byrgja ásjónu flokksins í kosn ingum og gera það enn. Þó að ráðamenn Sósialistaflokks- ins telji óvarlegt að láta nafn hans sjást í kosningum, vilja þeir samt ekki leggja flokkinn niður. Sumir halda, að undir niðri lifi |>eir í þeirri trú, að nýr Messías birtist í mynd (Framhald á blaðsíðu 7) Jónas Jónsson frá Hriflu: Eigum viS a$ endurfæða Hóla-Jón? Fjórði þáttur. HÓLA-JÓN var alinn upp við að fá allar sínar óskir uppfyllt- ar, þegar efni stóðu til að full- nægja þeim. Hann erfði eftir föður sinn nálega allar jarðir í tveim hreppum í Skagafirði. Og með konu sinni fékk hann til viðbótar margar eftir tengda- föður sinn, Sauðanesprestinn. Hóla-Jón eyddi þessum auð á skömmum tíma, mest fyrir áfengi. Stundum lét hann góða bújörð fyrir eina brennivíns- flösku. Hóla-Jón flæmdist að lokum eignalaus til Ameríku og dó þar sem eiturlyfjaneyt- andi. Hann var af góðri ætt og all vel gefinn af meðfæddum hæfileikum. En hann var eyði- lagður sem maður með hóf- lausu eftirlæti í heimahúsum. Nú hefur komið háskaleg reynsla fyrir íslenzku þjóðina, þar sem sumir þættir í uppeldi og lífsvenjum minna á fyrr- nefnda reynslu frá biskupssetr- inu norðlenzka. Sem betur fer hafa margir menn í landinu öðl azt holla tamningu hjá sínum samvistarmönnum og mistökin koma mest fram í félagslegum aðgerðum þar sem margir búa að Hólamennsku uppeldi íslend inga í nýjum sið, það hófst árið 1941. Hitler stóð þá vigbúinn að ráðast á íslendinga eins og grannþjóðirnar á meginlandinu. Allir alþingismenn, - jafnvel kommúnistar, tóku þá höndum saman og báðu Roosevelt for- seta að senda hingað varnarlið til að bægja innrásarhættu frá landinu. Forsetinn sendi hingað valið lið 80 þúsund menn. Inn- rásarhættunni var afstýrt. Vest menn þurftu hér á landi að fá bæði nokkurt vinnúafl og ýms- ar nauðsynjar til daglegra þarfa. Herstjómin sagðist vilja greiða bæði vinnu og vörur eft- ir taxta landsmanna. Og það var réttlát ákvörðun. En innan tíðar féll nokkur hluti lands- manna fyrir ágirndar freisting- unni. Það höfðu verið kröpp lífskjör hér á landi um ára- skeið þegar hér var komið sögu. Vestmenn höfðu með liðs afla sínum bjargað íslending- um frá grimmdaræði Hitlers. Það var ómetanleg hjálp. En nú vildi nokkur hluti þjóðarinn ar nota það, sem þeir kölluðu góða aðstöðu, til að græða per- sónulega mikla fjárfúlgu á dvöl hins erlenda hjálparliðs, sem Vestmenn lögðu fram og kost- uðu sjálfir. En nú fóru svo leik ar, að íslendingar sköpuðu sjálfir margfalda dýrtíð og ráða nú lítt við þann draug, sem þeir sjálfir hafa vakið upp. — Gróðamenn þjóðarinnar hækk- uðu vöru og alla vinnu til að öðlast sem mest af veittri lífs- björg framandi þjóðar. Þannig liðu nokkur ár. Stjómin, þing- ið og( ágjamir borgarar til lands og sjávar tóku uppeldi Hóla-Jóns til fyrirmyndar í gróðamálum sínum. Þegar Hit- ler var fallinn í valinn, átti ís- lenzka þjóðin 600 milljönir kr. innstæðu erlendis í pundum og dollurum. Með þessú mikla, ó- vænta reiðufé hefði sómakær þjóð getað hafið nýja og heil- brigða viðreisnarsókn í land- inu. En það fór á aðra leið. ís- lenzkir valdamenn og braskar- ar eyddu milljónagróðanum á nokkrum mánuðum. Þar var vissulega oft goldið jarðarverð fyrir brennivínsflösku. Ef lík— ingin frá eyðslu Hóla-Jóns er færð yfir á aðgerðir fyrstu frið aráranna eftir seinna stríðið. Árið 1946 sátu hinir háreistu eyðsluforkólfar nokkuð hnípn- ir yfir því ástandi, sem þeir höfðu skapað. Nálega allar búð ir í landinu voru vörulausar. Þjóðin var markaðslaus að kalla erlendis, og peningastofn anir landsins, sem áður höfðu I ÖNNUR GREIN | r = •"IIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111111111111111 llllllllllll* látið mikið yfir veldi sínu, voru nú blásnauðar, lítilsmegnugar fyrir land og þjóð. Nú byrjaði nýtt þurrabúðarlíf í landinu. Ey steinn Jónsson og Magnús guð- fræðiprófessor voru um stund forkólfar við að skammta lands fólkinu nauðsynlegan varning með hörkulegum vinnubrögð- um. Máttu menn nú muna tvenna tímana. Harða mann- dómsbaráttu á erfiðu árunum 1930—40 og hinar skyndilegu en hverfulu allsnægtir, þegar Hitler var horfinn og Stalin önmun kafinn við að beygja undir veldi sitt með brögðum og hervaldi 10 frjálsar þjóðir í Mið-Evrópu. En þegar forráða menn íslenzku þjóðarinnar voru önnum kafnir við skömmt unarstarfsemi allrar nauðsynja vöru, kom nýr Jósep til sög- unnar líkt og fyrir þrengingar- tíma Gyðinga. Honum ægði gá leysi íslenzkra valdamanna á peningum, sem þeir höfðu sótt fast eftir, en ekki kunnað með að fara. Nú gaf hann fyrir hönd þjóðar sinnar íslendingum 700 milljónir króna. Þessi fjárhæð var greidd íslendingum á fjór- um árum í þeim vörum, sem þjóðina skorti mest á þessum tíma. Féð endurgreiddu íslend- ingar í þann framfarasjóð, sem Marshall stofnaði við þjóðbank ann. Þessa fjárhæð átti að lána Islendingum um alla framtíð til nauðsynlegra framkvæmda með fullum tryggingum þannig, að aldrei væri gengið á stofn- sjóðinn. Stjórnarvöldunum yfir sást að vísu fyrsta meðferð þessa fjár og stofnuðu hans vegna lítinn banka með óþörf- um og lítt færum forkólfum. En síðar sá stjómin og þingið að sér og nú býr Jósepssjóður í þj óðbankanum. Á þeim aldarfjórðungi, sem hér um ræðir í sögu íslands hafa orðið miklar bx-eytingar. En ein hin mesta er við Faxa- flóa, ef horft er á höfuðstað landsins og næstu byggðir. Er eftirtektarvert að bera saman byggð og bæ við Faxaflóa suð- austanverðan eins og þessir Iandshlutar litu út 1941 við þær miklu framkvæmdir, sem þar hafa orðið á þessum aldarfjórð- ungi. Fljótt skilja menn að mikl ir fjármunir eru geymdir í þeim mannvirkjum, sem eru nú í nági-enni höfuðstaðarins. Hef- ur þessi feikna byggð vaxið og dafnað á öi'fáum árum. Þessar framkvæmdir eru að vísu álit- legar að ytri sýn, en jafnhliða svífur fjái'hagur landsins mjög í lausu lofti. Stöðugt fjölgar eyðijörðum í nálega öllum hér- uðum landsins, líka í gömlum og blómlegum byggðum. í einu sögufrægu héraði er 25% af býl unum fallið úr ábúð. Landauðn sækir hvai-vetna á, nema við Faxaflóa. Góðar jarðir eru fal- ar víða um land. Öruggasta vörn móti landauðn er sam- heldni bændafjölskyldnanna. Þegar aldur og þreyta sækir á eldri kynslóðina er það öi-ugg- asta ráð til bjai'gar byggðinni, ef böi'nin, eitt eða fleiri taka við jöi-ð og búi, án þess að greiða höfuðstól útarfa eða til nýbyggðar annars staðar. Fimmti þáttur. Einn af ráðherrum landsins fjölyrðir á Alþingi og í útvarps ræðum um að ríkissjóður verði að greiða 10 hluta af tekjum sínum til framdráttar bændum og þykir það skipulag ófýsilegt. Því miður árar ekki öllu betur fyrir útveginum. Búið er að selja úr landi, nálega sem brota jám, hálfan togax-aflotann. Tap sveitai'félaga og ríkisins á tog- araútgei'ð skiptir hundruðum milljóna á síðustu árum. Hafnar fjarðarbær staxfrækti áður fyrr blómlegan togaraflota, en nú er hann í rústum og tap bæjarfé- lagsins af þessum eina lið meira en hundrað millj. króna. Akur- eyri er einhver ráðsettasti kaup staður landsins. Þar hefur bæj- ai'félagið hætt á að gera út nokkra togara til atvinnubóta, en þar hefur ósjaldan ver- ið jafnað niður fyrir áramót á skattgi-eiðendur í bænum fimm milljóna króna útgerðarhalla. Þó hefur þessari togaraútgerð vei'ið stjórnað af mjög dugandi mönnum og svo er mikil trú á útgerðargiftu bæjcU'félags Akur eyrar að þangað völdust um stund hinir færustu togaraskip stjórar. Þar voru eitt sinn þrír bræður, aflakóngar af Suður- nesjum. Samt þarf almenning- ur að hlaupa undir bagga engu síður en í sveitinni þar sem eyðijöi'ðum fjölgax-. Stærstu vélbátarnir hafa á undangengnum misserum hagn ast mjög á síldveiðum, því að ný tækni og hafrannsóknir gex-a þeim auðveldara enn fyrr að finna síld þó að hún komi ekki nærri landi. En samhliða þessu eru eigendur litlu vélbátanna mjög illa settir og búa við stöð- Ugan tekjuhalla ef ekki kemur ríkisstyi'kur. Næst koma frysti húsin sem hafa verið álitin mesti atvinnubjargvættur lands ins. Héfur þar verið beitt mikilli atoi'ku við framleiðsl- una og stuðzt við vísindalega þekkingu. En nú er hallæri í þessari atvinnugi-ein. Möi'g af stærstu og beztu íshúsunum hafa nú lokað dyrum sínum. Þar vantar hráefni, því að tog- ararnir og minni vélbátamir eru lamaðir og geta lítinn skex-f lagt í þessa fi-amleiðslu. Er þá gripið til fáheyrðra úr- ræða til að bjarga frystihúsa- iðnaðinum. Mikill meirihluti bæjai'stjórnar Reykjavíkur hef ur á fundi mælt með að ís- lenzkir togarar megi veiða inn- an landhelgi, því að þar mundu enn um stund vera nokkur mið, sem ekki hefðu verið tæmd. Var hér lagt inn á eldri slóð því að Vestmannaeyingar hafa látið báta sína á síðustu misser um sópa landhelgina með tog- vörpum. Vai-ðskipin taka þessa báta og þeir eru dæmdir í lög- legar sektii', en ríkisvaldið inn- heimtir ekki sektir þessar. Má af öllu þessu sjá að útgerðin stendur ekki betur að vígi held ur en bændastéttin ef fylgt er dómi ráðherra. Togaraflotinn vei'ður annaðhvort allur áeldur úr landi eða honum verður feng ið það vei'kefni að tæma hrygn ingastaðina innan landhelginn- ar. Þegar komið er að fjármál- um ríkisins hefur margt gengið á móti hjá stjórn og þingi á þeim vettvangi. Þar er fyrst fram að telja að þegar stríðs- gróðanum var glatað í skyndi eftir 1946 var byi'jað að fella ki'ónuna og hefur það slysa- verk síðan verið endurtekið með nokkurra ára millibili. ís- lenzk króna er nú lítil fyrir- ferðar í samanbui'ði við gjald- miðil frændþjóðanna noi'rænu. Höfðu Danir og Norðmenn þó orðið fyrir hörðum búsifjum í þeim efnum á stríðstímanum. En báðar þjóðh-nar hafa rétt við gildi ki'ónunnar. Eftir málavöxt um hefði íslenzka krónan átt að standa í gildi síðan stríðinu lauk 1945, því að bæði var þá mikil sjóðseign til og síðan rétti Marshall hag íslendinga við heldur skörulega. Sjötti þáttur. Með falli íslenzku krónunnar síðan stríðinu lauk er fullkom- lega starfað í anda Hóla-Jóns. Hitler var búinn að gereyði- leggja danska og norska krónu. (Framhald á blaðsíðu 2.) 5 - BATIKSÝNING Á AKUREYRI FÁEIN ORÐ TIL ANGANTÝS í SÓLGARÐI. í síðasta tbl. Dags skrifar Angantýr Hj. Hjálmarsson skólastjóri í Sólgai'ði greinar- koi’n, sem hann nefnir: „Hvert á að kasta steininum?“ Tilefnið er ólánsverk, sem unnið var hér í nágrenninu á sl. hausti, og flestum er kunnugt um af blaðafregnum. Greinai-höfund- ur harmar þetta.tiltæki að von um, en megin hluti ritvei'ks hans fjallar þó um það, að ómögulega megi dæma þau ungmenni, sem hér áttu hlut að máli, eða „kasta steininum“, eins og hann oi'ðar það á biblíu máli. Nei, þetta er ekki þeim að kenna, heldur okkur. Sam- tíðin skal dæmd, en ekki ein- -staklingarnir, að áliti Angan- týs. Nú veit ég að Angantý skóla- stjói'a gengur ekkert til nema góðmennskan og umburðarlynd ið. Tveir ágætir og ómissandi eiginleikar. Hann er líka ekki einn um þenna söng. Fjai'ri því. Það vii'ðist vera í tízku núna, að koma öllum ávii'ðingum unglinganna yfir á þá eldri. Sbr. skrif ýmissa um Þórsmei'k ur- og Hreðavatnsævintýrin á nýliðnum árum. En hér held ég að við getum gengið of langt og höfum þegar gengið of langt í umburðar- lyndi og sjálfsásökunum. Það getur tæpast góðri lukku stýrt, að mæla öll óknytti upp í ungl- ingunum, berja sér á bi-jóst og segja frammi fyrir sjálfum söku dólgnum: Það var ósköp leiðin- legt að þetta skyldi koma fyi'ir þig, góði minn, en ég veit, að þetta er allt mér að kenna og okkur hinum eldri, — afi þinn drakk sig stxmdum fullan og við erum heldur ekki öll í stúku! Það hefur ekki til þessa þótt vænlegt til góðs uppeldis, að mæla allt upp í börnum. Hvenær lærir það barn sjálf- stæði og sjálfræði? Mér virðist því skólastjói'inn vei-a hér hættulega nærri því víti, sem til vai'naðar var í mínu ung- dæmi — og okkar beggja, veit ég- Það vill svo til, að við Angan týr erum báðir uppfæddir á fátækra- og kreppuárum fram til dala, á landamerkjum manna og útilegumanna. Ég held að við höfum kynnzt ýmsu mis- jöfnu og atlætið var ekki alltaf sem bezt í þá daga. Við kynnt- umst líka brennivíni og meira að segja „landabi'Uggi“. Þó veit ég, að við kusum ekki þá að fyrii-mynd, sem umgengust vín ið og „landann“ hvað frjáls- legast. Við þi'áðum, þrátt fyrir þröngan stakk og ei'fiðar að- stæður, að verða eitthvað af sjálfum okkur, — og svo hefur verið og er enn um alla heil- brigða unglinga. Við höfum alltaf átt nóg af fyrirmyndum niður á við. Jafn vel þótt þjóðfélagið yrði svo gott og fagurt, að slík fyndust ekki meðal okkar, þá hefðum við þau samt í sögunni og bók- unum, — einnig kennslubókun um. Báðir höfum við áreiðan- lega lesið um Kambránsmenn og Kálfagerðisbræður þegar við vorum táningar. Æskumaðurinn í dag hefur enga afsökun fyrir ódæðisvei'k- um, slíkum sem hér um ræðir, aðra en eigin vesaldóm og lítil- mennsku. Við göngum ekki alltaf á und an með góðu fordæmi. Engin kynslóð gerir það, því miðui’. En unglingarnir vita um ávirð- ingar okkar, — og þeir vita einnig að þeim ber að forðast þær í sínu lífi. Þeir þekkja skilningstré góðs og ills, ekkert síður en fyrirrennarai'nir. Við gerum sjálfsagt aldrei of mikið fyrir æskuna, sem á að erfa landið, en margt hefur þó verið fyrir hana gert og eitt er víst, að aldrei hefur verið eins gott að vera ungur fslendingur og einmitt nú. Því sé ég enga ástæðu til, að æskulýðsleiðtogar okkar hrópi í síbylju: Þetta er okkur að kenna, þegar framin eru óþurft arverk slík, sem framin voru á Melgerðismelum í haust. Það væri ekki verið að grýta neinn að ósekju, þótt hlutaðeigendur yrðu hirtir fyrir húsbrot og þjófnað. Samtíðin sýnir þeim meira að segja mikið umburðar lyndi — og meira en verðugt er, ef þagað er um nöfn þeirra. Að síðustu mætti einnig geta þess í sambandi við það, þegar Angantýr skólastjóri og fleiri tala um vanrækslusyndir okk- ar, en biðja um miskunn til handa ungum brotamönnum, að hér var einmitt unnið að eyði- leggingu á því, sem vel hafði verið gert og átti að gera fyrir æskumenn, — líka þessa pilta, sem auglýstu innræti sitt á svo eftirminnilegan hátt. Er það ekki rétt, Angántýr? R. G. Sn. SANNLEIKURINN ER SAGNA BEZTUR Mér hefir borizt í hendur 59. tbl. Dags á Akureyri 1966. Á bls. 4 er mynd af námsmeyjum og starfsmönnum á garðyrkju- námskeiði í Gróðrarstöðinni þar, vorið 1921. Þar eru talin upp þau, sem þekkjast með vissu á myndinni .Síðast er tal in „Kristbjörg Kristjánsdóttir, send af séra Sigtryggi á Núpi og hjálpaði hún honum síðan til að koma þar upp skrúð- garði“. Þessu síðasta vil ég mót mæla. Séra Sigtryggur styrkti Krist björgu Kristjánsdóttur til garð yrkjunáms á Akureyri þetta vor, og var hún svo kaupkona hjá honum sumarið eftir, og vann bæði heimilisstörf og í Skrúð, eftir þörfum. Hún var sæmilega vandvirk og snyrti- leg, að hverju sem hún gekk. En annað veit ég ekki til að - SMÁTT OC STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ar, sé miklu meira en hinna til búnu verksmiðjudrykkja. Og nú segja læknar austur í Japan, að mjólkurdrykkjan sé vöm gegn krabbameini í maga eða réttara sagt dragi úr liættum á þessu sviði. DÝR VEEEHTÆKNI Þær eru ekkert smásmíði, síld- arnætumar, sem íslenzki veiði- flotinn notar í Austurdjúpi á þessu ári. Ca. 500 metra langar og ca. 200 metrar á „dýpt“. Ef svona síldamót er breidd til þerris á túni, tekur hún yfir ca. 30 dagsláttur — kostar nokkuð yfir 2 millj. kr. Það er mikið áfall fyrir útgerðina, ef slíkt veiðitæki týnist í sjó, og veltur á miklu hvort það er vátryggt eða óvátryggt, þegar slíkt ber að höndum. hún ynni í Skrúð en þetta eina sumar. Þar er því ekki hægt að segja, að hún hafi hjálpað séra Sigtryggi til að koma upp skrúð garði á Núpi, því að garðurinn var löngu uppkominn áður. Séra Sigtryggur telur hann frá 7. ágúst 1909. Til er saga Skrúðs í bókar- formi, rituð af séra Sigtryggi sjálfum. í Aldarminningu séra Sigtryggs, ritaðri af Halldóri Kristjánssyni, eru teknir kaflar úr bók þessari og má því þar kynnast ofurlítið sögu Skrúðs. Sá, sem skrifað hefir orðin und ir myndina í Degi, hefir varla lesið Aldarminninguna. Vegna hans er þetta skrifað, til þess að leiðrétta hann, og þá sem kunna að hafa lesið þau orð hans, en eru ókunnugir Skrúð og þeim manni, sem af ást á gróðri ís- lenzkrar moldar ruddi hinn hrjóstuga blett, með þrautseigju og viljaþreki til að sýna sam- tíðinni, að verkfirzk mold getur borið margfaldan ávöxt, ef henni er sómi sýndur. Hjaltalína Guðjónsdóttir. (Eramhald af blaðsíðu 1) um, svo og fatnaði. Batikkjólar eru eftirsóttir. Blaðið náði tali af frú Sig- rúnu Jónsdóttur litla stund og spurði hana um þessa listgrein og fleira. Þar kom m. a. eftir- farandi fram: Frú Sigrún hefur í 10 ár lagt stund á kirkjulega vefnaðarlist í Svíþjóð, og þar lagði hún sig m. a. fram í því að kanna nota- gildi íslenzkrar ullar til list— munagerðar fyrir: íslenzkar kirkjur. Frúin hefur, eftir heim komuna, unnið listmuni fyrir margar kirkjur og bíða hennar nú stór verkéfni. Sýningar hennar í Reykjavík kynntu list greinina. Skreytingar hennar — kínversk skreyting —i Hábæ í Reykjavík vöktu Undrun og aðdáun (hér er stuðst við blaða fréttir en ekki orð frú Sigrún- ar).. og Víkingasalurinn í Loft- leiðahótelinu er sérstæður mjög, skreyttur af sömu lista- konu. En hvað er þá batik? spyrja þeir sem ekki hafa séð. Batik er unnin á þann hátt, að éfni það eða dúkur t. d. hör, ull, silki eða annað sem nota á og skreyta, er vaxborið, þakið með vaxhúð nema myndirnar eða mynstrin og eru þær handmál- aðar með sérstökum litum. Síð an fara fram allskonar litarböð og önnur meðferð, sem of langt væri að rekja. En sjón er sögu ríkari í fögrum munum sýning- arinnar. Munir úr batik eru t. d. kjólar (frúin er sjálf í ein- um), pils, lampaskermar, alls- konar dúkar, gluggatjöld, gluggaskreytingar, ennfremur höklar o. fl. í kirkjur. Húsmæður og skólafólk ætti að nota sér þessa einstæðu sýn ingu, sem því miður stendur að eins fáa daga. Eiginmaður Sigrúnar Jóns- dóttur er Ragnar Emilsson arki tekt, og hefur hann unnið fyrir ýmsar islenzkar kirkjur, þótt á annan hátt sé. Q BÆIÍUR ÆSKUNNAR BÓKAÚTGÁFA Æskunnar hefur'vsent blaðinu nokkrar bækur til umsagnar. Fyrsta í þeirra flokki má nefna drengjabókina Gaukur verður hetja. Höfundui' er Hannes J. Magnússon. Hannes J. Magnússon fyrrum skólastjóri á Akureyri. Hannes er kunnur og vinsæll höfund- ur, sem áður hefur ritað 12 bækur og þýtt nokkrar að auki. Söguhetjan í hinni nýju bók er Gaukur, fátækur drengur og fatlaður, og móðir hans er ekkja. Hann á í miklu stríði vegna fötlunar sinnar, en kjark ur og andlegur þroski lyfta hon um til velfarnaðar. Miðnætursónatan er skáld- saga eftir Þórunni Elfu Magn- úsdóttur, en hún hefur skrifað fjölda bóka og á stóran hóp les enda. Þetta er 20. bók höfundar og fjallar um pilt og stúlku sem gædd eru miklum tónlistar- hæfileikum. Ættjarðarást pilts ins knýr hann til sköpunar þess verks, sem bókin dregur nafn sitt af. Annalísa í erfiðleikum er þýdd unglingabók, eins konar framhald af Annalísa 13 ára, sem út kom í fyrra. . Guðjón Guðjónsson íslenzkaði. Höfund ur bókar þessarar er Tove Dit- levsen. .; Kisubömin kátu er barnabók eftir Walt Disney, en Guðjón Guðjónsson hefur þýtt. Letur er stórt og margar myndir prýða þessa litlu bók. '' Sigurvegaramir eftir Bérn- hard Stokke segir frá bræðr- unum Kára og Þór, sém misst' hafa föður sinn. Þeir taka rh. a. það að sér að gæta 50 stóðhesta 'ram til fjalla. Margt drífur á dagana, sva sem nærri má geta. Pappamunir, föndurbók Æsk unnar er dálítið hefti með mörg um skýringarmyndum. Sigurð- ur H. Þorsteinsson sá um út- gáfuna. Föndurbækur Æskunn ar eru hinar þörfustu. Q Tvær nýjar bækur í Alfræðasafni AB ÞESSA dagana koma á mark- aðinn tvær nýjar bækur í Alfræðasafni AB og fjalla báð- ar um efni, sem eru í senn for- vitnileg og taka í sívaxandi mæli til allra mannlegra sam- skipta. Þessar bækur eru Stærð fræðin eftir David Bergamini, víðkunnan rithöfund á vísinda- leg efni, og Flugið eftir H. Guy ford Stever, prófessor í tækni- vísindum, og James J. Haggerty verðlaunahöfund, sem gert hef ur flugmál og geimferðir að sér grein sinni. Hefur Bjöm Bjarna son menntaskólakennari ís- lenzkað fyrri bókina, en Bald- ur Jónsson lektor hina síðari. Stærðfræðin er 8. bókin í Al- fræðasafninu. Er þar komið að þeirri fræðigrein, sem talin er eitt elzta og markverðasta við- fangsefni mannlegrar hugsun- ar, enda stundum nefnd drottn ing vísindanna. Fyrir tilvist hennar og atbeina hefur mönn um tekizt að ráða margar flókn ustu gátur rúms og tírna og hún hefur öldUm saman staðið und- ir og átt meginhlut að flestum framförum í raunvísindum og tækni. Samt hefur vald hennar og áhrifamáttur aldrei verið stórkostlegri en á vorum dog- um, öld geimsiglinga, kjarn- orku og rafreikna, éða varðað hvern einstakling jafnmiklu. Það er því ekki vonum fyrr, að bók sem þessi sé gefin út hér á landi, og ugglaust kemur hún mörgum í góðar þarfir. Hún eyðir sjálfkrafa þeim misskiln- ingi, sem fnörgum hefur verið fjötur um fót, að stærðfræðin sé ekki á valdi annarra en sér- stakra „reikningsheila“, en eins og þýðandinn tekur fram í for- mála er bókinni fyrst og fremst ætlað „að glæða áhuga fyrir stærðfræði og veita þeim mörgu, sem lítið til hennar þekkja, nokkra innsýn í undra- heima hennar“. í Fluginu, sem er 9. bók Al- fræðasafsins, er að upphafi sagt mjög skemmtileg frá mörgum og misheppnuðum tilraunum hins jarðbundna mannkyns til að sigrast á líkamsfjötrum sín- um og fljúga að eigin geðþótta „um loftin blá“. Sennilega hafa þó fæstir lagt í einlægni trún- að á, að þessi ævarandi draum- ur mannanna mundi rætast, og allra sízt að hann yrði sá stór- fenglegi veruleiki, sem komið hefur á daginn. En þó að nú hafi það ævin- týri gerzt, að íslendingar séu samkvæmt alþjóðaskýrslum mesta flugþjóð veraldar, hefur æðifátt verið ski'ifað fræðilega um þessi efni hér á landi. Má því ætla, eins og Agnar Koe- foed Hansen flugmálastjóri læt ur um mælt í formálsorðum, að „með útgáfu þessarar glæsi- legu bókar sé bætt úr brýnni þörf“, enda muni hún „eignast góðvini í öllum stéttum og ald- ursflokkum“ og opna þúsund- um æskumanna þann „undra- heim flugvísindanna, sem tekur fram öllum ævintýrum11. Eins og fyrri bækur í Alfræða safni AB er bæði Stærðfræðin. og Flugið hið mesta augna- yndi. í hvorri bókinni um sig eru á annað hundrað myndir, þar af meiri hlutinn heilsíðu- litmyndir, og eru þær jöfnum höndum til fróðleiks og skemmt unar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.