Dagur - 30.11.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1966, Blaðsíða 4
4 Skrilstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Fyrirheit ríkisstjórn- arinnar sl. haust TIL ÞESS að fá samkomulag um verðlagsgrundvöllinn gaf ríkisstjórn in svohljóðandi yfirlýsingu um leið og samningurinn við hana var gerð- ur: „1. Á árinu 1967 verði Veðdeild Búnaðarbankans útvegaðar að láni 20 millj. kr. Stefnt verði að því að veita lán allt að 200 þús. kr. á býli, vegna jarða- kaupa í stað 100 þús. kr. eins og nú er gert. 2. Stuðlað verði að því, að Stofn- lánadeild landbúnaðarins láni liaust ið 1966 til vinnustöðva og sláturhúsa ekki lægri upphæð en 30 millj. kr. Hafi deildin ekki nægilegt fjár- magn til þess, að svo megi verða, geri ríkisstjómin ráðstafanir til, að það fé verði fengið að láni. 3. Stofnaður verði með lögum frá næsta Alþingi Jarðakaupasjóður með 6 millj. kr. stofnframlagi. 4. Ríkissjóður leggi fram hag- ræðingarfé, að upphæð 30 millj kr., sem nota mætti sem stofnfé Hagræð- ingarsjóðs, en verksvið hans verði ákveðið með lögum. Af þessari upphæð greiðist 20 millj. kr. fyrir 31. des. 1966 sem framlag til vinnustöðva landbúnað- arins vegna endurbóta á þeim“. Þessi yfirlýsing var staðfest í hófi ráðherra til Framleiðsluráðs 19. sept. með því orðalagi sem hér er upp tek- ið. Fundur Stéttarsambandsins segir í skýringum, að gert sé ráð fyrir, að 20 millj. kr. framlaginu til „vinnu- stöðva“ verði ráðstafað þannig, að „Framleiðsluráð landbúnaðarins skipti þessu fé milli mjólkursamlag- anna í landinu“. Búnaðaríræðsla EYFIRZKIR bændaklúbbsfundir hafa lengi verið einskonar búnaðar- háskóli í héraðinu. Þar eru ræddir flestir þættir landbúnaðarmála á fræðilegum vettvangi, nýjungar í tækni og vinnuhagræðingu o. s. frv. Engar samþykktir af neinu tagi eru þar gerðar, svo sem títt er á fundum stétta eða kröfur fram bomar, frem- ur en í öðmm skólum. Það fer mjög í vöxt, að ungir bændur og bænda- synir sæki fundi þessa og taki þátt í umræðum, að frumræðu þess sér- fróða manns lokinni, sem jafnan fylgir fundarefni úr hlaði. □ SEXTUGUR: Jóhann Frímann fyrrverandi skólastjóri .Á SUNNUDAGINN átti einn af kunnustu borgurum þessa bæjar sextugsafmæli. Það var Jóhann Frímann fyrrverandi skólastjóri og ritstjóri. í aldar- fjórðung stjórnaði hann Iðn- skólanum á Akureyri, jafn- framt var hann kennari Gagn- fræðaskólans á Akureyri, síðar yfh-kennari þar og skólastjóri. iHanii lét af skólastjórn fyrir fáum árum vegna heilsubrests, en er þar nú stundakennari. Sæti'átti hann um skeið í bæjar stjóm, fyrir Framsóknarmenn og iðnaðarmenn bæjarins, var um skeið formaður Framsókn- arfélags Akureyrar, formaður Ungmennafélags Akureyrar um skeið, og í ótal nefndum og ráðum. Jóhann Frímann var árin 1940—1943 einn af ritstjórum Dags og blaðamaður í hjáverk- um lengi síðan og var til hans leitað þegar mest lá við, bæði í sókn og vöm fyrir málstað Framsóknarflokksins, sam- vinnustefnunnar og þegar bar- izt var fyrir menningar- og réttlætismálum, hverju nafni nem nefndust, enda maðurinn óvenjulega ritfær, fjölfróður, minnugur, rökfimur og drengi- legur. Bera greinar hans í Degi þessu gott vitni. Mér var hann svo ráðhollur þegar ég var að hefja starf sem blaðamaður, að ekki gleymist. Sjálfur var hann afkastamikill við blaðamennsku, snjall á mál og stíl og fljótur að finna kjarna hvers máls og gekk jafnan vig- reifur og glaður til andlegra skilminga í kappræðum um landsins gagn og nauðsynjar. Á vettvangi Ijóðagerðar og leikrita hefði hann komizt langt ef tími hefði leyft. En ævistarf Jóhanns voru uppeldismálin og þeim helgaði hann mesta krafta sína. Auk starfa sinna við Ak- ureyrarskólana var hann tvö ár skólastjóri Reykholtsskóla í Borgarfirði. Jóhann Frímann er ættaður frá Hvammi í Langadal, brauzt ungur til mennta, stundaði fyrst nám hér á Akureyri, síð- an í Askov í Danmörku og einn ig i Þýzkalandi og Bandaríkj- unum. Bráðþroska var hann til líkama og sálar og stæltist á unga aldri í vegavinnu og við önnur algeng og erfið störf. Vegaverkstjóm fór honum ung um vel úr hendi eins og skóla- stjórn síðar. Skap hans var í senn viðkvæmt, mikið og ólg- andi. Réttlætiskenndin var hon um samgróin, en samúðin rík. Vinnudagurinn varð jafnan langur, og hann varð Jóhanni oft erfiðari en öðrum vegna þess að hann kunni ekki að brynja sig kæruleysi eða kulda. Hann bókstaflega sleit sér út fyrir aldur fram og hlaut að létta af sér nokkru af störfum sínum fyrir nokkrum árum. f dag dvelur Jóhann Frí- mann á sjúkrahúsi, sér til hvíldar og hressingar. Þangað sendir Dagur honum sínar beztu árnaðaróskir með von um skjótan bata. Og þangað sendi ég mínar beztu afmælis- óskir og þakklátar kveðjur. E. D. JÓHANN FRÍMANN fyrrver- andi skólastjóri er sextugur í dag. Okkur finnst það ekki hár aldur, og margir vinna sín stærstu verk eftir sextugsald- urinn, en þeim mun aðdáunar- verðara er það, þegar mönnum tekst á unga aldri að skila starfi, sem aðrir gætu verið hreyknir af að skila á langri ævi. Jóhann Frímánn er einn þessara aðdáunarverðu manna. Hann hóf starf um tvítugt af svo miklum þrótti og karl- mennsku að þá þegar stóð hann í fremstu röð. Jafnhliða kennslustörfum, er hafa verið hans aðalstarf, sinnti hann mörgum öðrum ábyrgðar- miklum störfum, sem öðrum hefði nægt sem aðalstarf. Sjálfum mér er hann ætíð hugstæðastur sem einn stór- brotnasti kennari sem ég hefi haft og síðar skapfastur yfir- maður og starfsfélagi. Ég veit, að gamlir nemend- ur Jóhanns hugsa til hans með' meiri hlýhug en almennt gerist. Mörgum fannst hann að vísu strangur og gera miklar kröfur til nemenda. En í rauninni var þetta ekki frá honum sjálfum, heldur fannst honum viðfangs- efnið, þ. e. námið sjálft, gera kröfur og að svíkjast undan kröfum viðfangsefnisins taldi hann með verri svikum. Sjálfur laut hann þeim í hvívetna og öðlaðist þannig þá menntun og þann þroska, sem eftirsóknar- verðast er að eiga. Jóhann er mikill maður að vallarsýn og mikilúðlegur í allri framgöngu svo að unglingar og jafnvel fullorðnir stíga ósjálfrátt til hliðar, þegar hann gengur um og gusturinn sem af honum stóð, þegar hon- um þótti eitthvað úr skorðum ganga eða mál ætla í annan farveg en hann vildi, líktist stundum norðangarðinum, sem herjar í dag. En hann átti líká, og á það, sem margan skap- minni manninn vantar, græði- smyrsl sáttfýsi og vináttu. Sátt- fýsi hans er alveg einstök og mörg vináttuböndin hefir hún bundið. Ég hefi stundum velt því fyr- ir mér hvernig umhorfs væri hið innra, þegar sáttfýsin og stórlætið í Jóhanni berðust. En úrslitin hafa ætíð orðið sáttvís- inni í vil. Hún hefir líka áreið- anlega átt góðan stuðnings- mann, þar sem er hin ágæta eiginkona hans, frú Sigurjóna Pálsdóttir. Síðustu ái'in hefir Jóhann átt við vanheilsu að striða og þess vegna lítið borið á honum, en þess er að óska og vænta, að hann öðlist fulla heilsu á ný. Ég árna honum og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tímamótum. Það er lífsreynsla út af fyrir sig að kynnast persónuleika eins og Jóhanns. Sigurður Óli Brynjólfsson. SÍÐASTLIÐINN sunnudag átti Jóhann Frímann, fyrrv. skóla- stjóri, sextugsafmæli. Þar sem mér er kunnugt um, að aðrir munu minnast hans rækilega á þessum tímamótum, verða þessar línur aðeins stutt afmæliskveðja. Við Jóhann vorum saman í æsku einn vetur á lýðháskól- anum í Askov fyrir 40 árum. Þar var þessi glæsilegi, ungi maður foringi í hópi okkar ís- lendinganna, sem þar stunduðu nám. Þá bundumst við vináttu- böndum, sem haldizt hafa fram á þennan dag. Hugur Jóhanns hneigðist þá mjög að skáldskap, og álitum við vinir hans þá, að hann mundi njóta mikils frama á þeirri braut. Hann notfærði sér vel bókasafnið við skólann og las þar mikið fagurfræðilegar bókmenntir. En þegar litið er til baka í dag, þá kemur í ljós, að Jóhann hefur helgað starfskrafta sína meira skólamálum en skáld- skap. Hann hefur verið skóla- stjóri og kennari lengst af og notið mikils trausts á þeim vett vangi. Hann hefur verið sam- vinnuþýður, einlægur og hjarta hlýr við samstarfsmenn sína og dugmikill og viðmótsþýður kennari við nemendur sína. Og munu margir minnast hans með hlýju á þessum. merku tímamótum í lífi hans. Þrátt fyrir miklar annir við skólastörf lagði Jóhann þó ekki skáldskapinn alveg á hilluna. Það gat hann ekki. Skáldskap- urinn átti svo mikil ítök í huga hans. Ungur að ái'um gaf hann út tvær ljóðabækur „Mansöngv ar til miðalda“ 1929 og „Nökkv ar og ný skip“ 1934. Þá kom leikritið „Fróðá“ út 1938 og fékk mjög góða dóma. Það hef- ur verið sýnt bæði á Akureyri og í Reykjavík. Efni þess sótti Jóhann í fomsögur okkar. Þar sem svo vel tókst til með fyrsta leikritið, stóðu vonir til, að hann héldi áfram á þeii-ri braut. En annir skyldustai'f- anna við skólann hafa komið í veg fyrir það. Umfangsmikið skólastarf og næði til skáldskap ar fara illa saman. Ég vil á þessum tímamótum flytja Jóhanni innilegar árnað- aróskir með þökk fyrir gömul og ný, ágæt kynni. Eiríkur Sigurðsson. „ÞAÐ, sem þú ert, skaltu vera heill og óskiptur". Þessi orð Ibsens koma mér í hug nú í dag, þegar Jóhann Frímann fyrv. skólastjóri og kennai’i, fyll ir sjötta tuginn. Ég hygg fáa hafa breytt jafn örugglega eftir þessum oi'ðum. Öll störf hans og framkoma einkennast af þeim. Ég ætla mér ekki þá dul að geta Jóhanns Frímanns hér til nokkurrar hlítar. Það er ekki hægt í stuttu máli. En eftir um aldai'fjórðungs kynni við hann sem samstarfsmann og um skeið húsbónda í Gagnfræða- skólanum á Akureyri, get ég ekki stillt mig um að senda hon um kveðju í örfáum orðum með einlægu þakklæti fyrir alla hina góðu viðkynningu við hann og heimili hans. Fyrst, þegar ég sá Jóhann, fannst mér mikið til um kai’l- mennskusvip hans og g læsi- brag, sem hlaut að vekja at- hygli. Hann var þá orðinn skólastjóri Iðnskólans á Akur- eyri, kennari við Gagnfræða- skólann og komin út eftir hann ljóðabók. Allt þetta verkaði þannig á mig, að ég leit frá því fyrsta upp til Jóhanns og fannst hann miklu eldri en raun var á, því að hann var þá korn- ungur, lítið eldri en ég sjálfur, sem var þá enn aðeins skóla- sveinn. Mig ói-aði þá ekki fyrir, að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman. Og þegar þar að kom, dvínuðu sízt hin fyrstu áhrif við nánari kynningu. And legt atgervi og innri maður Jóhanns var í samræmi við út- litið. Hann var ekki aðeins drengilegur í sjón heldur og di'engur í lund. Fjölþættir og listi'ænir hæfi- leikar Jóhanns hafa beint hug hans inn á ýmsar brautir meðal annars ritstarfa og skáldskapar. Frá hans hendi hafa komið tvær ljóðabækur og leikrit, fjöldi greina og ljóða í blöðum og tímai’itum auk þýðinga úr ei’lendum málum. Á þessu sviði hefur hann haslað sér völl við góðan orðstír. En það er sér- stakur þáttur, sem þarfnast fær ari penna en hér er að vei’ki. Það er kennai’inn, skólastjór- inn og maðurinn Jóhann Frí- mann, sem mér er efst í huga nú. Hann valdi sér skólamálin og kennsluna að aðalstai’fi, og á þeim vettvangi hafa listahæfi- leikar hans ekki leynt sér. I kennslustofunni er „ræðan hans ekki rituð á blað, en rist inn í fáein hjörtu“. Ég veit, að nemendur hans víðs vegar, eldri sem yngi-i, hugsa til hans í dag með hlýhug og þakklæti. í hópi kennai’anna var Jó- hann sjálfkjörinn til forystu. Hann er hinn snjallasti ræðu- maður, sem oft hefur á reynt bæði utan skóla og innan. Oft hefur hann flutt tækifærisræð- ur, óundirbúinn, en aldrei brugðizt orðheppni og fyndni, en kann þó vel að samhæfa gaman og alvöi’U. Er hann næsta öfundsvei’ður af þessai’i list. Sem skólastjóri var hann hinn öruggi stjórnandi, en þó hinn sami góði félagi og ætíð endranær. Akureyri hefur notið starfs- krafta Jóhanns frá því, að hann lauk framhaldsnámi sínu, sem hann stundaði, fyrst í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri (nú Menntaskólinn) og síðan í Dan möi-ku og víðar í Mið-Evrópu- löndum. Hann hóf kennslu við Iðnskólaim hér 1927, varð skóla stjóri hans frá 1928—55 að und anskildum tveim árum, er hann var skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti, 1939—41. Að frátekn um þeim tveimur árum var hann kennari við Gagnfræða- skóla Akui’eyrar frá stofnun hans 1930—55, en þá varð hann skólastjói’i þess skóla til 1964, en lét þá af svo umfangsmiklu stax-fi sökum vanheilsu, en kenn ir enn við skólann. Auk þessa hefir hann sinnt mai-gvíslegum félagsstöi-fum, sem hér verða ekki greind. , Jóhann hefur ekki setið auð- um höndum, enda aflað sér mik illar reynslu og fjölbi’eytti’ar menntunar, meðal annai’s með utanlandsferðum og komið víða við, allt frá Rússlandi til Banda ríkjanna. Fáséð mun í einka- eign jafn mikið og gott bóka- safn sem hans, og er það eitt af mörgu, sem prýðir heimili þeii’ra hjóna, en það hafa þau byggt upp af fágætri smekkvísi. Við samkennai’ar Jóhanns sendum honum hugheilar ham- ingjuóskir í dag. Og við hjónin þökkum honum og frú Jónu og börnum þeirra margar ógleym- anlegar ánægjustundir og send um þeim ynnilegar blessunar- óskir á þessum tímamótum. Akureyri 27. nóv. 1966. Skúli Magnússon. Guðrún Júlíana Tómasdótlir Fædd 18. febrúar 1889 Dáin 11. nóv. 1966 Ástvinakveðja Nú, er skilja okkar lífsins leiðir, þín ljúfa minning geisla á veginn breiðir. Þú allt hið bezta, ástrík ávallt veittir, og okkar vegferð gæfu rósum skreyttir. Þú hetja varst að liinzta ævidegi, þín hjartans göfgi gleymist vinum eigi. Að gleðja okkur, gefa af kærleik sönnum, þín gleði var í sjúkdómsþraut og önnum. Elsku móðir, amma og tengdamóðir, nú ástvinimir stöndum klökkvir, hljóðir. Við hinzta beðinn, hér á kveðjudegi, en hjörtun geyma mynd, sem fölnar eigi. Við þökkum gæði þín á liðnum árum, af þínum kærleik blessun upp við skárum. Þín góðu álirif geymum við í lijarta, og Guði þökkum samfylgd Ijúfa og bjarta. - Um innvigfunargjaldið og fleira (Framhald af blaðsíðu 8). afurðir í þetta sinn. En þá er það smjörlækkunin. Eins og að framan greinir, þá á ekki að nota innvigtunargjaldið til að standa undir henni, fyrst ekki á að innheimta það. Er því sýni- legt að Framleiðsluráð hefur tryggt greiðslu á því með öðr- um hætti, þó að engin bein yfir lýsing hafi komið fram um það. Með þetta í huga, og við nánari lestur blaðaviðtals við Gunnar Guðbjartsson um hagræðingar- sjóðinn, er það sýnilegt að þess ar 20 milljónir sem Framleiðslu ráð á að hafa nú þegar til ráð- stöfunar til að gei-a vinnslu- stöðum landbúnaðarins kleift að gei-a upp við bændur í ár, á a ðfara til þess að mæta smjör- lækkuninni. Ég get því ekki séð annað, en bændur geti treyst því að innvigtunargjaldið verði greitt fyrir áramót. Það væri líka hálf skrítin ráðstöfun, ef bændur í sumum landshlutum fengju endui’greiðsluna á inn- vigtunai'gjaldinu nú þegar, en aði'ir yrðu að bíða fram yfir áramót. Allir bændur vei'ða að sitja við sama boi'ð í þessu til- liti, og að öðru leyti þarf að jafna aðstöðu þeirra, eins og við vei'ður komið. Bændur eru mjög óánægðir hér yfir þessari óvissu, og margir skilja ekki hvers vegna KEA endurgreiðir ekki innvigtunargj aldið án taf- ar, þar sem það hafi aldrei far- ið úr þeirra vörzlu. En hvað um það? Um síðustu áramót var meii-a en % af smjöi'fjallinu hér í Eyjafirði eða i'úm 430 tonn. Af því leiðir að KEA hefur selt mjög mikið magn af smjöri á lága verðinu í sumar og haust eða rúmlega alla sumarfram- leiðsluna, því nú mun smjörið vera hér um 400 tonn'. Enda mun vanta um 2 milljónir upp á það að innvigtunargjaldið nægi til að standa undir smjör- lækkuninni hér í Eyjafirði, og er það því ekkert undarlegt, þó þungt sé fyrir fæti með að boi'ga þetta til baka, meðan ekki kemur fé annarsstaðár frá til að standa undir þessai’i smjör lækkun. Hvað með 40 aurana, sem eftir standa enn af mjólkurupp- bótinni frá því í fyrra? Eitt af því sem héraðsnefnd- irnar lögðu höfuðáherzlu á að leyst yrði, var að fá lánsfé til að greiða mjólkuruppbótina í þeim héruðum sem mestar birgðimar voru í, og þar af leið andi gátu ekki innt greiðsluna af hendi af eigin rammleik. Hér eru t. d. birgðir fyrir um 100 milljónir. Eftir að afurðalánin voru hækkuð aftur upp í 68,6%, þá er fast í þessum bii-gðum af okkar fé 31,4 millj. kr. og þar sem KEA mun ekki hafa greið- an aðgang að lánsfé, frekar en við bændumir, þá er auðskilið að þessar miklu birgðir valda miklum erfiðleikum. Framkvæmdanefnd héraðs- nefndanna fór því fram á það við landbúnaðarráðherra, að hann sæi um það, að viðbótar- lánsfé fengist til að leysa þenn- an hnút. Enda fór það svo að landbúnaðarráðherra lofaði, að ef viðkomandi kaupfélög gætu uppfyllt viss skilyrði í sam- bandi við lántöku, þá mundi hann sjá um að lán fengist fyrir næstu áramót. Nú er mér kunnugt um að KEA uppfyllti þessi skilyi’ði í tíma og ætti því greiðsla á þess um 40 aurum, sem eftir standa af mjólkuruppbótinni frá því í fyrra að greiðast fyrir næstu áramót. Er sama verð greitt fyrir mjólkina um allt landið? Nei, á Suður- og Suðvestur- landi er greitt 70 aurum meii'a á lítra yfir haustið og a. m. k. fyrstu vetrai-mánuðina. Þetta er gei't í þeim tilgangi, að sagt er, að reyna að auka mjólkina þennan tíma en þá er fram- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8.) - stjórinn hafi af persónulegum ástæðum cinum óskað að liætta störfum og samstarfið við bæjar stjórn hafi ávalt verið gott og væri enn. En í stað þess bætir „annálsritarinn" þeim dylgjum við, að bæjarstjórinn hafi alls ekki meint þetta, því að þrír bæj arfulltrúamir væru taugaveikl aðir „sjúklingar“ og tilgangs- laust að sóa starfskröftum sín- um fyrir slíkan meirihluta. — Dylgjur „annálsritara“ um hræsni bæjarstjóra eru sannast að segja dónalegar, ekki síður en þær, að bæjarfulltrúar and- stæðra flokka beri „rýting í erminni“. Margt fleira furðu- legt er í ritsmíð þeirri, sem liér hefur verið gerð að umtalsefni. leiðslan í lágmarki. Nú er ástand ið þannig, að fly.tja þarf rjómá og skyr héðan, tjl Reýkjavíkur. Einnig hafa fainð suður tveir bílfax-mar af mjolk, og er .þúizt við áfi-amhaldi á þeirri flutning- um ef færð leýfir. Nú er mjólk urskortur á Austurlandi og víða á Vestf-jörðum. Sti-and- ferðaskipin hafa tekið mjólk Á þessa staði hér.í hvei'ri fei'ð að undanfömu, t. d. fór Esja með um 11 þúsund lítra austur nú fyrir helgina. Á þessu sézt að við hér í norðurbyggðunum erum til öryggis fyrir aðra landshluta hvað mjólk og mjólk urvörur snertir, sem sagt forða búr þegar í nauðrmar rekur. En það er mikill kostnaður við að flytja þessar vörur lands- hoi-nana á milli, og ekki að fullu ráðið hvernig hann skuli greiddui'. En því ekki að út- jafna flutningskostnaðinum á markaðsstað eins og nú er gert með kjötið? Dagur þakkar viðtalið. E. D. íslenzfeir málshættir FYRIR nokkx;um árum hóf Almenna bókafélagið; undir- - búning að nýjum flpkM* "út* * gáfubóka, ÍSLÉTÍZKUM ÞJÓÐ' FRÆÐUM, og skyldi hann eins og nafnið ber með sér taka -til hvers konar alþýðlegra fræða, er til þess væru fallin, ýmist í nýrri samantekt eða gamalli, að bregða ljósi yfir líf hoi'finna kynslóða, hugsunarhátt þeirra og dagleg hugðarefni í önnum og hvíld. Hófst flokkurinn með KVÆÐUM OG DANSLEIKJ- UM, tveggja binda verki, sem út kom að jólum 1964, en önnur í röðinni er bók sú, ÍSLENZK- IR MÁLSHÆTTIR, sem hér birtist og tveir góðkunnir fi’æðimenn, þeir Bjax-ni Vil- hjálmsson skjalavöi'ður og Ósk ar Halldórsson mag. art. hafa tekið saman og búið til prent- unai'. íslenzk málsháttarnöfn yoru fyrst gefin út á 19. öld og voru þar að verki sr. Guðmundur Jónsson á Staðarstað (1830) og dr. Hallgi'ímur Scheving (1834) Næstur þeim kom Finnur Jóns son prófessor, sem einnig gaf út nokkurt safn málshátta (1920), en öll eru þau rit löngu horfin af bókamai’kaði. Áð sjálf sögðu hafa útgefendur hins riýja safns sótt sitthvað til þessara manna, en annars hafa þeir leit að ærið víða til fanga og m. a. kannað fjöldann allán af sam§ konar söfnum, sem geymzt hafa í handriti, auk ógrynnis af prent uðu máli. Má fullyrða, að þessu efni hafi ekki íyrr verið gerð Næsti bæj arstjórnarfundur verður síðdegis á morgun, finimtudag. Þar verða mörg merk mál tekin til meðferðar. Væntanlega getur bláðið sagt frá þeim á laugardaginn kcmur. nein viðlika skil og á það sér- staklega við um þá málshætti, sem örugglega eru spiöttnir upp úr íslenzkum jai'ðvégi. f bókinni eru um 7000 málshættir raðað niður í stafrófsröð eftir aðalorði hvers málsháttar og þess um leið getið úr hvaða málsháttarsafni eða öðru heim- ildarriti pi-entuðu eða ópi-ent- uðu hver málsháttur er tékirin. Samtals eru slik heimildarrit um 230. Þá eru einstök fágæt orð eða óvenjulegar mei’kingar orða skýrðar og stundum gefn ar bendingar um notkun máls- háttanna. Einnig er gi'eint frá í stöku tilvikum þegar sami máls háttur er til með mismunandi oi'ðalagi. í ýtarlegri inngangsritgei'ð, þar sem fjallað er um feril og einkenni íslenzkra málshátta og gerð grein fyrir málsháttasöfn- um, prentuðum og ópi'entuðum, kemst höfundurinn, Bjarni Vil- hjálmsson, svo að oi'ði, að máls háttunum megi „líkja við gang silfur, sem enginn veit, hver hef ur mótað”. KRISTRÚN í HAMRAVÍK, eftir Guðmund Hagalín, kom "fyi'st út 1933. Hún er nú komin út að nýju og er í þeim flokki bóka Almenna bókafélagsins, sem líklegar þykja til skemmt- unar og hlotið hafa viðurkenn- ingu, og AB hyggst gefa út end urprentaðar. Hagar að sneggjast Blönduósi 28. nóv. Hér var hi'íð um helgina en ekkert ólátaveð- ur. Söguleg var þó uppskipun hér í gær og varð að hætta henni vegna sjógangs. Samgöng ur á landi hafa ekki teppzt þótt dálítið hafi snjóað. Allir stærri bílar munu hafa komizt leiðar sinnar. RÖDD AÐ SUNNAN Kæri Dagur. ÉG ÞAKKA þér fyrir að þú hefur ekki brugðizt mér, þótt ég kvitti ekki fyrir komu þína til mín, sem skyldi. Það er alltaf hressing að heimsókn þinni. Það er svo gamalgróin okkar kunningsskapur, að vonandi slitnar aldrei upp úr honum. í dag eru Reykjavíkurblöðin full af frásögnum og myndum frá úrslitastundu handx'itamálsins, og er þar að vonum slegið á fagnaðarstrengi. Það má heita furðulegt að svona mikið bram bolt hafi þurft til þess að ís- lendingar mættu endui-heimta þá dýrgripi sem geymdir hafa verið þai-na úti. Þökk sér þeim sem barizt hafa fyrir málefninu, bæði íslendingum og Dönum. Eitt er það nafn sem virðist alyeg hafa gleymzt, en það er nafnið Bjarni M. Gíslason, en hann hefur í mörg ár barizt manna mest og bezt fyrir því að handritin kæmust heim til sín. Nú eru 15 ár liðin síðan ég dvaldi á Askov á Jótlandi part úr sumri. Síðan hefi ég aldrei getað eða viljað gleyma hans brennandi áhuga og viturlegu útskýringum í ræðu og riti í sambandi við þetta mál. Hann hefur hvorki séð eftir tíma eða efnum til þess að fylgja málinu eftir, og ætti hann sannai’lega skilið að íslendingar létu hann finna það á einhvern hátt, að það sé þakklætisvert, og það væri þá það kostnaðarminnsta að nafns hans sé getið, þegar sigur er fenginn. Margir hafa; fengið orður fyrir. njinna.; Það er fátt að frétta sem- þú veizt ekki. Hvað finnsf þér urri bröltið hjá stórveldunum út í geimnum? Er það ekki bara hlægilegt? Finnst þér ekki að mennirnir ættu fyrst að læra að stjóm þessari jarðkringlu á sómasamlegan hátt, áður en þeir fara að sletta sér fram í það sem þeim kemur ekkert við? Ég er alltáf á nálum um að þeir skemmi fyrir mér tungl ið, og verður mér því oft á að gæta að því, í hvert skipti sem það er fullt. En þetta er víst aðeins byrjunin hjá þeim stóru, því miðui'. F. K. Beitarjörð er sæmileg í sveit um ennþá, en víða fara hagar að verða snöggir, svo sem í Vatnsdal, þar sem stóð er mik- ið. Holtavörðuheiði er greið- fær. Ó. S, DAUFUR SÍMI TIL SVALBARÐSEYRAR Svalbarðseyri 28. nóv. Ofsaveð- ur var á Svalbarðseyri um helg ina. Lítt var farið út fyrir hús- dyr á meðan verst var og veður hljóðin válegust. Sem betur fór urðu hér ekki skaðar af veðr- inu, nema óbeinir. Truflanir urðu á rExfmagni og símasam- bandið hefur síðan verið dauf- legt. Togarinn Hrímbakur ligg- ur nú þar í fjöru, sem sæsíminn liggur frá Gleráreyrum austur yfir álinn og er honum um kennt. Snjór er ekki til tafa á veginum milli Akureyrar og Svalbarðseyrar. S. J,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.