Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 18

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 18
18 JÓLABLAÐ D AGS I Dýrin víða vaknað fá, varpa hýði nætur, grænar hlíðar glóir á, grösin skríða á fætur. Þessum morgni varð ekki betur lýst, eða a. m. k. ekki þeim tilfinningum, sem hann vekur. Ég fer með vísuna aftur og aftur, og gái jafnfiamt að grösunum, sem eru að skríða á fætur. Þau eru öll gamlir kunningjar, eða eins og Jónas segir um Eggert: Hér hittir vinur vin á grænu engi. Hér er reyrgresið ilmgóða, maddama maríustakkur og mýrfjólan feimna. En hvað er þetta? Einhver þytur rýfur morgunkyrrðina. Ég lít heim að sæluhúsinu, og þar stendur Þórir í varpanum, með hita- mæli, sem hann hefur fest í snæri og sveiflar nú hitamælinum í kring um sig. svo að hvín í. Alltaf eru vísindin söm við sig. Sex komma þrjár gráður á selsíus, segir Þórir, þegar ég kem heim. Held- ur var það nú klént. Svo heldur hann áfram veðurathugunum, en ég setzt í varpann og fer að virða fyrir mér landslagið. Þarna rísa Austurfjöllin, sem hinum megin séð eru venjulega nefnd Kinn- arfjöll, víðast um og yfir þúsund metra há, og heita þeim einkennilegu nöfn- um, Sigga, Vigga, Syðri-Bróðir, Ytri- Bróðir, Kambur. Kamburinn er hæstur, 1210 m, en eftir honum heitir bærinn Kambsmýr- ar, sem stóð þar niður undan. Norðan við Kambinn er skál mikil, eða dalur, og skín þar á hvítan jökulskalla. Ur þeim jökli kemur Syðri JÖkulsáin, sem glettist við okkur í gær. Þá er annað hátt fjall, einnig kamblaga, en nafn- laust á korti. Þar fyrir neðan heita Hálsmannatungur og kannske mætti skýra fjallið eftir því. Fyrir norðan þetta fjall kemur Ytri- Jökulsáin niður og þvi hlýtur að vera einhver jökull á bak við fjallið, þótt hann sjáist ekki héðan. Þá koma fjöll með þverhníptum klettabeltum, skörðótt að ofan og skor- in mörgum smáum skálum. Heita þar Grímslandsbotnar, en nyrzt í þessum fjallrana gnæfir Skálavíkurhnjúkurinn nær 1100 m á hæð. Suðvestan undir honum er smá jök- ulfönn. Hvers vegna skyldi austurhlíðin vera svoná klettótt? Líklega vegna þess, að jarðlögunum hallar í austur, eða SA frá okkur, og við sjáum hér í brotsárið mikla, sem var upphaf Flateyjardals- heiðarinnar. Af verkunum skuluð þér þekkja þá. Ekki er langt siðan það var almenn skoðun í Norðurálfu, að allt það, sem nú er kallað jökulminjar ísaldar, væru leifar eftir Nóaflóð. Nú finnst okkur þetta barnaleg skoð- un, svo óræk vitni sem jökulminjarnar eru og fá eða engin náttúrufyrirbæri munu skilja eftir sig jafn ótvíræðan vitnisburð. Rétt fyrir utan Heiðarhús er að finna einn slíkan. Þar er dalurinn þvergirt- ur af hólahrúgaldi, sem kallast Hrafn- hólar. Efnið í þeim er augljóslega kom- ið austan að, því fylgja má hólunum þar upp eftir lilíðinni og er suðurjaðar þeirra myndaður af fallega ávölum garði, sem liggur þvert upp hlíðina og blasir við frá Heiðarhúsabænum. í miðju hólasvæðinu í austurhlíðinni fellur Jökulsá ytri niður í Dalsá í all- miklu gljúfragili, sem hún hefur grafið i hólana og hlíðina. Dalsáin hefur einn- ig grafið sér mikinn farveg þvert í gegn um Hrafnhólana við rætur aust- urhlíðarinnar en þess sjást greinilega merki, að hún hefur eitt sinn beygt vestur fyrir þá. Hefur þá verið tals- verð uppistaða eða lón fyrir sunnan hólana neðan við Heiðarhús. í þetta lón hafa myndast eyrar og stendur Heiðarhúsabærinn á einni slíkri eyri. Hér fer það ekki á milli mála, að skriðjökull hefur gengið niður í dal- inn úr Austurfjallinu. Hann hefur ver- ið fremur mjór í hlíðinni, liklega fylgt gömlum farvegi Jökulsárinnar en svo breiðzt talsvert út niður á láglendinu. (Slíkir jöklar kallast á fræðimáli pied- mont-jöklar og mætti kalla þá fótjökla á íslenzku). Og allt hlýtur þetta að hafa gerzt eftir ísöld hina miklu, því síðan Hrafn- hólajökullinn lá þarna, hefur enginn skriðjökull hróflað við þessum leifum. Líklegast er því, að Hrafnhólajökull- inn hafi verið við lýði í lok síðasta Jökulskeiðs, þegar meginskriðjökull Fnjóskadalsins endaði talsvert innar, kannske var hann þá í Króksmelunum áðurnefndu? Hver veit? Túngarður tröllanna. Seinna um daginn höldum við Þórir upp með Ytri-Jökulsá, því meiningin er að kynnast nánar þeim jökli, sem eitt sinn sendi niður Hrafnhólajökul- inn og sjálf áin kemur úr. Við rekumst á litgrýdi í fjallsöxlinni og Þórir safnar prufum af því. Það virðist vera í lagi ofar í fjallinu, lík- lcga í um það bil 700 m hæð. (Um lit- grýti nánar Isíðar). Af fjallsöxlinni sést inn í allmikinn dal, sem liggur til suðausturs inn í fjallið. Eftir honum rennur Jökulsáin. Við göngum inn eftir vesturhlíð þessa dals, og allt í einu blasir við okkur einkennilegt virki í fjallshlíðinni. Við stöndum um hríð eins og steini lostn- ir og horfum á þetta virki. Það líkist einna helzt hlöðnum grjótgarði til- sýndar og sker sig mjög úr umhverf- inu vegna hins blágráa grjótlitar en umhverfið að miklu leyti gróið mosa og skófum. Það er einna líkast því, sem þessi garður hafi nýlega verið hlaðinn þarna á ská upp eftir hlíðinni. En hver getur hafa hlaðið hann og í hvaða til- gangi? Er nær kemur sannfærumst við brátt um það, að þessi garður er ekki af neinni venjulegri gerð og miklu er hann stórkostlegri en svo, að nokkrir menn hefðu getað verið þar að verki. Stórbjörgum er þar hrúgað óreglulega upp svo þau mynda 3—5 m háan, og allt að 10 m breiðan garð. Það er eins og einhver firnahönd hafi verið þarna að verki. Flestir steinarn- ir eru með nýlegu brotsári, lítið veðr- uðu og næstum ekkert grónir, nema hvað finna má mosatægjur á stöku stað í sprungum. Túngarður tröllanna dettur mér í hug en miðalda rithöfundar hefðu efa- laust kallað þetta luxus naturae, nátt- úruspil. En brátt víkja hégiljurnar fyr- ir raunsærri skynsemi- nútímamanns- ins. Þetta var auðvitað ekkert annað en venjulegur jökulgarður (mórena). Ekki þurfti annað en líta inn í dal- botninn til að sannfærast um það. Þar klúkti jökullinn ennþá, næstum hulinn af hvítum snjó síðasta vetrar. Hér og þar glittir þó í blátt jökulsvellið, sem sýndi hið rétta eðli hans og gaf til kynna hvers hann myndi megnugur. Garðinn hlaut þessi jökull að hafa myndað á blómaskeiði jöklanna um síðustu aldamót. Nú var vegalengdin frá garðinum til jökulsins nálægt einum kílómetra og hefði hann því átt að minnka sem því nemur á síðustu 50—60 árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.