Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 14

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ D A GS HELGI HALLGRÍMSSON: Ferð á Flateyjardalsheiði Flateyjarskagi eða Eyjaskagi. Skagar þeir hinir miklu, sem ganga fram sinn hvorum megin Eyjafjarðar hafa aldrei átt nein sérstök nöfn. Virðist það benda til þess, að menn hafi aldrei litið á þá sem skaga, annað tveggja vegna þess hve þeir eru stórir og hálendir, eða vegna þess hve Eyja- fjörður er mjór. Eðlilegt virðist að kenna þessa skaga við Eyjafjörð og kalla Eyjafjarðarskaga vestri og eystri, sem í daglegu tali myndi verða Vesturskagi og Austur- skagi. Nú hafa fróðir menn hins vegar einhversstaðar grafið upp nafnið Tröllaskagi á vestari skaganum, og sýnist mér þá einsætt að kalla eystri skagann eftir Flatey, Flateyjarskaga eða stytt í Eyjarskaga, og verður sú nafngift yfirleitt notuð hér. (Gaman væri að heyra álit manna, ekki sízt gamalla Eyjarskagabúa, á þessum nafngiftum). Eyjarskagi er nú allur að heita má kominn í eyði, ef frá eru taldir tveir bæir syðst á Látraströnd, og hefur svo verið um nokkurt skeið. Reyndar hef- ' ur byggð aldrei verið mikil á skagan- um, og víða stopul. ' Saga byggðarinnai' verður ekki rakin hér, ehda hefur það verið gert rækilega í Þingeyjarsýslulýsingu, í blaði Ferða- félags Akureyrar og víðar. Sumarið 1963 gerði ég mína fyrstu ferð á þennan skaga, þá á Látraströnd í fylgd með Herði Kristinssyni frá Arnarhóli. Sannfærðist ég þá um það, sem ég hafði reyndar heyrt áður, að ,gróðurfar Eyjarskagans, einkum utan- til er með allt öðrum hætti en í inn- sveitum héraðsins, og reyndar öðru vísi en flest annað gróðurfar, sem ég hefi kynnzt á íslandi. Skapaðist þá sá ásetningur, að kanna flóru og gróður þessa skaga, betur en áður hafði verið gert. Næsta sumar fór ég svo, ásamt Þóri Sigurðssyni mennta skólakennara, út á Látraströnd og það- an í Fjörðu, og suður Leirdalsheiði til baka. Sama sumar skrapp ég einnig í Víkur, sem svo eru kallaðar, austan á skaganum. Eftir var þá aðeins Flat- eyjardalsheiðin og Flateyjardalurinn, og beið hann næsta sumars (1965), en HELGI HALLGRÍMSSON. þá lagði ég enn upp með nesti og nýja skó, og enn var Þórir fylgdarmaður minn. Búizt til ferðar. Snemma í júlí var hafinn undirbún- ingur íei'ðarinnar, sem var áætluð a. m. k. 10 dagar. Skyldi þetta verða al- hliða rannsóknarferð, og skiptum við Jiannig með okkur verkum, að Þórir skyldi aðalega sjá um jarðfræði— og veðurfræðilegu hliðina, en ég um grasa og dýrafræðilegu hliðina. Þessi verka- skipting víxlaðist þó dálítið, sem síðar verður getið. Af útbúnaði okkar má nefna, tvær stórar grasapressur, fullar af Morgun- blaðspappír, plastpokar og bréfpokar í hundraða tali, glerglös og flöskur tóm- ar, formalínflaska, etherflaska, halla- mælir, áttaviti, mælistika, seglgarn, snæri, skeiðarhnífur, jarðfræðihamar, lítil reka, kort á ýmsum mælikvarða, skrifbækur og ritföng, hitamælir, hæð- armælir, loftvog o. fl. Svo auðvitað föt og fæði, sem varla þarf að taka fram. En hvernig áttum við að flytja þetta allt saman út á Flateyjardal og til baka, það var meira vandamál. Við höfðum haft þær fregnir af veg- inum út Heiðina, að hann væri að vísu fær jeppabifreiðum, en vai'la öðrum bílum, og væri það Jdó allmikið undir veðri komið hvernig hann gæfist til ferðalaga. Einhversstaðar hafði ég lesið að aka þyrfti mikinn hluta leiðarinnar eftir á, ofan í djúpu gili, og að þessl á væri stundum ekki lambið að leika sér við. Farartæki höfðum við ekkert, nema gamlan Ford-vörubíl (1931), sem að visu var í ágætu lagi, en hafði sjálfsagt aldrei á sinni löngu æfi verið lagður í slíkt, og Jjví hæpið að fara að leggja hann í það á gamals aldri, auk þess, sem engin sönnun var fyrir ví, hvort hann kæmist þetta, Jjótt jeppar færu það greiðlega. Hins vegar var á hitt að lítaj að dýrt var að leigja bíl til fararinriar Qg erf- itt að fá slíkan bíl á þessum árstíma. Þrátt fyrir allan bílafjöldann á okk- ar ágæta landi, hafa íslenzkir náttúru- fræðingar, sem þó má segja að þurfi flestum öðrum meira á góðu farartæki að halda, orðið að láta sér nægja smjör- þefinn af þeim réttum. Það var því ákveðið að „búa upp á“ Jaann gamla og láta skeika að sköp- uðu eða hvort guð almáttugur reynd- ist hliðhollari náttúrufræðingum en mannfólkið, sem Jjetta land byggir. Um hádegi þann 20. júlí var svo lagt af stað frá Akureyri. Farangur allur var í stórum kassa á pallinum, því hús-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.