Dagur - 26.11.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 26.11.1966, Blaðsíða 2
Stór verkcfni framundan hjá handknattleiksmönnum á Akureyri: Þeir taka þátt í Handknattleiksmóti íslands, og leika nú í fyrsta sinn á heimavelli íþróttaskemman væntanlega nothæf um áramót ÁKVEÐIÐ ER að Akureyringar taki þátt í Handknattleiksmóti íslands, II. deild, og er leikin tvöföld uinferð og leikur IBA-liðið annan leik sinn á heimavelli, í nýju íþróttaskemmunni á Oddeyri, sem trúlega verður nothæf um áramót. Sennilega verða 6 lið í II. deild, og er ákveðið að hvert lið, sem leikur hér, leiki l aukaleik, og má því búast við 10 leikjum í vetur í sambandi við II. deildar- keppni íslandsmótsins. Segja má því að stór verk- efni bíði handknattleiksmanna á Akureyri í vetur. Auk þess verður þetta tilbreyting fyrir íþróttaunnendur í bænum og ná grenni, en vegna húsnæðisleys- is hefur íþróttalífið verið mjög fáskrúðugt á Akureyri yfir vetrarmánuðina, en með til- komu íþróttaskemmunnar verð ur ánægjuleg breyting þar á. Gert er ráð fyrir að 500—600 áhorfendur geti komizt inn í skemmuna. Þetta er í fyrsta skipti að leik ir í Handknattleiksmóti íslands, innanhúss, fara fram utan Reykjavíkur, og er ánægjulegt að það skuli einmitt vera hér í bæ. í framtíðinni má búast við að leikið verði á mörgum stöð- um, því verið er að byggja stór íþróttahús all-víða um land. Æfingar hafnar. Æfingar eru hafnar hjá hand knattleiksmönnum, og eru þjálf arar Frímann Gunnlaugsson og Ósekkjað korn KOMIN er til landsíns fyrsti skipsfarmur ósekkjaðs korns og var skipað upp í Þorlákshöfn syðra. Innflytjandi er Samband íslenzkra samvinnufélaga. Korn { inu er dælt úr lestum skipsins í á bílpalla. Það verður svo mal- ,í að á staðnum. Talið er, að hvert ’ tonn af fóðurblöndu úr þessu t korni muni lækka um 1500 kr. '■ vegna þessara hagkvæmu flutn inga. Farmurinn var mais frá Bandaríkjunum. Fram fara nú athuganir á því hjá samvinnu- Gísli Bjarnason. Ekki hefur verið hægt að æfa í skemmunni enn, en vonir standa til að m.fl. karla fái að æfa þar um aðra helgi og svor framvegis um helg ar, þar til búið er að ganga frá raflýsingu í húsinu. Lokaspretturinn við skemmuna eftir, en Akureyrarbær á í greiðsluörðugleikum. Bygging skemmunnar er nú komin á það stig, að búið er að múrhúða sjálfan salinn, en eftir er að ganga frá búningsher- bergjum. Þá er eftir að setja upp raflýsingu, hitalögn og palía fyrir áhorfendur, og mála gólfið, sem sagt, það vantar ekki mikið á að húsið sé not- hæft, því nota má búningsher- bergi í íþróttavallarhúsinu. — Akureyrarbær á nú í greiðslu- örðugleikum, en samkvæmt upplýslngUm frá mönnum úr byggingarnefnd skemmunnar, er verið að vinna að því að fá fé að láni fram yfir áramót, svo hægt verði að koma húsinu í nothæft ástand, og hafa íþrótta félögin í bænum o. fl. aðilar tekið því máli vel, og er það von allra að úr rætist. Enda fluft fil íslands mönnum og fleiri aðilum á nokkrum helztu verzlunar- og dreifingarstöðum á landinu, hvern umbúnað þarf til að nota megi hinar nýju flutningaað- ferðir til lækkunar koi’nverðs. Eftir næstu áramót verður innflutningur á kornvörum til fóðurs gefinn frjáls. Mun við- skiptin á nýjum stöðum eflaust reynast mun hagstæðari en ver ið hefui', samkvæmt fullyrðing- um þeirra, sem bezt eiga um það að vita. Q hljóta allir að skilja hvílíkt reiðarslag það yi'ði fyrir íþiótta fólk bæjai'ins, ef ekki tekst að gera hús þetta nothæft fyrir Handknattleiksmót íslands, ekki sízt, þar sem ákveðið er að hluti mótsins fari fram í íþróttaskemmunni. Sv. O. Meistaramót Akureyr- ar í bridge hafið SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudags- kvöld fór fram fyi'sta um- ferð í meistara- og fyrstaflokki Bridgefélagsins. Úi'slit í meist- araflokki urðu þau að: Halldór vann Mikael 4—2 Knútur vann Óla 6—0 Óðinn vann Stefán 4—2 Soffía vann Baldvin 4—2 Leikar í fyrstaflokki fóru svo að: Guðmundur vann Magna 4—2 Bjai'ni Sv. vann Bjai'na B. 6—0 Gunnlaugur vann Garðar 6—0 Næsta umferð verður spiluð n. k. þriðjudagskvöld kl. 8. - Menningarsamtök (Framhald af blaðsíðu 1). blómaskeið Menningai'samtak- anna, sem hafa nóg verkefni. Hér gerast annai's engir þeir atburðir, sem fylgir slóð glæpa- og annaiTa vandi'æðamanna, er fréttnæmastir þykja, því slíkir menn eru ekki til hér. Atvinna er næg og flestir hafa meix-a en nógu að sinna. Mannlífið er því allgott. Um daginn sprakk gufuleiðsla í lítilli matvörubúð Kaupfélags Héraðsbúa. Er búð þessi í nán- um tengslum við Mjólkui'sam- lagið og hituð upp með gufu frá því. Allar matvörur búðarinnar eyðilögðust og einhverjar skemmdir urðu á húsinu. Tjón er áætlað um 50 þús. kr. Mikil bygging, hálfgerð, er á Egilsstaðaflugvelli og aðstaða hin versta um alla flugaf- greiðslu þar til lokið er bygg- ingu þessari og vörugeymsla er þarna engin. Uppi eru umræð- ur og óskir um það, að hingað verði teknar upp fastar flutn- ingaflugferðir og þá væntanlega með þungaflutningavélum. — Flutningaþörfin fer ört vaxandi enda hafa flutningur fólks og vara aukizt stórlega hér um Egilsstaðaflugvöll. Byggingarfélagið Brúnás hef ur byi-jað á 1100 fei'm. byggingu fyrir sína starfsemi. Er það verk stæðishús, sem byggt mun í áföngum og verða tvílyft. Fyrir greiðsla lánadrottna er takmöi'k uð, en hins vegar hefur bygg- ingarfélagið næg verkefni, eða svo hefur það vex'ið til þessa. Erfið aðstaða hefur þó dregið úr stax'fseminni. V. S. GJAFIR OG ÁHEIT TIL SVALBARÐSKIRKJU KIRKJUSJÓÐUR: ída Þórar- insdóttir kr. 200.00, minningar- gjöf um Jóhönnu Guðmunds- dóttur Naðri-Dálksstöðum. — Okto Guðnason (áheit) kr. 200.00. Jónatan Benediktsson kr. 1000.00. Benedikt Baldvins- son (áheit) kr. 500.00. Systkinin á Veigastöðum kr. 3000.00, minn ingargjöf um föður þeirra Geir Jóhannsson Veigastöðum. í gjafakassa í kirkjunni kr. 247.70. ORGELSJÓÐUR: — Jakob Tryggvason ki'. 600.00. Kjartan Magnússon ki’. 1416.00. Þá barst Kirkjulóðarsjóði á sl. ári stór gjöf, bankabók með innstæðu kr. 32908.00 frá Soffíu Fi'iðriksdóttur Höfn, ekkju Steinþórs Baldvinssonar skipa- smiðs, en hann lézt árið 1963. Gjöfin er gefin til minningar um hann, og skal henni varið til þess að fegi'a kix'kjulóðina. Steinþór var fæddur á Sval- bai'ði og ólst þar upp. Soffía andaðist stuttu eftir að hún hafði afhent Svalbarðskirkju þessa veglegu gjöf. f. h. sóknarnefndar Kjartan Magnússon. 193,758 (Framhald af blaðsíðu 8). hafa kaupstaðaréttindi) voru þessi fjölmennust, Reykjavíkur: utan Stór- Selfoss 2072 Njarðvík 1509 Boi’garnes 1009 Stykkishólmur 976 Dalvík 964 Bolungarvík 937 Ólafsvík 921 Sveitirnar. Stundum vefst mönnum tunga um tönn, þegar spurt er um íbúafjölda í sveitum landsins, og upplýsingar um það efni eru stundum í'eikandi. Það hefir sem sé tíðkast í yfirlitsskýrsl- um, að telja saman sveitir og þoi'p með 300 íbúa og færri. í nýútkomnum Hagtíðindum er hins vegar birt íbúatalan í „strjálbýli og þéttbýli minna en 50 íb.“ og má segja, að þar sé um íbúatölu sveitanna að ræða eða því sem næst. Samkvæmt því hefir íbúatala sveitanna 1. des. 1965 verið 30.196, og eru þá samkvæmt því í'úml. 15% af íbúum landsins búsettir í sveitum. Talsvert af því fólki, sem hér er um að í'æða, lifir á öðru en landbúnaði. En hins- vegar er landbúnaður meira eða minna stundaður af sum- um kaupstaða- og 'kauptúna- búum. Stór-Reykjavík. íbúatala Stór-Reykjavíkur skiptist þannig: Reykjavík 78.399 Kópávogur 9.204 Hafnarfjörður 8.135 Seltjarnarnes 1.790 Garðahreppur 1.574 Mosfellsherppur 878 Bessastaðahreppur 213 Á milli byggða í Reykjavík og Seltjai'namesshrepps eru ekki lengur glqgg- takmörk. í Gaxðahreppi eru þéttbýlishverf in Silfurtún, Arnarnes, Vífils- staðir o. fl. í Mosfellssveit er Álafoss og Reykjahverfi. - Fundur um sölumál (Framhald af blaðsíðu 1) flugvélar sem félagið stai'fræk- ir í dag. Þotan mun geta flutt 119 fax-þega sé hún öll eitt far- rými. Til athugunar er hins vegar að í henni verði fyi'sta farrými og ferðamannafarrými og munu þá vei'a sæti fyi'ir 102 farþega í ferð. Haustfundur Flugfélags- manna mun að öllum líkindum standa alla þessa viku. Q - SÆÚLFUR SÖKK (Framhald af blaðsíðu 1) ur, 71 skip með 11.850 tonn fyrir kl. 10 í gærmorgun. Tólf skip „melduðu“ sig síðar með 1800 tonn. Veiðisvæðið var um 60 mílur aust-suðaustur af Dalatanga og var á stóru svæði. Bræla var komin á síldarmiðin í gær og engin skip úti. (Samkv. viðtali við síldar- leitina á Dalatanga.) 100.469 Fólksfjölgun o. fl. Eftirfarandi manntalstölur eru frá árinu 1965: Lifandi fæddir 4.744 Ðánir 1.291 Aðfluttir umfram brottflutta 75 Hjónavígslur 1.560 Hjúskaparslit vegna dauða 498 Hjúskaparslit með lögskilnaði 198 Ættleiðingarleyfi veitt 68 Á árinu fæddust 2.475 svein- böx-n og 2.269 meybörn. Af þeim, sem létust á árinu voru 693 kai-lar og 598 konur. Kai'lar voru 1. des. sl. 2.130 fleiri en konur. Á árinu fengu 52 útlend ingar íslenzkan ríkisboi'gara- rétt. Fólksfjölgun í landinu í heild er talin hafa verið 1.83% á árinu, en var 2.1% að meðal- tali 1956—60 og 1.78% að meðal tali á árunum 1961—65. Inn- flutningur og útflutningur fólks stóðst á 1956—60, en 1961—65 hefir útflutningur verið heldur meiri en innflutningur. Q - FOKDREIFAR (Framhald af blaðsíðu 5) þó er það nú svo teygjanlegt hugtak, sé á það litið, að það getur tekið ár eða jafnvel ára- tugi að koma upp slíkum garði, sem „Skrúð“. Þó stofndagur verði að sjálfsögðu miðaður við þann dag, sem fyrstu plöntui’n- ar eru gi'óðui'settar. Ég get ómögulega séð hvað vei'khæfni Kristbjargar kemur þessu máli við, þar sem hvergi er minnst á það í umi'æddum myndatexta. Hvei's vegna skyldi séra Sig- tryggur hafa styx-kt Kristbjörgu til skógræktarnáms hafi hún ekki verið nema „sæmilega vandvirk" og hafi hann ekki ætlazt til að hún ynni slík störf. Enda viðurkennir Hjaltalína að Kristbjörg hafi hjálpað til í Skrúð. Kristbjörg Kristjánsdótt ir var mjög vel vei’ki farin kona. En þó sérstaklega hvað vefnað og listsaum snerti, sem hún þó vann eingöngu að í frí- stundum sínum. Garðyrkju- starf var hennar aðalstarf á meðan heilsan íeyfði enda eru þeir margir, sem nutu starfs- krafta hennar á þvf'S'Viði. F. O. HLJÓÐFÆRA- LEIKARAR Aðallundur félags hljóð- færaleikara verður hald- inn í Alþýðuhúsinu laug- ardaginn 10. des. kl. 2 eftir hádegi. Stjórnin. VOLVO-VÖRUBÍLL Til sölu er góðúr Volvo- vörubíll nieð krana. Greiðsl us k i 1 mál ar. Guðmundur Halldórsson, Kvíslarhóli, Tjörnesi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.