Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 31

Dagur - 24.12.1966, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ DAGS 31 Kynlegur kvistur talið öllum áliyggjum a£ mér létt með kaupin á þessari vínflösku, enda man ég ekkert hvernig þau fóru fram og hverjir greiddu kostn- aðinn á móti mér. En morguninn eftir hafði ég meðtekið minn h'lut og þegar ég hafði borðað morgun- verð þá fór ég upp á mitt herbergi, hellti í vatnsglaS úr vínflöskunni og hvolldi því í mig. Svo stakk ég upp í mig kanelberki, sem ég hafði sníkt í leiðinni frá matnurn og jóðl- aði hann. Svo flýtti ég mér niður í kennslustofu. Ég átti að ganga upp í sögu og þurfti ekki lengi að bíða eftir að vera kallaður upp. En nú var komið annað hljóð í strokkinn en daginn áður, þegar ég stóð við kennaraborðið og gát engu svarað.í Jandafræði. Nú var enginn minnimáttarkennd eða prófskrekk- ur. Engin hræðsla við það, þó stof- an væri fuíl a£ áheyrendum. Ég dró 2 miða, annan í íslands-sögu og hinn í mannkynssögu. Ég byrjaði að tala og hélt viðstöðulaust áfram, þár til kennarinn stöðvaði mig. Ég fékk hæstn einkunn, sem gefin var. Síðara fagið þennan dag var eðlisfræði. Kennari í henni var sá sami og í stærðfræði og nú virtist hann vera mjög.ánægður með mig, enda var ég öruggur með að svara öllu, sem um var spurt. Þessi próf- dagur hafði heppnazt. Þrátt fyrir þessa reynslu mína, þá vildi ég nú ekki hvetja neinn til að feta í fótspor mín. Ég he'fi séð svo mörg dæmi þess, hvað áfengis- neyzla er mikill bölvaldur í okkar þjóðlélagi, og eins hvað stó.rt bál getur orðið af litlum neista. En nú kem ég að síðustu spurn- ingunni. Vár þessi gamli vinur minn og skóíabróðir, sem um get- úr í byrjun þessarar lrásagnar, og átti orðastað við mig úti fyrir Hótel Norðurlandi, vár hann einn með- t’igandinn í brennivínsflöskunni margunitöluðu hér að framan? Ég mnndi ekki þra-ta fyrir það nú. S VARFDÆLIN GURIN N Björn Snorrason, sem eldri sveitungar hans og fleiri muna, var einn hinn sérkennilegasfi nraður. Hann gekk um snærum reyrður og lá löngum í útihúsum, var stpndum viðskota- illur og börn hræddust hann mjög. Éaðir lrans var Snorri sá, sem tvisv- ar týndist og nýlega var drepið á í Degi (í grein um Árskógsströnd). En ekki bera honum allir ljóta sögn. Roskin kona úr Svarfaðardal sagðist eitt sinn á barnsaldri, ásamt nokkrum öðrtlm börnúm á hennar rcki, hafa komið að Birni í fjár- húsi, þar sem þau áttu ekki manna von. Börnin urðu ofsahrædd. Björn reif þorskhausa með berum tönn- unttm og var hinn ófrýnilegasti ásýndum, úfinn og óhreinn. En þorskhansa hafði hann stunduui með sér, eða annað matarkyns og neytti þess í útihúsum. Björn leit upp og spurði, hvort við gætum lánað sér hníf. Við það urðum við enn hræddari og tók hópurinn að hopa, sagði hin roskna kona. En ég átti vasahníf, og gekk fram með hálfum huga ,og rétti honum hnífinn og beið á meðan ltann notaði hann. Börnin, leik- systkini mín, komu nú nær. Þar kom, að máltíð lauk, og rétti hann mér þá vasahnífinn. Börnin flýttu sér þá að kveðja, en hann tók ekki undir. Vertu sæll, Björn minn, sagði ég. Þá leit hann upp, þakk- aði hníflánið og sagði svo: Guð BJÖRN SNORRASON. fylgi þér ævinlega, elsku litla ló- an mín. Og þetta sagði hann þannig, að mér hlýnaði um hjarta og fékk innilega samúð með honum, sagði konan. (Myndina tók Jón Árnason á Laugálandi).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.