Dagur - 09.11.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 09.11.1966, Blaðsíða 8
8 Tveir bílar á ferð með brúarbita, sem einhver líkti við fallbyssur. (Ljósm.: E. D.) Steinsstöðum 30. okt. Steinstaða skóli í Lýtingsstaðahrepþi var settur 20. þessa mánaðar. i barnaskólanum eru nú um 50 nemendur á aldrinum 7 til 12 ára og í framhaldsdeild eru 36 nemendur. Kennarar eru fjórir. Skólastjóri er frú Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá í Eyja- firði. Maður hennar Jón Óskar rithöfundur kennir líka. Hinir kennararnir eru: Séra Bjart- mar Kristjánsson Mælifelli og Bjarni Gíslason Eyhildarholti. Auk þeirra kennir frú Hrefna Magnúsdóttir handavinnu og Ingimundur Ingimundarson íþróttir. í skólasetningarræðu lét skólastjóri svo ummælt, að Lýt ingsstaðahreppur hefði haft for ustu í skólamálum í sveitum héraðsins og má það til sanns vegar færa. Bygging Steinsstaðaskóla var hafin árið 1946 og hafin kennsla þar 1949. Þessi skóli er rúm- góður fyrir börn í sveitinni og á undanfömum árum hafa nókkur börn úr öðrum hrepp- um, bæði Akra- og Seyluhrepp um fengið þar skólavist. Á árinu J.965, verða nokkur þáttaskil. Jörðin Laugarból var boðin til sölu, en land hennar liggur meðfram skólalóðinni. í aprílmánuði þetta ár keypti Lýtingsstaðahreppur Laugarból fyrir 950 þús. kr. með húsum, verðmætum lóðum og heitu vatni. Með þessari ráðstöfun opnuðust möguleikar til að koma á framhaldsdeild við Steinsstaðaskóla. Skömmu síð- ar var samþykkt skyldunám í (Framhald á blaðsíðu 2) SUNDLAUG OG IÞROTTASALUR Siglufirði 7. nóv. Hin 50 metra langa, yfirbyggða sundlaug staðarjns, sem hituð er með raf magni og notuð á sumrin, verð- ur í vetur notuð sem fimleika- salur. Búið. er að panta gólf, sem sett verður yfir laugina og ,er þá kominn hinn ákjósanleg- Sviptivindar eru tíðir í Kinn Ófeigsstöðum 7. nóv. Svipti- byljir eru tíðir í Kinn nú að úndanförnu, þíðviðri annan daginn en stórhríð hinn. Féð Bræðslusíldarverð YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á síld til bræðslu veiddri norðanlands og austan. Til 15. nóvember skal greiða kr. 1.37 fyrir kg., en frá 15. nóv. til ársloka kr. 1.20 pr. kg. Verð ákvörðun þessi var samþykkt með atkvæðum síldarkaupenda og oddamanns. □ SIÍÁKMÓT U.M.S.E. SKÁKMÓT UMSE, fjögrra manna sveitakeppniri,' hófst í síðustu viku, með þátttöku sex sveita. Urslit urðu þessi í fyrstu umferð: Umf. Möðruvallasóknar— Umf. Svarfdæla 2 V2:1V2 v. Umf. Skriðuhrepps—Umf. Öxn dæla og Dagsbrún 2Vk:lV2 v. Umf. Saurbæjarhrepps og Dal- búinn—Umf. Ársól og Árroðinn 2:1 v. Ein skák óútkljáð. Næsta umferð verður tefld að Melum í Hörgárdal í kvöld. er haft við hús en ekki mikið fárið að gefa inni hér í norður- hluta sveitarinnar, nema einn stórhríðardag. Vegna frændsemi minnar við försætisráðhérrann vona ég að ég fái eina stóru kúna, sem Einar Gustavson, sá sænski, vildi gefa hingað til lands. Ég gæti þá,síðar látið ykkur Ey- firðinga fá bolakálf. í haust fluttu tveir bændur burt úr sveitinni, þeir Krislján Ingjaldsson bóndi í Fellsseli til Akureyrar og Haraldur Sig- urðsson á Fellsenda flutti suð- ur á Selfoss. Báðir skildu þeir vél við sína sveit. Kristján gaf Stóru-Tjarnarskóla 10 þús. kr. og félagsheimili sveitarinnar jafn háa upphæð við brottför síná. Engir eru enri í 'staðinn komnir á þessar jarðir. Rjúpnaveiðar eru engar. Eft- írleit var gerðx í Víkur fyrir skömmu. Þar- fundust- 5 kind- ur, óheimtar. Lambhrútur slapp úr rekstrinum og er ó- fundinn. í fyrradag var dilkær sótt í Litlufjörutorfu. Þessi staður er rétt norðan við Ó- göngufjall. Daginn eftir var þar ófært. Hundar eru hreinsaðir í dag. B. B. 1 asti íþróttasalur. Siglufjarðar- skarð er lokað, svo og Lágheiði, vegna snjóa. Reitingsafli er hjá bátunum þegar veður leyfir, en veðrið er mjög óstillt. Sendinefnd er nýlega farin héðan til Reykjavíkur til við- ræðna við stjómarvöld lands- ins um ýmis hagsmunamál kaupstaðarins. Meðal þeirra mála er síldarverksmiðjan Rauðka. En verksmiðjan er strönduð eins og er. Það heyr- ist, að menn stelist í gegn um Strákagöngin. Stendur til að leyft verði að fara þar um með póst einu sinni eða tvisvar í viku í vetur. J. Þ. MARGIR FARA MEÐ BYSSU Fjölda margir eiga skotvopn í fórum sínum, sum skotvopn- anna eru hin ágætustu. Margir fara til rjúpna, eða í svartfugl. Sumir láta sér nægja að skjóta rottur á öskuhaugunum eða æfa sig við að skjóta í blikk- dósir uppi í fjalli. Eflaust eig- um við margar góðar skyttur. En það er sorgleg staðreynd, að fleiri skjóta en þeir, sem kunna með byssu að fara. I Reykjavík var nýlega efnt til námskeiðs fyrir rjúpnaskyttur. Þar voru kennd ýmis undirstöðuatriði í meðferð skotvopna. Hér þyrfti að gera slíkt liið sama. ALLT STÓRT í ÚTLÖNDUM Eins og kunnugt er stunda nú- verandi ráðherrar vorir utan- landsferðir af kappi og finnst þeim, að vonum, mikið til um margt, sem þar ber fyrir auga. Forsætisráðherrann sá það t. d. í síðustu utanför, sem hann virðist ekki hafa vitað áður, að kýmar í Svíþjóð em stærri en hér á landi og langar til að flytja inn þessar stóra kýr. Lík lega getur þó ekki af því orðið fyrst um sinn, enda óvíst að sænsku kýrnar séu arðmeiri en þær íslenzku, þó munur sé á stærðinni. Við samanburð á þessu sviði verður sjálfsagt að taka fóðurkostnaðinn með í reikninginn. Sumir kasta því á milli sín, hver skaði það var, að menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, skyldi ekki vera með í þessari för. STJÓRNARSKIPUN EÐA ÞINGKJÖR Mbl. hefur það eftir Ingólfi ráð lierra, að hann hafi hneykslast á því á dögunum, að Framsókn armenn skuli flytja tillögur um þingkjörnar nefndir til undir- búnings nýrri framfaralöggjöf. Ekki getur þessi hneykslan ráð herra stafað af því, að hann sjái eftir kostnaði við nefndar- störf, því að eins og stjómar- fmmvörpin bera með sér, em mörg þeirra undirbúin af nefnd fram af Sjórinn sígur bílþakinu og hringar sig neðst á bílrúðunni. (Ljósmynd E. D.) um. Það sézt líka í ríkisreikn- ingum, að kostnaður við nefnd- ir á vegum stjórnarinnar er mikill og vaxandi. Ingólfur ráð herra var því ekki úrillur af spamaðarástæðum. Honum og félögum hans er hins vegar Ula við þingkjörnar nefnd.ir, af því að þar verður að vera samstarf við stjómarandstöðuna. Ráð- herrarnir vilja fá að skipa nefndimar sjálfir, þó að þeir geti ekki stjórnað landinu. Bí, Bí OG BLAKA Þegar Jóliann Hafstein iðnaðar málaráðherra flutti lagafrum- varp stjómarinnar um að leggja skatt á veiðarfæri, sauð upp úr í Sjálfstæðisflokknum. Tveir af þingmönnum flokksins lýstu í heyranda hljóði yfir and stöðu við frumvarpið. Mun nú í ráði, að svæfa það í nefnd. Ráðherrann lagði til, að því yrði vísað til iðnaöamefndar, en uppreisnarmennimir tveir vildu vísa því til sjávarútvegs- nefndar. Málinu var síðan frest að í tvo daga á meðan ráðherra °S uppreisnarmenn leiddu sam an hesta sína á flokksfundum út af nefndinni. Fór þar eins og í fomri sögu segir, að „báðum veitti verr og hvomgum betur“. Sú varð niðurstaðan, að stjóm- arliðið samþykkti á þingfundi að kjósa sérstaka „veiðafæra- nefnd“, sem hvergi er nefnd í þingsköpum, til að svæfa mál- ið. Heldur þótti þetta vandræða legt og hentu menn gaman að. SÖLUSKATTURINN í Einherja á Siglufirði segir Gísli Magnússon 28. okt. sl.: „Söluskattur er einn af hæstu tekjuliðum rikissjóðs. Það orð leikur á, með réttu eða röngu, að skatturinn heimtist næsta misjafnlega. Hér sk-al eigi dóm- ur á það lagður. Hitt er víst, að kaupfélögin standa skil á þeim söluskatti, sem þeim ber að inn heimta og reiða af hendi til rík- issjóðs. Og þar er ekki um neinn smáskilding að ræða. Má í því sambandi benda á, að af kr. 8.928.894.00, sem 115 sölu- skattsskyldir aðilar í kaupstöð unum tveim í Norðurlandskjör dæmi vestra guldu f söluskatt á árinu 1965, greiddu samvinnu félögin tvö, Kaupfélag Siglfirð- inga (ásamt Kjötbúð Siglufjarð ar) og Kaupfélag Skagfirðinga, kr. 5.790.432.00. Aðrir sölu- skattsskyldir aðilar, 112 talsins, greiddu kr. 3.138.462.00“. MJÓLKIN ER ÓDÝR Mörgum ber nú saman um, að nýmjólkin sé einhver allra ódýr, asta, ef ekki sú allra ódýrasta neyzluvara, sem.völ er á í hinni allt-svelgjandi viðreisnardýr- tíð. Einn lítri af.nýmjólk kost- ar liér á Akureyri kr. 6.20 (án umbúða). Til samanburðar má geta þess, að lítri af gosdrykkj- um og öli kostar í matvörubúð nokkuð yfir 20 kr. og allt að 25 kr. (án umbúða). Ekki verð- ur í efa dregið, að næringar- gildi og hollusta nýmjólkurinn- (Framhald á blaðsíðu 5). SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.