Dagur - 14.01.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 14.01.1967, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 14. janúar 1967 — 3. tbl Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 DAUÐASLYS AÐFARANÓTT sl. fimmtudags lézt Sturla Guðnason frá Hof- teigi af slysförum. Hann var 25 ára gamall og nýlega fluttur til Akureyrar. Q RAUFARHOFN ER RÓLEGUR STADUR Raufarhöfn 12. jan. Erfiðar hafa samgöngur verið að undan förnu. Rúmur mánuður leið milli ferða Ríkisskipa og hefur þetta ekki verið svo bágborið í áratugi, og alveg haldlaus lof- orð „þeirra stóru" fyrir sunn- an. Við fengum jólapóstinn rétt fyrir nýár. Síðan fyrir jól hefur verið ófært bílum hér vestur og nýi flugvöllurinn fór á kaf í snjó. Þó hafa þrjár flugferðir verið hingað síðan 28. des. Þá var völlurinn ruddur. Brjálað veður var hér á gaml árskvöld og féll niður messa, dansleikur og brehnur. Haförninn kom 2. jan. og tók 2 þús. tonn af lýsi. Töluvert hef ur líka farið af mjöli með þrem skipum nú um hátíðarnar. Unnið er í vetur í nýja félags heimilinu og verður það vænt- anlega tekið í notkun í vor eða sumar. Fólk fer með flesta móti á vertíð í aðra landshluta um þessi áramót. Miklir örðugleik- ar voru fyrir þetta fólk og skóla fólk, að komast héðan eftir ára- mótin. Raufarhöfn er rólegur staður um þessar mundir. H. H. %3*Sk$>3>^<$k$>$kS«$>3>3>^>3*$xSx$^ f Þau eru að leita betri haga (Ljósm.: E. D.) $ x»«»«>«*s Fjárlögin 1967 sýna verðbólgustefnmia FJÁRLÖGIN fyrir árið 1967 voru afgreidd á Alþingi 15. des. sl. Samkvæmt þeim eru rekstr- artekjur ríkissjóðs á árinu (að- allega skattar og hagnaður af ríkisverzlununum) áætlaðar kr. 4.705.225.000.00 og aðrar inn- borganir. í ríkissjóðinn kr. 6.100.000.00. Samkvæmt þessu eiga að koma inn í ríkissjóðinn á árinu kr. 4.711.325.000.00, sem er niðurstöðutala fjárlaganna á sjóðsyfirliti. Útborganir úr rík- issjóði eru áætlaðar þannig á þessu sama sjóðsyfirliti, að gert er ráð fyrir, að eftir standi tæp- ar 2 millj. kr. Þessi áætlaði greiðsluafgangur er svo lítill, Gleymist fyrir næsta haust Blönduósi 12. jan. Nú er dimm- viðri og rigning. Hlákan er reyndar kærkomin því að víða var haglaust orðið og farið að tala um, að betra hefði verið að lóga fleiri hrossum í haust. En nú breytist það viðhorf og verð miðað við heildarupphæðina (niðurstöðutöluna), að kalla má, að innborganir og útborg- anir standist á. Um þetta komu fram nánari upplýsingar í þinginu: Að hin áætluðu útgjöld fjárlaganna séu að þessu sinni bersýnilega van- talin um ca. 70 millj. kr. Þar munar það mestu, að verulegur hluti niðurgreiðslna vöruverðs er aðeins áætlaður til október- loka, þannig að tvo síðustu mán uði ársins vantar. Líklegt má telja, að eftir áramótin falli auk þess á ríkissjóð einhver útgjöld, sem ekki eru talin í fjárlögum, vegna aðstoðar við sjávarútveg inn. Það kemur í ljós síðar, hvort svo verður eða ekki. Að þessu athuguðu sýnist mér það hæpin staðhæfing, sem sézt hef ur sennilega gleymt næsta haust, ef að líkum lætur. Vegir eru greiðfærir en víða eru svell, en samgönguerfiðleik ar fyrr í vetur voru tilfinnan- legir. Um þessar mundir er mikið keypt af fóðurbæti, sem loks hefur lækkað verulega í verði vegna baráttu bændasamtak- anna fyrir frjálsum innflutningi á honum. Formaður Búnaðar- félagsins hafði rétt fyrir sér, er ÞAÐ bar til tíðinda á Litlu- hann benti á þetta atriði fyrir völlum í Bárðardal fyrir jólin, tVeimur árum og hlaut gagn- að bóndasonur þar á bæ, Pétur rýni fyrir. Ó. S. Kristjánsson, skaut tvær tófur ir í blöðum, að afgreidd hafi verið greiðsluhallalaus fjárlög fyrir árið 1967. Það skal tekið fram, að tekj- ur og gjöld vegasjóðs eru ekki í fjárlögum, en þar er gert ráð fyrir 264 millj. kr. umsetningu á árihu samkvæmt vegaáætlun áranna 1965—68. Eins og þegar er fram komið er niðurstöðutala nýju fjárlag- anna rúmlega 4711 millj. kr. í fjárlögunum fyrir árið 1966 var niðurstöðutalan ca. 3800% millj. kr. Fjárlög hafa því hækkað á einu ári um 910 % millj. kr. Enn hafa ekki verið lögfestir neinir nýir skattstofnar á þingi því, er nú situr. Þær rúmlega 900 millj. kr., sem nú bætast við gjaldamegin á fjárlagayfir- (Framhald á blaðsíðu 2.) Enginn læknimé Ijósmóðir ÞRÍR bátar hófu róðra strax úr áramótum frá Skagaströnd og hafa fengið reytingsafla og má telja það gott, miðað við afla- brögðin þar að undanförnu. Þessir bátar eru: Helga Björg, Stígandi og Vísir. Ennfremur er einn bátur á rækjuveiðum, Guðjón Árnason, og hefur hann aflað ágætlega. Snjólítið er orðið á Skaga og SKAUT 3 TÓFUR VIÐ RAFUÓS við rafljós og þá þriðju um síð- ustu helgi. Allmikið af tófum virðist vera austur þar. Af því tilefni hlóð pilturinn skotbyrgi í haust. Hann lagði svo út hræ, útbjó lugtarljós á staur, er hann gat kveikt frá byrginu, og beið svo veiðinnar. Árangur varð eins og að framan greinir og hamlaði ekki náttmyrkrið. Q í fyrradag var þar rok og rign- ing. Á laugardaginn var þar jarð- sett Þóra Jónsdóttir, sem dó á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri. Fjölmenni var við jarðar- förina. Á Skagaströnd er nú engin ljósmóðir og heldur enginn læknir. En héraðslæknirinn á Blönduósi fer þangað einu sinni í viku. ? $ Snarrótarpunturinn er harðgerður og nægjusamur eins og útigangshrossin. Oft stendur hann upp úr snjónum í ofur- litlum brúskum og þrákelkni hans býður frostnæðingnum birginn en einnig leitandi snoppu nokkra huggun. (Ljósm.: E. D.) | í Sjálfvirkur sími íÓlafsfirði í GÆR átti að taka í notkun sjálfvirkan síma í Ólafsfirði. Verða nú þegar tekin í notkun 175 númer, en stöðin er gerð fyrir 300 númer. Lína var í haust lögð frá Dalvík meðfram nýja Múlaveginum og er teng- ing hennar nýlokið. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.