Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 20

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ DAGS sem mér finnst árennilegri, en lendi í klettum. Kemst þó upp heill á húfi og sömulei'ðis Þórir. Uppi á fjallinu er stórgrýtt eins og víðast á slíkum fjallsflötum. Víða má sjá, að grjótið raðar sér í reglulega hyrninga, oftast fimm- eða sexhyrnda. Er þá stórgrýtið til jaðr- anna en fínna efni innan í hyrningun- um. Þetta er alkUnnugt fyrirbæri, þar sem frost ræður ríkjum. Á rana, sem skagar út úr fjallinu, má hins vegar sjá bert bergið, að vísu sundursprungið, í gríðarmikla berg- fleka. Þar vaxa fléttur á berginu, og stöku háplöntur má finna þar, en ann- ars er fjallið gróðurlaust. Yfirborð bergsins er hér víða líkt hraunyfir- borði, mjög holótt og hrufótt og sums staðar má jafnvel sjá straumrákir á yf- irborði þess, straumrákir hins bráðna hrauns. Sumsstaðar er yfirborðið einn- ig rauðlitað eða kolsvart, líkt og sést á nýbrunnu hrauni. Er þetta þá hið upphaflega hraunyf- irborð efsta hraunlagsins, sem hér rann fyrir mörgum milljónum ára? Varla. Líklega eru hér aðeins hraunamót, þ. e. hraunlagið sem var ofan á, er al- gerlega eytt í burtu. Hvað sem því líður, þarf maður ekki að vera í vafa um eðli þessa bergs. Það er augljóslega gamalt hraun og getur ekki annað verið. Þetta hefðu gömlu nepútistarnir þui'ft að sjá, sem héldu því fram, að landið hefði risið alskapað upp af svávar- botni. En nú fylgja þeim víst fáir að málum, nú vita allir, að íslenzka blá- grýtið er gosbei’g og því þarf ekki þess- ara sannana við. Ég tek samt með mér nokkrar stein- völur, með hraunyfirbox’ði, til að sýna hinum vantrúuðu. Kennslustund í skriðufallafræði. Nú er þrautin þyngri, að komast ofan af fjallinu. Við leitum fyrir okkur á ýmsum stöðum, en alls staðar virðist heldur ógi'eiðfært, þar sem við ætlum niður í Syðri-Jökulsárbotninn. Loks finnum við þó stað, þar sem sæmilega greiðfært er, en snarbrött skriða, liggur af fjallsbrún og niður á jökulinn. Þór- ir fer beint niður að vanda en ég fer lengra suður eftir og smásneiði skrið- una. Fallegt er að sjá niður í jökulbotn- inn, þar sem jökullinn liggur eins og seppi fi-am á lappir sínar, fallega rönd- óttar að framan. Allt í einu heyri ég þyt fyrir framan mig og síðan dunur og undii'gang og um leið finn ég að skriðan er komin á hreyfingu undir fótum mér. Steinai’n- ir veita mér lítið viðnám, heldur síga undan þegar á þá er stigið. Ég tek til fótanna sem mest ég má, þvert eftir skriðunni, rétt tylli fótum á steinana, sem jafnhai’ðan velta undan. Dunurnar magnast og dynkii-nir að baki méi', en ég hei’ði hlaupið. Ég veit ekki hvort ég er hræddur en hlæ í huga mínúm að þessari fóta- mennt, sem mig minnir einhvemveg- inn á flugu, sem gengur á vatni. Bráðum finn ég þó að ég er kominn á fast aftui*. Steinarnir veita aftur við- nám. Ég lít við. Þai'na, rétt fyrir aftan mig er komin stærðar geil í skriðuna, en kolmórauð grjótá vellur eins og flóðbylgja niður eftir hlíðinni langt fyrir neðan. Nú fyrst tek ég eftir því að ég er EggJa ÉG VAR ásamt fleiri krökkum látin sitja yfir fráfæi'nalömbunum heima á Tjörn í Svarfaðardal. Þegar ég var átta ára kom fyrir atvik, sem öðru hverju kemur í hugann. Lömbin höfðu dreift sér og var ég og strákur frá næsta bæ að smala þeim saman. Leið okkar lá meðfram enda tjarnar þeirrar, sem bærinn dregur nafn sitt af. í grastoppi í tjöminni kom- um við auga á eitthvað kvikt. Við lögð- um þegar upp í rannsóknarleiðangur, þótt þarna væri hálfófært, því forvitni okkar var vakin. Áður en mig varði hafði strákurinn tekið tvö egg í lófa sinn. Ég bað hann að láta eggin í hreiðr- ið aftur, en hann taldi mér trú um, að það væri gagnslaust, því að öndin myndi afrækja og ekki setjast á þau á ný. Mér lá við gráti en harkaði af mér. Þegar við komum upp á stekkinn sáum við andahjónin og börmuðu þau sér svo sárt að mér finnst ég heyra það enn þá, eftir 64 ár. Þá gat ég ekki stillt mig lengur og hágrét. Ég talaði um þetta við félaga minn, strákinn, sem með mér var, og spui’ði hann, hvort honum væri sama um þetta. Hann lét sem svo væri, en ég veit að hann tók sér þetta líka nærri. Sektarmeðvitundin altók mig og mér ofsahræddur. Hjartað berst hraðar en í nokkrum smáfugli og máttleysi gríp- ur mig svo ég er í þann veginn að hníga niður. En brátt kemur þó fræðihugurinn upp í mér og vinnur bug á máttleys- inu. Hér hafði ég orðið vitni að sjald- gæfu náttúrufyrirbæri og það tækifæri má ekki láta ónotað. Ég ski’eiðist aftur að geilinni og fer að athuga hana nán- ar, og svo hlaupið, sem hefur nú stöðv- ast lengst niði’i í skriðurótum. Víða sér á klappir í geilinni, grjótið og mölin hafa hreinsast ofan af en mórautt vatn sytrar hér og þar niður. Hlaupið sjálft er augljóslega mikið vatnsblandað. Skýi’ingin virðist mér vera sú, að þarna hafi vei’ið eitthvei’t vatnsauga í ski iðunni og jarðvegurinn þarna alveg vatnsósa svo að lítið hafi mátt við hann koma til að hann færi af stað. Ég hafði því sjálfur oi-sakað hlaupið með því að ganga þarna um. (Meii-a seinna.) ránið fannst synd mín óbærileg og guð myndi ekki geta fyrirgefið mér hana. í trúnaðartrausti bamsins bað ég hann að gefa mér vísbendingu um, hvort mér yrði fyrirgefið. Sjálf lagði ég minn litla heila í bleyti. Hvers vegna ekki að reyna að aðstoða guð ofurlítið sjálf? Ég ákvað, að ef ég fyndi nú hreiður áður en ég væri búin að telja upp í 50, teldi ég það vísbendingu um fyrirgefningu. Ég hljóp nú af stað þama ofan fyrir og taldi og taldi í öi-væntingu minni og um leið í heitri bæn. Þegar ég var kom- in upp í 47 flaug óðinshani upp rétt við fætur mér — af hreiðri —. í því voru 4 egg. Ég feyni ekki að lýsa því með orðum hve fegin ég varð. Fögnuðurinn gagn- tók mig á því augnabliki. Og það veit ég, að einhver áhrif frá þessu atviki í lífi mínu fylgja mér þar til ég er öll. Sesselja Eldjóm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.