Dagur - 11.01.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 11.01.1967, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) "^ Dagur L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 11. janúar 1967 — 2. tbl. /r Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Fiskaflinn 1966 «Í$«5ÍÍ$«$SSS3SSSS$$55«35SSS35$S&$ÍS^^ FISKAFLI fslendinga • varð á síðasta ári 1.240 þús. lestir, og er það mesti ársafli landsmanna til þessa. 1 þessari tölu er aflinn áætlaður tvo síðustu mánuði ársins. Hlutur síldarinnar í þessum afla hefur enn vaxið, svo og loðna. Síldaraflinn nam 775 þús. lestum og er 12 þús. lestum meiri en árið áður. Loðnuaflinn jókst úr 75 þús. lestum 1965 í 125 þús. lestir. Bolfiskafli varð 335 þús. lestir eða um 12% minni en árið 1965. Upplýsingar þessar eru tekn- ar úr greinargerð Davíðs Ólafs- sonar fiskimálastjóra. ? Góður afli þegar á sjó hefur gefið Dalvík 10. jan. Minni dekkbátar og trillur hafa róið þegar á sjó MYRTI KONU LÖGFRÆÐINGUR í Reykjavík myrti fyrrverandi eiginkonu sína, 38 ára gamla, s.l. laugar- dag og hefur hann játað verkn- hefur gefið og aflað vel. Um helmingur aflans er stór-þorsk ur og er hann ekki langt sóttur. Björgvin óg Björgúlfur eru að búa sig á togveiðar og ætla að leggja afla sinn upp í hrað- frysthúsið hér á staðnum. Leikfélag og ungmennafélag hafa sýnt Ráðskonu bakka- að sinn. Er þetta þriðja morðið bræðra 6 sinnum við góða að- á skömmum tíma í Reykjavík. sókn. Óhappamaðurinn heitir Þor- Bjarmi II. er farinn á síld- valdur Ari Arason en konan veiðar. A sunnudagsmorgna þurfa margir í mjólkurbúð. (Ljósm.: E. D.) }«SS$SSSSS$SS4S«í$4S$3SS«SS5«5$^ LANDBÚNAÐURINN ÁRIÐ 1966 hét Hjördís U. Vilhjálmsdóttir. Þau áttu 4 börn, öll innan ferm ingaraldurs. I fréttum er sagt, að Þorvaldur Ari hafi verið meira og minna drukkinn um tveggja mánaða skeið. ? Mikil brenna var 13. jóladag hér austur á sandinum og var þar margt manna samankomið. Vegir eru greiðir og góðir en nokkur hálka. J. H. HÉR fara á eftir nokkur efnis- leg atriði úr yfirlitserindi dr. Halldórs Pálssonar búnaðar- málastjóra, er hann flutti í út- varpið..um áramótin um land- búnaðínn á síðasta ári. Færri banaslys á síðasta ári BANASLYS á liðnu ári urðu alls 79 að því er kemur fram í skýrslu Slysavamafélags ís- lands. Er það talsvert minna en á árinu 1965, þá fórust 92 af slysförum, en árið 1964 83. Auk þessara 79 drukknuðu tveir ís- lenzkir sjómenn erlendis og einn íslendingur fórst í um- ferðarslysi erlendis. Flest dauðaslysin voru drukknanir eða 33, en 1965 drukknuðu 35. Dauðaslys í um- ferðinni urðu fleiri en á fyrra ári, eða 27, en 23 árið 1965. Flest banaslys í umferðinni urðu í bifreiðaárekstrum, eða 13, en 8 manns urðu fyrir farar tækjum og dráttarvélabanaslys urðu 6. í flugslysum fófust tveir Vænn þorskur í línu Gunnarsstöðum 9. jan. Bændur eru fremur svartsýnir hvað heyfoi-ðann snertir, því mikið er búið að gefa. Heita má að sauðfé hafi verið á fullri gjöf síðan í nóvemberbyrjun. Þótt ekki hafi verið snjó- þungt hefur tíð verið óstillt mjög. Samgöngum hefur verið haldið uppi með snjóbílum og hafa þeir því komið í góðar þarfir. Róðrar eru hafnir og fiskast vél á línu þegar gefur og er ¦þorskurinn vænn. Ó. H. menn á liðnu ári (5 árið 1965) og fjórir menn létust vegna slysa á vinnústöðum. Fjórir menn létust vegna hraps eða byltu, einn fórst í bruna, einn týndist, þrír urðu úti og 4 lét- ust af völdum voðaskota. Af þeim 79 sem fórust í slys- um hérlendis voru 40 innan 25 ára aldurs, þar af 22 börn yngri en 15 ára. Mesti slysamánuður ársins var júlí, þá fórust 16 manns og næst í desember 13, og í júní 11. Fæst banaslys urðu í apríl, 2. 149 manns var bjargað frá slysum á árinu og auk þess 45 útlendingum. Q Veðurfar var landbúnaðinum óhagstætt. Heyskapur varð með minnsta móti í flestum sýslum, einkum þar sem snjóléttast var veturinn 1965—66, en heyskap- artíðin var fremur hagstæð og nýting heyja góð. Veturinn 1965 —66 voru fluttar 3.200 lestir heys til Austur- og Norðaustur lands þar sem heyskapur brást verulega sumarið 1965. ¦ Áburðarnotkun var þessi: Köfnunarefni hreint N 10.537 lestir, fosfatáburður P^OS 5.695 lestir, og kalí 3.497 lestir og er það aðeins meira en árið áður. Áburðarverð hækkaði um 10.3 —18%. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framleiddi á árinu 22.720 lestir af Kjarna. Kornakrar voru 160 hektarar og uppskera yfirleitt fremur rýr. Heildaruppskera af kartöfl- um var 25 þús. tunnur, þar af til;sölu um 20 þús. tunnur. Er það um fjórði hluti þess magns sem ræktað var árið áður. Tala búfjár, sem sett var á (Framhald á blaðsíðu 4.) 'k"' Margir sjónleikir æfðir af kappi Vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 1000 millj. króna SAMKVÆMT útreikningi Hagstofunnar var vöruskipta- jöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um rúmlega 1000 millj. kr. fyrstu 11 mánuði síðasta árs. A sama tíma í fyrra var hann óhagstæður tiin 445 millj. kr. Það er ömurlegt, að slik óheillaþróun skuli verða á sama tima og útflutningurinn er meiri en nokkru sinni fyrr. Slík- ur viðskiptahalli kemur þungt niður á næstu mánuði eða árum, í vaxtagreiðslum og afborgunum. Hinn óhagstæði verzlunarjöfnuður er háskalegur, og um leið er hann enn eitt dæmi um efnahagslegt stjórnleysi. ? LEIKFÉLAG AKUREYRAR æfir um þessar mundir bama- leikritið Karamellukvörnina, sem Ámi Jónsson bókavörður þýddi úr særisku, en Kristján frá Djúpalæk þýddi og samdi kvæðin. Leikstjóri er Guðmund ur Gunnarsson. Frumsýning er ráðgerð síðar í þessum mánuði. Þá æfa menntaskólanemend- ur sjónleikinn Biedermann og brennuvargarnir undir stjórn Erlings E. Halldórssonar og hef , ur leikstjóri auk þess kennt leik list í M A. nú í vetur. Frum- sýning verður n. k. föstudag. Á Árskógsströnd var Græna lyftan nýlega frumsýnd. Leik- stjóri er Júlíus Oddsson. Dalvíkingar sýndu Ráðskonu Bakkabræðra undir leikstjóm Steingríms Þorsteinssonar, og (Framhald á blaðsíðu 7) BÆJARSTJORA- KJÖR 17. Þ. M. Suðurleiðiii var opnuð í gærdag SÍÐDEGIS í gær bárust blaðinu þær fréttir, að opnast myndi leiðin milli Akureyrar og Blönduóss. Einkum þurfti að ryðja snjó af vegum í Skaga- firði og Langadal. Víða var vatnselgur mikill eftir hlákurn- ar og á mörgum stöðum hættu- lega hálir svellbunkar. Til Húsavíkur er vel fæst og allt til Tjörness. Auðbjargar- staðabrekkan var í gær talin illfær vegna svella, en bæta átti úr því og er þá fært austur í Kelduhverfi a. m. k. Vegir um S.-Þing, eru flestir færir og unnið að opnun leiðar yfir Mývatnsheiði til Helluvaðs. Iljá. NÆSTA bæjarstjórnar- ! [undi, 17. janúar, fer fram ;; kjör bæjarstjóra í stað Magn- úsar E. Guðjónssonar, sem ;i lætur af starfi samkvæmt eig- i! in ósk um n. k. mánaðamót. i i i: Þrjár umsóknir um bæjar- jistjórastöðuna bárust og voru i;þær frá Ásgrúni Ragnars full- ; i trúa, Bjarna Einarssyni deild- ;|arstjóra í Efnahagsstofnuninni :;og Þorvarði Elíassyni starfs- ;imanni hjá Kjararannsóknar- \ tiefnd. Bæjarbúum mun finnast mikils um það vert, ef eining skapast um val nýs bæjar- stjóra og að sem flesir bæjar- fulltrúar styðji nýjan bæjar- ;jstjóra strax í upphafi ráðn- ingartimabilsins. s^#^#*s#^#sr#^*^^#*^#^**^#^*^»^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.