Dagur - 14.01.1967, Blaðsíða 3

Dagur - 14.01.1967, Blaðsíða 3
3 TILKYNNING frá Skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri Allir þeir, sem skattstjóri hefur krafið skýrslugerðar um greidd laun, hlutafé og arðgreiðslur, eru áminntir um að gera skil eigi síðar en 20. jan. n.k. Frekari frestur verður eigi veittur. Þótt um engar kaupgreiðsl- ur hafi verið að ræða, er eigi síður nauðsynlegt að skila eyðublöðunum aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra eða umboðsmanna hans er til 31. janúar n.k. Þeir, sem atvinnurekstur hafa með höndum, þurfa þó ekki að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir lok febrúar. Þar sem að frekari framtalsfrestir verða eigi veittir, nema sérstaklega standi á, er því hér með beint til allra, sem geta búizt við að vera fjarverandi eða forfallaðir af öðrum ástæðum við lok framtalsfrestsins, að telja fram nú þegar. Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á frekari fram- talsfresti að halda, verða að sækja um frest til skatt- stjóra eða umboðsmanns hans og fá samþykki þeirra fyrir frestinum. í 47. gr. laga nr. 90/1965, um tekju- og eignarskatt er kveðið svo á, að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtalsfrestur er liðinn, skal miða skattmatið við raunverulegar tekjur og eign að viðbættu 15—25% álagi. Til 31. janúar n.k. veitir skattstjóri eða umboðsmað- ur hans, þeim, sem þess óska og sjálfir eru ófærir að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við framtalið. Þeim tilmælum er því beint til þeirra, sem ætla sér að fá framtalsaðstoð, að koma sem allra fyrst til skattstjóra eða umboðsmanna hans. í hreppum, þar sem framteljendur eru í meirihluta atvinnurekendur, hefur framtalsfresturinn veráð fram- lengdur til 28. febrúar n.k. Frá 16. til 31. þ. m. verður Skattstofan í Strand- götu 1 opin, auk venjulegs skrifstofutíma, frá kl. 4—7 og laugardaga kl. 1—4, vegna framtalsaðstoðar. Akureyri, 12. janúar 1967. HALLUR SIGURBJÖRNSSON, skattstjóri. SÁ HLÝTUR VIÐSKIPTIN, SEM ATHYGLI VEKUR Á ÞEIM Danskar HANNYRÐAVÖRUR nýkomnar: STÓLSETUR KLUKKUSTRENGIR Áteiknaðir KAFFIDÚKAR PÚÐAR, REFLAR BAKKABÖND Verzlunin DYNGIA Skíðabuxnr Skíðastakkar Hosur - Húfur HERRADEILD Framsóknarvistin að Hótel KEA í kvöld FYRRA SPILAKVÖLDIÐ í tveggja kvölda keppninni verður laugardaginn 14. janúar og hefst það kl. 20.30. Keppt verður um glæsilega vinninga, sem eru til sýnis í glugga Herradeildar K.E.A. Fyrstu heildarverðlaun er „SKÍÐAÚTBÚNAÐUR FYRIR FJÖLSKYLDUNA“ að verðmæti 5.000 krónur. INGVAR GÍSLASON, alþingismaður, flytur ávarp. Aðgöngumiðar eru seldir að Hótel KEA föstudagskvöld kl. 20-22 og við innganginn. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.