Dagur - 18.01.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 18.01.1967, Blaðsíða 4
i 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VANDAMÁL MARGRA ÞJÓÐA ALLLANGT er nú síðán byrjað var að tala um það á Alþingi og síðar á opinberum vettvangi, að nauðsyn bæri til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. I»að var um það leyti kunn- ugt orðið, að Norðmenn höfðu gert sérstaka framkvæmdaáætlun fyrir Norður-Noreg, sem þá var orðinn hlutfallslega mun mannfærri en aðr- ir landshlutar Noregs og hafði dreg- izt aftur úr á ýmsum sviðum. Áætl- un þessari fylgdu mikil fjárframlög. Framkvæmd hinnar sérstöku Norð- ur-Noregs áætlunar er nú lokið, en ráðstafanir af sama tagi eru nú gerð- ar á breiðara grundvelli. í fleiri lönd um eru nú gerðar opinberar ráðstaf- anir til að draga úr vexti stórborga og efla landsbyggð utan þeirra. Sú var á síðasta áratug framkvæmd þessara mála hér á landi að tekin var upp sú regla að veita á fjárlögum ár hvert sérstakt framlag úr ríkissjóði til „atvinnu- og framleiðsluaukning- ar“, sem aðallega var notað til lán- veitinga í sambandi við uppbygg- ingu atvinnulífs í sjávarplássum á Norður-, Austur- og Vesturlandi. í sveitunum var að sjálfsögðu haldið áfram að framkvæma hina eldri lög- gjöf um nýbýli og aðstoð við rækt- unarsambönd svo og aðrar ráðstaf- anir, sem Landnám ríkisins hefir umsjón með og áttu að miða að því að koma í veg fyrir eyðingu býla. Atvinnu- og framleiðsluaukningar- fjárveitingin varð hæst árið 1957, þá 15 millj. kr., sem svarar til a. m. k. 90 millj. kr. nú, miðað við upphæð ríkistekna. Á Alþingi 1962 eftir „við- reisn“ voru sett lög um Atvinnubóta- sjóð, en með þeim var í rauninni ákveðið að atvinnu- og framleiðslu- aukningarféð skyldi vera 10 millj. kr. á ári í 10 ár, og það lagt í sjóðinn ásamt útistandandi fé af atvinnu- og framleiðsluaukningarlánum frá önd- verðu, sem hafði verið innheimt vægilega. Þama var þá ekki um neina nýja eða skapandi lausn að ræða. Á síðasta þingi voru svo þessi lög um Atvinnubótasjóð afnumin og jafnframt sett ný lög um svonefndan Atvinnujöfnunarsjóð. Sú löggjöf er til nokkurra bóta á þessu sviði, og þá einkum að því leyti, að hún gefur til kynna, að skilningur sé vaxandi á þeirri hættu, sem yfir landsbyggð- inni vofir. Magnús Jónsson f jármála- ráðherra lét raunar í það skina í ís- lendingi í vetur, að þaraa væri um að ræða einskonar yfirbótarlöggjöf vegna staðsetningar stóriðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, enda sjóðnum ætluð von í hluta framleiðslugjalds af álverksmiðju. Kemur þetta heima við það, sem Karl Kristjánsson sagði í þingræðu, að málið væri flutt „af klofnum hug“. (Framh. á bls. 7) DR. RICHARD BECK: SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÓGI ÞAÐ ER heiti óvenjulega hug- þekkrar bókar, sem út kom í fyrrahaust á vegum Kvöldvöku útgáfunnar í Reykjavík. Allir íslendingar vita við hvern þar er átt, en bókin er safn endur- minninga samferðamanna um skáldið. Um útgáfuna sáu þeir Árni Kristjánsson, tónlistar- stjóri Ríkisútvarpsins, og Andrés Björnsson, þáverandi dagskrárstjóri þess. Er það til marks um hin djúpu ítök skálds ins í hugum og hjörtum landa sinna, að þessi minningabók um hann seldist svo fljótt upp, að auka varð drjúgum við upp- lag hennar. Er skemmst frá að segja, að útgefendur hafa unn- ið hið þarfasta og þakkarverð- asta verk með því að safna sam an þessum fjölþættu endur- minningum um þjóðskáldið Davíð Stefánsson og gefa þær út í bókarformi, því að með því er áreiðanlega miklum fróðleik imi hann bjargað frá gleymsku. Það yrði langt mál, ef rekja ætti efni þáttanna hvers um sig, enda verður það eigi gert hér nema að litlu leyti, en það skal þegar tekið fram, að allar eru endurminningar þessar vel í let ur færðar, þrungnar hlýju til skáldsins og aðdáun á honum, en um leið skráðar af hispurs- leysi og hreinskilni, og þess vegna allar að einhverju leyti til aukinnar þekkingar og fyllri skilnings á honum, lífi hans og verkum. Ágætlega er sviðið tjaldað, ef svo má að orði komast, með upphafsgrein bókarinnar „Fá- einar minningar um Davíð“, eft ir Árna Kristjánsson, enda voru þeir nánir vinir áratugum sam- an. Góðu heilli, fléttar Árni inn í minningar sínar kafla úr bréf- um frá Davíð til hans. í síðasta jólabréfinu, sem skrafað var 1960, farast skáldinu þaimig orð: „Hér eru rafstjömur hengdar á hvert hús, stjömur himinsins nægja mönnum ekki lengur, þetta á að tákna jól ... Enginn minnist vitringanna, sem eru á leið yfir eyðimörkina, né bams ins i jötunni, sem gaf heiminum hina guðlegu speki ... En ég fer heim í Fagraskóg ... ég fer méð hjarðmönnunum inn í fjár húskofa og vegsama stjömu AustUrlanda.“ Grein Kristjáns Jónssonar borgardómara „Með Davíð var gott að vera“, sem byggð er á nánum kynnum, bregður einnig Upp sérstaklega glöggri mynd af Davíð, og segir frá því, hvem ig snilldarkvæði hans „Skógar- hindin" varð til. Mikill fengur er að grein séra Björns O. Björnssonar „Boðnar bræðUr", er segir frá skálda- félaginu „Boðn“, er íslendingar í Kaupmannahöfn höfðu stofn- að. Þetta var á árunum 1915— 16, og var Davíð, eins og vænta mátti, tekinn í félagið. Lýsir séra Bjöm þátttöku hans í fé- lagsskapnum og birtir allmörg sýnishom af fyrstu ljóðum hans, eins og þau geymast í fundarbók félagsins. Það var einmitt á ,3oðnaar“-fundi, að dr. Sigurður Nordal kynntist fyrst skáldskap Davíðs og varð mjög hrifinn af hinu imga skáldi; leiddi það til þess, að fljótt tókst með þeim náin vin- átta, er hélzt óslitin meðan báð- ir lifðu. En í markvissum og skilnings ríkum minningarorðum, sem Sigurður flutti um Davíð í Rík- isútvarpið 8. marz 1964, lýsir hann því sjálfur, hve hrifinn hann hafði orðið af ljóðalestri hans á fyrmefndum skáldafé- lagsfundi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Skal þess jafn framt getið að verðugu, að Sig- urður kom á framfæri fyrstu kvæðum Davíðs til birtingar í íslenzkum tímaritum. Hins ber eigi síður að minn- ast, að Sigurður á í endurminn- ingasafninu aðra sérstaklega merkilega og athyglisverða grein um Davíð, „Litið í gömul bréf“, þar sem hann birtir kafla úr bréfum frá skáldinu og nokk ur gömul kvæði hans, er ekki hafa birzt áður. Fer Sigurður sannarlega ekki villur vegar, þegar hann segir, að eftirfar- andi smáljóð hefði sómt sér í Svörtum fjöðrum: Það var æskuunnustan mín, sem í augu mér biðjandi leit, þegar hún settist á brúðar- bekkinn hjá biðli framan úr sveit. Það var æskuunnustan mín, sem óhuggandi grét, þegar hún eina óvini mínum að eilífu tryggðum hét. Það var æskuunnustan mín, sem annar gaf brúðarskart — og grætur og kyssir mig í meinum, þegar myrkrið er nógu svart. Dr. Steingrímur J. Þorsteins son skrifar prýðilega grein, „Skáldið að norðan", um per- sónuleg kynni sín af Davíð, sam hliða því að hann lýsir skáld- skap hans og stöðu hans í ís- lenzkum bókmenntum. Loka- orð ritgerðar Steingríms hitta ágætlega í mark: „Ég vil ljúka þessum þáttum með því að segja frá bamaskóla stúlku, sem ég hitti fyrir skömmu. Hún var að læra ljóð undir kennslustund. Við spjöll- uðum saman um kvæðið. Ég spurði meðal annars, eftir hvern það væri. Telpan svaraði: „Ég man ekki, hvort það er heldur eftir Jónas Hallgrímsson eða Davíð Stefánsson. Ég blanda þeim svo oft saman.“ í þessum orðum bamsins er fólgin meiri vitneskja um kveð skap Davíðs en í löngum grein- argerðum lærdómsmanna. — Davíð segir í kvæði sínu um Jónas: Hitt gleður mig, ef geymist vísa ein — fær griðastað í hjörtum ís- lendinga. Og oft er eins og leynist ljúfur ylur í ljóðinu, sem bamið nam og skilur.“ í greininni „Á ströndinni" lýsir dr. Páll ísólfsson tónskáld af mikilli nærfærni og hlýju samvinnu þeirra Davíðs sem listamanna, en samvinna þess- ara tveggja snillinga varð ávaxtarík mjög, eins og alkunn ugt er. Samtímis varpar grein þessi ljósi á Davíð bæði sem mann og skáld. Þá mun hún hlýja mörgum um hjartarætur frásögnin hans séra Péturs Sigurgeirssonar um það, hvemig hinn áhrifamikli sálmur Davíðs „Ég kveiki á kertum mínum“ varð til. Séra Pétur hafði spurt skáldið hvað komið hefði honum til þess að yrkja þennan fagra sálm, og fer bezt á því að láta séra Pétur halda áfram frásögn sinni: „Þú spyrð að þessu,“ segir Davíð og brosir. Og síðan segir hann: „Það er aðeins einn maður, sem hefur spurt mig að þessu áður, herra Ásgeir Ásgeirsson forseti." Ég finn, að ég er kominn að efni, sem honum er hjartfólgið. Það er þögn. Ætlar hann ekki að segja meira, eða fæ ég af hans eigin vörum frásögnina um þá stóru stund? Ég bíð. Hann heldur áfram: „Ég var þá í Noregi.“ Hann talar hægt og virðulega og með áherzluþunga. „Það var á litlu hóteli skammt frá Osló. Þetta var um páskaleytið. Á föstu- daginn langa vorum við, géstir hótelsins, stödd við dögurð að venju. Meðal gestanna var móð ir með barn, litla telpu, svo bæklaða, að hún gat ekki geng- ið. Við matborðið veitti ég því eftirtekt, að telpan þrábað móð ur sína um að fara með sér til kirkju. Mér fannst móðirin ekki gefa baminu þann gaum, sem það átti skilið og var í þörf fyrir. Ég fann til með telpunni, kenndi í brjósti um hana. Ég gaf mig á tal við konuna og bauðst til þess að fara með barnið. Hjálp mín var vel þegin. Ég tók telpuna í fang mér og bar hana til kirkjunnar. Guðs- þjónustan var látlaus og hátíð- leg. Þegar við komum aftur heim á hótelið, dró ég rriig í hlé — og sálmurinn: Ég kveiki á kertum mínum, varð til.“ Bráðskemmtileg er frásögn Ríkharðs Jónssonar mynd- höggvara um „Ferð til ítalíu með Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi og fleirum“, og var það ferðalag um margt hið ævin týralegasta. Þorsteinn M. Jónsson fyrrv. skólastjóri, er var útgefandi mjög mikils hluta af verkum skáldsins, segir frá samskipt- um þeirra í mjög eftirtektar- verðri grein. Svipuðu máli gegnir um grein Brynjólfs Sveinssonar yfirkennara, er lýsir samvinnu þeirra Davíðs sem prófdómara og vinnubrögðum skáldsins við prófarkalestur. Gagnfróðleg er einnig hin ítarlega grein Þorsteins Jósefs- sonar blaðamanns um bókasöfn un Davíðs og hið mikla og merkilega bókasafn hans, en hann var mikill bókaunnandi, eins og kvæði hans sýna deg- inum ljósara. Mikinn fróðleik um ætt Daviðs og uppruna er að finna í grein Eiðs Guðmundssonar, Þúfnavöllum, og um æviferil hans í greinum þeirra Einars frænda hans Guðmundssonar frá Hrauni, og frú Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra. Hug- stæð er einnig sú mynd, sem Helga Valtýsdóttir leikkona bregður upp af skáldinu, mann- leg og aðlaðandi í senn. Ættar- tala hans eftir Einar Bjarnason ríkisendurskoðenda eykur á ævisögulegt gildi bókarinnar. Vel fer einnig á því, að henni lýkur með lýsingu á útför skáldsins að Möðruvöllum, tek- in úr Akureyrarblöðunum. Bókin er framúrskarandi vönduð og falleg að ytra frá- gangi, og hefir að geyma fjölda mynda af skáldinu á ýmsum tímum ævi hans og við margvís leg tækifæri. Q Helgi Hallgrímsson: Úr ríki náffúrunnar -1 ÞINGAÐ UM HVÍTABJÖRNINN Sviðsmynd úr Biedermann og brennuvargamir. Leikfélag M. A.: Biedermann og brennuvargarnir Leikstjóri Erlingur E. Halldórsson LEIKFÉLAG M. A. sýndi sl. föstudag leikritið Biedermann og brennuvargamir eftir sviss- neska höfundinn Max Frisch í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsson- ar. Leikstjóri var ungur leik- húsmaður og leikritahöfundur að sunnan Erlingur E. Halldórs son, en að öðru leyti var þessi vandaða og fjölþætta sýning að öllu verk nemenda M. A. Leikfélag M. A. hefur oftast áður sýnt bæjarbúum léttan ALDARFJORÐUNGS ofugþróun ÞAÐ mun almennt talið, að þá sé jafnvægi í byggð landsins, ef íbúum einstakra landshluta fjölgar á tilteknum tíma um sama eða svipaðan hundraðs- hluta og þjóðin í heild. Einnig mætti segja, að jafnvægi í byggð landsins sé sú dreifing þjóðarfjölgunarinnar, sem að því miðar, að öll lífvænleg byggð haldist og eflist um land allt, að þjóðin haldi áfram að byggja alla björgulega staði í landi sínu. En í byggðarmálum íslendinga hefir ekki verið um jafnvægisþróun að ræða, held- ur stórborgarþróun undanfama áratugi. Manntalstölur landsins í heild og einstakra landshluta síðasta aldarfjórðunginn sýna þessa þróun glögglega. Árið 1940 var mannfjöldinn á öllu landinu 121.474. Árið 1965 var hann 193.758. Hvorttveggja miðað við 1. des. Fjölgun 72.284 eða 59.5%. Árið 1940 var mannfjöldi á Vestfjörðum 12.952, en árið 1965 10.435. Bein fólksfækkun 19.4%. Á Austurlandi var mannfjöld inn 10.123 árið 1940, en 11.017 árið 1965. Fólksfjölgun 8.8%. Á Norðurlandi var mannfjöld inn 27.406 árið 1940, en 31.417 árið 1965. Fjölgun 14.7%. Á Suðurlandi, austan Fjalls, var mannfjöldinn 13.596 árið 1940, en 17.062 árið 1965. Fjölg- un 25.5%. Á Vesturlandi, sunnan Gils- fjarðar, var mannfjöldinn 9.936 árið 1940, en 12.998 árið 1965. Fjölgun 30.8%. í Kjalarnesþingi, vestan Fjalls, var mannfjöldinn 47.460 árið 1940, en 110.824 árið 1965. Fjölgun 133.9%. Þessar tölur bera vitni um hina gífurlegu röskun, sem orð ið hefir á byggðajafnvæginu á einum aldarfjórðungi. Á Vest- fjörðum hefir á þessum aldar- fjórðungi orðið bein fólksfækk- un um 19.4%. í fjórum lands- hlutum var fjölgunin aðeins 8.8%, 14.7%, 25.5%, og 30.8% á sama tíma sem þjóðinni fjölg- aði um 59.5%. í þessum fjórum landshlutum var því um hlut- fallslega fólksfækkun að 'ræða. Jafnvel í höfuðstað Norður- lands varð hlutfallsleg fólks- fækkun á síðasta áratug og á árinu, sem leið. En í Kjalames- þingi (vestan Fjalls) hækkaði fólkstalan imi 133.5% á tíma- bilinu 1941—1965. f sjö sam- liggjandi sveitarfélögum, sem hagfræðingar eru farnir að kalla Stór-Reykjavik, hækkaði íbúatalan úr 43.500 upp í 100.469. Á því litla landsvæði á nú meira en helmingur þjóðar- innar heima. Þetta svæði er orð ið stórborg. Þessi þróun er mjög varhuga verð fyrir land og þjóð, svo að ekki sé meira sagt, ekki aðeins fyrir þá landshluta, sem eiga við beina eða hlutfallslega fólks fækkun að stríða, heldur einnig fyrir höfuðborgina og nágrenni hennar, sem á erfitt með að valda sumum þeim verkefnum, sem á hana hlaðast vegna vaxt- arins. Getur af þeim sökum orð ið mjög örðugt að byggja þar upp nægilega traust atvinnulíf í framtíðinni svo og að full- nægja ýmsum þeim kröfum, sem gera verður til stórborgar. Það ætti því að vera sameigin legt áhugamál allra landsmanna að stuðla að því, að fólksfjölg- unin dreifðist meir um landið en hún hefir gert hingað til á þessari öld. Til þess þarf dreif- ingu fjármagns og dreifingu þeirra miðstöðva af ýmsu tagi, sem draga að sér fólk og fé. Á þessu sviði er eðlilegt og sann- gjarnt, að fulltrúar hinnar dreifðu landsbyggðar hafi for- ystuna. Sé sú forysta öflug og samhent, mun ekki standa á almenningi í höfuðborginni að viðurkenna-þjóðamauðsyn. Q Glæpamálastofnun Á NÝAFSTAÐINNI ráðstefnu sérfræðinga í ðaalstöðvum Sam einuðu þjóðanna í New York var rædd spurningin, hvort koma bæri á fót á vegum sam- takanna sérstakri stofnun í Róm, sem hefði það meginverk efni að koma í veg fyrir glæpi og fjalla um meðferð afbrota- manna. Stofnunin ætti að fást við rannsóknir og þjálfun sér- fræðinga og vera miðstöð þeirr ar viðleitni að fá ráðstafanir á þessu sviði teknar inn í alls- heijaráætlanir hvers ríkis um efnahags- og félagsmál. Sérfræðingamir ræddu einn- ig hvaða möguleikar væru á að veita vanþróuðu löndunum að- stoð, bæði að því er varðar tálm un glæpa og eftirlit með þeim. gamanleik á vetri. Það var þess vegna ekki laust við, að sumir hristu höfuðið lítið eitt, þegar það fréttist, að nemendur hygð ust nú breyta þeirri reglu og taka þetta hádramatiska og há- alvarlega nýtízkuverk til sýn- ingar. En þeim mun meiri er sigur þeirra við svo erfitt verk- efni. Hér eru engin tök á að ræða sýninguna í smáatriðum, þótt hún sé þess verð, en segja má það skýrt og skorinort, að hiin tókst með ágætum, var á allan hátt hin ánægjulegasta og skólanum, nemendum og leik- stjóra til mikils sóma. Leikritið sjálft er talsvert sterkari blanda en við eigum að venjast hér nyrðra, enda eitt af beztu verkum eins bezta manns evrópskra samtímabók- mennta, margslungið og snjallt í byggingu sinni og nýtízkulegt í sniðum. Þetta er ein óslitin predikun, rammur reiðilestur, kryddaður grófu gamni, á stundum allt að því hrottalegri kímni. Hér leika þeir listir sín- ar Eisenring og Schmitz, hin illu öfl, sem byltast úr myrk- ustu djúpum mannssálarinnar og birtast á yfirborði mann- kynssögunnar í líki þýzka naz- ismans, brennuvargarnir, sem af hreinum eyileggingarþorsta valda borgarbrennu (þ. e. heimsstyrjöld). Fómarlamb þeirra er Biedermann, venju- legur þýzkur góðborgari, kemd ur og strokinn í klæðum borg- aralegra hugsjóna, réttlætis og heiðarleika, mikill í fasi og orðum meðan ekki þarf að standa við orðin, því að allt þetta yfirbragð er bara dular- gervi. Biedermann er þó eng- inn úlfur í sauðargæru, bara geit í sauðargæru, þröngsýnn og eigingjam, lydda ag heigull, í fjötrum sjálfsblekkingarinnar, lítilmenni, sem einskis má sín í grófum og gráum hráskinna- leik illra afla, bráð, sem auðvelt er að hremma. Og auðvitað gugnar hann strax, heldur djöflunum veizlu og réttir þeim eldspýtumar, sem þeir tendra með bálið mikla. Sigurgeir Hilmar, sem lék (Framhald á blaðsíðu 7) HVÍTABJÖRNINN eða ísbjörn inn (Ursus maritimus), er gam all kunningi okkar íslendinga. Hans varð iðulega vart, þeg- ar hafís lagði að landinu og stundum langt inni í landi, eins og t. d. veturinn 1881, þeg- ar bjarndýr sást alla leið uppi í Hrafnkelsdal. Síðasta ísavetur, 1965, brá hins vegar svo við, að hvíta- bjöminn lét ekki sjá sig. Hin eiginlegu heimkynni heimkynni hvítabjarnanna eru Norður-Grænland, Svalbarði og heimskautalönd Norður- Ameríku og Síberíu. Annars fara þeir víða um Norður ís- hafssvæðið, og mikill hluti þeirra heldur sig jafnan á sjálfu íshafinu, jafnvel allt norður við sjálft heimskautið. Að þessu leyti eru hvítabirn- ir, eins og sjávardýrin, allra þjóða dýr, enda þótt þjóðir þær, sem löndum ráða við ís- hafið hafi þar mestra hags- muna að gæta, en þær eru Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Danir, Norðmenn og Sovét- menn. Þessar þjóðir hafa nýlega vaknað til meðvitundar um þá hættu, sem hvitabirninum er nú búin, vegna tilkomu nýrrar tækni við veiðarnar og jafn- framt eru þær byrjaðar að gera sér ljósa þá ábyrgð, sem á þeim hvílir til að vernda þetta ein- stæða dýr. Erfitt er að gera sér grein fyrir núverandi fjölda hvíta- bjarna í heiminum, því talning- ar hafa ekki enn verið fram- kvæmdar nema í smáum stíl, en sennilegt þykir, að fjöldi þeirra sé ekki mikið yfir 10 þúsundum. Er það raunar furðu lítið, ef miðað er við það geysivíðlenda flæmi, sem þeir byggja. Árlegur fjöldi veiði- dýra er talinn vera um 1300, sem einnig er mikið miðað við heildartöluna. Árið 1965 var efnt til fyrstu ráðstefnunnar um rannsóknir og verndun hvítabjarnarins. — Var ráðstefna þessi haldin í Fairbanks í Alaska, dagana 6. til 10. sept. og til hennar boðið fulltrúum þeirra fimm þjóða, sem hér eiga einkum hlut að máli. Þar lagði hver þessara þjóða fram skýrslu um ástand mála á sínu yfirráðasvæði. Af skýrslunum kemur fram, að einhverjar friðunarráðstaf- anir hafa víðast hvar verið gerðar, t. d. er yfirleitt bannað að veiða 1—2 ára gamla húna og sömuleiðis birnur með unga húna eða í hýði. Einnig eru hýðasvæðin víða sérstaklega friðuð, veiðitími og fjöldi veiði- dýra takmarkaður. Veiðar úr flugvélum eru og víðast hvar bannaðar. I heimskautalöndum Ameríku (Alaska, Kanada, Grænlandi), hefur hvítabjöminn víða verið veiddur til matar og fata af rnnfæddum íbúum landa þess- ara (eskimóum). Á vissum svæðum eru hvítabjamaveiðar þessu fólki lífsspursmál enn í dag, enda hafa eskimóar víða ótakmarkaða heimild til hvíta- bjamaveiða. — Veiðiaðferðir þeirra eru yfirleitt frumstæðar, þær sömu og tíðkazt hafa um langan aldur, og bjömunum því ekki veruleg hætta búin af þeim ' veiðum, ef ekki kæmi fleira til. Eftir því sem þessar frumstæðu þjóðir laga sig að nýjum háttum, verða þó hvíta- bjamaveiðar minna virði fyrir þær, enda er nú víða svo kom- ið, að þeir innfæddu nota hvíta bjöminn aðeins til tekjuöflun- ar. (Áætlaðar tekjur Alaska af hvítabjarnaveiðum árið 1965 voru 550 þúsund bandaríkja- dalir). Á Fairbanksráðstefnunni kom fram eindreginn vilji allra þátt takenda til að efla rannsóknir á hvítabirninum og stuðla að friðun hans. Tillögur Sovét- manna um algera friðun til 5 ára náðu þó ekki fram að ganga og mun hinum fulltrúunum hafa þótt of snemmt að hefjast handa, en rannsóknir enn af skornum skammti til að rök- styðja slíkar ráðstafanir. Hver sendinefnd samdi að lokum sínar sérstöku tillögur, sem þær síðan lögðu fyrir við- komandi ríkisstjórnir, en eftir- farandi samþykkt var gerð af öllum fulltrúum sameiginlega:- 1. Að hvítabjöminn heyri öllum þjóðum til, en ríkisstjóm ir þeirra þjóða, sem löndum ráða umhverfis Norður-íshafið séu ábyrgar fyrir verndun hans. 2. Að því sé beint til ríkis- stjórna allra landa, að örva vísindalegar rannsóknir á lifn- aðarháttum og umhverfi hvíta-. bjamarins, til að ráða hinar fjölmörgu gátur í sambandi við þetta dýr. 3. Að veiði hvitabjama megi aldrei ganga svo langt, áð dýr- inu sé hætt við útrýmingu. 4. Að í öllum lögum og reglu gerðum um friðun hvítabjarnar ins verði tekið sérstakt tillit til réttar innfæddra þjoða í við- komandi löndum, veiðiaðferðá þeirra og sérstakra þarfa fyrir veiði þessa dýrs í daglegu lifi sínu. Fyrir aðra veiðimenn sé bjarndýraveiðin aðeins peninga spursmál, en fyrir þá innfæddu oft spurning um lífið sjálft. Spyrja má svo að lokum, hvernig málin horfr frá sjónar- miði okkar íslendinga. Höfum við ástæðu til að veita .þeim björnum, sem hingað kunna að reika, einhverja vemd? Það hefur löngum þótt góð latína , að drepa hvítabirni á íslandi, og hefur jafnvél verið talið til sérstakra afréka e.ða þjóðþrifastarfsemi, enda hafa þeir birnir, sem hingáð haia flækst, jafnan verið strádrepn- ir. Ýmsar sögur eru til um skaðsemi hvítabjarna hér. Eiga þeir að hafa Iagzt á búfénað og jafnvel drepið menn. Allar slik ar sögur eru þó varhugaverðar. í heimkynnum sínum er hvíta- björninn yfirleitt meinlítill og sneiðir heldur hjá því að hitta menn. Þannig er honum einnig lýst í sumum íslenzkum þjóð- sögum. Þeim möguleika skal þó ekki neitað, að stundum kunni að slæðast hingað langsoltin dýr, sem þá eðlilega geta verið hættuleg mönnum og fénaði. Mun það fara að einhverju leyti eftir eðli íssins, sem kemur að landinu, hversu þéttur hann er o. s. frv. Selur er aðalfæða hvítabjarnarins og nái hann til þeirra, lítur hann ekki. við öðru. Hins vegar virðist það geta skeð, að ísinn sé svo fast pakkaður hér við strendurnar, að þar sé engin vök á stórum svæðum. Er þá eðlilega „bágt til bjargar'* fyrir hvítabjöm- inn. Ef svo skyldi fara á komandi árum, að hafís venji komur sín- ar að landinu og svo ólíklega vildi til, að einhverjir hvíta- birnir slæddust þar með, finnst mér öll rök mæla með því, að við íslendingar hegðum okkur eins og sæmir siðaðri þjóð í umgengni okkar við þá, og tökum þar tillit til áðumefndra samþykkta. Hver sem verður hvítabjarnarins var, ætti að gera sér far um að athuga hann sem bezt hann getur og allt hans hátterni og skrá það nið- ur, áður en það er gleymt, en grípa ekki til byssunnar fyrr en hann er viss um að hjá því verði ekki komizt. (Hér má skjóta því inn í, að mjög er varhugavert að særa hvítabirni með skotum; verða þeir þá oft æfir og mjög illir viðureignar). Jafnan ættu menn að spyrja sig, af hvaða ástæðum eða hvöt um þeir ráðast til atlögu við björninn, og ef svo skyldi reyn- ast, að það væri af grimmd, peningagræðgi eða metorða- girnd, þá er betra að láta það ógert. Minnumst þess, að hvíta- bjöminn er að vísu hættulegt dýr (ef hann er hungraður eða áreittur), en þó fyrst og fremst merkilegt og einstætt dýr, með einstæða og furðulega lifnaðar- hætti, svo að íá önnur dýr standast þar samanburð. Það ætti að vera stolt okkar, að þetta volduga íshafsdýr læt- ur stundum svo lítið að heim- sækja þetta land. Q - Sjálfvirk símastöð (Framhald af blaðsíðu 8) færði öllum þakkir, er að höfðu unnið -og óskaði bæ og byggð allra heilla. Bæjarstjórinn, Ásgrímur Hartmannsson, minntist Hann- esar Hafsteins og rakti síðan sögu símamála í Olafsfirði. í því sambandi minntist haiin Páls Bergssonar sérstaklega. En hann var um skeið oddviti í Ólafsfirði og hafði mikinn áhuga á símamálinu, og að fá línu lagða til Ólafsfjarðar. í þvx tilefni ritaði hann Svarfdæling- um bréf um málið snemma í janúar 1906, þar sem óskað var eftir samvinnu við þá um að fá lagðar símalínur á báðum stöð- um. Taldi bæjarstjórinn þetta hafa haft mikJa þýðingu fyrir framgang símamálsins, enda komst Ólafsíjörður í símasam- band 1908. Árið 1929 var komið upp vísi að innanbæjarkerfi fyrir tilstilli nokkurra áhuga- inanna. Lýsti bæjarstjórinn að lokum þakklæti sínu yfir hin- um nýja áfanga. Þorvarður Jónsson yfirverk- fræðingur Landssimans skýrði tæknileg atriði og hvernig menn gætu bezt notfært sér þessi nútímaþægindi. Að kaffidrykkju lokinni var farið í nýbyggingu þá, sem gerð var og byggð við hús póst- og síma. Klukkan 5 opnaði bæjar- fógetinn, Sigui-ður Guðjónsson, símann með því að tala við póst- og símamálastjóra og þakkaði hann honum, svo og öðrum er að hefðu unnið. Eftir þetta urðu flest síma- númer kaupstaðarins á tali í einu, því marga fýsti að prófa símann. Boð þetta var Brynjólfi Sveinssyni og öðrum, sem að því stóðu til hins mesta sóma. B. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.