Dagur - 07.12.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSÖN Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. STJÓRNIN BEITIR RÖNGUM RÖKUM ÞEGAR stjórnin um síðustu mánaða mót dró frelsisfánann í hálfa síöng — eins og það var orðað af öðmrn — með því að leggja fram fmmvarp til nýrra laga um verðlagseftirlit, var af hennar hálfu gerð grein fyrir því á Alþingi, hvers vegna hún hefði nú breytt viðhorfi sínu og teldi nauð- synlegt að draga úr sjálfræði í við- skiptamálunum um stundarsakir. Gieinargerð stjórnarinnar var í aðalatriðum á þessa leið: Útflutn- ingsgreinar landsins hafa orðið fyrir áfalli á þessu ári. Áfallið er í því fólgið, að verð á síldarmjöli og síld- arlýsi hefir stórfallið. Þess vegna á sjávarútvegurinn í vök að verjast og hans vegna verður að koma í veg fyr- ir frekari verðhækkanir. Þess vegna eru niðurgreiðslur stöðugt auknar og þess vegna er þetta nýja frumvarp um verðlagseftirlit lagt fram. Einn af ráðlierrunum reiknaði út í skyndi, að ef miðað væri við verðlag það, sem nú væri, myndi verðmæti aflans vera 750 millj. kr. minna en ef mið- að væri við verðlag í fyrra. Sá út- reikningur verður ekki ræddur hér. Það er auðvitað satt og almenn- ingi kunnugt, að verð á síldarlýsi og síldarmjöli lækkaði til mikilla muna sl. sumar og í haust. Hins vegar hækkaði verð á þorskafurðum síðari hluta ársins 1965 og á þessu ári. Og sannleikurinn er sá, að þó að þessi — vonandi tímabundna — lækkun hafi orðið á verksmiðjuafurðum, er það ekki þar sem skórinn kreppir mest að. Hinn mikli síldarafli vegur hér á móti. Erfiðleikarnir hjá sjávar- útveginum eru fyrst og fremst lijá þorskveiðibátum, togurum og Iirað- frystihúsum, þar sem ekki hefir ver- ið um verðfall að í'æða. Það er satt, að sjávarútvegurinn — og þó ekki fyrst og fremst síldarút- vegurinn — á í vök að verjast um þessar mundir, og ekki aðeins sjávar- útvegurinn heldur flestar atvinnu- greinar landsmanna. Helzta undan- tekningin frá þessu erfiðleikaástandi er e. t. v. „skemmtiiðnaðurinn", sem viðskiptamálaráðherrann nefndi svo á sínum tíma. En það er ekki rétt, að verðlækkanir á síldarlýsi og síld- armjöli sé aðalorsök „áfallsins“, aðal- orsök þess, að atvinnuvegimir eiga í vök að verjast. Það er verðbólgan, sem þessu veldur, hin mikla lækkun, sem orðið hefir og heldur áfram á kaupmætti krónunnar innanlands. Þess vegna eiga þær atvinnugreinar nú svo erfitt, sem ekki hafa orðið fyrir neinni verðlækkun á erlendum markaði. □ Jörgen Bukdahl sjötugur Á MORGIJN, þann 8. desember, fyllir danski rithöfundurinn og „íslandsvinurinn okkar allra“, Jörgen Bukdahl, sjötugasta ald ursár sitt, — sennilega suður í Rómaborg! Þann 19. nóvember átti blaða maður frá józka blaðinu „VEST KYSTEN“ viðtal að „Bjargi“ við húsbóndann þar: „skáldið og rithöfundinn, fornmennta- fræðinginn, ritdómarann og ræðuskörunginn Jörgen Búk- dahl. Áttu þeir langar viðræður m. a. um ritstörf Bukdahls, lífshorf hans og stefnu í stjómmálum, Og þá sérstaklega í Norður- landamálum. Blaðamaðurinn kveðst hafa orðið að ná þessu „afmælis-viðtali" svona löngu fyrirfram sökum þess, að „af- mælishóf sitt“ muni Bukdahl ætla að sitja suður í Rómaborg þann 8., fjarri ys og þys og háreysti heimahaganna þann dag. Afmæli Jörgens Bukdahls ætti að minna okkur íslendinga á þá miklu þakkarskuld, sem við eigum ógreidda þeim sam- herjunum Bjama M. Gíslasyni og Jörgen Bukdahl fyrir ára- tuga sókn þeirra og harða högg orustu á okkar vegum á vett- vangi Handrita-hólmgöngunn- ar! Og um afrek Bjarna á þeim vettvangi ætti ekki þurfa að minna! Jörgen Bukdahl skrifaði ný- skeð bréfavini sínum á Akur- eyri m. a.: „Hjartanlegustu hamingjuósk ir með Handrita-sigurinn! Það hefir þurft hörku-átök um 20 ára skeið til að koma þjóðþingi og ráðherrum í réttan skilning á þessum málum .... “ „.... Og að hugsa sér: Nú kemur Flateyjarbók, Codex Regius, Hauksbók — og allt hitt — heim aftur úr 300 ára útlegð ....!“ — Og svo að lok- um: „Men til lykke með den store nationale sejr: Det danske folks sejr mod hele den videnskabe- lige opposition ....!“ Helgi Valtýsson. Vilhelm Þórarinsson fimmfugur f DAG er Vilhelm Þórarinsson, skrifstofumaður á Dalvík 50 ára. Hann er fæddur að Teigi í Vopnafirði 7. desember 1916. Foreldrar hans voru búandi hjón þar, Þórarinn Stefánsson og Snjólaug Sigurðardóttir. Mun Þórarinn hafa verið ættað ur úr Norður-Múlasýslu, en Snjólaug var sonardóttir Sig- urðar smiðs og bónda á Urðum í Svarfaðardal, er á sínum tíma þótti mikill atgerfismaður bæði til sálar og líkama. Bam að aldri missti Vilhelm föður sinn og var þá tekinn í fóstur af prestshjónunum á Völlum í Svarfaðardal, frú Sól- veigu Pétursdóttur og séra Stef áni Kristinssyni, er þann stað sátu með mikilli sæmd um 40 ára skeið, og þar ólst hann upp við ástríki fósturforeldra og fóstursystkina. Átján ára fór Vilhelm á bændaskólann á Hólum og lauk búfræðinámi á óvenju skömmum tíma. Vorið 1941, þegar prófastshjónin fluttu frá Völlum til Hríseyjar, fór hann til Dalvíkur og átti þar heima síðan. Ungur gekk Vilhelm í umf. Þorstein Svörfuð og reyndist þar sem annars staðar farsæll liðsmaður. Meðal annars var hann í nokkur ár féhirðir fé- lagsins og reyndist í því starfi svo vel að betur verður tæplega gert. Einn af þeim starfsþáttum, sem mörg ungmennafélög hafa unnið að á undanfömum ára- Ótugum, er leikstarf. Þar var Vilhelm mjög liðtækur bæði í umf. Þorsteini Svörfuði og eins eftir að hann fluttist til Dalvík- ur. Rétt er að taka fram, að hann átti þar marga góða leik- félaga, einkum eftir að til Dal- víkur kom. Þótt félagsmálastarf hans væri einkar farsælt í þeim félögum, sem hann eink- um starfaði í, umf. Þorsteini Svörfuði og Leikfélagi Dalvík- ur, var þó annað starf sem hann varð héraðskunnur eða jafnvel landskunnur fyrir, en það var landþurrkunarstarf hans. Þegar skurðgrafa kom í Svarfaðardal vorið 1944, ef ég man rétt, var Vilhelm þegar ráðinn skurð- gröfustjóri og því starfi gengdi hann í 18—20 ár, fyrst allmörg ár í Svarfaðardal, en síðan í Svalbarðsstrandar- og Grýtu- bakkahreppum. Á þessum ár- um munu afköst gröfunnar, a. m. k. sum árin, hafa verið með því bezta sem þekktist hér á landi. Að vísu var Vilhelm ekki hér einn að verki nema allra síðustu árin. Flest árin voru tveir við þetta starf, en stjórn og umsjón öll í hans höndum. Þama austan Eyjafjarðar kynntist hann sinni elskulegu konu, Ingu Benediktsdóttur frá Efri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd, og eiga þau nú fallegt einbýlishús við Svarfaðardals- braut 1 á Dalvík, og þar hefir mér þótt sérlega hugljúft að koma, og munu fleiri, bæði skyldir og vandalausir, hafa sömu sögu að segja. Hér hefir verið minnzt á nokk ur atriði úr lífi og starfi Vil- helms Þórarinssonar. Að sjálf- sögðu er hér engin ævisaga sögð, enda maðurinn enn á góð um starfsaldri. Aðeins átti þetta að vera stutt afmælis og vinar- kveðja eftir 35 ára einkar hug- þekk kynni. Að lokum sendi ég Vilhelm og fjölskyldu hans mínar beztu óskir á afmælisdaginn með bæn um farsælan framtíðarhag. Magnús Gunnlaugsson. - NÝJAR BÆKUR (Framhald af blaðsíðu 1) „samtíning“ að ræða, ásamt nafnaskrá yfir öll bindin. Öll eru bindin, Breiðfirzkar sagnir, læsileg og fróðleg mjög. í þessu síðasta bindi eru ýmsar styttri frásagnir og bregður fyrir bundnu máli. Framsýni og forspár er for- vitnileg bók, þýdd af sr. Sveini Víkingi. Höfundur er Ruth Montgomery. Hér er um að ræða spádóma, vitranir og ýmis dulræn efni í sambandi við hina heimsfrægu frú Dixon. En frú Jeane Dixon hefur undraverða dularhæfileika og framsýni. Bók þessi er 188 blaðsíður. Q BÆKUR KVÖLDVÖKUÚTGÁFUNNAR KOMIÐ er út annað bindi af Myndir daganna, hinni bráð- skemmtilegu sjálfsævisögu séra Sveins Víkings, sem allir keppt ust um að lesa upphafið að í fyrra haust. Þetta bindi fjallar um skólaár höfundarins á Ak- ureyri og í Reykjavík, og er það sá tími, sem venjulegast hvílir mestur ljómi yfir í endur minningunni. Og þó að þessi tími sé ekki ætíð dans á rósum hjá fátækum stúdentum, sem vinna þurfa baki brotnu með náminu, er lífsgleðin venjulega svo mikil og. framtíðarvonimar svo bjartar, að búksorgimar hrína ekki á þeim. Alltaf er ein hver leið að gera sér til gamans. Vegna sinnar frábæru kímni- gáfu hefur séra Sveinn Víking- ur oft haft meiri hæfileika til þess en margir aðrir. Þessi guðs gáfa er sjaldgæf og oft misskil- in og virt mönnum til léttúðar, en ekkert krydd er þó hollara mannfélaginu. Auk þess er skopskynið nauðsynlegt til að sjá atburðina í réttri fjarvídd. Sögðu Gyðingar um Jahve: „Hann, sem situr á himni sín- um hlær, drottinn gerir gys að þeim“. Og sjálfsagt hefur hann oft haft ástæðu til þess. Hér koma margir þjóðkunnir menn við sögu eins og gefur að skilja. Þannig kemst hann t. d. að orði um skólabræður sína í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri: „Þegar ég nú eftir fimmtíu ár lít yfir þennan garpahóp og sé, hve margir þeirra hafa reynzt þjóð sinni nýtir menn og ómissandi, get ég ekki annað en hugsað til þess með skelf- ingu, hvernig okkar ástkæra fósturjörð væri nú stödd, ef þessir úrvalsmenn hefðu aldrei sezt á skólabekk. Hvernig hefði verið umhorfs í þessu þjóðfé- lagi nú, ef þeir Hermann Jónas son og Stefán Jóhann hefðu aldrei komizt í ríkisstjórn,' Her mann orðið bóndi og hrepp- stjóri í Skagafirði, en Stefán gert út mótorbát með tapi á Dalvík? Hvar væri nú Sam- einingarflokkur alþýðu — sósial istaflokkurinn, ef Einars Olgeirs sonar hefði ekki við notið, en hann orðið bara kokkur eða há seti á togara? Hvar væri KEA á Akureyri nú, ef þeir Jakob Frímannsson, Ingimundur Árna son og Jóhann Kröyer hefðu þar hvergi nærri komið? Eða halda menn, að jöklamir hér á landi hefðu minnkað jafnmikið og raun hefur á orðið á síðari árum, ef Jón Eyþórsson hefði ekki stappað á þeim sumar eft- ir sumar og troðið þá niður? Eða — ætli þjóðskráin okkar væri orðin löng nú, ef Jón Skag an væri ekki stöðugt að bæta við hana? Svona mætti lengi halda áfram.“ Allt er gaman séra Sveins græskulaust en gerir sögu hans miklu skemmtilegri. Já, ekki var uppskeran slæm af nem- endahópnum þeim, sem lagði til tólf alþingismenn, átta presta og tvo ráðherra. Hin bók Kvöldvökuútgáfunn ar er fjórða og síðasta bindi af hinum vinsæla bókaflokki: Því gleymi ég aldrei. Þarna er eins og fyrr margt forkunnarvel '#'#>##>##'##**' | Séra BENJAMÍN skrifar um bækur L ###################### skrifaðra igreina og eru þær ekki lakastar, sem konurnar skrifa. Nafnaskrá yfir allt verk ið fylgir þessu bindi. Ekki væri illa til fallið í riti eins og þessu að gera stutta grein fyrir höf- undunum, annað hvort við hvern kafla eða á eftir. Allt er ritsafnið hið eigulegasta og ber þess glöggt vitni, að margur er íslendingurinn meira en sendi- bréfsfær. Þrj ár merkar bækur frá Bókaforlaginu Feðraspor og fjörusprek. Allir þeir, sem þjóðlegum fræðum unna, munu fagna því að eiga þess enn kost að taka sér í hönd bók eftir Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli, en ný bók eftir hann er nú komin á markaðinn, er nefnist: Feðra- spor og fjörusprek. Þetta er þriðja bókin, sem forlagið gef- ur út eftir hann, en áður var hann kunnur fyrir þann mikla og góða skerf, sem hann lagði til Þátta úr Húnavatnsþingi, er Sögufélag Húnvetninga gaf út. Höfundurinn er nú látinn fyr ir þrem árum, og hafa þeir séra Gunnar Árnason og Bjarni Jóns son frá Blöndudalshólum' séð um útgáfu þessa bindis, sem þá jafnframt er eins konar minn- ingarrit um þennan merka fræðimann. Skrifar séra Gunn- ar prýðisgóða ævisögu Magnús ar, en Bjarni hefur tekið saman greinargóða skrá yfir rit hans prentuð og óprentuð. Gegnir það furðu hversu mikil þessi rit verk eru að vöxtum, þegar þess er gætt að höfundurinn var lengi einyrkjabóndi. En þessi fræði voru líf hans og yndi og er þá alltaf góðs að vænta, þar sem alúð er lögð við. Lengsta ritgerðin í þessu bindi heitir: Feður mínir, og er það langfeðgatal hans sjálfs með söguþáttum, stórfróðlegt og skemmtilegt. Eru þeir menn undarlega gerðir, sem enga for vitni hafa til að vita eitthvað run feður sína hina nánustu, örlög þeirra og ævistríð, og ímynda sér að fortíðin komi okkur ekkert við. Allt er lífið órofaheild og engin leið að átta sig á samtíð og framtíð, ef menn hafa ekki líka einhverja hug- mynd um fortíðina. Sagan gef- ur útsýni yfir tíma og tíðir. — Aðrir langir þættir í ritinu eru: Líkamáls-Jón, sem kemur við harmsögu Reynistaðabræðra, Sigurður á Heiði, um höfund Varabálks, og Kornsár-Gróa, auk margra annarra smærri frá sagna og þjóðsagna. Magnús á Syðra-Hóli var ágætur fræðimaður, ekki að- eins rýninn á „ættir og slekti“, heldur og sagnamaður af lífi og sál, orðfær hið bezta og sýnt um að bregða upp lifandi mynd um af mönnum og atburðum. Honum gefur sýn inn í fortíð- ina, og atburðirnir stíga fram ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um hans eins og skuggamyndir á tjaldi, og honum er auðvelt að gefa öðrum hlutdeild í vitrun- um sínum. Hann er sjór af þjóð legum fróðleik, og kemst séra Gunnar réttilega þannig að orði um hann: „Hann var glögg- skyggn, trúvirkur og hlutlaus fræðimaður, en fer höndum listamannsins um efni sitt. Hann er frábær sögumaður. Stíl hans má líkja við tæran fjallalækinn, sem freyðir og kliðar í margbreyttu umhverfi og skiptir um blæ eftir litbrigð- um himinsins.“ Munu bækur hans og ritgerð ir lengi skipa veglegan sess í bókmenntum vorum. Búfjárfræði. Ekki var laust við, að ég væri dálítið feiminn við að rífa um- búðirnar utan af hinni miklu bók: Búfjárfræði Gunnars Bjarnasonar kennara á Hvann- eyri. Taldi ég mig naumast þess umkominn að leggja fræðilegan dóm á þau vísindi, sem þar eru saman komin, og er það auð- vitað ekki. En auðsætt er, að þetta er ákaflega glæsileg og eiguleg bók og nýstárleg að allri gerð. Hún er prentuð á svell- þykkan myndapappír og inn- heft í vandað lausblaðabindi. Með þessu móti vinnst það, að auðvelt er að bæta nýju efni og alls konar upplýsingum í bókina, þegar á þarf að halda, og fjarlægja það, sem annað hvort er orðið úrplt, eða ekki er þörf fyrir lengur. Hægt er að bæta inn í hvers konar upplýs- ingum um rekstur búanna, ætt artölum hrossa, nauta, sauða og jafnvel hænsna, hagskýrslum ýmislegum og ritgerðum og upp lýsingum um vélar og verkfæri fram yfir þann. fróðleik, sem fyrir er og sýnist vera ærinn. Með þessu móti yrði bókin með tímanum mikil fróðleiksnáma og eins konar alfræði um land- búnað og kvikfjárrækt, óþrjót- andi bændabiblía, sem hver ágætur búþegn getur aukið og bætt í það óendanlega með ýmiss konar gagnasöfnun. Ger- ir þetta ekki aðeins að ýta und- ir bændur að fylgjast sem bezt með í vísindum þessum, heldur kennir þeim jafnframt hagnýt vinnubrögð um söfnun fróð- leiksins. Ég sé, að bókin er strax í upp hafi troðin, skekin og fleytifull af alls konar lærdómi, sem ekki mun aðeins koma lærisveinum Gunnars að góðu gagni, heldur yfirleitt búandi mönnum í land inu. Þarna eru töflur og skýr- ingarmyndir, jafnvel litmyndir af hrútum, stóðhestum og mink um og alls konar loðdýrum, en fyrir utan öll þessi kvikindi eru myndir af Ijómandi fallegum stúlkum í loðfeldum, sem gætu orðið fyrirmyndar búkonur. Gunnar hugsar fyrir öllu. Lof og dýrð sé honum fyrir þessa veglegu bók, sem enginn bóndi getur án verið, og ætti að skipa hið virðulegasta rúm í hverj- um bókaskáp til sveita. Veisla í farángrinum. Þriðja bókin, sem ástæða er til að minnast á _er: Veisla í farángrinum eftir Emest Hemingway í þýðingu Halldórs Laxness. Það ætti ekki að vera ama- legt, þegar tveir snillingar og Nóbelsverðlaunamenn leggja saman í eina bók, eins og hér á sér stað. Þetta eru endurminn- ingar eða- öllu heldur svipmynd ir frá París frá árunum 1922— 1926, en þangað fór höfundur- inn í brúðkaupsferð sína, eftir að hann kvæntist sinni fyrstu konu, hinni undurfögru Hadley Richardson, haustið 1921. Var hann þar viðurloða næstu árin fyrst sem fréttaritari stórblaða og því næst sem byrjandi rit- höfundur. París var á þessum árum eins og oft áður eins kon- ar nýlenda skálda og lista- manna, og segir höfundurinn í þessari bók frá ýmsum kunnum rithöfundum, sem hann komst í kynni við, eins og t. d. Ezra Pound, og Scott Fitzgerald. En naumast verður sagt að sumir þessara frægu manna vaxi mik ið við þá nærsýn, fremur en venja er til. Bókin lýsir áhrifum hinnar frægu stórborgar á þennan mikla og sérkennilega rithöf- und og gefur innsýn í huga hans á því tímaskeiði, þegar hæfileikar hans voru í örum þroska. Jafnframt er sagt und- an og ofan af því, hvernig fyrsta hjónaband hans gliðnaði og gekk úr skorðum, enda þótt sú „yndisleg og töfrum slungin tíð, sem þau voru saman, væri tíð.“ „París varð aldrei söm og áður, og að því skapi sem París breyttist, breyttist sjálfur hið sama .... Svona var París sem sé snemma á dögum, þegar við vorum snauð og sæl.“ • Bókin er bráðskemmtileg og sem vænta má listilega umrituð á íslenzku, fyrir utan sérvizku Laxness í stafsetningu, sem ég kann aldrei að meta. En það verður að umbera vegna þess hve mikill og skemmtilegur rit- höfundur hann er. mmmmm HERBERGI ÓSKAST Tvær stúlkur vantar her- bergi frá áramótum. Uppl. í síma 1-12-46 eða 1-10-46. Skagfirzkar ævi- skrár II. bindi er komið út. Fæst hjá bóksölum á Ak- ureyri og Þormóði Sveinssyni, Rauðuinýri 12, sími 121-97. Kona með Verzlunarskóla próf óskar eftir atvinnu eftir áramótin, liálfan dag inn (9—12). Sikrifstofu eða verzlunarstörf. Tilboð merkt „333“ óskast sent á skrifstofu Dags fyrir 15. þ. m. BÁTAFÉL AGIÐ VÖRÐUR heldur félagsfund föstu- daginn 9. þ. m. kl. 8.30 e. h. í lesstofu íslenzk- ameríska félagsins, Geislagötu 5. Mjög áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. JÓLAMATUR Aligæsir, tilbúnar til mat- reiðslu, verð 500.00 kr. Sendar heim eftir 20. des. Nafn og heimilisfang sendist afgr. Dags fyrir 15. des. Merkt Jólagæs. i^íÍiípÍIÍÁ JOLA- LEIK- handa börnum á öllum aldri fást hjá oss. Bæjarins bezta úrval. Gjörið svo vel og ath. gluggana. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Jám- og glervörudeild Leikfélag Akureyrar KOSS I KAUPBÆTI Næstsíðasta sýning í kvöld — miðvikudagskvöld. FÉLAGSVIST og DANS í Alþýðuhúsinu föstud. 9. des. kl. 8.30 e. h. Húsið opnað kl. 8. Póló, Beta og Bjarki leika og syngja. Allir velikomnir án áfengis. S. K. T. TIL SÖLU: Stofuskápur og útvarpstæki. Uppl. i síma 1-11-88. TIL SÖLU: Necchi fótstigin sauma- vél í skáp, laus zig-zag fótur fylgir. Uppl. í síma 1-13-78. TIL SOLU: Borðstofuborð, 4 stólar og Rafha-ísskápur í Eyrarvegi 23, sími 1-17-96. TIL SÖLU: Saumavél, Rafha-eldavél og hrærivél. Uppl. í síma 2-12-15. KEX í skraulöskjum GLÆSILEG JOLAGJÖF. KJÓRBÚÐIR KEA TIL JÓLANNA: Allar tegundir af ÞURRKUÐUM og NIÐURSOÐNUM ÁVÖXTUM. JÓLAKORT 80 tegundir JÓLAPAPPÍR JÓLALÍMBÖND JÓLAMERKI- MIÐAR JÓLABÖND KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Jám- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.