Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 1
Herbargis- pantanir. Farða- •kriistofan Túngötu 1. Akureyri, Bíml 11475 XLIX. árg. — Akureyri, laugarbagiiin 24. des. 1966 — 92. tbl. FerðaskrifsfofaÆmn Skipuleggjuxa íerðir skauta á millL Farseðlar með Flugfél. ísl. og Loftleiðum. «515 M'k CÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingisraaður: Mát málanna i. ÁSTÆÐAN til þess, að ég drep niður penna að þessu sinni eru nokkur orð í nýlegu viðtali Dags við sr. Friðrik A. Friðriks son á Hálsi í Fnjóskadal. Ritstjóri Dags spyr: „Hvað á að gera fyrir þá, sem landið eiga að erfa?“ Sr. Friðrik svarar: „Eitthvað, sem komi í veg fyrir, að landið verði af þeim tekið. Það þarf að vekja þetta dugmikla unga fólk okkar til hugsunar um arf sinn og eign.“ Með þessum orðum hefur hinn gagnmerki og reyndi kennimaður* gripið á viðfangs- efni, sem nú og fyrst um sinn ætti að vera mál málanna á þessu landi. II. Nú njótum við, tæplega 200 þúsundir íslendinga, þeirra for réttinda í veröldinni að eiga gott og heilnæmt land, sem á öldum komandi tækni til nýting ar náttúruauðæfa getur fram- fleytt milljónum manna. Af því, að við eigum þetta land ein og höfum byggt það um aldir erum við sjálfstætt ríki og sköpum okkur sjálf örlög eftir því sem unnt er fyrir smáþjóð í hörðum heimi. En heimurinn á enga stjórnarskrá til að tryggja eign- arrétt þjóða á löndum sínum. Það verða þær sjálfar að gera og stórþjóðimar hafa afl til þess, en smáþjóðirnar verða þar fyrst og fremst að treysta á vits muni sína og forsjá. En hver sú þjóð, sem vanrækir hlutverk sitt eða spillir sjálfri sér, glatar landi sínu og hverfur í deiglu ópersónuleikans. Svo segir sag- an frá liðnum tímum. Nauðsyn ber til að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að engin trygging er fyrir því, að ísland verði áfram í eigu ís- lendinga og sjálfstætt ríki þeirra t. d. eftir eina öld. Þar geta svo sterk utanaðkomandi öfl komið til sögu, að þjóðin fái með engu móti við ráðið. En sú hætta er einnig yfirvofandi, og jafnvel miklu fremur, að þjóðin glati landinu sjálf úr höndum sér, óviljandi, vegna þess að hættan er vanmetin, eða áhug- inn fyrir því að afstýra henni ekki til staðar í nægilega rík- um mæli. Það er hugsanlegt, að mistök í utanríkismálum eða vanmátt- artilfinning gagnvart hinum stærri þjóðum og lífskjörum þeirra, verði oss Islendingum sem slíkum að aldurtila. Eða veiklun kynstofnsins af orsök- um, sem eigi verða ræddar hér. En mesta hættan, sem nú er í augsýn, varðandi sjálfstæði þjóðarinnar og eignarrétt á landinu, er sá samdráttur lands byggðar, sem hefir átt og nú á sér stað. Ekki verður betur séð en að það hljóti að vera á valdi þjóðarinnar sjálfrar að afstýra þessari meginhættu, ef hún tek ur hana alvarlega og vill gera það fyrir þá, sem eiga að erfa landið, að „koma í veg fyrir, að landið verði af þeim tekið“ svo að notuð séu orð sr. Friðriks á Hálsi. í tímariti Seðlabankans var tilkynnt fyrir nokkrum vikum, að höfuðstaður landsins hafi á árinu 1965 náð því marki að komast i tölu stórborga ver- aldarinnar, þegar með er talið næsta nágrenni hennar, sem ásamt henni myndar hina svo- nefndu Stór-Reykjavík. En stór borg er sú borg kölluð, sem hef ir 100 þús. íbúa eða fleiri. Af hverjum 100 íbúum í þessu landi eiga nú 52 heima í Stór- Reykjavík. Svo fjölmenna höf- uðborgarsvæði í hlutfalli við íbúatölu ríkis mun ekki fyrir- finnast annarsstaðar í veröld- inni. Fyrir landsbyggðina í heild er þetta geigvænleg þró- un og höfuðborginni er hún til einskis gagns. Nauðsyn ber til að horfast í augu við þá stað- reynd, að borg, sem orðin er svona fjölmenn, býr yfir vax- andi aðdráttarafli. Þar á ofan hefir ráðamönnum landsins nú orðið það á, að auka enn til muna aðdráttarafl stórborgar- innar með því að staðsetja þar stóriðjufyrirtæki — að nauð- synjalausu. Ef stórborgin og stóriðjan draga til sín fólk og fjármagn eins og líkur benda til á komandi árum, er slík blóð- taka í vændum fyrir aðra hluta landsbyggðarinnar, að mörgum myndi hrjósa hugur við, ef áætlað væri í tölum. Það er ekki ætlan mín að tilfæra slíkar tölur hér. Ég mun heldur ekki að þessu sinni ræða nánar um þá hættu, sem þarna er á ferð- um og vikið var að hér að framan. En reykvískt borgríki á íslandi — jafnvel þótt auðugt væri að fé og lífsþægindum — getur ekki varðveitt ísland fyrir Islendinga. Á ýmsum vettvangi er nú vaxandi viðurkenning á því, a. m. k. í orði, að spyrna beri gegn samdrætti landsbyggðarinnar. Aðgerðir annarra þjóða í byggða jafnvægismálum hafa nú síð- ustu árin ýtt undir þá viður- kenningu. En orð- og fyrirheit hrökkva skammt, þegar mikið er í húfi. Athöfn þarf að fylgja orðun- um. Sú stund er upprunnin, að við íslendingar verðum að venja okkur við að lita á verndun og eflingu landsbyggðarinnar sem eitt af stærstu viðfangsefnum þjóðfélagsins. Framkvæmd byggðajafnvæg- ismála þarf að verða sjálfstæð starfsemi í st'jórnarkerfinu, og sú starfsemi þarf að ráða yfir „afli þein-a hluta, sem gera skal.” Ríkissjóður íslands mun á árinu 1967 verja ca. 220 milljón um til heilbrigðisþjónustu, 250 milljónum til að halda uppi lög um og rétti, 650 milljónum til kennslumála, 870 milljónum til almannatrygginga og a. m. k. 700 milljónum til að halda niðri dýrtíð í landinu. Er þá miðað GÍSLI GUÐMUNDSSON. við tölur, sem kunnar eru um þessar mundir. Hagfræðingar segja, að hrein þjóðarfram- leiðsla hafi árið 1965 verið 18-19 þús. milljónir og hreinar þjóðar tekjur 16 þús. milljónir. En hvað skyldi það mega kosta þjóðina að tryggja sér og afkomendum sínum landið? Þeirri spumingu verður ekki svarað hér. Henni svara lands- ins börn, hvert á sínu sviði, á komandi tímum. III. Mér þykir hinsvegar hlýða að gera enn á ný í stuttu máli grein fyrir þeim tillögum um að hefjast handa í þeim efnum, sem, að tilhlutan Framsóknar- flokksins, hafa verið fluttar á Alþingi undanfarin ár. Við sem hér eigum hlut að máli, teljum nauðsynlegt, að sett verði löggjöf um það, sem við köllum „sérstakar ráðstaf- anir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins“ og hafi þegar dregizt um of. Samkvæmt til- lögum okkar yrði tilgangur þeirrar löggjafar þannig skil- greindur í löggjöfinni sjálfri: „Að s'tuöla að jafnvægi í byggð landsins með rannsóknar störfum, áætlanagerð og fjár- hagslegum stuðningi til fram- kvæmda og eflingar atvinnu- lífi í þeim landshlutum, þar sem bein eða lilutfallsleg fólksfækk un hefir átt sér stað eða er talin yfirvofandi.” Svo sem ljóst er af orðalagi er hér haft í huga jafnvægið milli „landshlutanna.” Þessi meginákvæði um tilgang lög- gjafarinnar fjalla ekki um skipu lag eða staðsetningu byggðar innan „landshlutanna”, enda slíkri löggjöf þá ófrávíkjanlegu meginstefnu, að allstaðar skuli vera mannabyggð, þar sem hún er í þessu landi. Hinsvegar er á öðrum stað í lagafrumvarpi okkar á sérstakan hátt fjallað um einstakar byggðir, „sem dregizt hafa aftur úr eða yfir- vofandi hætta er á, að dragist aftur úr að því er varðar að- kallandi framkvæmdir og upp- byggingu atvinnuveganna eða fari í eyði að verulegu eða öllu leyti.” Þar leggjum við til, að fylgzt sé með þróuninni á hverj um tíma og skyndiaðstoð veitt ef rétt þykir, að athuguðu máli. Við leggjum til, að komið verði upp sérstakri byggðajafn- vægisstofnun á vegum ríkisins, og að stjórn hennar sé þingkjör in. Þeirri stofnun ætlum við það hlutverk að fylgjast með byggðaþróuninni í landinu og gera áætlanir í samræmi við fyrrnefndan tilgang laganna. Viðhorf slíkrar stofnunar, með þannig afmörkuðum tilgangi, yrði að sjálfsögðu nokkuð frá- brugðin stjórnarviðhorfi Efna- hagsstofnuar ríkisins, sem skapazt hefir undir áhrifum núverandi þjóðfélagsþróunar. Hygg ég þó, að byggðajafnvægis starfseminni væri ávinningur að njóta sumra þeirra starfs- krafta, sem Efnahagsstofnunin hefir nú á sínum vegum. Lagt er til, að byggðajafnvægisstofn- un ríkisins geri svæðisáætlanir í samráði við sýslunefndir, bæj arstjórnir og hreppsnefndir. Gert er þó ráð fyrir þeim mögu leika, að heimamenn á einstök- um svæðum geti tekið gerð svæðisáætlunar í sínar hendur, ef þeir telji það betur henta. Til þess er ætlazt og fram tekið, að fjárhagsaðstoð sú, sem síðar verður að vikið, byggist á rann sóknum og áætlunum byggða- jafnvægisstofnunarinnar e'ða heimagerðum svæðisáætlunum. Með stofnun sérstaks byggða jafnvægissjóðs viljum við sjá byggðajafnvægisstofnuninni fyr ir starfsfé. Sumir segja, að við séum of stórtækir í tillögum okkar um fjármagn stofnunar- innar. Ég tel, að því fari fjarri, að svo sé. Við höfum lagt til, að fjármagnsins verði aflað á tvennan hátt: f fyrsta lagi með því, að ríkið leggi í byggðajafn vægissjóðinn 2 aura af hverri krónu, sem það innheimtir ár hvert. Þar sem gera má ráð fyr ir, að ríkistekjurnar nálgist nú 5000 milljónir, yrði hér um að ræða 100 milljónir kr. árlegt og óafturkræft framlag til starf- semi byggðajafnvægisstofnunar innar. Við teljum með tilliti til verðlagsþróunar mjög mikil- vægt, að þetta fi’amlag sé fastur hundraðshluti og fylgi þannig verðlaginu. í öðru lagi leggjum við til, að byggðajafnvægis- stofnunin geti tekið 200 milljón kr. að láni árlega með ríkis- ábyrgð um nánar tiltekinn tíma. Fjármagnið gæti þá orðið 300 millj. á ári, ef lánsheimildin væri notuð að fullu. Auk þess mætti telja eðlilegt, að byggða- jafnvægisstofnunin fengi At- vinnujöfnunai’sjóðinn, sem nú stai-fai’, og það mótvii’ðisfé, sem honum er ætlað. Gert er ráð fyrir, að fjár- magni byggðajafnvægisstofnun arinnar yrði ráðstafað — sem lánum og óafturkræfum fram- lögum — beint frá stofnuninni eða gegnum jafnvægissjóði landshlutanna til uppbyggingar í þágu landsbyggðar — og þá að sjálfsögðu sem viðbótarað- stoð, eftir að búið er að fá eðli- legt fjármagn eftir þeim leiðum, sem nú tíðkast. Miklu skiptir, að svo sé, því að hin sérstaka byggðaj afnvægisstarf semi gæti oi’ðið svipur hjá sjón, ef aðrir fjármagnsaðilar kipptu að sér hendinni á þessu sviði. í laga- frumvarpi okkar eru skýr ákvæði um þetta efni. Sanngjarnt er, að spurt sé: Til hvers yrði þetta fé veitt — lán eða óafturkræf framlög? í lagafrumvai’pi okkar er þetta svo orðað, að byggðajafnvægis- fé megi veita til „hverskonar framkvæmda”, sem eru í sam- ræmi við fyrrnefndan tilgang laganna. Sem sérstök dæmi um slíkar framkvæmdir eru í frumvai-pinu nefnd „atvinnu- tæki” og íbúðir, sem komið er upp á vegum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir, að byggðajafn vægisstofnunin geti gerzt með- eigandi í atvinnufyrirtæki, og er þar og víðar höfð hliðsjón af jafnvægislöggjöf Norðmanna. En yfirleitt vex’ður að gera ráð fyrir, að byggðajafnvægisstofn- unin móti sjálf starfsreglur sín- ar í samræmi við það meigin- hlutverk, sem henni er ætlað — en njóti til þess aðhalds, leið- beininga og samstarfs þeirrar landsbyggðar, sem hún á að vernda og efla. Þessi starfsemi væri að sjálfssögðu almenn en hvorki bundin við sérstakar at- vinnugreinar eða sérstaka teg- und byggðarlaga. Eitt af því, sem til greina kæmi í þessu sam bandi, væri það að byggðajafn- vægisstofnunin gæti — ef brýn þörf er fyrir hendi — lánað sveitarfélögum til bráðabirgða fjármagn, sem þau verða að leggja fram að sínum hluta til ýmiskonar framkvæmda, sem (Framhald á blaðsíðu 5). Gleðileg jól!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.