Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 8
8 í Hlíðarfjalli við Akureyri er gott skíðaland. Á miðri myndinni er Skíðahótelið. Tilboð í skíðalyftuna á Akureyri opnuð: Lægsta tilboðið frá Austurríkismönnum Lyftan á að geta flutt 500 manns á klukkustund A MIÐVIKUDAGINN voru opnuð í Landsbankasalnum til- boð þau í skíðalyftu í Hlíðar- fjalli við Akureyri, sem fyrir- hugað er að setja upp þar. Við- staddir voru forráðamenn skíða íþróttarinnar í bænum, ýmsir aðrir forvígismenn íþróttamála bæjarins og fréttamenn, en ljós mj-ndari og kvikmyndatöku- maður sjónvarpsins festu at- burðinn á filmur. Jens Sumarliðason tók fyrst- ur til máls og sagði frá því, að sex tilboð frá sex löndum hefðu MIKILL ELDUR í BREKKUGÖTU 27A Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ varð eldur laus í Brekkugötu 27 A á Akureyri, íbúðarhúsi Kristjáns P. Guðmundssonar og urðu af miklar skemmdir. Eld- urinn kom upp í svefnherbergi borizt, sem svar við útboði í skíðályftuna í Hlíðarfjalii. Tilboðin voru svo opnuð og reyndist lægsta tilboðið frá Austurfíki 1.9 riiillj. ísl. kr., en það hæsta frá Tékkóslóvakíu 4.5 millj. ísl. kr. Eftir er að bera tilboð þessi saman og umreikna mismun þann, sem í tilboðun- um felst. Hermann Sigtryggsson rakti við þetta tækifæri í stuttu máli undirbúning skíðalyftumálsins og vísaði einnig til fjölritaðrar greinargerðar, er fréttamenn fengu í hendui'. En Pétur Bjarnason iðnfræðingur skýrði tilboðin eftir fyrstu athugun. í því sambandi gat hann þess, að Undirstöður skíðalyftu væru víða álíka kostnaðarsamar í byggingu og skíðalyfturnar sjálfar sem þessi tilboð fjalia um. Lyfta sú, sem hér um ræð- ir, er stólalyfta, sem á að geta flutt 500 manns á klst. Skíða- hótelið er í 500 metra hæð yfir sjó, 7 km. frá Akureyri, 2450 rúmmetrar að stærð. Hótelstjóri er Frímann Gunnlaugsson. Hlíð arfjall er afburðagott skíðaland. Framlag bæjarsjóðs til skíða lyftu er hálf millj. kr. handbært fé og ÍSÍ hefur heitið að lána hálfa milljón kr. Auk þess hafa áhugamenn safnað töluverðu fé og búizt er við að hálfrar millj. kr. lán fáizt til viðbótar frá ÍSÍ. Iþróttasjóður ríkisins á að greiða 40% byggingarkostnað- ar. íþróttaráði stendur nú til boða að taka Nýja Bíó á Akur- eyri á leigu með því skilyrði að ágóðinn renni til skíðalyftunn- ar. Ef niður yrði felldur skemmt anaskattur af seldum aðgöngu- miðum, mætti þarna búazt við góðum stuðningi. Um skíðalyftu í Hlíðarfjalli má margt tala. Sumir telja að með henni væri tryggður straumur ferðamanna til bæjar ins. Án þess úr því sé dregið, að slíkt örvi ferðamenn til Ak- ureyrarferða, ber þó fyrst og fremst að skoða fyrirhugað mannvirki, sem framhald á bættri aðstöðu Akureyringa jil skíðaiðkana. □ Þrjár nýjar ÞORSTEINN GÍSLASON — Skáldskapur og stjómmál. Iiinn 26. janúar n.k. eru hundr- að ár liðin frá fæðingu Þor- steins Gíslasonar, skálds og ritstjóra. Að því tilefni hef- ur Almenna bókafélagið sent frá sér allmikið rit og veglegt, sem ber ofanskráð heiti og sækir meginefni sitt í skáldskap Þorsteins, bréf, ritgerðir og blaðagreinar. Þorsteinn Gíslason kom víða við sögu í íslenzku þjóðlífi, enda var hann um áratuga skeið einn af svipmestu for- ustumönnum sinnar samtíðar. Strax á námsárum sínum í Kaupmannahöfn vakti hann al- þjóðar athygli fyrir einarðleg blaðaskrif, þar sem hann m. a. hreyfði fyrstur íslendinga full- um skilnaði við Dani og bar einnig fram fyrstur manna kröfu um innlendan háskóla í fjórum deildum. Skáldskapur og stjórnmál voru þannig þeir meginþættir í ævi Þorsteins Gíslasonar, sem bók sú, er að ofan getur, dregur nafn af og henni er ætlað að spegla. Auk úrvalsljóða og sjólf stæðs kafla úr óprentaðri skáld sögu, er þar að finna bréf og ritgerðir um margvísleg efni, þar á meðal hina gagnmerku og bráðskemmtilegu sögu ís- lenzkra stjórnmála frá 1896 til 1918, sem skráð er af nánum persónulegum kunnugleik, — enda sígilt heimildarrit um menn og viðburði þessa af- drifaríka tímabils. LÍF OG DAUÐI. Bók Sigurðar Nordals komin út. Það var á útmánuðum 1940, að prófessor Sigurður Nordal flutti erindaflokk sinn um líf og dauða í ríkisútvarpið, við meiri áheym en nokkur annar á rishæð, en víðar skemmdist sú hæð af eldi og reyk. Hús- eigandi kom að, er kviknað var i og kallaði þegar á slökkviliðið. Slökkvistarfið tók rúma klukku stund og um nóttina voru verð- ir frá slökkviliðinu í húsinu. í fyrrakvöld var slökkviliðið aftur kallað á vettvang, í mið- bæinn. Búið var að slökkva að mestu er það kom á vettvang og urðu engar teljandi skemmd ir. □ Erfiðar samgöngur LANDLEIÐIN milli Akureyrar og Reykjavíkur var í gær orðin þungfær, enda versta veður í fyrradag og mikil snjókoma víð ast. Vegagerðin hjálpaði bílum á þessari leið. í gær átti að opna Húsavíkurleið. Til Dalvíkur MÍKIL KAUPTÍÐ Á AKUREYRI JÓLAKAUPTÍÐIN á Akureyri hefur verið lífleg að þessu sinni. Fjárráð fólks virðast allmikil í lok góðs atvinnuárs. Trú á verð gildi peninga og geymslu þeirra til síðari tíma er mjög takmörk uð og eykur það að sjálfsögðu innkaup og eyðslu almennt. — Þótt ógætileg meðferð fjár- muna sé síður en svo lofsverð, er hitt fagnaðarefni, hve marg- ir geta veitt sér og sínum margt um þessi jól. Hámarki sínu hefur verzlun- in sennilega náð í gær, á Þor- láksdag. Þess er að vænta að sú verzlun veiti bæði gagn og gleði og að enn sé þetta tvennt haft í huga er hátíð ljóssins nálgast. ARMBANDIÐ FUNÐIÐ ARMBAND ÞAÐ, er hvarf af sýningu íslenzk-ameríska fé- lagsins er komið í leitirnar. Því var skilað í pósthólf félagsins. Armband þetta vpr Indíána- smíð og merkur safngripur. □ er talinn hafa hreppt þar fyrr og síðar. Þetta sama ár komu fyrislestrarnir út á prenti, og þá með alllöngum eftirmála. Seldist bókin upp á örskömm- um tíma, en nú hefur Almenna bókafélagið sent hana frá sér í nýrri og aukinni útgáfu. Það er að sönnu kunnara en frá þurfi að segja, hversu allt, sem Sigurður Nordal ræðir eða ritar, ber með sér aðalsbrag, enda munu fáir höfundar hafa átt sér þakklátari lesendur. — Samt eru þessar staðreyndir naumast einhlítar til skilnings á þeim sérstöku vinsældum, hans Lífi og dauða hafa hlotn- azt, og þó að hún sé hverj- Skipstjórinn neitaði ai fara frá borði Brezkur togari strandaði í fyrradag á Arnar- nesi við Skutulsfjörð í ofstopaverði og stórsjó var trukkbílum fært. FÉLL AF HÚSÞAKI í FYRRADAG féll starfsmaður Rafveitunnar niður af húsþaki í Glerárhverfi, er hann var þar að vinnu og slasaðist. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús. □ í FYRRADAG strandaði hrezk ur togari á Arnarnesi við Skut- ulsfjörð í ofstopaveðri og stór- sjó. Togarinn var á leið til ísa- fjarðar er þetta har við. Slysavarnadeildin á ísafirði fór á strandstaðinn, svo og skátar, en jarðýta ruddi hifreið um leið. Frá ísafirði er 15—20 mínútna akstur til strandstaðar. Átján mönnum var bjargað af áhöfn skipsins fyrir kvöldið, en skipstjórinn neitaði að fara frá borði. Var þá fenginn fógeta úrskurður um, að taka mætti liann með valdi. f gærmorgun var skipstjórinn sóttur um horð. Ollum skipsbrotsmönnum líður vel. □ ækur frá ÁB skemmtilestur sökum málsmeð- ferðar og heiðrar hugsunar, kemur þar einnig til sjálft efni bókarinnar, en hún fjallar um þau vandamál mannlegrar til- veru, sem hverjum einum ættu að vera efst í huga og varða öllu framar fai-nað hans og hamingju. „Alltaf síðan ég fór að vita til mín“, segir Sigurður Nordal í inngangserindi sínu, „hefur það verið mér undrun- arefni að vera til. Mér hefur fundizt það dásamlega ævin- týri, að þessi hnefafylli af mold og ösku skuli hafa vaknað til lífs, farið að hugsa og finna til, hryggjast og gleðjast, vaxa og þroskast. Mig hefur langað til þess að láta mér verða sem mest úr þessu ævintýri, hvort sem það yrði langt eða skammt.“ En „lífið hefur líka verið mér vandamál", bætir hann við, og einmitt í þessari bók ræðir hann hugsanleg svör við ýmsum þeim örlagaspurn- ingum, sem það hefur lagt fyr- ir hann. Margir eru þeir, sem aldrei fá notið lífsins með eðlilegum hætti vegna kvíðbogans fyrir dauðanum. Til slíkra manna á bók Sigurðar Nordals brýnt er- indi. Hún mun örugglega verða þeim leiðsögn til rólegrar íhug- unar og jafnvægis. DEILD 7 eftir Valeriy Tarsis. Nýlega er komin út hjá Al- menna bókafélaginu hin fræga skáldsaga Deild 7 eftir rúss- neska rithöfundinn Valeriy Tarsis. Var bókin fyrst gefin út í Englandi maí 1965 og má segja, að nafn höfundarins hafi jafnsnemma komizt á hvers manns varir. Valeriy Tarsis er fæddur í Kiev árið 1906. Að afloknu há- skólanámi 1929 vann hann um átta ára skeið við ríkisforlag í Moskvu, en fékkst jafnframt við þýðingar og smásagnagerð. Þá skrifaði hann einnig all- mikið rit um erlenda samtíðar- höfunda og var kominn áleiðis með langa skáldsögu, þegar Rússland lenti í heimsstyrjöld- inni. Var hann þá bráðlega sendur til vígvallanna sem stríðsfréttaritari og hreppti höfuðsmannstign. Hann tók þátt í orustunni um Stalin- grad, þar sem hann særðist hættulega og varð að liggja heilt ár á spítala. Kynntist hann þar eiginkonu sinni, er síðar varð, Olgu Alksnis, og eiga þau eina dóttur, sem nú er uppkomin. Tarsis gekk ungur í Komm- únistaflokkinn, en gerðist þó snemma gagnrýninn á sovét- stjórnina, og síðustu tuttugu árin var honum fyrirmunað að koma þar nokkrum skáldsög- um sínum á framfæri. Loks greip hann til þess örþrifaráðs árið 1960 að smygla einu af skáldsagnahandrinum sínum úr landi. Kom sagan, The Blue- hottle, út í Bretlandi haustið (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.