Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 27

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 27
27 JÓLABLAÐ DAGS eg var ^rettán ára, Kaflar úr bréfi: ÞÁ VAR ég bara þrettán ára og nú eru 65 ár síðan. Þá var ég heima- sæta eða kannski öllu heldur stelpu- kjáni á gelgjuskeiði í foreldrahús- um. Það er ósköp bjart yfir endur- minningunum frá þeim árum, en það finnst víst öllu gömlu fólki. En nú má ég ekki vera með útúrdúra því að þá yrðu það talin elliglöp hjá mér, en komast heldur að efn- inu, fyrsta baJlinu, sem ég tók þátt í. Ég var þrettán ára, eins og ég sagði en stór eftir aldri, nærri því eins há og hún rnamma mín en lík- lega hálfgerð rengla. Og ég var byrjuð að verða pínulítið skotin í strákum, einkum Stjána, strák af næsta bæ, sem var nokkrum árum eldri, stór og myndarlegur piltur. En nú snerist allt um fyrsta dans- leikinn. Það átti að hafa barna eða unglingaball í sveitinni minni. Daginn var svolítið farið að lengja, snjór yfir allt og mikil frost. Það var óttalegt fjaðrafok þegar við vorum að búa okkur. Við vorum tvær systurnar og svo áttum við að verða nokkrum strákum og líka stelpum af næstu bæjum samferða. Við fengum hóflegar ávítur hjá mömmu þegar við vorum að undir- búa ferð okkar og lögðum undir okkur alla baðstofuna. Við fengum Hka heilræði hjá henni. Em ein- hvern veginn fóru þau nú inn um annað eyrað og út um liitt. Það hef- ur víst alltaf verið svo. En pabbi sagði okkur að flýta okkur svo að hinir krakkarnir þyrftu ekki að bíða, þegar þau kæmu. Auðvitað værum við ekki einar á ferð og munur væri nú á að hafa fíleflda karlmenn sér til fylgdar. Hann var nú alltaf svo gamansamur, hann pabbi minn. Jóa systir var tveimur ármn eldri en ég, orðin veraldarvanari en ég, því hún var búin að vera fleiri vik- ur hjá prestshjónunum, bara tölu- vert menntuð orðin, fannst mér! Pabbi sagði, að hún færi bráðum að verða dama. Það þótti henni rnikið hrós, en ekkert slíkt var sagt við mig. Svo var barið að dyrum, þrjú híigg cins og venja var í þá daga og ekki dregið af, því löiig voru bajj- argöngin og ekki til neins að pota í hurð með einum fingri. Snati gelti nokkrum sinnum og við þust- um til dyra. Þar var Stjáni kominn og liinir krakkarnir. \7ið vorum til- búnar og svo var haldið af stað. Komið var myrkur, en veðrið var ágætt. Og veðurútlitið var gott, það sá ég á pabba, sem fylgdi okkur út á hlað og gáði til veðurs. Okkur bar liratt yfir og ekkert bar til tíðinda fyrr en við vorum komin yfir hálsinn og áttum skamrnt ófarið niður á jafnsléttu. Þá Iivarf Stjáni. Jörðin gleypti hann. Þarna var lækur, sem við <")11 þekktum vel, en gleymdum bara að aðgæta nákvæmlega hvar við fór- um. Snjórinn bráðnaði alltaf neðan frá yí'ir þessura læk. Það hafði hann líka gert núna, þótt frost væru dag eftir dag. Stjáni stóð upp í hné í læknum. Við kipptum honum upp. Hann var bara montinn af þessu, svo að ég hætti við að vorkenna honum. En við vissum öll um kal- hættuna, þegar slíkt bar við. Eór- um við því að hlaupa, enda öll létt upp á fótinn. Við náðum áfanga- staðnum sem við skulum nefna Hól — eftir litla stund. Það voru íleiri að koma og allir í sólskinsskapi. Gulbröndóttur köttur var við bæj- ardyrnar og tók upp fæturna til skiptis, þótti víst kalt í snjónum. Kannski átti hann nú ekki lengur neitt friðland inni í bænum. Spennan lá i loftinu, margir krakkar og unglingar komnir og einstöku karl og kerling, sem þurfti að hafa nefið niðri í öllu, þar sem fólk kom saman, þó að þetta væri ekki neitt fullorðinsball. Inni í bað- stofu var búið að rýma svo til, að þar var kominn þessi fíni danssal- ur. Nonni var kominn með nikk- una, súkkulaðiilm lagði fyrir vit okkar úr eldhúsinu og Stjáni fékk þurra sokka. Við vorum auðvitað svolítið feimin hvert við annað, svona fyrst i stað. Hér er rétt að skjóta því inn í. Að það var nú ekkert félagsheimili á Hóli. Það var bara venjulegur bóndabær, að miklu leyti byggður iir torfi og grjóti, eins og þá var sið- ur, en baðstofan þiljuð innan. Þá var ekkert rafmagn, en olívdampi Iiékk niður iir loftinu og bar góða birtu. Sæti voru með veggjum og S.takur stóll fyrir harmonikuspilar- ann. Þið getið hugsað ykkur hvort tilhlökkunin hafi ekki verið mikil hjá þrettán ára stelpu, sem aldrei hal'ði larið á dansleik, aldrei séð kvikmynd, bíl, flugvél, útvarp eða síma. En það var ekki þar með sagt, að Hfið hafi verið eitthvað daufara á þeim árum. Störfin voru í föstum skorðum á heimilunum. Hver maður hafði sín verk að vinna. Og það var margt fólk á hverjum bæ, sums staðar yfir 20

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.