Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ DAGS 5 Hann vár þingmaður Dálamanna 1845 —51 og þjóðfundarmaður 1851. Fyrir Snæfellsnessýslu: Kristján Magnússen sýslumaður á Skarði. Hann var varaþingmaður og mætti á þrem fyrstu þingunum. Fyrir Mýra- og Hnappadalssýslu: Helgi Helgason bóndi í Vogi. Sat á þrem fyrstu þingunum. Fyrir Reykjavíkurkaupstað: Séra Árni Helgason prófastur á Görðum á Álftanesi, elzti maður þingsins, 67 ára gamall. Hann sat á þingi sem varaþing- maður fyrir Reykvíkinga 1845—49. Fyrir Vestmannaeyjar var enginn kosinn, því að eins og fýrr var frá sagt hafði þar enginn kosningarétt. Konungkjörnir þingmenn voru: Bjarni Thorsteinsson amtmaður í vesturamtinu. Þórður Sveinbjörnsson og Þórður Jónassen dómarar í yfir- dómnum. Björn Blöndal sýslumaður í Húnavatnssýslu. Séra Helgi Thordar- sen dómkirkjuprestur í Reykjavík, síð- .ar biskup. Séra Halldór Jónsson pró- fastur í Glaumbæ í Skagafirði, síðar á Hofi í Vopnafirði. Hann var síðar kos- inn þingmaður Norður-Múlasýslu 1859 —65 og 1869 og var forseti Alþingis 1863. Geta má þess, að Bjarni Thor- steinsson og Bjöm Blöndal áttu aðeins sæti á fyrsta þinginu, en Þórðamir báðir og séra Helgi oft síðan sem kon- ungskjörnir. Séra Halldór snérist á móti stjórninni, á þjóðfundinum 1851 og var ekki konungskjörinn eftir það. Forseti þingsins var kjörinn Bjarni Thorsteinsson amtmaður, og varafor- seti Þórður Sveinbjörnsson yfirdómari, báðir konungskjörnir þingmenn. Skrif- arar voru kjörnir Jón Guðmundsson og Þórður Jónassen, en síðar voru tveir utanþingsmenn fengnir þeim til aðstoð- ar. Þingmenn skrifuðu sj álfir útdrætti úr ræðum sínum, en Jón Sigurðsson og Jón Johnsen voru kjörnir til að sjá um útgáfu þingtíðinda, en þau voru pi'ent- uð þegar í öndverðu. Eins og fyrr var getið og kunnugt er var hið, fyrsta Alþingi einungis ráðgef- andi samkoma, og hélzt svo til 1874, er það fékk löggjafarvald. Konungsfull trúi lagði mál fyrir þingið til umsagn-- ar, og tillögur þingmanna voru stílaðar sem óskir til konungs. Voru þær yfir- leitt byggðar á svokölluðum „þegnleg- um uppástungum" eða bænarskrám, er þinginu voru sendar úr héruðum lands ins og undirritaðar voru af kjósendum, stundum hundruðum saman. Nokkrar uppástungur, og sumar hinna merk- ustu, komu þó frá íslenzkum kandídöt- um og stúdentum í Kaupmannahöfn. Var mikils um vert, að undirskrifta- söfnunin væri rækilega undirbúin, svo og efni bænaskránna, og með nægum fyrirvara. Má vera, að mörgum sýnist, að þessi málsmeðferð hafi ekki verið mikils virði, og víst var konungur ekki í neinu bundinn við ályktanir þingsins. Þó var það svo í reyndinni, að afstaða þingsins hafði mikil áhrif, er til lengdar lét, einkum eftir að löggjafarþing Dana var stofnað og stjórnin vandist á að taka tillit til kjöx-inna fulltrúa og þjóð- arvilja. — Á hinu í'áðgjafandi þingi og í tengslum við það var sjálfstæðisbar- átta íslands háð í þi'játíu ár. Rétt þykir að gera stuttlega grein fyrir hinum helztu málefnum, er full- trúar íslendinga höfðu fram að flytja á hinu fyi’sta þingi. Fyrsta ágreinings- málið var, hvort þingfundi skyldi halda fyrir opnum dyrum. Mælti konungs- fulltrúi gegn því og taldi ólöglegt, og féllst þingfoi-seti á, að svo væri. Séra Hannes Stephensen hreyfði máli þessu, en Jón Sigui’ðsson tók þá þegar upp þá forystu fyrir meirihluta þing- manna, er hann hélt lengi síðan, þótt hann væri þá þeirx-a yngstur. Virðist það koma fljótt fi-am í umræðum, að konungsfullti’úi hafi verið við því bú- inn að kveða sem skjótast niður tillög- ur þessa verðandi forystumanns, ef unnt væi’i, enda höfðu þeir Jón Sigurðs son og Bardenfleth áður leitt saman hesta sína í blöðum í Kaupmannahöfn út af íslandsmálum, og afstaða Jóns kunn í þeim efnum. — Næst má telja tillögur um x’ýmkun kosningai’éttar og fjölgun þingmanna, svo og um fulla viðurkenningu íslenzkrar tungu á þing inu. Fai’ið var fram á, að reikningar Jarðabókasjóðs, sem þá var einskonar landssjóður íslands, yrðu lagðir fyrir Alþingi, og var það upphaf þeirrar ki’öfu þingsins, er síðar var fast fram haldið, að fjárhagur íslands og Dan- merkur yrði aðskilin. — Flutt var bænarskrá um þjóðskóla á íslandi. Var þar átt við sameiginlega stofnun fyrir gagnfræðakennslu og latínuskóla- kermslu, svo og kennslu í guðfræði, læknisfræði og íslenzkum lögum. Var það vitanlega mjög í sjálfstæðisátt, að íslendingar lærðu íslenzk lög fyrst og fremst í stað hinna dönsku. — Óskað var eftir aukningu verzlunarfrelsis, og þá einkum, að öðrum en þegnum Dana konungs yrði gert kleift að flytja vörur til landsins og reka verzlun, greitt fyrir verzlun lausakaupmanna á skipum og verzlunarstöðum fjölgað, en íslending- ar voru þess þá enn lítt umkomnir að reka verzlun sína. — Lagt var til, að stefnt yi’ði að því, að héraðslæknir yrði í hvei-ri sýslu (en þeir voru þá átta) og sjúkrahúsi komið upp í Reykjavík. Alls var tekið til meðferðar á þing- inu 101 mál. Af þeim voru 9 konungs- frumvörp, fjögur konungleg álitsmál, er svo voru nefnd, og 88 þegnlegar uppástungur, sem þingmenn fluttu, en flestar voru bomar fram í undirskriftar skjölum þeim, er fyrr voru nefnd. Oft voru mörg undirskriftarskjöl um sama efni, og var þá eitthvei’t þeirra valið til flutnings. Undirski’iftaskjölin Voi’U fyrst afhent forseta og lágu frammi til athugunai’, en á umi’æðufundinum af- henti forseti skjölin til flutnings, og voru þau þá lesin í heyranda hljóði af flutningsmönnum. Heldur þótti þessi skjalalestur tafsamur, og svo myndi þykja nú, ef þingskjöl væru lesin með greinargerðum á Alþingi. Fi’umvörpum og uppástungum var vísað til nefnda, en fæst þeirra komust lengra. Einar sjö uppástungur voru afgreiddar með bænai-skrám frá þinginu til konungs. Virðast þingmenn, og þar á meðal Jón Sigui’ðsson, hafa viljað fax’a mjög var- lega í það að afgreiða bænai’skrár til konungs, og eigi síður en, þótt um beina lagasetningu hefði verið að ræða. Sýnir þetta glöggt ábyrgðartilfinningu þeirra, og að þeim var áhugamál, að þinginu yrði ekki brugðið um hvatvísi í ráðgjafarstarfinu. Hér er ekki tími til að rekja nánar meðferð einstakra þingmála, úrslit þeirra eða þann árangur, sem telja mætti, að oi’ðið hefði af stöi’fum þessa þings, eigi heldur orðaskipti manna á þingfundum, þótt ýmsum kynni að þykja það fi’óðlegt. Þingið sat að störf- um í-úmlega mánaðartíma. Sleit kon- ungsfulltrúi því 5. ágúst og mælti þá á íslenzku eins og við þingsetninguna, en aðrar þingræður flutti hann á dönsku. Forsetinn, Bjai-ni Thorsteins- son, flutti einnig ræðu. Var svo hrópað húrra fyrir konungi og gengið af þingi. Þingmenn þeir, er kosnir voru 1844, áttu samkvæmt alþingisskipuninni sæti á þingunum 1847 og 1849 eins og áður er sagt, en nokkrar breytingar ux’ðu þó á setu manna á þessum þingum af ýmsum ástæðum. Á þinginu 1847 var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.