Dagur - 26.11.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1966, Blaðsíða 8
8 Nemendur frá Löngumýri heimsóttu Akureyri nýlega og eru hér við Mjólkursamlag KEA ásamt Árna Jóhannessyni mjólkurfræðingi. (Ljósm.: G. P. K.) Nú bjórvöknar fé í Köldukinn Ófeigsstöðum 25. nóv. Öllum líður vel hér í dag, nema hátt á fjórða hundrað fjár hér á gömlu Ófeigsstöðum, er nú munu bjórvökna. Það er bað- dagur og böðun framkvæmd á samvinnugrundvelli á þremur heimilum. Baðstjóri er Jón Páls son Granastöðum, og annar •baðstjóri hreppsins er Grímur Vilhjálmsson á Rauðá. Böðun verður hvarvetna lokið fyrir áramót. Nýfundinn er lambhrútur sá, sem í eftirleit tapaðist í Nátt- faravíkum. Hrússi var nú í Jólablað Dags mun væntanlega koma út um miðjan desember, ef allt fer eftir áætlun. Ennþá er rúm fyrir góðar greinar. Q Semingsbás, sem er á milli Naustavíkur og Vargsness. Varð mikill eltingaleikur, og þegar kreppti að hrútnum, lagð ist hann til sunds, en var hand samaður er hann kom til sama lands af sundinu. Eigandi er Friðbjörn Jónatansson á Nýpá. Menn tala hér einkum um nazista í Þýzkalandi, Alþýðu- sambandsþing og stjórnarmynd un í Danmörku. B. B. Tvær barnabækur BÓKAÚTGÁFAN fróði í Reykjavík hefur sent frá sér tvær barna- og unglingabækur. Týndur á öræfum er eftir Eirík Sigurðsson skólastjóra á Akureyri og tileinkuð Sam- bandi dýraverndunarfélaga fs- lands. Bókin fjallar um Palla og fleiri drengi, góða hestinn Rauð og margt fleira. Hún er full af ævintýrum, sem er gött lesefni fyrir unglinga á ferm- ingaraldri og yngri. Eiríki Sig- urðssyni lætur vel að skrifa fyrir börnin. Hann hefur þýtt margar barnabækur á smekk- Tvær nýjar B.O.B. bækur BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar á Akureyri hefur enn sent frá sér tvær bækur. Feðra spor og fjörusprek eftir Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, er 270 blaðsíðna bók í 18 köflum, auk nafnaskrár og formála, og grein ar um Magnús Björnsson, sem séra Gunnar Ámason ritar. — Bókarkaflarnir eru um hin margvíslegustu efni, svo sem forystusauð, Þorgeirsbola, Líka máls-Jón, örnefnasögur og feðraþættir, svo eitthvað sé nefnt. Magnús er þjóðkunnur fyrir ritstörf sín, og hafa áður komið út tvær bækur eftir hann og fjölda þátta um sögu- leg og þjóðleg efni. Veisla í farángrinum er síð- asta verk Nóbelsskáldsins Hemingways í þýðingu Hall- dórs Laxness. Hér er um að ræða endurminningar höfundar frá Parísarárum hans 1922— 1926. Handritið fannst að hon- um látnum, var gefið út í Banda ríkjunum 1964 og varð metsölu bók þar vestra. Þessi bók er skemmtileg aflestrar, skiptist í 20 kafla og er samtals 240 blað- síður að stærð. Segja má um þessar bækur báðar, að þær séu mörgum kær komnar og muni eignast stóran lesendahóp, enda eru þær þess virði. Q SMÁTT OG STÓRT legan hátt. En hin nýja bók ber einnig góðum höfundi vitni. Lotta í Ólátagötu er mynd- skreytt bók fyrir yngstu börn- in og söguhetjan, Lotta, er að- eins fimm ára. Höfundur er Astrid Lindgren en þýðandi Eiríkur Sigurðsson. Þessi Lottu-bók er rúmar 70 blaðsíð- ur og letrið stórt og við hæfi þeirra, sem ekki eru fluglæsir orðnir. Q Eiríkur Sigurðsson. ALDAN, SEM REIS Sú dýrtíðaralda, sem yfir þjóð- ina hefur flætt undanfarin ár, hefur stöðugt risið hærra og fært margt úr skorðum. Aldrei hefur nokkur ríkisstjóm á fs- landi verið jafn máttlaus og e. t. v. áhugalaus líka, í því að lækka þessa öldu eða vama því, að hún risi svo hátt, sem raun ber vitni. ÖLDUDALURINN En af því við fengum yfir okk- ur ríkisstjórn, sem lofaði verð- bólgunni að rísa í ógnandi liæð og jók hana jafnvel með stjórn- arráðstöfunum — verður ekki komist hjá öldudalnum, sem jafnan fylgir. Nú stendur þjóð- in frammi fyrir öldudalnum og afleiðingum þess, að verðbólg- unni var sleppt lausri. AUKNING ÞJÓÐARTEKNA Á sama tíma og þjóðartekjur ís lendinga hafa til jafnaðar auk- izt um 7—8% á ári síðustu 4—5 síðustu ár vegna óhemju mikill ar síldveiða, fyrst og fremst, og hagstæðra markaða erlendis, berst iðnaðurinn í bökkum vegna lánsfjárskorts og stór- aukins verðbólgukostnaðar. — Togaraflotinn er að gefast upp, sum hraðfrystihúsin búin að loka o. s. frv. EINHLIÐA AUKNING Því er ekki að leyna að í ýms- um greinum liefur þó aflagóð- ærið og miklar þjóðartekjur verið örvandi afl í þjóðlífinu. En þetta byggist á of einhliða vexti, sem síldveiðarnár hafa skapað, og er þessi þróun því mjög ótrygg. Allt bendir til þess að þessu vaxtatímabili sé nú lokið og öldudalurinn framund an. Þótt það væri yfirlýst stefna núverandi stjórnar, að liafa taumhald á dýrtíðarófreskj- unni, sleppti stjórnin taumun- um.og Iét ófreskjuna ráða för. ÁÆTLANIR Efnahagsstofnunin hefur verið á ferðinni á Norðurlandi undan farna daga til að viða að sér efni í svonefnda Norðurlands- áætlun. Jónas Haralz og ráðu- naijtar hans hafa setið fundi með forystumönnum í atvinnu- og verkalýðsmálum, óskað eftir tillögum og skýrt á fræðilegan hátt ýmsa þætti efnahags- og atvinnumála. Vel er það, að 193.758 100.469 TÖLURNAR hér að ofan eru manntalstölur frá 1. des. 1964. Fremri talan sýnir íbúafjölda landsins, en aftari talan íbúa- fjölda Reykjavíkursvæðisins — sem nú er oft nefnd Stór- Reykjavík. — Á Reykjavíkur- svæðinu teljast samkvæmt 1. hefti Fjármálatíðinda 1966, bls. 70: Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarneshrepp ur, Gai'ðahreppur, Bessastaða- hreppur og Mosfellshreppur. Reykjavíkursvæðið telst nú til stórborga heimsins, þar sem íbúatalan er komin yfir 100 þús. en á þessu stórborgar- svæði áttu heima 1. des. s.l. 52 af hverjum 100 landsmönnum. Ýmsar aðrar manntalstölur. f kaupstöðum utan Stór- Reykjavíkur var íbúatalan þessi 1. des. 1966: Keflavík 5128 V estmannaey j ar 5012 Akranes 4178 ísafjörður 2696 Siglufjörður 2472 Húsavík 1841 Neskaupstaður 1514 Sauðárkrókur 1390 Ólafsfjörður 1948 Seyðisfjörður 853 lÍ kauptúnum (sem € Akureyri 9642 (Framhald á blaðsíðu 2) Norðlendingar ræði sín mál við áætlunarsmiði að sunnan og hlusti á fræðilegar skýringar um orsakir og afleiðingar, en meira þarf til. GEFST HÉR Á AÐ LÍTA Akureyringar munu ekki hafa dregið fjöður yfir þær stað- reyndir hér í bæ, að togaraút- gerðin er alveg á heljarþröm og iðnaðurinn í miklum fjárhags- þrenginum. U. A. og iðnaður SÍS greiðir starfsfólki á annað hundrað milljónir í kaup á ári. Allir sjá hvemig atvinnuástand ið yrði hér í bæ, ef mikill sam- dráttur eða stöðvun yrði í þess- um greinum. Bæjarbúar munu hafa skýrt það glögglega fyrir starfsmönnum Efnahagsstofn- unarinnar, að það er fyrst og fremst iðnaður, sem gefa þarf Akureyri vaxtarmöguleika í framtíðinni, auk verzlunar, margvíslegra þjónustustarfa og útgerðar. Lánsfjárkreppa sverf ur nú að á öllum sviðum. •- / -t ' AÐ DRAGA ÚR FALLINU Efnahagsstofnunin á að vinna að gerð Norðurlandsáætlunar, m. a. til að draga úr fallinu, sem framundan er í efnahags- og atvinnumálum. En áætlunar- gerð grynnir ekki öldudalinn, nema hún byggist á raunsæi og þekkingu — og svo á gjör- breyttri þeirri stefnu stjómar- valdanna, sem leiðir íslenzka at vinnuvegi út í meiri ófæru, enn meiri en þegar er orðið. FURÐULEGT STEFNULEYSI Menn minnast þess, að á síðasta vori var afnumin niðurgreiðsla á fiski og smjörlíki til neytenda. Hækkaði það vísitöluna um 4 stig þá þegar og launakostnað um 2,6%. Stjórnin sagði þá, að engir peningar væru til í niður greiðslur, enda væri það stefna sín, sagði hún, að draga úr nið- (Framhald á blaðsíðu 5). BINGÓ F.U.F. FÉLAG ungra Framsóknar- manna hefur undanfarið verið með Bingóskemmtanir að Hótel KEA, sem hafa notið mikilla vinsælda og liafa færri komizt inn en vildu. Eitt þessara Bingókvölda verður n. k. sunnudagskvöld kl. 20.30 og er mönnum bent á að tryggja sér miða í tíma. Sjáið nánar auglýsingu í blað inu í dag. Q RAFORKA OPNAR í NÝJU HÚSNÆÐI 1 DAG, laugardag, opnar Raf- orka h.f. á Akureyri verzlun sína að nýju í nýbyggingu £ Glerárgötu 32. En þar verða á boðstólnum liverskonar heimil- israftæki, efni til raflagna o. fl. Ennfremur annast fyrirtækið allskonar rafvinnu og hefur í sinni þjónustu yfir tug raf- virkja. Framkvæmdastjóri Raf orku h.f. er Sigtryggur Þor- bjömsson. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.