Dagur - 04.01.1967, Page 4

Dagur - 04.01.1967, Page 4
5 4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akuréyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ri(stjóri og ábyrgðarmaður: ERJLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Áramót VIÐ ÞESSI áramót er margs að minnast. Enn einu metári í afla- brögðum er lokið og góðu atvinnu- ári alls þorra vinnufærra Islendinga. Náttúruhamfarir, sem oft hafa verið þungar í skauti, hafa ekki yfir dun- ið og viðskipti við útlönd hafe geng- ið greiðlega. Hinar ytri aðstæður voru mjög hagfelldar fyrir þjóðfélag- ið í heild og ýmsu hefur þokað í rétta átt. Hinsvegar hefur ymislegt úr skorðum gengið í stjórn landsins. Mitt í góðærinu og í lok margra ára samfellds góðæratímabils, hefur ríkisstjómin neyðst til að senda út neyðarskeyti. Kompás „viðreisnar- innar“ var frá upphafi ónothæfur og leiddi þjóðarskútuna í ógöngur. Þessum gallagrip var kastað fyrir borð og em bæði mánuðir og miss- eri síðan. Sumir standa enn þá í þeirri trú, að eftir honum sé stýrt enn í dag. En fólk ætti bara að líta í leiðabókina, öðru nafni viðreisnar- bókina frægu, sem gefin var út á kostnað ríkissjóðs og send á hvert heimili landsins. í jreirri bók vom ráð við hverjum vanda, jafnvel því að kveða niður drauga, svo fullkom- in var bókin og svo ráðsnjöll ríkis- stjórnin. En dýrtíðardraugurinn hafði betur og nú sannar fjárlaga- fmmvarpið, að hann etur 700 millj. kr. af ríkistekjunum í alls konar upp bótum og niðurgreiðslum þetta árið, eða er áætlað það fóður fram á næsta liaust. Óskabömin, svo sem hafnir, vegir, skólar og aðrar þjónustustofnanir gjalda þessa mjög tilfinnanlega, því að þau em afskipt. Neyðarskeyti ríkisstjómarinnar lieitir verðstöðv- un. Á sama tíma og það er sent út, sem lög frá Alþingi, hækka álögur á landsfólkið, sem því ber að greiða til ríkissjóðs, um 1000 milljónir króna. Má af þessu sjá, hvert stefnir í stöðvunaráttina. Hin nýja stöðv- unarstefna kemur sjö ámm of seint. Atvinnuvegr landsmanna era svo grátt leiknir eftir „viðreisnina", að ekki verður lengur dulið. Fiskverk- unarstöðval gefast upp að óbreyttu, gmndvöllur þorskveiða er brostinn, togaraútgerðin dauðadæmd og ýmiss konar iðnaður dregst vemlega sam- an. Dýrtíðardraugurinn hefur etið of mikið frá atvinnuvegunum. Auðvitað er verðstöðvun nauðsynleg og ber að styðja hana á raunhæfan hátt, jafnt fyrir kosningar og eftir þær. En menn óttast það vegna bit- urrar reynslu af þessari ríkisstjóm, að hér sé um að ræða dálítið sniðuga kosningabrellu. Það er a. m. k. ekki ónýtt að hampa stöðvunarfmmvarp- inu framan í verkalýðsfélögin ef þeim skyldi detta kauphækkanir í hug. Snjólaug Flóventsdóttír MINNING ÞANN 11. des. sl. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur éyri Snjólaug Flóventsdóttir fyrrum húsfreyja að Auðnum í Svarfaðardal og var borin til grafar að Urðum 17. s. m. Snjólaug var fædd að Þverá neðri í Svarfaðardal 25. maí 1896. Móðir hennar Sigríður Hallgrímsdóttir var þá vinnu- kona þar. Árið 1899 fluttist Sigríður ásamt dóttur sinni að Tjöm. Sigríður hafði áður verið vinnu kona um alllangt skeið hjá þeim presthjónum þar. Að þessu sinni dvaldi hún þar óslit ið þar til Snjólaug var 16 ára. Þá giftist Sigríður og fluttist burtu og dóttir hennar með henni. Snjólaug ólst því upp á Tjörn, yngsti borgarinn í þeim stóra og glaða hópi ungmenna, barna og fósturbarna þeirra prest- hjóna Kristjáns Eldjárn og Petrínar Soffíu Hjörleifsdóttur. Á því heimili gekk allt jafnt yfir alla það er heimilið mátti veita. Ég sem þessar línur rita hefi því alla tíð litið á Snjólaugu sem uppeldissystur mína og svo var um okkur systkinin öll. Árið 1918 giftist Snjólaug Ágústi Jónssyni frá Göngustöð- um hinum vaskasta manni. Mis eldri þeirra hjóna var all mikið, en kom þó eigi að sök, því hjónaband þeirra reyndist hið bezta og traustasta. Þau hjónin voru fyrstu árin í húsmennsku að Þorleifsstöð- um, en fengu þá byggða jörðina Auðnir skömmu síðar og reistu þar bú og bjuggu þar allan sinn búskapartíma. Höfðu þau þá fengið jörðina keypta. Á Auðn- um dó Sigríður hjá dóttur sinni, er reyndist henni afburðavel í langvarandi og erfiðri bana- legu. Þau Auðnahjón eignuðust fimm börn. Fjórar dætur og einn son. Tvær dæturnar misstu þau í frumbemsku, en elztu dótturina, Sigurnönnu 16 ára gamla. Tvö yngstu börnin kom ust til fullorðinsára, Jón og Petrína, er bar nafn móður minnar, en hana taldi Snjólaug allajafna sína aðra móður. Á Auðnum farnaðist þeim hjónum vel þó að jörðin væri lítil, og vinátta nábúa sinna áttu þau }' ríkum mæli, enda sjálf hjálpfús og vinföst. Síðustu búskaparár þeirra hjóna var Ágúst blindur og því óvinnufær, en Snjólaug hélt þó búskap áfram með aðstoð bama sinna. Jón þá orðinn fulltíða maður. Árið 1952 í fardögum létu þau hjón af búskap og fengu jörðina og búið í hendur syni sínum, en hann var þá heit- bundinn Rannveigu Valdemars dóttur vopnfirzkri konu. For- eldrar hennar voru Valdemar Jóhannesson og Guðfinna Þor- steinsdóttir (Erla skáldkona). Rannveig var glæsileg kona og gáfuð, svo sem hún átti ætt til. Blasti því framtíðin glæst við, og framtíðarvonir miklar við bundnar fyrir gömlu hjón- in, að lifa í skjóli sonar síns og væntanlegu tengdadóttur. En örlögin hugðu þetta á annan veg og gripu inn í líf fjölskyld- unnar með örlagaríkum og ógnvekjandi hætti. Föstudaginn langa 1953 féll snjóflóð á bæinn svo hamrammt að sópaði burtu bæjarhúsi, pen ingshúsum öllum ásamt bú- peningi utan 2 hestum er með einhverjum hætti brutust út úr flóðinu. Fjórum eða fimm kind- ur fundust síðar lifandi. Fólkið allt grófst í snjóinn. Þennan dag var blindstórhríð, fannfergi gríðarlegt og sást ekki milli bæja, urðu nábúarnir ekki strax varir við hvað skeð hafði. Talið er líklegt að flóðið hafi fallið kl. 3 e. h. En um fimmleytið leit bónd- inn á Hóli út um glugga og sá þá að rofaði til örstutta stund, Snjólaug Flóventsdóttir. en sá þá eigi Auðnabæinn. Þótti þetta kynlegt og vildi vita hvað ylli og brauzt út í hríðina til Auðna. Aðkoman var ægileg. Símað var samstundis til nábúa og síðan um sveitina og til- kynnt hvað skeð hafði. Skjótt var við brugðið og drengilega. Brotizt í blindhríð, veðurofsa, myrkri og ófærð á slysstaðinn og læknir tilkvadd- ur. Allt tók þetta fleiri klukku- tíma og var ekki háskalaust ferðalag. Eigi hafði lengi verið grafið í flóðinu er Jón og Snjólaug fundust og voru bæði lifandi. Höfðu lent ofarlega í snjónum, en gátu sig hvergi hreyft. Snjó- laug hafði orðið fyrir líkamlegu áfalli er hún fékk aldrei bætt. Ágúst fannst all nokkru síðar, dáinn, og unga konan eigi fyrr en undir morgun, dáin. Hafði lent neðst í flóðinu en það var geysiþykkt. Þetta er mikil sorgarsaga. Ægilegt áfall fyrir að verða, það þarf ofurmannlegt þrek og hugró til að brotna ekki undir slíkum ofurþunga sviplegra örlaga. Mönnum var áður Ijóst að Snjólaug var mikil kjarkkona og æðrulaus. Átti sterka og örugga guðstrú, nú reyndi á þessa eðliskosti, og henni brugð ust þeir ekki. Hún æðraðist ekki og lét ekki hugfallast. Hér væri aðeins við iDroltinn að deila, hans væri valdið og því valdi væri ætíð beitt til góðs, þó að við skildum það eigi ætíð. Um þetta skyldi enginn vera í efa. Og ég er ekki heldur öllu svipt. Börnin mín tvö lifa. Ég er því engin einstæðingur.. Það er þessi lífsskilningur, sem er hinn heilagi vígði þáttur og öflugasti máttur í mannlegri sál til að mæta þungum harmi og vonbrotum þessa jarðneska lífs. En Snjólaug átti eftir að lifa það að vera enn harmi slegin. Sonur hennar Jón er hún unni MINNING Jóhann Krisfjánsson, byggingíundsteri, Auðarstræti 17, Rvík heitara en eigin lífi varð bráð- kvaddur 9. febrúar 1966. Snjó- laug var þá sjúklingur á Sjúkra húsi Akureyrar er henni bár- ust þessi sorgartíðindi, mun þá mest hafa reynt á þrek hennar að gefast ekki upp. En svarið var hið sama. Allt er í guðs- hendi, hví skyldi ég þá mögla, og enn er ég ekki öllu svipt. Petrína mín lifir og guð tekur hana ekki frá mér. Ég er enn ekki einstæðingur. Og vissu- lega var hún ekki einstæðingur. Unga dóttirin Petrína helgaði móður sinni allt sitt líf. Var henni líknarengill, þar til yfir lauk. Betur en hún gerði mun naumast unnt að rækja dóttur- skyldu sína. Það er mikil gæfa að eiga þann vitnisburð með réttu. Snjólaug Flóventsdóttir var vel gerð kona, dugmikil, þrifin, hagsýn, glaðlynd og hjartahlý. Skaprík nokkuð og ákveðin, en drenglynd og fljót til sátta. Hún var vinsæl og kiHStii vel að meta þann vinahug er að henni streymdi í sorgum hennar og andstreymi. Þess er vert að minnast og má sízt undan draga, að geta hinnar almennu þátttöku er Snjólaugu var auðsýnd í þreng ingum hennar og náðu langt útfyrir raðir þeirra er af henni höfðu persónuleg kynni. Skal því hér fyrir hennar hönd flutt hjartanlegt þakklæti öllum þeim stóra hóp, er þar komu við sögu. Hún biður þeim öll- um blessunar guðs. Auðnir voru ekki byggðir upp að nýju. Fjölskyldan flutt- ist til Akureyrar og settist Snjó laug að hjá æskuvinkonu sinni og uppeldissystur Sesselju Eld- járn og þar dvaldi hún um 8 ára skeið. Ekki þarf í efa að draga hver stuðningur Snjó- laugu var sambýli við þá hjarta hlýju og stórbrotnu konu sem nú ein af uppeldissystrunum er enn á lífi og fylgdi henni til grafar. Um það skulu eigi fleiri orð höfð til þess er Sesselja mér of nákomin. Ég vil enda þessar línur með því að færa Snjólaugu hjartan- legar þakkir fyrir allt frá bernskukynnum og þess er ég naut frá hennar hendi síðar á ævinni er ég um árábil var um tíma á ári hverju heimagangur á heimili hennar við barna- kennslu. Þar átti ég alltaf syst- ur að mæta. Dótturinni Petrínu færum við vinir Snjólaugar hamingju óskir með skyldurækni þá og ástríki er hún sýndi svo ræki- lega í verki. Við óskum henni gleðilegra jóla er nú fara í hönd og hamingjuríkrar fram- N ÁMSFLOKK AR AKUREYR AR munu starfa eftir áramótin með svipuðum hætti og fyrri hluta þessa vetrar. Ráðgert er að kennsla hefjist 11. janúar. Auk ensku, dönsku, vélritunar og myndlistar, er gert ráð fyrir að kennsla verði veitt í algebru og skrúðgarða- rækt. Aðalgeir Pálsson verkfræð- - Söngur og leiklist (Framhald af blaðsíðu 8). Tveh- nýliðar fóru með allstór hlutverk og ber öllum saman um það, að þeir hafi gert þeim góð skil. I ráði er að sýna leik- inn á Akureyri fljótlega úr ára mótum. Leikfélagið er þegar farið að hugsa fyrir nýju verk- efni síðar í vetur. B. S. HANN andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík 18. des. sl. eftir lang- varandi og erfið veikindi tæp- lega 63 ára að aldri. Með hon- um er fallinn í valinn bezti drengur, góður heimilisfaðir, dugmikill framkvæmdamaður meðan kraftarnir entust og góð ur Eyfirðingur, sem síðar verð- ur vikið nánar að, kær vinur minn og frændi í ættir fram. Sama er að segja um foreldra hans. Jóhann Kristjánsson var fæddur 4. febrúar 1904 að Bakka í Oxnadal. Þar áttu þá foreldrar hans heima, Kristján Kristjánsson og Helga Bjarna- dóttir. Ekki voru þau auðug að fé en komust þó jafnan vel af. Bjuggu þau á ýmsum jörðum í Öxnadal og skiptu oft um bú- staði og stundum voru þau í vistum m. a. hjá bróður mínum fyrsta búskaparár hans. Jóhann sál. var einbirni og fylgdi jafn- an foreldrum sínum í æsku. Hef ég þekkt hann svo að segja frá fæðingu hans. Ég var og kenn- ari hans bæði á barns- og •unglingsaldri. Þegar Jóhann var á unglings aldri gerðu menn sér ekki neitt glæstar vonir um framtíð hans. Eln hann reyndist því betur sem lengra leið á ævina, var alla ævi vaxandi maður og hrein hetja í síðustu veikindunum og dauðastríðinu. Það er gott að minnast slíkra manna, sem efna jafnan meira en þeir lofa og af ’ þeim er vænzt, en slíkur maður var Jóhann Kristjánsson. Að lokinni stuttri dvöl í ungl ingaskóla heima í Öxnadal, sem þó truflaðist af veikindum sem hann varð fyrir, réðist hann til trésmíðanáms hjá Eggerti Guð- mundssyni trésmíðameistara á Akureyri. Jafnan síðan lauk hann miklu lofsorði á Eggert og taldi hann meðal þeirra, sem hann ætti mest að þakka. Jafn- framt smíðanáminu gekk hann í Iðnskólann á Akureyri, en í þá daga urðu iðnnemar að hafa iðnskólanámið í hjáverkum. Námi sínu lauk Jóhann með prýði og hóf svo lífsstarfið. •Vann mest við húsabyggingar og varð byggingameistari. Af verkum hans hér fyrir norðan má nefna, að hann byggði bama skólahús í Flatey á Skjálfanda og bæina í Flateyjardal, þó til lítils kæmi því jarðimar þar ingur mun annast algebru- kennsluna, og Jón Rögnvalds- son garðyrkjuráðunautur sér um skrúðgarðanámskeiðið. Á garðræktamámskeiðinu verða kennd til að byrja með undir- stöðuatriði garðyrkju, svo sem undirbúningur og vinnsla garð lartds og sýnikennsla verður á sáningu matjurta og blómafræs. Einnig verður leitast við að leið beina þátttakendum við að lag- færa óg skipuleggja lóðir og velja hæfilegar plöntur til gróð ursetningar. Ef til vill verður hæ'gt að útvega þátttakendum, er þess kynnu að óska, fræ og plöntur eða að minnsta kosti benda á, hvar hægt sé að út- vega þessa hluti. Skuggamynd- ir verða einnig sýndar af görð- um og skipulagi þeirra bæði hérlendis og erlendis. (Fréttatilkynning) eru nú komnar í eyði sem kunn ugt er. Svo lá leiðin til Reykja- víkur. Þar starfaði hann að húsabyggingum. Hef ég sann- spurt að hann þótti manna sann gjamastur í þeirri stétt. Stefna hans var að selja með sannvirði, en gera sér ekki viðskiptamenn ina að féþúfu. Síðasta starf hans á þessu sviði var að hafa um- sjón með framkvæmdum við stórbyggingu Utvegsbankans. Jóhann Kristjánsson. Ég sagði í upphafi, að Jóhann sál. hefði verið mikill Eyfirð- ingur, en þó var hann alla ævi fyrst og fremst Öxndælingur. Hann bar órofa tryggð til heima byggðar sinnar og gamalla vina þar. Það reyndi ég m. a. af hon- um alla tíð. Ég held að hann hafi hvergi kunnað jafn vel við sig og á Þverá í Öxnadal. Þar hafði hann oftar en einu sinni átt heima í æsku, þar hafði hann stundað nám á unga aldri og þar hefur nú lengi búið æskuvinur hans og félagi. Þeg- ar Eyfirðingafélagið var stofnað í Reykjavík 1939—40 gerðist Jþhann brátt félagi þar og í mörg ár má segja að hann hafi verið lífið og sálin í þeim félags skap, enda lengi formaður þess og enn lengur í stjórn þess. Var honum það hjartans mál, að Eyfirðingar í Reykjavík héldu saman um að styðja heima- byggð sína á ýmsan hátt og auka veg hennar. Vonandi tek- ur nú einhver við hinu fallna merki. Jóhann sál. var tvíkvæntur. Af fyrra hjónabandinu átti hann 2 böm, sem nú eru bæði gift og eiga börn. Þau eru Hauk ur smiður og Helga húsfreyja. Síðari kona Jóhanns var Krist- rún Guðmundsdóttir og lifir hún mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið en eiga kjördóttir, Erlu að nafni, innan við tvítugt. Kristrún kona Jóhanns annað- ist hann eftir því sem hún gat í veikindum hans af mikilli ástúð og umhyggju, enda var Jóhann bjartsýnn til hinztu stundar og æðrulaus. Bæði ég. sjálfur og fjölskylda mín kveðjum nú Jóhann Kristj ánsson hinztu kveðju með kærri þökk fyrir órofa vináttu allt frá æsku hans, gestrisni á heimili þeirra hjóna, og svo margt og margt. Ég kveð hann líka í nafni æskuvina hans í Öxnadal með kærri þökk fyrir liðnar samverustundir. Kristrúnu ekkju Jóhanns og dóttur þeirra, háaldraðri móður hans, bömum hans og bama- börnum sendum við okkar inni legustu samúðarkveðju. Bernharð Stefánsson. tíðar. Þórarinn Kr. Eldjám. Frá Námsflokkum Akureyrar Um „Hvalsögu á Svalbarðssirönd rr GESTKOMANDI á bæ, sl. haust, varð mér litið í Árbók Þingeyinga 1964, og leit þar rit gerð er nefnist „Hvalsaga af Svalbarðsströnd“. Höfundur er ritstjórinn Bjartmar Guðmunds son. í inngangi getur hann þess að greinin sé samin til leiðrétt- ingar á ritgerðum er birzt hsifi í blöðum um mál þetta. Til heimildar telur hann, annars vegar: mikla ritgerð í handriti, er Benedikt Baldvinsson á Efri- Dálksstöðum, hafi samið í des. 1945, eftir munnlegum heimild- um manna, er mundu vel alla atburði og eru sjö menn til- nefndir. Hins vegar styðst hann við dómsmálabækur og skjala- safn Þingeyjarsýslu. Svo sjá má að hann er vel vopnum bú- inn. Frásagnir af hvalmáli þessu, hefi ég sem þetta rita, skrifað í tímaritið „Vinnan“ fyrir um tuttugu árum og „Sunnudags- blað Tímans“ fyrir um tveimur árum. Hafi fleiri skrifað um mál þetta hefir það farið fram- hjá mér og skiptir það litlu. Hvalmál þetta var á hvers manns vörum á Svalbarðs- strönd um áratugi og vart mun nokkur atburður, er þar hefir gerzt verið svo umtalaður. Eins og nærri má geta urðu sagnirn- ar all frábrugðnar hver annarri, enda meir eða minna mótaðar séráliti þess er frá sagði hvert sinn og sumt þoku hulið. Það getur alltaf orðið álita- mál hvernig tiltekst að vinna samfelldan söguþráð úr slíku efni. Bjartmar Guðmundsson þykist bæta hér um með þess- ari ritgerð sinni. Vil ég þó yfir- fara ritgerð þessa nokkuð og drepa á það helzta er mér finnst að ekki geti talizt til leiðrétt- inga. Á bls. 133—4 er kafli með yfirskrift „Finnandinn: Jónatan á Þórisstöðum." Þar er sagt að Jónatan hafi búið á Þórisstöð- um um 10 ár á helmingi jarð- arinnar, er hafi verið hans eign. Á móti honum hafi búið Jón Guðmundsson á öðrum helm- ingi jarðarinnar og átt þann helming. Jón þessi er óþekktur. Skýt- ur þar nokkuð skökku, ef hann er sá Jón Guðmundsson, er flutti 1879 úr Höfðahverfi, í Sveinbjarnargerði og bjó þar óslitið til æviloka 1928. Þetta ár bjó Jónatan einn á Þóris- stöðum til vors, að Valves Finn bogason flutti þangað á % hluta er hann mun hafa keypt á ár- inu 1880. Að öðru er í grein þessari lýsing á hvalfundinum og er hún lífmikil með köflum. Þar er sagt að hvalurinn hafi sprengt íshelluna af þvílíku afli að jakarnir hafi þeytzt í allar áttir út um ísinn í kring og voru sumir jakarnir þriggja álna þykkir. — Er nú þetta ekki einum um of ? Á bls. 134 er haft eftir Einari í Nesi „að hvalurinn hafi blasað að vlð augum af hverju bæjar- hlaði á Svalbarðsströnd.“ Við þessa fjarstæðu er engin at- hugasemd gerð. Á bls. 135 segir að Baldvin á Svalbarði hafi átt hlut í há- karlaskipi og komið fyrstur manna með bönd og blakkir úr skipi sínu. Það vissi hver maður á Sval- barðsströnd að Baldvin átti hluti í tveimur hákarlaskipum og var útgerðarstjóri þeirra, eins og hann setti upp skip sín og annarra á Svalbarðseyri og átti til þess tæki eins og bezt þekktust þá hér um slóðir. En það er líklega trúlegra að bönd og blakkir tilheyrandi segla- búnaði skipanna, hafi verið notuð til að lyfta hvalnum á ís- skörina, heldur en skipasetn- ingatæki hans hafi verið fengin til þess. Á bls. 136—7 eru taldir upp eigendur jarða þeirra er kröfur gerðu til hvalsins. Eru þar sagð ir sömu eigendur að Þórisstöð- um og á bls. 133, en Valves Finnbogason talinn eiga Svein- bjamargerði. — Jón Guðmunds son hefir átt Sveinbjarnargerði hálft, en hinn helminginn Eirik ur Halldórsson eða Hildur móð ir hans og hefir Einar í Nesi haft jafnt umboð fyrir þann hluta og Garðsvík. Valves var húsmaður í Mógili þetta ár til vors. í sömu grein á bls. 137 segir, „og er svo að sjá að engin mæl- ing hafi farið fram á þvi. í sjálfu sér sýnist það harðla ólíklegt, og raunar óhugsandi.“ Er hér átt við fjarlægð hvalsins frá fjörum, og síðar segir: „f Norðanfarafréttinni er talað um hér um bil 220—260 faðma. Auðséð er að þetta hefir aldrei verið mælt nákvæmlega,“ og áfram er haldið í sama dúr. Mælingar munu þó hafa far- ið fram, er fiskhelgin var próf- uð og töldust þá 220 faðmar í Gerðisgil, en 260 í Garðsvíkur- nes og Brúnku. Var ekki vafi á því að hval- urinn var innan 300 faðma frá landi. En menn efuðu gildi 300 faðma fiskhelgi og er það lög- lærðra manna að skera úr því. Á bls. 141 segir um fiskhelgi- prófið: „En með framburði hinna dómkvöddu manna fengu landeigendur þó mikil rök við að styðjast í viðskiptum sínum við hvaltökumenn.“ Þó var fisk helgiprófið þeim neikvætt. — Skyldi það ekki heldur hafa verið mælingarnar sem hafa uppörvað þá. Á bls. 142 er reikningur sem Einar í Nesi hefir samið og á að sýna hvers virði hvalurinn var. Eina athugasemdin sem gerð er við þann reikning er, að Einar ætlar skurðarmönn- um !4 í hlut en þeir unnu fyrir % hlut af hvalverði. Á hitt er ekki bent að Einar reiknar spik vættina á 12 kr., en hún var seld á 4 kr. vætt af rengi reikn ar hann á 8 kr., en var seld á kr. 2.66. Ekki lítur út fyrir að Einar hafi ætlað sér að verða vægari í viðskiptum en þeir - Nýr sjúkdómur (Framhald af blaðsíðu 1) meðöl erlendis og tafði það lækningu. Nú er mjög nauðsynlegt, að þændur fylgist vel með heil- brigði kúnna og láti dýralækna tafarlaust vita ef einkenna veik innar verður vart. Að sjálf- sögðu er nautgripirnir sjáliir mestu smitberarnir og verða bændur að haga sér samkvæmt því. Sjúkdómur þessi er mjög hvimleiður og því ber að kosta kapps um það, að hefta út- breiðslu hans nú þegar. Þrír menn hafa tekið veikina. Því miður vann einn þeirra við sauðfjársæðingar. Að sjálfsögðu þurfa þeir, sem óttast að hafa tekið veiki þessa, að leita lækn- is þegar í stað, bæði sjálfs síns vegna og þess fólks, sem þeir umgangast. Lækning tekur styttri tíma og er auðveldari, ef fljótt er við brugðið. Stefán og Jóhann. Enda fellur Einar síðar alveg frá þessum útreikningi sínum. Ef Einar og sýslumaður hefðu verið þess vissir, að þeir fylgdu réttum lögum í kröfum sínum, er ólíklegt að þeir hefðu gert þá óhæfu að ryðjast inn að rúmi hjartabilaðs manns og þjarma honum með hótunum til samninga um mál sem þeir vissu að hann var búinn að af- henda öðrum til meðferðar. En mikið má Einar hafa verið hróðugur, er hann fékk þeim í hendur sínar 200 kr. hvorum stórbokkunum, Eiríki Halldórs syni og Tryggva Gunnarssyni. Efnahagsörðugleikar Jónatans voru tilkomnir áður en hval- fundurinn varð og var því máli óviðkomandi. Eins og efnahag hans var komið hefði hann ekki getað borgað þessar 400 kr. að viðbættum óvægilega reiknuð- um málskostnaði. Hlýtur það að hafa borgazt af hvalverðinu. Þegar svo dregizt hefir frá því sölukostnaður, innheimtur og vanhöld á greiðslum, hefir lík- lega lítið orðið afgangs. Hver sem skipt hefir þvi upp, er þeim vel trúandi til, hverjum um sig: sýslumanni, Einari og Skafta, að taka sinn skerf ríflegan. Hvalbragurinn, sem Davíð Kristjánsson þrumaði yfir Stef- áni í Sigluvík, segir á bls. 151, að hafi verið ortur af Sigurði bróður Davíðs. Almennt var bragur þessi eignaður Davíð. Ekki fullyrði ég að sá almanná rómur hafi verið réttur, en ýtar legra sannana mun þörf til að hnekkja svo almennu áliti. Júlíus Jóhannesson. Orlofskonur í Löngumýrarskóla LAUGARDAGINN 24. sept. s.l. vorum við samankomnar á Löngumýri í Skagafirði orlofs- konur, sem höfðum dvalið á undanförnum árum, í boði frk. Ingibjargar Jóhannsdóttur. — Flestar voru konurnar norðan- að, frá Akureyri og þar úr nær sveitum. Stjórnandi þeirra var frú Laufey Sigurðardóttir, Ak- ureyri. Það var bjart yfir þessum degi, í orðsins fyllstu merkingu, veður ágæ'tt, bjart og fallegt um að litast. Þó mátti sjá, að haustið var að heilsa, blóma- og trjágróður var byrjaður að fölna, en tún voru ennþá græni Nálægt miðjum degi voru allir gestir komnir að Löngumýri. Ingibjörg bauð okkur velkomn- ar með fallegri ræðu. Sagði hún m. a. að komin væri góð dís í heimsókn og væri það gleðin, og vonaðist hún til, að vel yrði tekið á móti henni. Það var líka sannarlega gert, hún var þar í hávegum höfð, því að allir voru innilega glaðir og skemmtu sér með ágætum. Fyrst var setzt að kaffiveizlu, sem mjög fallega var framreidd og rausnarlega. Undir borðum flutti frú Laufey Sigurðardóttir ágætt erindi, þar sem hún rakti að nokkru sögu orlofanna að Löngumýri, þakkaði þá fram- kvæmd og einnig þetta rausn- arlega boð nú. Fimm voru þeir orðnir árgangamir af orlofskon um, sem þarna höfðu dvalið, svo að hópurinn, sem sótti þetta boð, var eðlilega nokkuð stór og hefur þó efalaust einhverja vantað. Eftir að staðið var upp frá borðum, flutti séra Jón Kr. ís- feld, prestur á Bólstað í Aust- ur-Húnavátnssýslu erindi um uppeldismál, en hann var þama gestur ásamt konu sinni: Erind ið var bæði gott og skörulega flutt. Á eftir því var sunginn sálmurinn: Ó, faðir gjör mig lítið ljós. Og það var mikið sungið þarna og almennt stjórn aði söngnum frú Pála Pálsdptt- ir í Hofsósi, af miklum skör- ungsbrag. Þá fór fram upplest- ur. Frú Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum las upþ fa'lleg frumsamin Ijóð og frú Ástþrúð- ur Sveinsdóttir Akureýri, sögu,. hvorttveggja við góðar undir- tektir. Frú Laufey ;Sigurðardótt ir afhenti skeyti, blóm Og gjafir til veitanda, með þökkum og fallegum ávarpsorðum. Séra Jón Kr. ísfeld las tvær gaman- sögur, sem vöktu mikla kátínu og almennan hlátur áheyrenda. Ut var einnig unaðslegt áð koma, veður milt og blítt og garðurinn hennar Ingibjargar fagurlega skreyttur með raf- ljósum. Minnti mest á ein- hvern ævintýraheim. Um kvöldið var setzt að veizlumáltíð, ríkulega frambor- inni. Meðan á máltíðinni stóð, las Eyþór Stefánsson á Sauðár- króki upp Ijóð eftir Davíð skáld frá Fagraskógi svo vel og fal- lega, að allir urðu stórhrifnir, en Eyþór og kona hans voru þarna meðal gesta. Mót þetta tókst, að mínum dómi, með miklum ágætum, allir skemmtu sér vel og voru innilega glaðir, skemmtiatriðin vel valin og ágætlega flutt. Veit ég að konurnar allar og aðrir gestir hafa farið glaðir og hressir til -síns heima. Er eng- inn efi á því að orlofin og mót sem þetta hafa mikið gildi og margþætt. Konurnar fá tæki- færi til að kynnast og blanda geði saman, fara í smá ferðalög um fögur héruð, skoða fallega staði, mannvirki og merkar söguslóðir. Gleðimót þetta að Löngumýri var frábært að gestrisni og rausn, þar mættu allir sömu hlýjunni og góðvildinni. Að endingu flyt ég innilegar þakkir til allra þeirra, sem að þessu móti stóðu: Ingibjörgu, Björgu og Laufeyju, starfsfólki öllu, þeim, sem þarna skemmtu og stuðluðu þannig að aukinni ánægju og svo orlofskonunum öllum, sem þarna mættu, — kveðjur og þakkir til ykkar allra. Guð blessi ykkur og störf ykkar. Gunnhildur Björnsdóttir, Grænumýri. LEIÐRETTING ÞAÐ var gaman að hægt var að notast við samsetning minn um piltana á Heljardalsheiði í síð- asta jólablaði Dags, en því mið- ur urðu nokkur prentfeil í grein inni sem mig langar til að leið- rétta. í byrjun frásagnarinnar, í 6. línu frá upphafi, hafa fallið úr 2 orð og verður setningin þess vegna ólæsileg. Þar stendur .... uggvekjandi til þess ...., en á að vera „uggverkjandi og bendir til þess“. Á bls. 12, mið- dálk, 17. línu að ofan, stendur „sannkristinn", en á að vera samkristinn. Á sömu bls. aftasta dálk, í 13. línu að ofan, er rang- prentað föðurnafn bóndans á Köngustöðum. Hann var Ingi- mundarson, en ekki Ingimars- son. Þá er að síðustu skakkt fæðingarár Þórðar Grettisson- ar, í 20. línu að ofan í aftasta dálk „1786“ í stað 1686 og staf- ar sú villa frá misritun minni. Stefán Aðalsteinsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.