Dagur - 04.01.1967, Side 1

Dagur - 04.01.1967, Side 1
............... » Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 4. janúar 1967 — 1. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 LANDLEIÐIN SUÐUR ER LOKUÐ í GÆR var ætlunin að opna veginn milli Reykjavíkur og Blönduóss. Frá Akureyri til Blönduóss er hins vegar ófært með öllu og verður sú leið ekki opnuð í bráð. Dalvíkurvegur mátti heita ófær í gær en unn- ið var þá að því að gera hann færan trukkum. Opna átti í gær Húsavíkurleið um Dals- mynni. Sæmilega gott bílfæri er um sveitir framan Akur- eyrar, einnig til Hjalteyrar og að Bægisá. □ Heybruni í Hör gár dal Á FÖSTUDAGSMORGUNINN 30. des. sl. varð eldur laus í 350 hesta fjárhúshlöðu á Staðar- bakka í Hörgárdal. En þar býr Skúli Guðmundsson. — Þegar komið var í hlöðuna var reykj- arlykt í geil einni og glytti í eimyrjuna. Strax var símað til slökkviliðsins á Akureyri og beðið um aðstoð og innan skamms voru góðir grannar komnir til hjálpar. Eldinum var SVANUR FÓRST MEÐ ALLRI ÁHÖFN MÓTORBATURINN SVANUR RE 88 fórst með 6 manna áhöfn fyrir jólin. Arangurslausri leit að bátnum var hætt á aðfanga- dag, en gúmíbátur á hvolfi og fleira úr bátnum fannst um 20 mílur út af Kóp. Ahöfnin var frá Hnífsdal nema einn maður, en hann átti unnustu þar. Þessir menn voru á bátnum: Ásgeir Karlsson formaður, Friðrik Maríasson vélstjóri, Jón Hálfdán Helga- son, Jóel Einarsson, Einar Jóhannes Lárusson og Her- mann Lúthersson frá Siglufirði. haldið niðri með tiltæku vatni og-eins með því að byrgja hann. Slökkviliðið kom að Staðar- bakka um kl. 1 e. h. Færi var illt og bíllinn ekki nógu góður. Eldurinn var svo slökktur og heyið dregið úr hlöðunni. Þessa dagana er verið að setja það inn aftur. Bóndi telur, að sennilega hafi þarna eyðilagzt um 200 hest- burðir af heyi. Hér var um sjálfsíkveikju að ræða og var vitað um allmikinn hita í hey- inu, sem þó virtist úr -sögunni af því hitalyktin var horfin. Hlaða sú, sem hér um ræðir var áföst annarri miklu stærri heyhlöðu og að sjálfsögðu pen- ingshúsum. Má því með sanni segja, að verr hefði getað farið. Þessi eldsvoði minnir bændur á, að enn getur hættulegur hiti leynzt í heyjum. Q HLUTU VERÐLAUN LJÓÐSKÁLDIN Þorgeir Svein bjarnarson og Stefán Hörður Grímsson hlutu styrki úr rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins um nýliðin áramót — 25 þús. krónur hvor —. □ NÝR SJÚKDÓMUR Á MÖNNUM OG SKEPNUM Umsögn dýralækna . Stöðva verður útbreiðslu KOMINN er sjúkdómur á nokkra bæi í Hrafnagilshreppi og á einn bæ í Höfðahverfi, er bæði leggst á nautgripi og einn- ig á fólk. Það er sveppaveikin „ringorm“ eða tricophyton- verrucosum og hefur hún ekki áður valdið tjóni á búpeningi hér á landi. Blaðið snéri sér til dýralækn anna Ágústs Þorleifssonar og Guðmund Knutsens til að fá af þessu nánari fregnir. Þeir sögðu efnislega frá á þessa leið: Þessi sjúkdómur er nokkuð algengur á Norðurlöndunum og víðar, sýkir bæði nautgripi og fólk, einnig svín. Einkenni hans eru bólur, sem síðan mynda hrúður. Á nautgripunum byrj- ar hann oftast við augun en breiðist svo út. Hárið dettur af. Lækning tekur nokkur tíma. Júgur kúnna sýkjast ekki og mjólkin er jafn góð. Kýrnar geta gengið alllengi með sjúk- dóminn áður en hann kemur í ljós. Fjósamenn þurfa að sápu- þvo hendur sínar og handleggi mjög vel að loknum fjósverk- um. Yztu föt fjósamanna ætti að varast að bera inn í íbúðir fólks. Sjúkdómurinn útbreiðist einkum við beina snertingu. FRIÐSAMT var um jól og ára- mót á Akureyri að þessu sinni, sagði Gísli Ólafsson yfirlög- regluþjónn. Frá því á Þorláks- dag og fram yfir jóladagana urðu þó um 20 bifreiðaárekstr- ar en flestir án mikilla skemmda eða meiðsla. Harður árekstur varð þó hjá Gróðrar- stöðinni á aðfangadag og urðu þar meiðsli á fólki og ennfrem- Varast ber óþarfa umgang í fjósunum, og gestakomur þar. Þessi veiki er á fimm bæjum í Hrafnagilshreppi, kom fyrst upp á Grund, hefur líklega bor izt þangað með dönskum fjósa- manni. Frá Grund voru, áður en vitnaðist um veikina, kýr seldar á bæ einn í Grýtubakka hreppi og barst sýkin með þeim. Erfiðlega tókst að fá viðeigandi (Framhald á blaðsíðu 5). ur í Brekkugötu annan jóladag, en þar varð einnig harður árekstur og slasaðist kona. í þessum tveim árekstrum urðu miklar skemmdir á bifreiðum. Fyrir jólin var aðalverzlunar hluta Hafnarstrætis lokað fyrir bíla, þegar verzlun var mest og er það til mikils hagræðis. Nokkuð bar á sprengingum milli jóla og nýárs í miðbænum. En lögreglan tók nokkra unga menn úr umferð af þessu til- efni og beitti sektum, hvarf þá þessi ófögnuður að mestu. Á gamlárskvöld var veður vont og var því aðeins kveikt í (Framhald á blaðsíðu 2.) r Olafsfirðingar koma ÞEGAR blaðið var að fara í pressuna í gærkveldi fréttist, að Leikfélag Ólafsfjarðar myndi koma til Akureyrar og sýna sjónleikinn Öldur eftir séra Jakob Jónsson. Leikstjóri er Kristján Jónsson. Sýningamar verða á fimmtudags- og föstu- dagskvöld í Samkomuhúsi bæj- arins. □ Hermann Jónasson sjötugur HERMANN JÓNASSON alþingismaður varð sjötugur á jóladag, 25. desember sl. Hann er skagfirzkur bóndasonur, lögfræðingur að menntun. Árið 1929 varð hann lögreglustjóri í Reykjavík og ári síðar bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Árið 1934 bauð hann sig fram móti Tryggva Þórhallssyni í Strandasýslu, vann þar sögufrægan kosningasigur og var orðinn forsætisráð- herra áður en þing kom saman það ár. Hann hefur verið forsætis- ráðherra samtals 11 ár en ráðherrastörfum hefur hann gengt í 14 ár. Formaður Framsóknarflokksins var hann frá 1944—1962. Það kom í hlut Hennanns Jónassonar að vera þjóðarleiðtogi á viðsjálum tímum og erfiðum. Miklir vitsmunir, drenglund, karl- mennska og glæsileiki hófu hann til forystu og hafa skipað honum á bekk þeirra beztu sona þjóðar sinnar, sem bæði skópu henni marga sigra og mikla sögu á þessari öld. Dagur sendir hinni öldnu kempu sínar beztu afmælisóskir. E. D. Róleg jól og árarnót á Ákureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.