Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 23

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ DAGS 23 SÆMUNDUR G. JÓHANNESSON: Jvlinningar mínar um Davío skála Stefánsson Margar ern þær minningargrein- ir, sem ritaðar hafa verið um Dav- íð Stefánsson, skáldið frá Fagra- skógi. Þær eru sem blómsveigar, gerðir úr rósum heitrar vináttu, fornum stúdentanellikúm fölskva- lausrar tryggðar. Ég kem aðeins með nokkur „Gleym mér-ei“ blóm þeirra minninga, sem fastast hafa loðað við huga minn. Hver voru fyrstu kynni mín af Davíð? Ljóðabók lians „Svartar fjaðrir". Þar voru ijóð, ólík öllu öðru, sem ég hafði lesið af ljóðum. Þau seiddu og löðuðu, eða ólguðu og ögruðu, skildu eftir þrásækin áhrif. Ég var um tvítugt, sveitabarn og náttúrunnar, sem fann svo vel, hvernig „ritþráin togar hinn snauða“. Auðvitað voru ljóðin lýs- ing á manninum sjállum, sem orti þau, en það skildi eg ekki þá. Svo var það um sólstöður sumar- ið 1926. Ég var á leið frá Akureyri til Hvammstanga með strandferða- skipi. Þá var Davíð Stefánsson staddur á skipinu, og var hann með öðrum manni á leið til Fljóta. Þá sá ég hann í fyrsta sinn. Eigi fóru orð á milli okkar, 'en hann hló hlátur mikinn að svari, sem ég gaf íörunaut hans. Maður sá var ölv- aður og áreitti mig í orði. Vorið 1929 fluttist ég hingað til Akureyrar. Örskannnt var á milli Amtsbé)kasafnsins, þar sem Davíð var bókavörður, og Sjónarhæðar. Gat því eigi farið hjá því, að við mættumst á götu og sæjumst í safn- inu, ef ég kom þar. Oft sá ég hann ganga framhjá, er ég var að ein- hverju sýsli úti við, svo sem vinnu í kartöflugarði. En ég efast um, að orð hafi farið okkar á milli fyrri en það, að Gullna hliðið kom út. Ég heyrði fólk ræða um leikritið, svo að ég fékk það að láni og las það. „Sízt er vort mark, að særa þá er trúa“. Þannig l'órust höfundi orð í forspjalli leikritsins. Því marki hafði eigi orðið náð, þrátt fyrir ósvikinn ilm af íslenzkri tungu. Sem þeim trúmanni, sem ég er, 'féllu mér illa grófyrðin, er það var á köflum auðugt af. Fannst mér þau mundu engum verða til sálu- bótar, er sæju þau eða heyrðu. Fannst mér þau prýða leikritið álíka mikið og strigabætur vefnað. Út yfir tóku þó endalokin. Þar varð ég einu sinni enn að kjósa, hvort ég vildi fremur fylgja Kristi eða mönnum. Jesús Kristur sagði skýrt og skorinort: „Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann endur- fæðist.“ En leikritið lætur kerling- una. kasta skjóðunni með sál Jóns inn í himnaríki. Þar inni endur- fæðist hann, verður nýr maður, „hvítur eins og mjöll“. Þetta fékk ég eigi staðizt. Ég skrifaði ritdénn og birti hann í Norðurljósinu, blaði Arthurs Gooks. Eylgdi ég þar dæmi skálds- ins, að skeyta hvorki um skömm eða heiður, því að ég vissi mæta vel, að ekki mundi þetta auka hróður minn. Skömmu eftir það, að blaðið kom tit, mætti ég Davíð á götu, og var Aðalsteinn Jónatansson í fylgd með honum. Aðalsteinn var áskrifandi Norðurljóssins langa hríð, unz hann lézt. Nokkuð var liðið af dag- málum, en auðséð var, að Davíð hafði vakað og verið við skál um nóttina. Hann veik að mér o°- o mælti á þá leið, að hann hefði ver- ið að lesa ritdóm minn um nóttina, skemmt sér vel og hlegið mikið að honum. Líklega var það um þetta leyti, að ég sá Davíð á götu og mælti við hann: „Ég get vel skilið, hvernig þér farið að yrkja um éistir og vín. Hitt get ég eigi skilið, hvernig þér farið að yrkja um reynslu trúaðra manna.“ Ég hafði lesið kvæði hans um Haliberu abbadís, og fannst mér mikið til um það. Er ég ávarpaði höfundinn þann- ig, var sem hann færi ofurlítið hjá sér, roðnaði lítið eitt og mælti frem- ur feimnislega: „Það kemur ein- hvern veginn þannig." Nú er þess að geta, að maðurinn Davíð Stefánsson var mér enn lítt kunnur, þótt skáldið þekkti ég

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.