Dagur - 26.11.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 26.11.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. LÁNSFJÁRSKORTUR IÐNFYRIRTÆKJA í NÝÚTKOMNU 194.-195. tölu- blaði „íslenzks iðnaðar", sem er mál- gagn Félags ísl. iðnrekenda segir svo í forystugrein: „Á árinu 1958 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um endur- kaup Seðlabankans á framleiðslu- og hráefnavíxlum iðnaðarins. I‘að er hins vegar ekki fyrr en á yfirstand- andi ári, sem byrjað er á því að fram- kvæma þá viljayfirlýsingu, en þó í afar litlum mæli. Varðandi endui- kaup afurðavíxla almennt er í þessu sambandi rétt að minna á, að ein meginforsenda innlánabindingar Seðlabankans er sögð vera, að með henni eigi að vega upp á móti endur- kaupum Seðlabankans á afurðavíxl- um. Innlánabindingin hefur hins vegar skert útlánagetu jjess banka, sem einkum hefur að markmiði fjár- hagslega fyrirgreiðslu við iðnaðinn, en fram til þessa hafa verið bundnar um 85 millj. kr. af fé Iðnaðarbank- ans í Seðlabankanum." f nefndri forystugrein „íslenzks iðnaðar" segir enn fremur svo um sama mál: „Því er ekki að leyna, að endur- kaup hráefna- og framleiðsluvíxla iðnaðarins hafa strandað á mikilli tregðu Seðlabankans og því borið við, að framkvæmd þeirra væri afar erfið og flókin. Iðnaðurinn getur þó engan veginn sætt sig við, að úrlausn vandamáli hans verði látin stranda á því. Sé þannig, að framkvæmd end- urkaupa hráefna- og framleiðsluvíxla sé svo flókin, þá er það krafa iðnað- arins, að leiðir verði fundnar, er jafngildi þeirri fyrirgreiðslu, sem endurkaup framleiðslu- og hráefna- víxla væru, næðu þau fram að ganga.“ í þessum samanburði er þess að minnast, - að Framsóknarmennimir Þórarinn Þórarinsson, Ingvar Gísla- son og Halldór Sigurðsson flytja á Alþingi því, er nú situr, tillögu til þingsályktunar um, að „fela ríkis- stjóminni að hlutast til um, að Seðla- bankinn endurkaupi framleiðslu- og hráefnisvíxla iðnaðarfyrirtækja eftir ákveðnum reglum, er bættar verði með svipuðu ráði og reglur þær, er gilda um endurkaup framleiðslu- víxla sjávarútvegs og landbúnaðar". Sömu þingmenn flytja einnig aðra tillögu þess efnis að skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um að Seðla- banki íslands kappkosti að fullnægja því hlutverki sem honum er ætlað í lögum frá 24. marz 1961, að vinna að því, að framboð lánsfjár sé liæfi- legt, miðað við það, að „framleiðslu- geta atvinnuveganna sé liagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt.“ ALDARMINNING Sigurgeir Jónsson, söngkennari 25. nóv. 1866 - 25. nóv. 1966 HAUST. Sunnanvindur bærir trjágreinarnar og blöðin skarta í alls konar litum. Maður er á ferð niður Spítalaveginn og stefnir inn í Aðalstræti. Hann er mikill vexti, fremur stórskor inn í andliti, dálítið haltur og gengur við staf. Þetta er að áliðnu hádegi á sunnudegi. Mað urinn hverfur inn í gömlu kirkj una við Aðalstræti til að leika þar á hljóðfæri við guðsþjón- ustuna og stjórna kirkjusöngn- um. Þann starfa hafði hann á hendi í 29 ár. Hann var trú- rækinn, kristinn maður. Vetur. Maður nokkur kemur sunnan Spítalaveg og stefnir út með Menntaskóla. Hann fer nið ur stíginn niður með gilinu. Hann hikar ekki við að leggja í brekkuna, þó að þar sé hálka. Hann treystir á stafinn og hef- Ur gengið þessa leið á vetrar- kvöldum í nær hálfa öld. Hann hverfur inn í Skjaldborg til að leika þar á hljóðfæri á fundi stúkunnar sinnar, Brynju nr. 99. Hann var Góðtemplar. Vor. Sami maður gengur út Syðra-Brekkuna með skjala- tösku í hendi. Hann hverfur inn í hús og afhendir þar hefti af Ganglera, ræðir ofurlítið um efni þess við kaupanda tíma- ritsins og dáist að kenningum þeim, sem ritið flytur. Það mál efni var honum hugleikið. Hann var einlægur guðspekisinni. Þessar þrjár myndir koma mér fyrst í hug, er ég vil minn- ast aldarafmælis Sigurgeirs Jónssonar með nokkrum orð- um. I þeim felst nokkuð af þeim störfum, sem hann gaf sig að síðari hluta ævi sinnar og voru hans kærustu hugðarefni. Hann var fæddur að Stóru- völlum í Bárðardal, þann 25. nóv. 1866, en lézt á Akureyri 4. nóv. 1954, nærri 88 ára gam- all eftir langan starfsdag. Hann vann hér mikið að tón- listarmálum, kenndi söng og orgelleik, lék á orgel við guðs- þjónustur í kirkjunni og stjórn- aði hér lengi söngkórum fram- an af ævi sinni. Hann átti því mikinn þátt í því, að glæða tón- listarlíf í bænum. Hann var einn af þeim mönnum, sem setti svip sinn á Akureyri um tugi ára. En Sigurgeir var einnig ein- lægur hugsjónamaður og lagði mörgum góðum málum lið. Hann gekk í stúkuna Brynju nr. 99 árið 1904 skömmu eftir að hann flutti í bæinn og starf- aði í Góðtemplarareglunni af mikilli fórnfýsi meðan heilsa leyfði. Hann var einlægur bind indismaður og fyrirleit svall og drykkjuskap. í guðspekifélaginu vann hann einnig um áratuga skeið. Hann lét sig aldrei vanta á fund í guðspekistúkunni Systkinaband inu meðan heilsa leyfði. Hann lék þar jafnan á hljóðfæri á fundum og var bókavörður stúkunnar um langt skeið og átti mestan þátt í að byggja upp bókasafn hennar. Þá var hann lengi útsölumaður tíma- ritsins Ganglera og sýndi mik- inn áhuga við útbreiðslu ritsins. Á þessu aldarafmæli Sigur- geirs Jónssonar verður ekki hér rakin ævisaga hans, heldur aðeins slegið á fáeinar nótur, sem vöktu endurhljóma í sál hans. Hann átti ágæta konu, Friðriku Tómasdóttur og höfðu þau mikið bamalán. Enda var heimili þeirra á margan hátt til fyrirmyndar. Við, sem áttum því láni að fagna að njóta vináttu Sigur- geirs, munum ávallt minnast þess á þessum tímamótum að margir eru í þakkarskuld við hann fyrir að hafa lokið upp fyrir þeim töfraheimi sönglistar innar. Hann beitti sér einnig fyrir útbreiðslu fagurra hug- sjóna hér í þessum bæ. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Sigurðsson. Betra benzín flutt inn (Framhald af blaðsíðu 1) ar en það, sem nú er notað hér. Hins vegar er það krafa margra að enn sterkara benzín verði flutt inn, og þá kemur til greina að hafa fleiri tegundir í sam- ræmi við þarfir vélanna til fullra afkasta. Q Tvær endumtinningabækur STUNDUM heyrist kvörtun yfir því frá gáfuðum gagnrýn- endum eða ungum skáldmenn- um, að ævisagnafjöldinn og þjóðfræðasyrpurnar séu að sliga allar bókmenntir aðrar. Þykir þeim lítið til koma, ef sagan er ekki með öllu login og orðin til í sjöunda himni þeirr- ar skáldgáfu, sem yfirstígur venjulegan skilning dauðlegra manna, svo að helzt enginn hef- ur skáldverkanna not nema snillingarnir sjálfir. En þegar maður er nærri far inn að trúa vitringunum, minn ugur þess, að allt hið stundlega sé hégómi, kemur þá ekki hróp andans rödd úr útvarpinu, sem biður menn í guðsbænum að halda til haga hvers konar fróð leik, jafnvel þó ómerkilegur sé, eins og Árni Magnússon hirti druslur í gamla daga, sem á voru skráð forn fræði, og þykja þær nú svo merkilegar að' ekki verði seldar við fé. Eins geta nú alls konar lýsingar gamalla þjóðhátta og vinnubragða til lands og sjávar, upplýsingar um örnefni eða sönglög og sagna- stúfa frá liðnum tímum, þótt góðar er fram líða stundir, því að með mörgu þessu timbur- reki af tímans stórsjó getur flot ið ýmisleg þekking, sem annars mundi glatast að fullu á þeim stórbyltingatímum sem nú ganga yfir þjóð vora. Þegar Jón Árnason safnaði þjóðsögum og Ólafur Davíðsson dró að sér efni í hið mikla rit: íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur, var ekki frítt um að sumum þætti skömm að því að skrásetja slík ar draugasögur og hindurvitni og töldu það neðan við virðingu gamallar bókmenntaþjóðar. En nú skilja menn, hversu ágætt verk og merkilegt var þá unnið og saman dregnir fjársjóðir, er þjóð vor mun búa lengi að. Þetta er verk, sem standa mun við hlið íslendingasagna sem minnisvarði um ímyndunarafl og andlegt líf þjóðar vorrar á liðnum öldum og þrotlaus náma af fróðleik um siði og þjóðhætti liðins tíma. En ef það er dýrmætt nauð- synjaverk að afla upplýsinga um hag og hugsunarhátt og vinnubrögð þjóðarinnar á lið- inni tíð, þá er það augljóst, að óvíða er að finna eins mikla fjársjóðu í þessu efni og ein- mitt í endurminningum skil- ríkra manna úr ýmsum lands- hlutum. Þykir nú betra en ekki að hafa í höndum ævisögur Jóns Indíafara, Árna frá Geita- stekk og Jóns Steingrímssonar, og svo kann að verða um end- urminningar þær, sem nú eru skrifaðar, þegar aldir renna. munu þær ugglaust verða tald- ar sannfróð og merkileg heim- ild eftir að gleymd er mörg sú skáldsaga, sem víðfræg er nú, að þeim þó ólöstuðum. En oft fer svo, er frá líður, að gamlar skáldsögur eru ekki lesnar fyr- ir annað en orðafar og þjóðlífs- lýsingar, sé eitthvað á þeim að græða þannig, eftir að uppspun inn vekur enga forvitni framar. Sæmundi Dúasyni er þetta vel ljóst, þegar hann ræðst í að skrifa sjálfsævisögu sína: Einu sinni var (Akureyri 1966). Hann kemst þannig að orði í formála bókarinnar, eftir að hafa borið fram afsökun sína fyrir það, að ráðast í að skrifa sjálfsævisögu, maður, sem eng- in afrek hafi unnið um dagana og ekki heldur verið við riðinn stórviðburði, eins og hann kemst að orði á sinni yfirlætis- lausa hátt. Hann segir: „Búinn var ég að lifa fulla sjö tugi ára, fylgjast með og berast með straumi þjóðlífsins á þessu tímabili. í allri sögu þjóðarinnar höfðu aldrei orðið jafnörar og örlaga- ríkar breytingar á högum fólks ins og á þessum árum. Mikill þorri þrítugra karla og kvenna og þeir, sem þaðan af eru yngri, þekkja t. d. naumast öðruvísi en af afspurn áhöld og tæki, sem þjóðin hafði ofanaf fyrir sér með í þúsund ár. Margt af þessu fólki hefur aðeins óljósar hugmyndir um lifnaðarháttu allrar alþýðu um aldamót og raunar ekki heldur á mörgum árum þar á eftir. Ekki veit yngri hluti þjóðar- innar hvílík þrekraun það gat orðið ungu fólki að brjótast út að heiman úr sveitinni, úr fátækt og fásinni heimalnings- ins, til náms, þó að ekki væri nema einn eða tvo vetur. Kannski dettur ungu fólki nú á dögum ekki í hug, að áður létu langflestir foreldrar sér nægja þá bóklégu menntun eina sam- an handa börnum sínum, sem komizt varð af með minnsta til að fá á þau fermingu. Almenn- ingsálitið ætlaðist ekki heldur til annars og meira. Jafnókunnugt er flestum á þessu reki um hitt, sem þó var að, kalla vel um hinn gamla tíma, eða hversu mörgum riytt- ist vel til manndóms hin kröppu kjör, er þjóðin átti við að búa. Hvernig ætti líka þá æsku, sem nú elst hér á landi, að geta grunað, að kannski voru það erfiðleikar aldarfarsins fyrr meir, sem úr mörgum mann- inum og margri konunni gerðu hetju, sem vel mætti vera ung- mennum allra alda og tíðar fyrirmynd". Allt er þetta vel og réttilega mælt, og margt fleira segir Sæ- mundur viturlega í formálanum að sögu sinni, enda verður að hafa það hugfast, ef mönnum kynni stundum að finnast hann tína til smávægileg atvik, að þá gerir hann það' ekki tilgangs- laust, heldur til að bregða ljósi yfir vinnubrögð, þjóðhætti og hugsunarhátt manna í af- skekktri sveit fyrir meira en hálfri öld. Sæmundur er alinn upp í Fljótum, þar sem ýmsir fornir siðir og búskaparhættn- héldust fram yfir aldamót síðustu. Hann var af góðu og gáfuðu fólki kominn, dóttursonur Jóns Norðmanns, prests á Barði og kominn í beinan legg af Gríms græðara ættinni í Eyjafirði. Eins og aðrir, sem ólust upp í sveit á þessum tímum háði hann harða en hugprúða bar- áttu við alls konar örðugleika á sjó og landi, löngum með tvær hendur tómar en fullur af áhuga og lífsfjöri. Hann var um fram allt sjómaður af lífi og sál framan af ævi, en unni þó sveit inni og þar unir hann sér for- kunnarvel, meðan börn hans eru að vaxa upp. En einnig brýzt hann í að fara í verzlunar skóla og seinna í kennaraskóla, þegar hann er orðinn miðaldra. Hann er í utanlandssiglingum og dvelst einn vetur í Kaup- mannahöfn. Á efri árum stund- ar hann kennslustörf. Oll er frásögn Sæmundar hugðnæm og yfirlætislaus, ein- lægnisleg og ber vitni um hrein hjartaðan og grandvaran mann. Með henni flýtur mikill fróð- leikur, sem betur er til skila haldið. Höfundurinn gerir sér far um að vanda málfar sitt og á hann þakkir skilið fyrir sína góðu bók. Stór kostur er það, að aftast er nafnaskrá, og er æskilegt, að þess konar skrá fylgi öllum bókum af þessu tagi. Rétt þegar ég er að ljúka þess um línum berst mér í hendur önnur sjálfsævisaga, en það er fyrri hluti æviminninga Jónas- ar Þorbergssonar fyrrum út- varpsstjóra: Bréf til sonar míns. Horft um öxl. (Skuggsjá 1966). Sögu sína skrifar hann í líkum tilgangi og Sæmundur Dúason: „Sumir menn taka svo til orða að við, sem fædd erum fyrir aldamót síðustu, höfum reynt og horft upp á þjóðlífs-atburði þvílíka, sem nágrannaþjóðir okkar hafi gengið gegnum á fleiri öldum. Svo hröð hefur orðið framrásin á viðreisn okk- ar og nýju landnámi. Ættu því frásagnir um þessi snöggu um- hvörf, frá hverjum sem þær koma að geta orðið forvitnileg- ar fyrir komandi. kynslóðir“. Enda þótt bók Jónasar veiti mikla innsýn yfir þjóðarhag og þjóðarbrag þeirrar kynslóðar, sem nú er að líða undir lok, aldarhátt, sem er eins framandi nútímanum og fornöldin, þá ger ir hann sér far um að líta yfir atburðina af hærri sjónarhól, jafnframt því sém hann segir frá sinni eigin hrakningssömu uppvaxtarævi. Lesandinn verð- ur þess var frá upphafi, að hér er það hinn slyngi og þaulvani blaðamaður, sem heldur á penna og fatast hvorki tök á frásögn eða efni. En auk þess eru sumir þessir þættir svo listavel ritaðir, að ég tel ugg- laust, að seinna verði þeir tekn ir í lesbækur barria og ungl- inga, eins og t. d.: Hið blíða vor ævi minnar og Móðurmiss- ir. Það sýnir ritsnilld höfundar- ins, að enda þótt hann barmi sér hvergi, finnur lesandinn til með honum, þessum innhverfa, sárviðkvæma umkomuleys- ingja, sem úr ástríkum móður- faðmi er á barnsaldri hrundið út í kalda og kærulausa veröld, og verður þaðan í frá, gegnsósa af berklum og vitaheilsulaus, að vinna fyrir sér með þindar- lausu striti við smalamennsku, allt fram um tvítugsaldur. Auð- vitað hittir hann öðru hverju á þessum hrakningsferli gott - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). urgreiðslum. Nú fyrir skömmu kom annað hljóð í stokkinn og var þá hrópað upp: Stöðva skal verðbólguna. Nógir peningar voru þá allt í einu í ríkiskass- anum til að greiða niður land- búnaðarvörur. Og hvað svo um smjörlíki og fisk? Já, nú er far- ið að greiða niður þessar vöru- fegundir báðar! fólk, sem hlynnir að honum, og bjargar það honum frá algerri örvilnun. En það má reyndar heita kraftaverk, að hann skyldi lifa af þetta skeið ævi sinnar. Hitt má þó heita ennþá meira kraftaverk, hvernig sál hans, skapstór og tilfinninga- næm, fær sína mótun í hjáset- unni við þögn og kyrrð heið- anna, og vex þar að djúpsæi, karlmennsku og listamanns- lund. Kannske eru það bænir móðurinnar, ef til vill einmitt örðugleikarnir, sem stæla lund hans og gefa draumum hans vængi. En víst er um það, að gáfur hans og meðfæddir hæfi- leikar báru að lokum sigur af hólmi, svo að hann kom sterk- ari út úr þessari eldraun og brautzt í því að koma sér í skóla og kanna hina víðu ver- öld. Þetta bindi segir aðeins frá undirbúningsárum undir hið eiginlega ævistarf. En það er lærdómsrík saga fyrir þá ungl- inga, sem nú eru að alast upp. Er það æskilegasta uppeldið, að fá mönnum fyrirhafnarlaust í hendur allt sem hugurinn gim- ist? Eða er eitthvað hæft í hinu foma orðtaki: Á misjöfnu þríf- ast börnin bezt? Hér kann að vera einhver millivegur. En undarlega oft hafa þeir menn orðið mest dug- andi, sem harðast fengu upp- eldið. HVAR STÖNDUM VIÐ Þegar ég skrifaði grein mína: „Hvert á að kasta steininum?“, sem birtist í 76. tölublaði Dags þetta ár, var megintilgangur minn að fá almenning til að hugsa af nokkurri alvöru og raunsæi um þjóðfélagslegt vandamál — uppeldismál. — Staða mín í þjóðfélaginu er beinlínis bundin uppeldismál- um, svo engan þarf að undra, þótt þau séu sífellt ofarlega í huga mínum. Mig hafði lengi langað til að skrifa um þetta sígilda vandamál allra kyn- slóða, ef það mætti vekja ein- hverja til umhugsunar og end- urbóta. Spjöll, sem unnin voru á Melgerðismelum á síðastliðnu hausti, voru aðeins atburðir, sem kom þessari ætlun minni í framkvæmd. Tilgangurinn var ekki sá að bera í bætifláka fyr- ir verknaðinn, né ásaka sérstak lega uppalendur þessara ungu manna, enda var mér þá alls ókunnugt um, hverjir þeir voru enda þótt mér sé það kunnugt nú. Ég þakka vini mínum og frænda, Rósberg G. Snædal, fyrir grein hans í fokdreifum MINNING Péfur Björgvin Jónsson, skósmíðameistari Er stormur blæs um bera mörk og bitur kuldinn svíður, þá næðir svalt um blásna björk, — en bráðum vetur líður. Er aftur kemur indælt vor, þá enn fer björk að grænkast; og löngum taka að léttast spor, er lífsins hagir vænkast. Það næddi um Pétur nístings frost, er nár var faðir hniginn; oft þola varð hann þröngan kost, er þræddi ævistíginn. sem lagður var um land og sæ með löngum vinnudegi. Hann dvaldi í sveit, hann bjó í bæ og bifreið stýrði um vegi. Hve stillta þarf og sterka lund, er stormar svalir næða, að svigna ekki á sorgarstund, en sína braut að þræða og birta karlmanns þrek og þrótt í þrautum, fátækt, raunum, að strita fram á niðanótt með naumum vinnulaunum. Hann horfði ekki á eigin hag, var ávallt heill í verki. Hann átti mannsins aðalsbrag, bar andans forna merki: að vera sannur, vinur, trúr, að vera maður dyggur, sem ekki nægir orðaflúr, er öllum sínum tryggur. Hans iðni sinni efldi hag, unz ævin var á förum. Hann gekk oft fram með gamanbrag og gleðimál á vörum. — Á Frelsaranum festi hann traust og fann þar hjartafriðinn. Hans skip er komið nú í naust, og nóttin jarðnesk íiðin. Sæmundur G. Jóhannesson. Dags 9. nóv. s.l. Ég lít á þá grein sem framhald af minni grein, miklu fremur en and- mæli, enda þótt höfundur sjálf ur skrifi hana sem andmæla- grein. Með grein sinni heldur Rósberg málinu vakandi og gef ur mér færi á að stinga niður penna öðru sinni. Hann lítur á uppeldismálin frá annarri hlið en ég gerði í fyrri grein minni. Það er út af fyrir sig nauðsyn- legt að skoða fnálin frá öllum hliðum, en gallinn er bara sá, að hann horfir á sörnu hlið og allur almenningur og kemur þar af leiðandi fram með fátt nýtt. Það hefur sennilega aldrei verið jafn erfitt að vera uppal- andi á íslandi og nú á tímum. Við lifum á öld hraðans og breytinganna. Gamlir þjóðfé- lagshættir lifa aðeins í minning um eldra fólksins, auk þess, sem það má lesa um þá í skráð- um heimildum. Fyrir æskunni eru þeir úrelt fyrirbrigði, sem naumast eru til annars en brosa að. Ætli mörgum unglingnum mundi ekki finnast kátlegt að sjá okkur Rósberg Snædal við heyvinnu með þeim aðferðúm, sem við vöndumst í æsku? En væri þá ekki jafn kátlegt að reyná að ala æskuna upp með þeim aðferðum, . sem notaðar voru við okkur Rósberg? Þæf gáfu okkur gott veganesti, en eiga nú ekki lengur við, frekar en sláttur með orfuiri á túnum nútímans. Til þess að ákveða rétta stefnu, verða menn fyrst að gera sér glögga grein fyrir því, hvar þeir standa. Athugun á öllum aðstæðum og umhverfi er nauðsynleg við hverja stað- arákvörðun. Slik staðarákvörð un hefur ekki verið gerð í ís- lenzkum uppeldiSmálum, og hún hefði sennilega ekki‘ vérið á vitorði almennings, endaþótt hún hefði verið gé.rð. Fólk læt- ur reka á reiðanúm með UPP^ eldið. Það grípúr til þeirrar að ferðarinnar, sem hagkvæmust er í svipinn, án þess að húgsa nánar út í það, hvaða afleiðing- ar hún kunni að hafa. í framtíð- inni. Afleiðingin er algert aga- leysi á unglingum, og um það vona ég, að við Rósberg getum verið sammála. Til þess a'ð geta haldið aga á öðrum,; verð menn fyrst að hafa agað sjálfa sig. Það getur enginn stjórnað öðrum, sem ekki kann að stjórna sér. Þegar ég skrifaði fyrri grein mína, var mér fyllilega ljóst, að hún var sízt til þess fallin að auka á aga unglinganna, enda væri tilgangslaust fyrir mig að reyna að skrifa slíka grein. Ef ég fengi örfáa foreldra til að skilja, hve vonlaust það er að banna börnunum það, sem þeir leyfa sér sjálfir, væri betur af stað farið en heima setið. Með spurningum mínum og dæmum vildi ég vekja fólk til athug- unar á því, hvar það stendur, og hvernig það stendur að vígi á þessu sviði gagnvart börn- unum. Þetta er aðeins einn þáttur uppeldisins. Honum þyrfti að gera miklu betri skil, en þess er ekki kostur í stuttri blaða- grein. Ég vil líka, að fólk athugi fleiri þætti. Sjálfstæði unglinga keyrir langt úr hófi fram. Þó færist skörin fyrst upp í bekkinn, þeg ar börnin fara að stjórna heimil unum. Sem betur fer er það ekki algengt enn, en þess finn- ast þó dæmi. Ef börnin komast á annað borð á lag með að stjórna foreldrum sínum, er vonlaust fyrir foreldrana að fá því breytt. Þess vegna ættu all- ir foreldrar að varast að lenda í slíkri úlfakreppu. Bezta ráð- ið er að athuga fyrirfram, hvað má leyfa barninu og hvað ekki, og leyfa því strax að gera það, sem hvorki skaðar það né aðra, en gefa aldrei eftir á því, sem barninu er bannað í upphafi. Sumir foreldrar hafa fyrir sið að banna börnum sínum svo til allt, sem þau fara fram á í upp- hafi, en leyfa það síðar fyrir þrábeiðni barnanna. Þessi böm komast fljótt á lag með að fá stöðugt vilja sinn og fyrr en varir eru það þau, sem raun- verulega stjórna foreldrunum. Alltof algengt er að heyra fólk banna börnum að fremja einhverja óhæfu, án þess að nokkur skýring fylgi. Barninu er bara bannað að gera þetta, en það veit ekki hvers vegna það má það ekki. Ef til vill spyr bamið eftir því, en fær aðeins það svar, að það megi ekki gera þetta, af þvi það megi ekki. Slíkt er auðvitað ekkert svar fyrir barnið. Það skilur ekki hugsanagang fullorðna fólksins og kemst að þeirri eðlilegu nið urstöðu, að bannið sé ástæðu- laust. Það fyllist réttlátri reiði gagnvart þeim, sem hindrar það við að framkvæma það, sem skemmtilegt er, og heldur sín- um verknaði áfram, hvenær sem færi gefst. Þetta barn get- ur verið stillt og siðprútt í nær- veru foreldra sinna af ótta við þá, en sleppir fram af sér beizl- inu, þégar þeir eru ekki við. Skólar eiga nokkurn þátt í uppeldi barna, þó eru mörg börn orðin svo fast-mótuð, þeg ar þau koma í skóla, að lítlu verður þar umbreytt. Samviriná • milli foreldra og kennara er undirstaða uppeldisins á skóla- aldri. Skilningur á því hefur aukizt á seinni árum. „Lengi býr að fyrstu gerð“, segir gamalt og gott máltæki. Þess vegna vil ég nú beiná orð- um mínum til ungra foreldra. Uppeldi og ögun byrjar strax og barnið er fætt. Hugsið um að barninu líði sem bezt, án þess þið dekrið við það. Barnið verður helzt að læra að hlýða strax fyrstu vikuna. Eftir því sem bamið er eldra, verður erf- iðara að kenna því að hlýða settum reglum. Það á eftir að þroskast og komast á unglings- : árin. Þið ráðið ekkert við það. þá, ef þið ráðið ekki við það á fyrsta ári. Ég er alltaf til viðræðu um þessi mál í ræðu eða riti. Ég tek fúslega við hvers konar gagn- rýni eða fyrirspurnum út af þessum blaðagreinum mínum. íhugun á málinu verður alltaf til bóta. Angantýr H. Hjálmarsson. 5HG LANGAR að gera stutta athugasemd við grein Hjalta- línu Guðjónsdóttur í Fokdi-eif- um þann 9. nóv. sl. Hjaltalína segist vilja mótmæla texta und ir mynd sem birtist í „Degi“ i sumar þar sem segir, að Krist- björg Kristjánsdóttir hafi hjálp að séra Sigtryggi á Núpi við að koma upp skrúðgarði þar. Ég get ekki séð að það rýri hlut séra Sigtryggs neitt þó sagt sé að Kristbjörg hafi hjálpað hon um. Það hljóta svo margir að hafa gert. Annað er nær óhugs- andi. Og hvað viðvíkur orðun- — um „að koma upp skrúðgarði15 (Framhald á blaðsíðu 2.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.