Dagur - 14.01.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1967, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÞEIR „BROSA" ÚTLIT er fyrir að draga muni til átaka um það á Alþingi, hvort leyfa skuli botnvörpuveiðar íslenzkra skipa í landhelgi. Svokölluð togara- nefnd á vegum ríkisstjómarinnar vill nú bæta hag togaraflotans á þennan liátt og sums staðar á Suð- vesturlandi em kröfur komnar fram um það úr verstöðvum, að bátum, sem ekki geta stundað síldveiðar á hafi úti, verði leyft að nota botn- vörpu í Faxaflóa og við suðurströnd- ina án tillits til landhelgslínunnar. En víða um land mun verða hörð andstaða gegn því, að þannig verði að farið, enda hafa bátasjómenn bitra reynslu af ágangi botnvörpu- skipa, útlendra og innlendra, og margir óttast, að upptaka botnvörpu veiða í landhelgi geti orðið til að spilla fyrir sókn fslendinga í land- helgismálunum. Einn af þeim, sem látið hafa ljós sitt skína á þessu sviði er Þorsteinn Amalds framkvaemdai-stjóri Bæjarút gerðarinnar í Reykjavík, sem ritaði í vetur grein um }>etta efni í Mbl. Þorsteinn ræðir sem vænta mátti rekstursörðugleika og mælir fast með því að togurunum verði hleypt inn í landhelgina. Telur Þorsteinn það mikið hagsmunamál fyrir aðal- útgerðarstöð togaranna, Stór-Reykja- vík, að þetta verði gert og kallar það furðu mikla, að dreifbýlismenn, t. d. Vestfirðingar, skuli gera sig svo digra að ræða það mál á fundum og bera fram andmæli. Kemur hann í hug- leiðingum sínum um það efni víða við og segir m. a.: „í þessu sambandi er vert að minn- ast hinna fjölmörgu ákvarðana Al- þingis, þar sem veitt er fjármagni frá þéttbýlinu við Suðvesturland til dreifbýlisins með þeim röksemdum, að það sé gert til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Er nú svo komið, að enginn fer með þessi orð án þess að brosa.“ Það er kannski ekki nema eðlilegt og í samræmi við annað, að þeir sem nú gerast ákafastir talsmenn þess, að hleypa togurunum inn í landhelgi „brosi“ að þeirri skoðun að stuðla beri að jafnvægi í byggð landsins. Framtíð landsbyggðar byggist sem sé að verulegu leyti á því, að bátaút- vegurinn geti haldið áfram að stunda veiðar sem víðast og frá sem flestum útgerðarstöðum og að fiskimið þeirra njóti nauðsynlegrar vemdar. Það getur líka vel verið, að Þorsteinn Amalds og sálufélagar hans í Reykja- vík haldi áfram að „brosa“, þó að landsbyggð eyðist. En þeir munu þó reynast fleiri, Reykvíkingamir, sem ekki „brosa“ að slíku eins og nú standa sakir, hvað sem síðar kann að verða. <> hreppur úr kauptúninu og nokkrum neðstu sveitabæjun- um. Ekki hefur tímans tönn heldur látið sveitabyggðina ósnerta, því af þeim 84 bæjum sem nefndir eru i þulunni er nú réttur þriðjungur kominn í eyði. Mest hefur eyðingin sorfið að Skíðadalnum því í stað 16 bæja eru nú aðeins 7 byggðir í dalnum. Þar hafa farið í eyði jarðir sem taldar væru góðar bújarðir, svo sem Kóngsstaðir, Hverhóll, Krosshóil og Sveins- staðir, allir í ynni röð. En yfir leitt hafa eyðibýlin þó verið smákot, allsendis óhæf til nú- tímabúskapar. Þau hafa því verið lögð undir næstu jarðir og nytjaðar þaðan. Þessi þróun er enn í fullum gangi, því á síð ustu fimm árum hafa jafnmarg ar jarðir fallið úr byggð, eða Hamar, Ölduhryggur, Skeggja staðir, Hjaltastaðir og Brekku- kot. Það er álit flestra þeirra sem reyna að skyggnast fram í tím- ann að enn sé mælirinn ekki fullur, og enn muni býlunum fækka áður en jafnvægi kemst á. Nú mættu ókunnugir ætla, að gífurleg fólksfækkun hefði orðið í byggðarlaginu á þessum tíma. Svo er þó eigi. Út við sjó inn í víkinni þar sem áður hét Böggvisstaðasandur voru ver- búðir frá fornu fari og útróðrar stundaðir haust og vor af bænd um og búaliði framan úr daln- um og af Uppsaströndinni. Ná- lægt aldamótunum tóku nokkr ar fjölskyldur að setjast að þarna við sjóinn. Síðan hefur byggðin aukizt jafnt og þétt svo að nú er þarna stórt og blómlegt kauptún með yfir 900 íbúum, helmingi fleirum en eft ir eru á sveitabæjunum. Ein- hverntíma á fyrsta tug aldar- innar fékk þetta byrjandi kaup tún nafnið Dalvík en nú virðist enginn maður vita með vissu hvernig þetta nafn varð til, því örnefnið var ekki til á þessum stað. Þessi heppilega byggðarþró- un hefur valdið því, að héraðið í heild hefur gert miklu betur en að halda sínum fólksfjölda þrátt fyrir grisjun sveitabyggð arinnar. Af þessu leiðir, að flest ar þaer bændafjölskyldur sem gengið hafa af smájörðunum í dalnum svo og fjöldi þess unga fólks, sem vex upp í sveitinni, en ekki er verkefni fyrir við búskap, hefur ekki þurft að fara út úr héraðinu til að finna sér atvinnu og samastað. Jafn- framt hafa risið upp þjónustu- stofnanir á Dalvík sem allt hér aðið nýtur góðs af, einnig sveit irnar. Þar má m. a. nefna verzl- anir, útibú frá KEA og fleiri verzlanir, trésmíðaverkstæði, bifvélaverkstæði o. fl., bíla- þjónustu bæði til farþega og vöruflutninga, læknaþjónustu bæði héraðslækni, lyfjabúð og Þessi mynd af Dalvík og nágrenni er tekin frá Hámundarstaðahálsi. Eitt sinn hittust hrafn og valur, hvor var öðrum feginn. Pá var setinn Svarfaðardalur, sinn fló hvoru meginn. SKILUR nokkur maður þessa undarlegu, gömlu vísu? Hvað merkir hún, hver eru tildrög hennar, hver orti hana? Er þessu kannske hnoðað utan um orðtak það sem fram kemur í þriðja vísuorði, eða felst að baki vísunni einhver gömul og gleymd sögn og orð- takið fengið úr vísunni? Lík- lega mun það vefjast fyrir mönnum að svara þessum spurningum, en hvað um það, orðtakið lifir á hvers manns vörum: „hér er setinn Svarf- aðardalur", og einnig á vörum þeirra, sem aldrei hafa augum litið dalinn sjálfan. Hvar er hann þá og hvernig lítur hann út þessi dalur og hvernig er það fólk, sem „situr“ hann nú? Þess um spurningum er unnt að gera nokkur skil og skal þess freist- að. Ferðamaðurinn, sem ekur bif reið sinni eftir þjóðveginum milli Akureyrar og Reykjavík- ur fer fram hjá vegamótum á vestanverðum Moldhaugahálsi. !Þar eru gömul vegaskilti, sem á stendur m. a. Akureyri 11, Dalvík 34. Og nú eru komin splunkuný vegaskilti, sem standa úti í móum og bera sum Pöfn, sem ekki hafa áður sézt á þessum stað. Að einu skiltinu er ör, sem bendir út með Eyja- firði og neðanundir stendur: Dalvík — Ólafsfjörður — Siglu fjorður. Þetta vegaskUti er sigurtákn, staðfesting þess, að Vegagerð ríkisins hefur unnið sigur á hin um mikla bergrisa, Ólafsfjarðar múla, og brugðið bandi um hann miðjan, þ. e. a. s. bandi vegarins, sem opnaður var til frjálsrar umferðar á þessu hausti. En opnun þessa vegar hefur það í för með sér, að út- byggðir Eyjafjarðar, sem verið hafa nokkuð svo úr alfaraleið, síðan akvegurinn var lagður um Öxnadalsheiði, eru nú aft- ur komnar í þjóðbraut. Við skulum nú beygja af Norðurlandsvegi þama á Mold haugahálsinum og aka inn á Ó1 afsfjarðarveg, sem til skamms tíma hét Dalvíkurvegur. Við förum hratt yfir, þvert fyrir mynni Hörgárdals, norður eftir endilöngum Arnarnesshreppi, yfir Hillurnar, sem skilja þann hrepp frá Árskógsströndinni og ökum eftir henni endilangri, yf ir Hámundarstaðaháls og stönz um ekki fyrr en á Hrísahöfða, fyrir miðju mynni Svarfaðar- dals, því að hingað var ferð- inni heitið. Hrísahöfði er „eyja á þurru landi“, gamall jökulruðningur, minnisvarði ísaldarinnar, sem hún skildi eftir þegar hún tók að draga inn klærnar og skrið- jökullinn að hörfa til fjalla fyr- ir 10—20 þúsund árum síðan. Lítið er nú orðið eftir af fomri dýrð þessa glæsta jökuls, „sem þá flæddi“ ofan úr fjalllendinu og fyllti dalinn upp í miðjar hlíðar eða meir. Þó er hann ekki með öllu horfinn af yfir- borði jarðar. Hann hjarir enn uppi í hinum hrikalega fjalla- baki hans Kerlingin sem til samans mynda eitt afar reglu- legt píramidalagað fjall meira en 1200 metra hátt. Stóllinn er fremsti múli mikils fjallaklasa sem skiptir megindalnum í tvennt, til vinstri í Skíðadal og til hægri í framhluta Svarfaðar dals, fram dalinn á máli heima- manna. Á báða bóga eru svo fjöll og dalir í óslitinni röð og allt í kring um byggðina nema til norðurs, þar sem sviðið opn- ast út mynni Eyjafjarðar og allt norður í Dumbshaf. Hér er (Ljósm.: E. D.) Látum svo útrætt um fjöllin. Þau eru raunar efni í heila doktorsritgerð sem bíður fram- tíðarinnar að semja. Nú er kom inn tími til að líta lægra. Hérna á Hvarfinu erum við stödd 10 km. frá sjó, en hér niðri á flat- anum er dalbotninn hins vegar aðeins fáa meti'a yfir sjó svo hallalítill er hann. Og breidd sinni heldur hann líka furðuvel alla þessa leið, því hér framhjá er hún ennþá um það bil einn kílómeter milli malarkamb- anna, sem sýna jaðra þess stöðu gegnum myrkrið brosandi rétta fram hönd. Rimarnar og Stóllinn og Hnjótafjallið hátt halda vörð um byggðina vetrarlanga nátt. Víst er hægt að búa sér bjarta framtíð hér í dalnum. Betra er varla að harka í Reykjavík. Nú hefur verið reynt að gefa lesandanum hugmynd um dal- inn, umgerð byggðarinnar, sem Svarfdælir eru mjög hreyknir af, enda þótt þeir hafi ekki bú- ið þetta til sjálfir. En hvað þá um mannaverkin, byggðina sjálfa. Einu sinni um miðja síðast- liðna öld voru nokkrir svarf- dælskir bændur að veiða fisk úti á firði fyrir norðan Sauða- nes, en þar er oft gott til fanga inn undir landsteinum. Lík- lega hefur afli verið ti'egur í þetta sinn, því að svo er sagt, að einn bóndinn hafi stytt þeim félögum stundirnar með því að setja saman eftirfarandi bæja- þulu og byrjaði þá, sem hann var staddur, framundan Sauða koti, yzta bæ á Upsaströnd og hélt í huganum rangsælis og öfuga boðleið fram um alla sveit: Hæringsstaðir og Búrfell bezt, beit er þar fyrir kú og hest. Á Melum og Tungufelli er feitt. Fer ég í dalinn Skíða greitt.. Dæli og Másstaði tvenna tel. Tíðum á Þverá gengur vel. Kóngsstaðir, Hverhóll, Krosshóll kemst, kotið Sveinsstaðir allra fremst. Gljúfrár- og Hólárkotin klén, klárunum er þar opnuð ben. Blængshóll og Hnjúkur beztu bú, Blængshólskotið ég nefni nú. Sauðakot stendur allra yzt. Ég tel Sauðanes líka fyrst. Sauðaneskot og Karlsá með kemur svo Hóll og Miðkotið. Efstakot, Hátún, Brimnesbrot. Bakki, Lækjar- og Upsaslot. Á Böggvisstöðum er oftast Ó Árgerði, Hrappstaðir og Holtin tvö, Svarfaðardalur heimi, sem liggur fyrir botni hinna stóru, djúpu dala, sem skera sundur þennan stóra fjall garð og þennan tröllslega skaga sem skilur milli Eyja- og Skaga fjarðar. Þennan skaga sem aldrei hefur hlotið viðurkennt kristilegt nafn eins og allir aðr- ir skagar á íslandi. En dalirnir sem teygja anga sína upp í fjöll in á þessum stöðum eiga sér nöfn, tignai'leg, hljómmikil nöfn. Við skulum hafa þau yfir: Svarfaðardalur, Skíðadalur, Barkárdalur, Hjaltadalur, Kol- beinsdalur, Deildardalur, Una- dalur, Stífludalur svo nefndir séu þeir helztu. Þetta er ósvik- in norræna og þama uppi er ísland í öllu sínu hrikalega veldi. Þama lifir ísöldin enn í dag, þama er Tunguhryggs- jökull, sundurslitinn af fjalla- hryggjum en býsna myndarleg ur þó þegar að er gáð. En því er nú miður, að furðu fáir ger- ast til að gá að þessum okkar heimajöklum á þessari miklu ferðaöld. Þar eru þó margar girnilegar leiðir milli byggða. Raunar er skýringin einföld, ferðahestur nútímans, bíllinn, kemst ekki um þessar leiðir. Þeir sem vilja kynnast þessum fjallaheimi verða að notast við hesta postulanna, og enn eru þeir íslendingar heldur fáir, sem vilja nota þá til ferðalaga. En það á eftir að breytast. Þetta var talsverður útúrdúr því enn stöndum við niðri á Hrísahöfða og virðum fyrir okk ur umhverfið, Svarfaðardalur blasir við sjónum eins og svið í geysistóru leikhúsi. Við skul- um líta yfir sviðið. Fjöllin draga fyrst að sér at- hygli ferðamannsins, há, tind- ótt, hrikaleg. Eyfirzk fjöll. Fyr- ir miðju sviði er Stóllinn og að ekki unnt að nefna nöfn fjalla og dala sem hverttveggja skipta hundruðum. Þó verður að nefna sumt: Rimarnar er hár fjalls- kambur fyrir miðri sveit austan verðri, 12—1300 m. hár, sér- kennilegur vegna reglulegra rinda eðá rima í gróðurlausri fjallshlíðinni. Hvarfshnjúkur- inn, þar framan við sem í fyrnd inni hefur sent geysimikið fram hlaup, Hvarfið, niður í mynni Skíðadals og lokar honum til hálfs. Og Gljúfrárjökullinn í samnefndum dal, fallegur botn- jökull, sem gengur fram í skrið jökulstotu og blasir við sjónum neðan úr sveitinni, svo ókunn- ugum sýnist að þar sjái í botn Skíðadals sjálfs. Svo er þó ekki því hann sveigir til vesturs og gengur miklu lengra inn í há- lendið og er afréttur hreppsins. Nú er rétt að færa sig um set og taka sér stöðu á öðrum góð- um útsýnisstað, á Hvarfinu sem áður er nefnt austan við mynni Skíðadals milli samnefndra bæja, Ytra- og Syðra-Hvarfs. Héðan sér vel yfir alla sveit- ina og heim á nærfellt alla bæi, því nú blasir líka framhluti Svarfaðardals við með öllum sínum glæstu fjöllum. Aðeins eitt þeirra skal þó nefnt, Hnjóta fjallið, sem er einkennisfjall þessa sveitarhluta og stendur fyrir miðjum dalbotni, annar píramidinn til og ennþá form- fegurri en Stóllinn. Menn geta séð hann á nóvemberblaði daga tals KEA sl. ár. Beggja vegna Hnjótafjallsins liggja gamlar og frægar leiðir til Skagafjarðar, vinstra megin Heljardalsheiði niður í Kolbeinsdal og þaðan áleiðis til Hóla og niður í megin héraðið. Hin, hægra megin upp Skallárdal yfir Unadalsjökul niður á Hofsós og Höfðaströnd. vatns eða lóns, sem hér hefur verið í dalnum í fyrndinni, áður en áin eyddi því á þann tvenna hátt, að grafa sig í gegnum jök- ulruðningana út við sjóinn og svo að fylla upp vatnið með framburði úr fjöllunum. í stað vatnsins eru nú komnar grösug ar engjar og bithagi, sem áin rennur eftir í stórum bugðum á leið sinni til sjávar og er hún hin mesta sveitarprýði. Svo segir í nýlegu lofkvæði til Svarfaðardals: Þegar sumarsólin á himninum hlær hlíðar dalsins algrónar skarta í ljósinu. Iðgræn eru túnin og brosir hver bær buggðótt rennur áin svo skín- andi tær. Augað lítur hvarvetna bú- pening á beit, bílarnir þeir þjóta um endilanga sveit. Víst er hægt að búa sér bjarta framtíð hér í dalnum. Betra er varla að harka í Reykjavík. Ekki er þó svo að skilja að það sé eilíft sumar og sól í Svarfaðardal. Oðru nær, hann hefur löngum verið talinn snjó þungur og vetrarríki þar mikið. Sú er þó bót í máli að byggðin er þétt og nú samtengd síma- og rafmagnsþráðum sem ná heim á hvert heimili og skapa birtu og öryggi þótt vetur ríki. Eða eins og segir í sama kvæði: Þegar vetrargaddurinn leggst yfir lönd, langar eru stundir og hvergi sér sólina. Rafmagnsljósin geisla sem glitperlubönd Ingvarir, Tjörn og Tjarnarkot. Tel ég Gullbringu lítil slot. Tjarnargerðishorn og Jarðbrú já. Jeg sé Brekkukot standa hjá. Brekka og Grund eru af skriðum skemmd. Skulu Garðshornin líka nefnd. Bakki, Steindyr og Þverá þá, þar næst skal Hreiðarsstaði tjá. Hreiðarsstaðakot og Urðir enn. Annexiu það kalla menn. Þorleifsstaðir og þarnæst Hóll. Það er réttnefndur arnarstóll. Auðnir og Klaufabrekknakot. Af Klaufabrekkum menn hafa not. Göngustaðakotið ég greini beint, Göngustöðum ei yerður leynt. Sandá og Þorsteinsstaðir þá, Þarnæst skal Atlastaði tjá. Á Koti er yfir bragði blítt. Bragnar segja á Skeiði grýtt. Hjörtur E. Þórarinsson skrifaði þessa góðu grein fyrir Dag og þakkar blaðið hana. Sæla og Hjaltastaðir hátt Hreykja sér nóg þótt standi lágt. Syðra- og Ytra- svo er Hvarf Sízt að neinu þar finna þarf Skriðu- og Hofsár- kostakot Kallast Skeggjastaðir friðarbrot Hofsá og Hof eru landnámsland Ljótur karlinn það setti í stand Þar næst kemur hún gamla Gröf Get eg Brautarhóll stEuidi á nöf Veitingastaðir er Valaból Vænir Uppsalir standa á hól Hánefsstaðir sín hafa not Og híbýlistetrið Garðakot Ölduhryggur og Sakka svo Sé eg út betur Hamra tvo Skáldalæk, Hrísa hér með Háls Hefur svo talið rumur stáls Vallahreppsbæi alla ört Er til skemmtunar þetta gjört. (Sumir hafa þessa þulu dá- lítið á annan veg en hér er gert). Mikið vatn er til sjávar runn ið síðan þetta var sett saman og miklar breytingar hafa orðið á byggðinni. Fyrst er þess að geta að nafni hreppsins hefur verið breytt. Nú heitir hann ekki lengur Vallahreppur, heldur rétt og slétt Svarfaðardals- hreppur. Svo gerðist það árið 1946 að hreppnum var skipt og búin til nýr hreppur, Dalvíkur Aðal verzlunar- og skrifstofuhús samvinniunanna á Dalvík. tannlækningastofu. Og að lok- nemendur, sem útskrifazt hafa um skal nefna skemmtistaði, með unglingapróf frá Húsa- kvikmyndahús o. fl. bakka, hafa með fáeinum und- Að hinu leytinu er svo Dal- antekningum komizt klakk- vik mikill útgerðarbær sem á laust gegnum landspróf á eðli- álitlegan flota fiskiskipa og legum tíma. Samt er nú í ráði framúrskarandi sjómannastétt. að auka kennsluna, bæði með En þar sem Dalvík gæti verið því að hefja fulla kennslu- efni í sjálfstæða grein í þessum skyldu ári fyrr og svo að auka greinaflokki, þá skal hér ekki kennslu í unglingabekkjunum farið lengra út í þá sálma. En til muna. ekki fer það milli mála, að hér En þá hefur komið í ljós, að hefur þróunin tekið mjög æski húsnæði gamla skólans er alls- lega stefnu frá svarfdælsku endis ófullnægjandi, svo nú er sjónarmiði, því enda þótt ekki í smíðum annað hús á staðnum, hafi myndazt byggðakjarni í sem á að leysa vandann. Svarfaðardal sjálfum, eins og Af þessum sökum hefur sveit ýmsa menn dreymir um, þá er arfélagið ekki enn haft ráðrúm Dalvík svo nálæg og svo svarf- til að snúa sér ’að byggingu nýs dælsk að eðli og uppruna, að samkomuhúss, heldur látið hún gerir sama gagn fyrir nægja í bráðina að endurbæta sveitabyggðina, rétt eins og gamla samkomuhúsið á Grund, sveitin er kauptúninu ómiss- sem er sameign hreppsfélags- andi bakhjarl og forsenda fyrir ins og ungmennafélagsins Þor- vexti þess í framtíð jafnt sem steins Svörfuðar. fortíð. Eigi að síður telja Svarfdæl- Af framansögðu má draga þá ingar sjálfsagt að byggja nýtt ályktun, að í heild hafi byggð- ‘ og betra samkomuhús um leið ar- og atvinnuþróunin gengið í og ástæður leyfa, en hins vegar heppilega átt í þessu héraði, er ekki almennur áhugi á bæði með fækkun og stækkun neinni stórbyggingu í því sam- bújarða og með myndun þétt- bandi, og það því síður, sem á býlishverfis. Eigi að síður örlar Dalvík er líkt ástand. á þeim ótta hjá ýmsum mönn- Þar þarf að byggja veglegt um að með meiri fólksfækkun samkomuhús í náinni framtíð í sveitinni veikist sveitarfélagið og því varla skynsamlegt að um of og geti átt erfitt með að reisa samkomuhöll í sveitinni halda uppi nauðsynlegum störf líka. um fyrst og fremst skóla- og Ekki er óhugsandi að um ein samkomuhaldi í framtíðinni. f hvers konar samvinnu geti orð þeim málum hafa Svarfdæling- ið að ræða miUi hreppanna í ar tekið þá stefnu, sem sumum þessu efni og e. t. v. fleirum, finnst ekki óskynsamleg, að enda heyrast nú laddir sem tala láta skólamálin sitja í fyrir- um eldursameiningu hrepp- rúmi, fyrst ekki er hægt að anna. Varla mun það þó gerast gera alla hluti í senn. Heima- alveg á næstunni. vistarbarnaskóli var reistur á Hér hefur verið stiklað á Húsabakka í miðri sveit á ára- stóru í frásögn af Svarfaðardal tugunum 1946—56. Strax var og Svarfdælingum og ekki einu tekin þar upp unglingakennsla sinni vikið að mörgum veiga- fyrst í námskeiðum, en bráð- miklum atriðum svo sem bú- lega var komið upp tveimur skapnum í dalnum sem er þó föstum unglingabekkjum og undirstaða mannlífsins. En þar skólaskyldan lengd til samræm sem grein þessi er þegar allöng is við það, sem fræðslulög gera orðin verður við þetta að sitja. ráð fyrir sem aðalreglu. Enn Þeim, sem fýsir að vita meira sem komið er fær hver nem- skal ráðlagt að taka sér ferð á andi aðeins hálfs vetrar hendur einhvem góðan veður- kennslu, því deildir skiptast á dag og sjá með eigin augum hálfsmánaðarlega. Þrátt fyrir það þyggðarlag, sem hér hefur það hefur þetta fyrirkomulag verið lýst, því sjón er jafnan gefizt vel i stórum dráttum og sögu ríkari. Gróður og ræktun MARGIR skógræktarmenn áburðar. En það dettur mörg- álíta, að skógar geti vaxið til um í hug í skógræktinni, enda fégurðar og nytja ef það tvennt. fleiri hugsjónamenn í þeirra sé fyrir hendi, að trjáplöntur.. hópi en ræktunarmenn. Hér á séu gróðursettár óg jandið girt. landi stöndum við frammi fyrir Hin tíðu vonbrigði og mistök. í þeirri staðreynd, að þurfa að skógræktinni stafa oftast af því, nota meiri tUbúinn áburð á að frumþörfum nýskóga er ekki hverja flatareiningu grasrækt- fullnægt. Grasræktamaðurinn , ar- og garðlanda en nokkrir veit, að það er ekki nóg að aðrir. Hversu heitt sem við unn slétta land og sá í það grasfræi, um gróðurmold lands okkar og heldur þarf einnig áburð. Sama gróðurmætti hennar og þótt við gildir um skóg. Til eru að vísu vitum að þessi mold og hinn staðir, sem gefa allgóða upp- græni gróður, sem hún nærir, skeru heys ár eftir ár án þess sé okkar dýrmætasta þjóðar- að áburður komi í staðinn, svo eign og undirstaða lífsmögu- sem við læki, sem grafizt hafa leika okkar, er frjósemi jarð- niður í djúpum og rökum jarð- vegsins mikil takmörk sett. vegi. Þar hafa jurtaleifarnar Veðráttan er köld og þar með hlaðizt upp án þess að fúna, en jarðvegurinn, veðrunin er hæg við þurrkunina verður þessi fara og jarðvegurinn er grófur jarðvegur mjög frjór og góður og kornaður þar sem frostin eru vaxtarbeður grastegunda og hörð og yfirborðsveðrunin ríkj- einhig trjáa. í höfuðatriðum fer andi. Jarðvegminn einkennist það saman, að sú jörð, sem er þó af miklu magni af lífrænum vel fallin til grasræktar er einn efnum, samansöfnuðum yngri og ig vel fallin til skógræktar a. eldri jurtaleifum. Þessar jurta- m. k. frá jarðvegsfræðilegu sjón leifar eru forðabúr næringar- armiði. ísland er fyrst og fremst efna, sem leysa má úr læðingi grasræktarland, það vita allir. með þurrkun, opnun og viðeig- En grasrækt dettur engum heil andi áburðargjöf. Með þurrk- vita manni í hug að stunda án (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.