Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 6

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ DAGS Þórður Sveinbiörnsson forseti, en 1849 var Jón Sigurðsson kosinn til þess í fyrsta sinn. Hann var sá eini af þing- mönnum 1845, er ávallt var til þings kjörinn, meðan hann lifði, og þó jafnan búsettur erlendis. Hefir enginn þing- maður átt svo erfiðar þingferðir sem hann, en hann kom hingað út alls fjórtán sinnum til þings. Jón var jafnan kjörinn þingmaður ísafjarðarsýslu, en með nokkrum rétti má segja, að hann hafi jafnframt verið þingmaður íslend- inga í Danmörku, enda voru þeir vanir að kveðja hann með virktum og fagna honum vel, er hann lét í haf eða kom úr hafi. Mun það og nærri réttu, að engir hafi verið áhugasamari um þjóð- mál íslendinga, meginhluta 19. aldar, en landar vorir við Eyrarsund. Einn af þeim, sem bezt kvöddu Jón Sigurðsson, er hann fór til Alþingis í fyrsta sinn, var listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson. Jónas lifði ekki endur- reisn Alþingis, því að hann andaðist 26. maí, eða rúmum mánuði áður en þingið var sett. Hann var raunar einn fremst- ur í flokki þeirra manna, er vildu end- urreisa þingið á Þingvöllum, og var honum mjög á móti skapi, að það yrði háð í Reykjavík. „Þingið fluttu þangað þeir á kalda eyri“ segir hann í „Leiðarljóðum“, er hann flutti í samsæti því, er Jóni var haldið við brottför. Mátti þetta raunar heita áminning til Jóns, því að hann var einn þeirra, er töldu þingið bezt komið ó „eyrinni", en af konungs hálfu var það lagt á vald Alþingis sjálfs að ákveða sér stað fi’amvegis. Jón Sigurðsson mið aði afstöðu sína til þingstaðar við það, er hann taldi hagkvæmast eins og 1 ástæður voru þá. Taldi hann þjóðinni m. a. nauðsyn að eignast höfuðstað með nokkru fjölmenni. Hitt þætti mér þó ekki ólíklegt, að skáldið og stjórnmála- foringinn gætu nú, ef þeir lifðu báðir, orðið sammála um þingstaðinn, enda margt breytt á ýmsa lund frá því, sem áður var. » * Pér sl siysavarnaKonur k. '4 ? t Heill yðuy, konur, sem kveikið eld í hjarta og kunnið öðrum fremur að senda geisla bjarta þér víkið aldrei fet frá fornum dyggðum þér flytjið sjúkum hlýju í öllum byggðum. Þér konur, sem jrarfnist ba’ði manna og meyja að móta starfið, baráttuna heyja þér eruð búnar bróðurkærleik þýðum þér bjargið öllum nauðstöddum lýðum. Þér varnið slysum veröld alla yfir þér verndið fræið, sem í rnoldu lifir þér eruð gullið, sem að geislann sendi þér eruð gjöfin bezta við lífsins endi. Þér reisið hús við strendur stórra fjalla og styðja viljið heimsbyggðina alla þér eruð máttur mannlífsstörfum alinn minningarsjóður í djúpi andans falinn. T I t I 1 4 I t t © t * Þér breytið hugsjón í skipbrotsmannaskýli þér skapið varnir við hvert hrakið býli þér byggið vita við voða og eyðistrendur þér veitið mæddum hjálp á báðar hendur. Starfið var hafið, stór var yðar alda stórbrotinn hugur lýsti myrkrið kalda átthagabönd og ást, sem festi rætur arfinn þann rækta yðar fögru dætur. Áfram skal halda enn ,er nóg að vinna ungum og gömlum þarf í nauð að sinna hönd styður hond í tryggu vina-taki trúin á lífið í starfi yðar vaki. Heiður sé yður heillakonur góðu hugsjónir yðar vegi bjargar tróðu minnast skal yðar meðan aldir renna minning um dyggð, sem hjörtu yðar brenna. '4 % t t © f ! f f 4 % t 4 1 I | I Arnaldur Guttormsson. © * ý 4 é © ^©-H^©-MtW-©-^^©-M5W-©*ítW-©*HW-©'Mi:->-©-MM-©‘í-í!M-©-í'#-í-©->-í!S«>-©->-3!S>í-©-M!M-©<J-íi't-í-©

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.