Dagur - 18.01.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 18.01.1967, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 18. janúar 1967 — 4. tbl. Das ;ur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Tcgarar Ú, A. ófluðu 9.535 lestir a siöastlionu ari !HH&*4&Q+1HJS*&^ #'>4&Mfr^&Wk**2>JH^<g>*4^^ BLAÐINU hefur borizt afla- skýrsla ÚtgerSarfélags Akur- eyringa h.f. fyrir árið 1966. Út- haldsdagar hinna fjögurra tog- ara félagsins voru 1.357 og veiðidagar samtals 881. Tala veiðiferða var 78 þar af voru farnar 25 söluferðir til erlendra hafna. Heildarafli togaranna ár ið 1966 var 9.535.00 kg. Svalbakur var í 16 ára flokk- unarviðgerð frá 24. marz til 30. júní. Ráðstöfun aflans var í stuttu máli á þessa leið: Freðfiskur seldur utanlands og innan 14.08 smálestir, freðsíld 191 smálest, skreið 59 smálestir, óverkaður saltfiskur 155 smálestir, lýsi 108 smálestir. Birgðir í árslok voru nokkru meiri en árið áður: Freðfiskur 132 smálestir, freðsíld, heilfryst og flök 187 smálestir, skreið 111 smálestir, verkaður saltfiskur 50 smálestir, lýsi 3 smálestir. Af fyrrnefndum 25 söluferð- um togaranna, voru 23 farnar til Bretlands en 2 til Þýzka- lands. í þessum söluferðum voru seld tæp 2.990 tonn af fiski. Q SKJÁLFÁNDAFLJÓT RUDDISIG Stóruhmgu 16. jan. í gær voru miklir vatnavextir og bar Skjálfandafljót ísruðning með sér sunnan af öræfum. I gær- kveldi braut fljótið svo af sér ísinn sunnan til í Bárðardal. Heyrðist gnýr mikill og skruðn ingar og háir brestir í myrkr- inu og öflugar sprengingar, er þykkur ísinn brast og barst og byltist með heljarþunga niður dalinn. Skammt frá brúnni hjá Stóruvöllum myndaðist svo rnikil stífla og flæddi vatn aust ur og vestur einkum austur yfir sandana á sömu slóðum og varð um jólin. Símastaur brotnaði og vatn rann yfir veginn bæði aust an við brúna og vestan við hana og er þar nú engu farartæki fært. Er þarna mikill fjörður, allt austur að brekku. Vegur- inn er þar undir vatni en vestur vegurinn er nú orðinn fær. Norðan við hina miklu jaka- stíflu er fljótið undir ís að mestu. Mjólkurbíllinn situr tepptur austan fljóts og sunnan stíflunn ar. Reynt verður að koma hon- um norður yfir með hjálp jarð- ýtu. Þ. J. & í tilefni af afmælisdegi Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi hinn 21. janúar, verður Davíðshús § * á Akureyri opið þann dag, þ. e. næstkomandi laugardag og einnig á sunnudaginn kl. 2—6 e. h. £ § báða dagana. Húsvörður leiðbeinir gestum. Aðgangur er ókeypis. Þess er vænzt að unnendur í í hins ástsæla þjóðskálds noti þetta tækifæri. — Önnur bæjarblöð eru vinsamlega beðin að vekja a J athygli lesenda sinna á þessu. — Til þess að fyrirbyggja skemmdarverk í Davíðshúsi þyrfti gott Jf & fólk að búa í íbúðarkjallara hússins, svo sem áður var. (Ljósm.: E. D.) $ i ! Bjarni Einarsson kosinn bæjarsljóri á Akureyri í gær Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn studdu hann. - Hinir skiluðu auðu A BÆJARSTJÓRNARFUNDI á Akureyri í gær, var Bjarni Einarsson viðskiptafræðingur kosinn bæjarstjóri í stað Magn- úsar E. Guðjónssonar, sem ósk- að hafði lausnar frá störfum. Atkvæði féllu þannig, að Bjarni fékk 6 atkvæði en 5 seðlar voru auðir. Það voru 4 fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn og 2 fulltrúar Alþýðu- flokksins, sem kusu Bjarna Ein arsson, en fulltrúar Sjálfstæðis flokksins og Alþýðubandalags- ins skiluðu auðum seðlum. A$ur en kosning fór fram gerði forseti bæjarstjórnar, Jakob Frímannsson, grein fyrir hinum þrem umsóknum um bæjarstjórastöðuna, er áður var frá sagt hér í blaðinu. Fulltrúi hvers flokks í bæjar stjórn gerði grein fyrir afstöðu sinna manna í stuttu máli. Fyrst talaði Jón G. Sólnes, lýsti trausti á Bjarna þar sem ekki náðist samstaða um annan, en taldi kaupkröfur hans of háar til þess að sinn flokkur gæti á þær fallizt. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. í nýju húsi Elztu starfsmennirnir aðeins 22 ára gamlir Á LAUGARDAGINN opnaði Byggingavöruverzlun Akureyr ar h.f. í nýju húsnæði, Geisla- Bændaklúbbsfundur BÆNDAKLÚBBURINN held- ur fyrsta fund sinn á þessu ári að Hótel KEA mánudagskvöld- ið 23. þ. m. Fundurinn hefst, eins og venjulega, kl. 9. Rætt verður um verðlagsmál land- búnaðarins og hefur formaður Stéttarsambands bænda, Gunn- ar Guðbjartsson, framsögu. Mun hann gefa yfirlit um gang verðlagsmálanna og skýra fyrir bændum hvernig horfurnar eru nú í þeim málum. Q götu 20 á Akureyri. Er það fjórða byggingarvöruverzlunin við þá götu og eru ekki fleiri slíkar í bænum. Það er dánarbú Helga Pálssonar kaupmanns og bæjarfulltrúa, sem er eigandi Byggingavöruverzlunar Akur- eyrar, en verzlunarstjóri er Páll Helgason Pálssonar. Verzlunin hefur á boðstólum „létt byggingarefni", en ekki timbur, sement eða járn, og ennfremur annast fyrirtækið speglagerð og glerslípun, og er að fá nýjar vélar til þeirra hluta. Byggingin er 350 fermetrar á einni hæð, en verður 550 fer- metrar og byggingin tvær hæð- ir. Aðalgeir og Viðar h.f. byggðu hús þetta. Davíð Har- aldsson frá Dalvík annaðist upp setningu varanna í verzluninni mjög smekklega. Þarna vinna nú sex manns og eru þrír þeir elztu aðeins 22 ára gamlir. Framkvæmdastjórinn veitti kaffi og pönnukökur að góðum íslenzkum sið, er hann sýndi fréttamönnum verzlunina á laugardaginn, og telur sá er þetta ritar það vita á gott fyrir framtíð fyrirtækisins. Byggingavöruverzlun Akur- eyrar h.f. flytur sjálf að mestu inn vörur sínar og starfar einn- ig sem heildverzlun. Glerslípun og speglagerðina annast Finnur Magnússon, og sölum. er Sigurður Einarsson. Bjarni Einarsson. Ingólfur Á^nason hvað Al- þýðubandalagið hafa lýst sig samningsfúst við hvaða flokk eða flokka, sem væri um ráðh- ingu bæjarstjóra, ef flokkasam- starf tækist þá um hin ýmsu Fjárhagsáætlunin A BÆJARSTJÓRNARFUND- INUM í gær var fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir 1967 afgreidd og samþykkt með 11 atkvæðum. Niðurstöðutölur eru nálega 101 millj. kr. Útsvarsupphæð 58.7 millj. kr. Sú ein breyting varð gerð, að leggja 7 millj. kr. í stað 4 millj. kr. í Framkvæmdasjóð. viðfangsefni bæjarfélagsins. —• Lýsti hann svo yfir því, að full- trúar Alþýðubandalagsins myndu sitja hjá við þessa at- kvæðagreiðslu. Bragi Sigurjónsson taldi, að ekki hefði verið ágreiningur um kaupgreiðslur til handa hin (Framhald á blaðsíðu 2) Almennur st jórnmála- fundur FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri halda almennan stjórnmálafund á Hótel KEA þriðjudaginn 24. janúar kl. 8.30 síðd. Frummælandi verður Ingvar Gíslason alþingismaður og ræðir stjórnmálaviðhorfið. Framsóknarfólk er sérstaklega hvatt til að sækja fundinn vel og stundvíslega, svo og aðrir á meðan húsrúm leyfir. Q Ingvar Gislason alþingismaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.