Dagur - 30.11.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 30.11.1966, Blaðsíða 2
Unga fólk Norðlendingar eru í list-hungri EFLAUST munu einhverjir segja, að það Væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um hina erfiðu aðstöðu dreif- býlisins gagnvart hinu þett- setna Faxaflóasvæði. En því er til að svara, að því aðeins er að vænta raunhæfra aðgerða, að málunurri sé haldið vakandi af þeim aðilum, sem telja sér mis boðið. Ef þeir hætta að segja meiningu sína skýrt og skorin- ort Og gefast upp, er þess ekki að vænta, að lagfæring sé á næsta leiti. Hinn knýjandi kraft ur verður að koma frá okkur sjálfum, sem dreifbýlið byggj- um og þó einkum frá ungu kyn slóðinni, sem lætur sig hag framtíðarinnar mestu skipta. Unga fólkið býr að þeim krafti, sem hrint getur erfiðustu verk- efnum í framkvæmd, og þess- vegna er það ekki síður þeirra að knýja á og beita æskuþrótti sínum til að koma málefnum byggðarlaga sinna í viðunandi horf. Engum, sem hugleiða málefni Norðlendinga getur blandast hugur um þá augljósu stað- reynd, að við búum við hrika- Jegan ójöfnuð hvað við kemur öllum menningannálefnum. Æ meira kapp er lagt á uppbygg- ingu menningarstöðva í Reykja vík og virðist þar fátt skorta, nema ef vera skyldi myndlista- hús. Þár hafa risið upp myndar legar stofnanir og nægir í því efni að nefna Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveitina, Lista- safn ríkisins og nú síðast sjón- varpið. Vissulega er það ánægjuefni að menningaraðstaða og hvers konar listastarfsemi skuli vera með jafn miklum blóma og raun ber vitni í Reykjavík. — Hitt er aftur alvarlegra, að for- ystumenn þessara stofnana virð ast hafa einskorðað starfsemi þeirra eingöngu við höfuðborg- ina og nágrenni hennar. Þeir, sem byggja aðra landshluta verða að láta sér nægja að heyra auglýsingar um ýmsa merkilega menningarstarfsemi fyrir sunnan fjöll. Þeim ber augljóslega ekki vist í ríki list- anna. Eins og nafn Þjóðleikhússins ber með sér, er leikhúsið eign þjóðarinnar, eða a. m. k. hlýt- ur það að teljast rökrétt álykt- un. Þjóðin byggði veglegt hús fyrir starfseminu og gerði í ýmsu vel til þeirra hluta eins síðan starfað fjöldi fólks — að sögn — og gert þar marga stór- athyglisverða hluti á sviði leik- listar. En það sorglega er, að út úr húsinu hefur fólkið ekki komið utan þegar hægt er áð fá það til að þeysast í „rútu“ um nokkra staði yfir hásumar- ið. Slík maraþonferðalög eru afskaplega erfið og hlýtur það að bitna mjög á því, sem þetta útkeyrða listafólk hefur fram að færa. Auk þess sem sumarið er sá tími ársins, sem flestir takaJsérTrí frá störfum og hvað mest los er á daglegu lífi alls þorra fólks einkum í kaupstöð- um. . Z . T L - í -þessir efni- er úrbóta þörf. Þjóðleikhúsinu ber skylda til að miða hluta starfsemi sinnar víð þá, sem byggja aðra lands- liluta, annars stendur það ekki undir nafni. Svipaða sögu mætti segja um Sinfóníuhljómsveit íslands. — Þessi hljómsveit er með réttu stolt okkar íslendinga; að jafn fámenn þjóð skuli vera fær um að reka slíkt fyrirtæki vekur bæði undrun og aðdáun. Að því er bezt verður séð, þá vex henni æ meir ásmegin. Auk hinna föstu tónleika, sem haldn ir eru hálfsmánaðarlega, er bætt við ýmsum dagskrám: fyrir unga fólkið, fyrir þá, sem ekki fara að jafnaði á sinfóniu tónleika og svo framvegis. — Þannig er reynt að ná til sem flestra með þetta göfuga menn ingartæki, en þó er áskilinn réttur, að þeir eigi heima á höfuðborgarsvæðinu. í öllum þessum umsvifum hefur stór hópur gleymzt, hópur, sem áreiðanlega kann að meta göf- uga tónlist ekki síður en aðrir og.þar á ég við fólkið, sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Hér á Akureyri er kirkjan ágætur hljómleikasalur og þar hefur Sinfóníuhljómsveitin haldið tónleika. En betur má ef duga skal. Það ætti að vera 'til- tölulega einfalt að halda hér svo sem tvenna eða þrenna sinfóníuhljómleika á vetri. — Flugsamgöngur eru það greiðar að slíkt er ekkert áhorfsmál, að því er bezt verður séð. Með samstilltu átaki, væri hægt að bæta úr brýnni þörf á kynn- ingu hinnar svonefndu æðri tónlistar. En slíkt verður aldrei framkvæmt nema við Norðlend ingar sjálfir vekjum á okkur athygli þeirra, sem málum stjórna fyrir sunnan; við verð- um að vekja þá af Þyrnirósar- svefninum. Fyrir stuttu fluttu tveir þing menn Norðlendinga þeir Ingvar Gíslason og Olafur Jóhannes- son, mjög merka tillögu til þingsályktunar í sameinuðu þingi. Er hún á þá leið, að Al- þingi.kjósi 7 manna nefnd, sem geri tillögur um, hvernig helzt mætti stuðla að því, að haldnar verði fleiri myndlistarsýningar utan höfuðborgarinnar. Væri óskandi að AÍþingi bæri gæfu til að samþýkkjá þessa tillögu og legði þannig sitt lóð á vog- arskálina til bættrar menning- araðstöðu dreifbýlisins. Það er sorglegt til þess að vita, að þeg ar almenning utan Stór-Reykja víkur þyrstir í myndlistasýn- ingar, þá skuli stofnun á vegum ríkisins eiga fjölda ódauðlegra listaverka geymda í kjöllurum, engum til yndis og andlegrar uppbyggingar. Nú þessa dagana er að rísa enn eitt menningartækið í Reykjavík, sjónvarpið. Eftir því sem næst verður komizt, þá má búast við því að verulegur hluti Norðurlands geti notið sjónvarpsins eftir um það bil ár. Það fær mann til að leiða hugann að því, hversvegna dreifing þessa menningartækis meðal landsmanna gengur svo tiltölulega fljótt fyrir sig, mið- að við önnur. Og svarið er aug- ljóst. Strax og sjónvarpið tók til starfa risu Norðlendingar upp sem einn maður og kröfð- ust þess að fá not af sjónvarpi eins og aðrir. Skelegg krafa bæjarstjórnar Akureyrar og fleiri aðila um jafnrétti í þessu máli bar árangur vegna þess, að kallið var kröftugt og heyrð- ist suður yfir fjöll og ýtti við framámönnum. Þannig myndi það verða um önnum menning- armálefni. Við verðum sjálf að kalla og það hátt, — annars er ekki að vænta árangurs. I. S. Stjórn SUF kem- m ti! Akureyrar NÆSTKOMANDI föstudag er væntanleg til Akureyrar stjórn Sambands ungra Framsóknar- manna til viðræðna og gagn- kvæmrar kynningar við imga Framsóknarmenn á Akureyri og nágrenni. Stjórn S. U. F. mun eftir föngum kynna sér at vinnulíf hér í bæ og ræða við ungt fólk á vinnustöðum. Á sunnudag kl. 2 e. h. verður almennur fundur að Hótel K. E. A. á vegum stjóma S.U.F. og F. U. F. á Akureyri. Nánar verður sagt frá heimsókn þess- ari í blaðinu á laugardag. □ - Fyrsti bændaklúbbs- fundnrinn fjölsóttur (Framhpld af blaðsíðu 1). hvern ha. túns, meira af ný- ræktarlandi, sem er magrara og áburðarfrekara en eldri tún og í þriðja lagi er á sumum stöð um um að ræða ofnotkun köfn- unarefnis. Ræðumaður ræddi um áburð aráætlanir, sem æskilegt væri að bændur gerðu, hver fyrir sig, og benti á í því sambandi, að þeir þyx-ftu að vita um stærð túnanna og þyi-ftu að gera sér eins glögga hugmynd um frjó- semi hverrar spildu eða tún- hluta. Til þess þyi-ftu þeir enga vísindamenn þótt sjálfsagt væri að notfæra sér niðui-stöður til- rauna og svo þær bendingar, sem efnarannsóknir jarðvegs gefa, þegar þær væru fyx-ir hendi. Frummælandi taldi ekki ráðlegt fyrir bændur, að bei-a meii-a á hvei-n ha. túns en 150 kg. köfnunarefnis. Miðað við þann hámai-ksskammt þarf að bera um 200 kg. af þrífosfat og þó e. t. v. meii-a á sumum stöð- um og 150 kg. af kali, þar af svo sem 1 poka af brennisteins- súru kalí þar sem skortur er á brennisteini. En allt er þetta breytilegt eftir landi. sagði ræðumaður. Að frumræðu Jóhannesar Sig valdasonar lokinni tóku þessir þátt í umræðum og gerðu fyrir- spui-nir: Árni Jónsson, Sigur- jón Steinsson, Jónas Halldórs- son Sveinbjai-nai-gerði, Hreiðar Eiríksson, Jónas Kristjánsson, Ævai-r Hjartarson, Grétar Rós- antsson, Jón Hjálmarsson, Ár- mann Dalmannsson, og að lok- um svaraði frummælandi fyrir- spurnum. □ - Vopnfirðingar ræða framtíðarmál sín (Framhald af blaðsíðu 8). verði hið fyrsta búin aðstaða til flugsamgangna. Er nauðsyn, að flugvöllurinn á Vopnafirði verði sem allra fyrst stækkaður svo að flugvélar. Flugfélags íslands geti hafið hér viðkomu. 2. Almennur bændafundur haldinn á Vopnafii’ði 13. nóv. 19G6 átelui-, að ekki skuli enn hafa verið gei-ðar rafvæðingar- áætlanir fyrir dreifbýlið, sem taki við af 10 ára áætluninni. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir þeim seinagangi, sem ríkir í rafmagnsmálum Vopnfirðinga, að ekki skuli enn vei-a farið að leggja raflagnir um sveitina, sem nokkru nemur, þó að hag- stætt sé að leggja línu um mest alla sveitina með tilliti til vega- lengda á býli. Leggur fundur- inn áherzlu á, að strax á næsta vori vei-ði hafizt handa um, að leggja línuna og skýrt vex-ði frá hvaða bæir geti ekki vænzt þess, að fá rafmagn frá sam- veitu, sökum legu sinnar. Er nú brýn nauðsyn þess, að sveita- fólk fái nú þegar þessa undir- stöðu þeii-ra nútíma þæginda, sem rafmagnið er, áður en fólk yfii-gefur frjósama sveit af því að verr er að því búið en öðr- um þegnum þjóðfélagsins. Þ. Þ. Blaðburður! Ungling eða krakka vantar til að bera út DAG í Norðurbyggð, Þingvallastræti, Rauðumýri og Gerðin. AFGREIÐSLA DAGS - SÍMI1-11-67 AKUREYRI! - NÆRSYEITIR! HÖFUM OPNAÐ VERZLUN að nýju í nýjum og rúmgóðum húsakynnum að GLERÁRGÖTU 32. FJÖLBREYTT ÚRVAL LJÓSA- og HEIMILISTÆKJA. RAFORKA H.F. - Glerárgötu 32 Sími 1-22-57 Það þarf enginn að bíða lengi eftir að fá TÆKI VIÐ- GERT. Komi tækið í dag, getur það orðið til á morgun. Viðgerðir, varahlutir, verzlun. Reynið viðskiptin. ÚTVARPSVIRKJAR - AXEL og EINAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.