Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 3

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ DAGS 3 GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður: Alþingi var endurreist ENDURREISN Alþingis var ákveðin með tilskipun Kristjáns konungs átt- unda árið 1843, en þingið kom saman í fyrsta sinn tveim árum síðar. Hér verða rifjuð upp nokkur atriði viðvík- andi þessum merkisatburði og mönn- um, er þar komu við sögu, en hægt er að kynna sér það flest eða allt nánar í prentuðum heimildum. Áðurnefnd tilskipun var þrennt í senn: Ákvörðun um stofnun eða end- urx-eisn þingsins, kosningalög og þing- sköp. Eru þar m. a. ýmis ákvæði hlið- stæð þeim, sem nú eru í stjórnarskrá ríkisins. En stjórnarskrá var þá engin til hér, og eigi heldur í Danmörku. Konungur var enn einvaldur. í Dan- mörku höfðu fyrir skömmu verið sett á stöfn tvö ráðgefandi fulltrúaþing, og íslendingum ætluð seta á öðru þeirra. Nú átti Alþingi hið nýja að vei'a sams- konar þing fyrir íslendinga, og fulltrú- ar íslands þá að hverfa af hinu danska ráðgjafarþingi. Var þetta í samræmi við óskir, er borizt höfðu frá íslending- um í þessu máli. Samkvæmt tilskipuninni skyldi hið nýja Alþingi skipað 20 þjóðkjörnum fullti-úum og allt að sex konungskjörn- úm. Fjórir hinna konungskjörnu skyldu vera veraldle'grar stéttar og tveir andlegrar stéttai’. Gátu þingmenn samkvæmt þessu oi-ðið 26 talsins. Hina þjóðkjörnu þingmenn skyldi kjósa í 20 kjördæmum, einn í hveri'i sýslu og einn í Reykjavík, sem þá var orðinn höfuðstaður landsins, þótt lítil væri og hálf dönsk um þær mundir. Var hún þá meðal fámennustu kjördæma, en landsmenn allir voru þá rúmlega 58 þúsundir. Alþingi átti að halda annað hvert ái’. Kosningar í kjördæmum skyldu fara fram á sex ára fresti, og jafnan á því ári, er þing væri eigi háð, og skyldi kosningum lokið fyrir 30. september ef unnt væri, en kjördagur var sérstaklega ákveðinn í hverju kjör- dæmi af hlutaðeigandi yfirvaldi. Sam- kváemt þessu áttu fyrstn kosningam- ar að fara fram á árinu 1844, til þing- anna 1845, 1847 og 1849. Þetta voru fyrstu þingkosningar hér á landi, og er ástæða til að veita því athygli, hvernig þær voru látnar fara fram. Fyrii-mynd- in var frá í-áðgjafai'þingum Danmerk- ur, en þar hafa fyrirmyndir eflaust að einhverju leyti verið sóttar til hinna GÍSLI GUÐMUNDSSON. vestrænu þjóða, Breta, Bandaríkja- manna.og Frakka, er kynni höfðu af þingkosningum og þá höfðu um lengri eða skemmri tíma búið víð þingi'æði, er enn átti sér ekki stað á Norðurr löndum. Við hinar fyi'stu Alþingiskosningar, og raunar lengi síðan, var kosningarétt- ur mjög takmarkaður. Kosningarétt höfðu eingöngu karlmenn, tuttugu og fimm ára eða eldri, sem höfðu umi'áð yfir fasteign með tilteknum lágmai'ks dýrleika. Ef um land var að ræða, þúrftu menn að eiga fimm hundruð í jörð eða hafa ábúð á tuttugu hundruð- úm. Margir leiguliðar á smájörðum urðu af þessu að vera án kosningarétt- ax'. Til dæmis má nefna, að í ísafjai'ðar- sýslu (Norður- og Vestúr-ísáfjarðar- sýslu, sem nú ei'U kallaðar) voi'U ekki nema 80 kjósendui'. í Vestmannaeyjum fyrirfannst enginn kjósandi, og var því enginn þingmaður kjörinn. Semja skyldi kjörskrá (uppskriftir) yfir kjós- endur í hverri sýslu, eða eigendur fast- eigna eins og þeir eru nefndir í tilskip- uninni. Stendur þar m. a. þessi ein- kennilega málsgrein af hálfu konungs: „Með tilliti þeirra Oss sjálfum á íslandi tilheyrandi fasteigna viljum Vér ekki eiga neinn þátt í kosningunum“. — Embættismenn þurftu að fá konungs- leyfi til þingsetu. Kjörfundur var aðeins einn í hvei'ju kjördæmi, og þangað urðu þeir að koma, sem neyta vildu kosningarx’éttar. Sýslumaður (í Reykjavík bæjarfógeti) stjóinaði kjörfundi og kvaddi tvo menn sér til aðstoðar í kjörstjórn. í byrjun kjörfundar skyldi sýslumaður halda í’æðu til kjósenda og brýna fyrir þeim ábyi-gð þeirra og mikilvægi kosning- anna. Frambjóðendur voru engii', og þá ekki heldur fi'amboðsfundir, en heimilt að kjósa hvem, sem á kjörskrá vai', og fór kosning fram í heyranda hljóði. Þeii', sem í kjörstjórn voi'U greiddu fyrstir atkvæði. Hver kjósandi var kallaður með nafni, og skyldi hann þ>á ganga fram og nefna nafn og heim- ilisfang tveggja manna, er hann vildi kjósa. Var hver atkvæðagreiðsla skráð jafnharðan í kjörbók. Hver kjósandi greiddi þannig tveim mönnum atkvæði. Að kjöi-fundi loknum, voru atkvæði talin saman, og sá talinn rétt kjörinn 'þingxnaðúr, ei’ flest hafði hlotið at- kvæði, en sá varaþingmaður, er næst- flest atkvæði hafði hlotið. Hið nýkjörná Alþingi kom saman í Reykjavík 1. júlí 1845. Það er sjálfsagt býsna erfitt fyrir þá, sem eingöngu hafa séð höfuðstað lands ins eins og hann er nú, að gera sér í hugai-lund, hvernig hann hafi litið út fyrir 121 ári. En vera má, að einhver, sem þetta les, geti séð það í draumi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.