Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ DAGS 7 JONAS JONSSON FRA HRIFLU: aminnin um Kristneshæli EFTIR síðustu aldamót herjaði hvíti dauðinn geigvænlega um allt land. Var þá veitt viðnám með því að reisa Vífilstaðahæli cn þó að það væri mikil bygging og vel unnið að heilsuvörnum þá var sjúkdómur- inn nálega óviðráðanlegur í öðrum fjórðungum. I hinum sólríka Eyja- iirði voru þá taldir rneir en hundr- að sjúklingar og sama ástandið 'víða um land. Gripu áhugasamar norð- lenzkar konur til nýrra úrræða og hófu víðtæka fjársöfnun til að reisa berklahæli norðanlands. Tvær for- ystnkonur á Akureyri stóðu mjcjg fyrir Jressari fjársöfnun, Anna Magnúsdóttir kanpkona og Krist- björg Jónatansdóttir kennslnkona. Varð þeim vel ágengt í fjárhags- góðæri eftir fyrra stríðið. Höfðu Jrær fengið í byggingarsjóð berkla- hælis 100 þúsund krónur Jregar kreppan skall yfir ísland 1920. Stöðvaðist málið Jrá um hríð en þörfin óx þó að getan væri lítil. í þessum vandræðum lagði stjórnar- skipuð læknanefnd til að komið yrði upp til bráðabirgða geymslu- skýli fyrir 30 sjúklinga á Akureyri. Úrræðið var fátæklegt en með þessu móti var ólæknandi sjúkling- um forðað frá að sýkja varnarlausa vandamenn í heimilum sínum. 'Nú liðu nokkur misseri. Árferði batnaði svo að sá gætni fjármála- ráðherra, Jón Þorláksson, hækkaði krónuna sem vott um batnandi tíma. Þá var Jónas Þorbergsson mjög áhugasamur ritstjóri Dags á Akur- eyri. Hann tók nú til meðferðar þetta voðamál þjóðarinnar og taldi einsýnt að koma nú til liðs við áhugakonur norðlenzkar, sem safn- að höfðu drjúgum sjóði í norð- lenzkt berklahæli. Mundi vera kom inn tími til að byggja á þeim grunni sem Jrar var lagður. Skrifaði hann Jrá í riið fimm heitar hvatn- ingagreinar í Dag um þörfina fyrir norðlenzkt berklahæli. Mátti segja að hann færi með greinum Jressum eldi um landið. Hafði hann komizt í návígi við hvíta dauðann. Misst móður sína og fleiri nákomna vandamenn og sjálfur beðið á graf- arbarminum mörg æskuár. Hefir J. Þ. í nýútkominni bók um æsku sína rakið með frábærti raunsæi og snilld baráttu sína við brjóstveik- ina. Hefir þessum þjóðarvoða aldrei verið lýst á íslenzku máli jafn glögglega og þar. En nú þurfti við samtök og framkvæmdir. Dag- ur hafði vakið brennandi áhuga á málinu. Nú þótti það rnestu skipta að fá athafnasama og Jjjóðholia rnenn til að taka saman höndum og leysa málið með þessum konum sem lagt höfðu grundvöllinn en beðið liðsauka. Tók J. Þ. nú það ráð að leita liðs hjá nokkrum for- göngumönnum framkvæmda við Eyjafjörð. Valdi hann þá úr til for- ystu Ragnar Ólafsson konsúl, Vil- hjálm Þór kaupfélagsstjóra, Hall- grím Davíðsson kaupmann og Böðvar Bjarkan lögmann. Tóku þeir allir vel þessari málaleitan Dags unr hjálp og forstöðu við hlið kvennanefndar. Þetta tókst og vann þessi nefnd furðulegt þrekvirki með einhug, atorku og framsýni. Ragnar Ólafsson var kosinn for- maður og vann hann að þessu máli á allan hátt eins og hann ætti lífið að leysa. Sjálfur gaf hann 20 þús- und krónur í byggingarsjóðinn. Geta hagspekingar reiknað og skýrt landsfólkinn frá hve rnikils virði þessi fjárhæð væri ef gjafakrónur Ragnars væru nú fluttar í mynt líð- andi stundar. Nefndin var athafna- söm f meira lagi. Hún bað Jón Magnússon forsætisráðherra að sendir væru norður til þeirra tveir kunnáttumenn, Guðmundur land- læknir og Guðjón húsameistari. Var nú hafizt handa. Fundinn bezti byggingarstaður í Kristnesi með sögufrægð, jarðhita, landgæði og fagurt útsýni um Eyjafjörð. Síðan markaði byggingarnefndin helztu frumdrætti í málinu: Stærð, útlit, kostnað og áætlaðar fjárvonir. Húsameistari gerði þá þegar frum- drætti að hinni glæsilegu byggingu í Kristnesi, en landlæknir lagði á ráð um innri gerð hússins. Gerðist nú tvennt í senn: Ritstjóri Dags og margir aðrir áhugamenn úr Eyja- firði og frá Akureyri urðu sjálf- boðaliðar og. ruddu brekkuna í Kristnesi svo að bæði var séð fyrir húsastæði og trjágarði. Samtímis lagði Ragnar nefndarformaður lcið sína til Reykjavíkur til að hitta flokksbræður sína, ráðherra og biðja liðs í þingi. Var honum vel

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.