Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 13

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ DAGS 13 ARMANN DALMANNSSON: DRAUGURINN Fyrr en varði var ég orðinn til. Það vissi enginn hvernig þetta skeði. Og sjálfsagt var mér svona hér um bil sama um það, hvað sköpun minni réði. En eitthvert hlutverk ætla varð mér þó eflaust, fyrst ég var í heiminn sendur. Og ykkur frá þá ályktun ég dró, að illverkin mér falin væru á liendur. Mér varð það á að guða á gluggann þinn, góði maður, stundum seint að kveldi. En það var ætíð misskilningur minn, að mér væri ætlað skin frá þínum eldi. Eins og fjandann óttaðist þó mig, þó öllu vegna þín ég fórna vildi. Það virtust allir aðeins hugsa um sig, og undarlega fáir, sem ég skildi. Ég vakti ótta, ekki sízt hjá þér, einkanlega þegar tók að skyggja. Þú virtist heyra þrusk mitt þar og hér og þér fannst ég sem mara á þér liggja. ; ri' r.;> ::>í ? ir • i t •*>'***» ! ■ Þó ég í fyrstu vildi'öllum' vél og'væri æ til ’hjálpar reiðúbúinn, þá virtist ándi þihri í þykkri skel ■ og þar til va'rnar stöðugt ótta knúinn. Þú lagðir sífellt út á verri veg þá viðleitni, sem mér var efst í huga. Mín góðu áforrn fannst þér fjandsamleg og flest af þeim var reynt að yfirbuga. Hið illa hlaut að magnast upp hjá mér, og meira úr öllum lægri hvötum verða. En —, góði maður, þakka máttu þér það, er hlauzt af völdum rninna gerða. Ég hef ei sjálfur óskað eftir því að eignast tilveru í þessum heimi, en ég á nokkuð mörgu ílök í, af því ég hefi verið þar á sveimi. Og eftir það, sem eg hef heyrt og séð á aldargömlum leyniferðum mínum, þá er mér löngu Ijóst hvað hefur skeð: Til lífs ég getinn var í huga þínum. Já, voru það ei einmitt afglöp þín, sem ollu minni tilveru í fyrstu? Þú lézt það sjálfur löngum hefna sín að líkna ei hinum snauðu, svöngu og þyrstu. Og þii varst líka uppalandi minn og átt því stóra sök á mínum glöpum. Eigingirni og ofmetnaður þinn áttu þátt í mörgum stjörnuhröpum. Lít þú nú sjálfur í þinn eigin barm. Er þar hvergi nokkurn blett að finna? Stoðst })ú ætíð á verði um vinstri arm, er var sá hægri öðru starfi að sinna? Hvort sem þú eignazt auð og völij, eða þær standa tómar hirzlur þínar, sjáirðu að þú hafir hreinan skjöld, þá hættir þú að óttast gerðir mínar. » Ég vona, að líka þér sé þetta ljósfy og því séu mínir dagar bráðum taldir, að sérhver maður berji sér á brjóst og betri verur skapi næstu aldir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.