Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 10

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 10
10 JOLABLAÐ DAGS að þyngd. Hálsinn var langur og mjór, svo jaær gátu teygt hið litla höfuð sitt meira en 10 m. upp í loftið. Fá tré á íslandi ná þeirri hæð — og hve hátt er húsið ykkar? Fessar risávöxnu fenjaeðlur hafa sennilega þurft að eta 300—400 kg. af jurtum á dag. Vegna þyngdar- innar hefur þeim verið léttast um hreyfingar í vatni, og þær gátu sannarlega vaðið djiipt og þá haft nasirnar uppúr, sumar höfðu ein- mitt nasirnar ofaná enninu. Heili risaeðlanna var mjög lítill í hlut- falli við líkamsstærðina, en til upp- bótar höfðu þær aukalieila, eða stóran taugahnút í lendunum. Þær hafa sennilega hugsað með lend- unum ekki síður en höfðinu. Enda var „lendarheilinn" allt að tuttugu sinnum stærri en heilinn í höfðinu. Lendarheilinn var hnútur á mæn- unni. Flestir telja að eðlurnar hafi verið mjög heimsk dýr, en engin sönnun er fyrir því, í raun og veru. Fenjaeðlurnar hafa líklega verið silaleg dýr, en ráneðlurnar aftur á móti eldsnarar í hreyfingum, líkt og rándýr nútímans. Hví skyldi ekki stóri heilinn í „rassinum“ hafa getað gert sitt gagn. Margar forn- eðlur voru harla kynlegar gð útliti. Segleðlan líktist talsvert skipi und- ir seglum, því hún hafði marga og stóra gadda á bakinu og var þanin húðfelling á milli. Segleðlur voru 2—3 m. á lengd, með mjög langa sundrófu. Miklar tennur sátu í kjafti. Stökkeðlur báru sig yfir land ið í stórum stökkum líkt og kengúr- úr.' Hinar stærstu hafa verið 10—12 m. larigar, en þar af inun rófati verá um helmingur, svo dýrið hef- ur Senniiega verið um tvær mann- hæðir. En vöxtulegri var t. d. Þórs- eðlan, þ. e. um 20 m. á lengd og 10 m. á hæð, þegar hún reisti ,upp höfuðið. Þyngdin um 20 tonn. Hvernig litist þér á að mæta henni í myrkri? Þórseðlan var jurtaæta og hefur hafzt við í vötnum og fenjum aðallega. — Furðu heillegar leifar af Nashyrningseðlu hafa verið grafnar úr jörð í kalksteins- og krítarlögum í Klettafjöllum Norð- ur-Ameríku. Hún hefur verið 8—9 m. löng og 3—4 m. á hæð, með ákaflega stórt höfuð — um 3 m. á lengd og 2 tonn að þyngd. Dýrið var með rana úr horni, og tvö horn líkt og á nautpeningi, en þar að auki með feiknamikið horn á nefi. Hefur dýrið því í senn líkzt nokkuð fíl, nauti og nashyrningi. Mikill beinkragi gekk frá höfðinu og aft- ur á háls. Höfuðið hefur verið ærið þungt að bera, enda hafði Nashyrn- ingseðlan mjög sterka framfætur. Hún var grasbítur en þó prýðilega vopnuð og brynvarin, enda mun ekki hafa af veitt gagnvart rán- eðlunum. Sumar aðrar eðlur, t. d. Bxyneðlan og Kamb- eða Skjald- eðlan voru alsettar göddum og skjöldum úr horni og beini. Þær voru „albrynjaðar" og hafa verið eins og hreyfanlegir kastalar, en flestar munu þær hafa verið jurta- ætur og sennilega heldur þungar á fæti og gengið álútar. Finngálknið bar aftur á móti höfuðið hátt, náði rúmlega helmingi hærra upp en gíraffinn. — Þetta voru aðeins nokknr dæmi nm fjölbreytileik og veldi „eðlu- ríkisins" á miðöld jarðar. En svo hurfu flestar cðlutegundir af sjón- arsviðinu og ný dýr tóku við. Hvað veldur? Lílsskilyrðin á jörðinni hafa breytzt, jurta- og dýraríkið einnig. Eðlurnar hafa ekki getað aðhæfzt hinum breyttu Hfskjörum, ef að líkindum lætur. En margar dýrategundir eru þeim skyldar eða af þeim og frændum þeirra komn- ar á vorum dögum, t. d. fuglarnir. Einn fyrsti fuglinn, sem leifar hala fundizt af, virðist millistig eðlu og núverandi fugla, enda nefndur Eðlufugl. Hann bar tennur í neli, klær á vængjum og langa fjaður- setta rófu. — Á Grauxlandi liafa í jarðlögum fundizt millistig skrið- dýra og fiska. Enn lifa eðlur á jörð- inni og nokkur önnur skriðdýr, jx. e. skjaldbökur, krókódílar og slöng ur, en veldi þeirra er miklu minna en forðum. Fuglar og spendýr komu í staðinn — og fiskar í höf- um. Ekki má þá heldur gleyma skordýrunum, flugum, fiðrildum, bjöllum o. s. fi~v. Ríki skordýranna er geysi mikið og fjörbreytt á vor- um tímum. Sumir spá því jafnvel að skordýrin muni sigra heiminn. Hvað á að gera fyrir þá, sem eiga að erfa landið? ÞESSA spurningu lagði Dagur fyrir séra Friðrik A. Friðriksson sóknarprest á Hálsi í Fnjóskadal nú í vetur. Svar hans við þessari spurningu birtist í viðtali við hann 5. nóvem- ber s.l. og er á þessa leið: „Eitthvað, sem komi í veg.fyrir, að landið verði af þeim tekið. Það þarf að vekja þetta dugmikla unga fólk okkar til hugsunar um arf sinn og eign. Það þarf að veita því trú- arlega, siðlega og þjóðlega vakn- ingu. Að öðrum kosti, ef svo heldur fram sem nú horfir um vanmegna dreifbýli, gapandi gróðahyggju og skefjalaust glaumlíf, má rétt eins vel við því búast, að eftir svo sem 50 til 100 ár verði búið að kaupa ungann úr þjóðinni til útlanda fyrir sólskin og hálaunaðar stöður, og að eftir sitji snögg-kynblandað- ur lýður, sem ekki talar íslenzku og ekkert veit né vill vita annað en „brauð og leiki“. Tíminn er að verða tæpur lyrir góða menn að opna auguni' og taka saman hönd- um um verndun lands og þjixðar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.