Dagur - 18.01.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 18.01.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Myndin er tekin frá Krossanesi. Síldarskip koma og fara. (Ljósm.: E. D.) Síldin veiðist erniþá fjrir austan víða sæmilegur en erf- Þorskafli á vetrarvertíð iðlega gengur að finna rekstrargrundvöllinn SÍLDVEIÐAR hófust á ný úr áramótum í austurdjúpum, en veðrátta hefur löngum verið ó- hagstæð til síldveiðanna. Tala síldveiðiskipa fyrir austan er 40—50. Fyrst veiddist sildin á 80—100 mílur út, en nú 130 míl ur suðaustur af Gerpi. Rúss- arnir eru horfnir af þeim slóð- um. í gærmorgun voru 8 síld- arskip búin að tilkynna afla, þar af tveir, Ingiber Ólafsson 120 tonn og Jón Kjartansson 250 tonn 60—70 mílur norður af Færeyjum. En á þessum slóð um fann Gísli Árni sild á dög- unum, er hann var.á heimleið úr síldarsöluferð til Þýzka- lands, þar sem hann seldi ísaða síld og veiddi þar þá 150 tonn. SÁ NEISTAFLUG OG GERÐI AÐVART UM KL. hálf fimm á laugar- dagsmorgun, 14. jan. sl., sá vakt maður á Frystihúsi KEA neista flug í þakskeggi Niðursuðuverk smiðju K. Jónssonat- & Co. á Oddeyri á einni eftirlitsferð sinni. Vaktmaðurinn var Hallur Benediktsson og gerði hann þegai- aðvart. Líklegt er talið, að kviknað hafi í út frá raf- magni. Þarna urðu ekki veru- legar skemmdir, þakka ber að- gæzlu vökumanns, að ekki brunnu þarna mjög mikil verð- mæti. □ HAPPDRÆTTIFRAM- SÓKNARFLOKKSINS AUGLÝST voru í Tímanum í gær vinningsnúmer í Happ- drætti Framsóknarflokksins. — Þau eru þessi: 11336 Scoutbíll, 62754 Kadett Caravan og 15592 Vauxhall Viva. (Birt án ábyrgðar) Lítilsháttar hefur verið landað af síld í Færeyjum. Veiðst hef- ur ofurlítið af síld við Vest- mannaeyjar og hefur hún að mestu farið í bræðslu. Sú síld er mun minni. Vetrarvertíðin er víðast haf- in og hefur þorskafli verið sæmilegur, en ógæftir hamlað sjósókn. Fiskverðið var ákveðið í yf- irnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins 8. jan. með atkvæði oddamanns og fiskseljenda og er það sama og sl. ár, en við- bættum 8% í marz og apríl en 11% aðra mánuði ái'sins. Með sama afla og í fyri’a jafngilda þessar verðuppbætur 100—105 millj. kr. til útgerðarinnar. En útgerðai-menn telja þetta eng- anveginn viðunandi úi-bætur. En fi-ystihúsin telja sinn rekst- ur vonlausan, eftir þessa á- kvöi’ðun. Kosin var fjögurra manna nefnd til þess að finna í máli þessu færar leiðir. í hermi eiga sæti 2 menn frá stjórnar- völdunum og tveir frá hx-að- fx-ystihúsunum. Um framtíð vetrarvertíðarinnar er því allt í óvissu eins og ei\ Q Fréllabréf úr Laxárda! Kasthvammi 2. jan. 1967. Það liL’íðaði mikið síðastliðna viku, og er kominn mikill snjór. Við sem þykjumst muna snjóalög liðinna ára nokkuð vel, teljum þetta með mesta snjó, sem kom- inn hafi verið um áramót. Jai’ð laust er með öllu og búið að vera síðan fyrir jól, og beit notaðist illa frá 27. nóvember. Tíðin var mjög óstillt frá því um vetui’nætur, þó snjór væri lítill og fór fé ekki vel með sig. Allsstaðar var tekið í hús 13. nóvember. Annars var tíðarfar sæmilegt frá 11. ágúst, er upp birti eftir 3 vikna óþuri’kakafla, þó oftast væri frekar kalt kom þó nokkrir góðir þurrkdagar. Þá var heldur stríðsamt að eiga við heyskap, hann varð þó meix’i hér í dalnum en nokkur undanfai’in ái', mest af honum með sæmilegri hirðingu, en nokkuð of seint slegið. Kal var ekki í túnum til stórra affalla, og spx-etta góð, sem að ein- hverju leyti, að minnstakosti, má þakka nýrri áburðartegund sem notuð var — Brennisteins- súrt Kalí —. Seinni sláttur var enginn. Nokkrar frostnætur voru í ágúst, en færri í september. Dilkar voru frekar lélegir, og er ekkert undarlegt. Þegar tún sem slegin voru (Framhald á blaðsíðu 2) VAFASOM FRÉTTA- ÞJÓNUSTA Utvarp og blöð syðra hafa að undanförnu fullnýtt hin hrylli- legu morð í Reykjavík til frétta. Langar og endurteknar lýsing- ar á þessu eru auðvitað mikið fréttaefni og eflaust eftirsótt les efni lika. En er þetta samt sem áður ekki of mikið af svo góðu? •Er óhugnaðurinn ekki of sterk- ur og gagntakandi m. ö. o. hættulegur andlegu jafnvægi fjölda fólks? Spyr sá er ekki veit. STÝRA HRAUNRENNSLI Fyrir rúmri viku voru gerðar tilraunir með það í Surtsey undir stjórn Þorbjörns Sigur- geirssonar og með aðstoð Landhelgisgæzlunnar að hafa áhrif á rennslisstefnu hins gló- andi hrauns. Það var gert með því, að dæla sjó á hraunröndina og kæla hana. Þá kom í ljós að storknun varð mjög ör, framrás hraunsins stöðvaðist og hraun- ið hlóðst upp. Kynni þetta að reynast hagkvæmt þar sem hraun rynni í stefnu á mann- virki á hallalitlu landi. Væri þá e. t. v. unnt, ef vatn væri nær- tækt, að breyta stefnu hrauns- ins og forða eyðileggingu. MIKIÐ OKUR Fyrr var hér í blaðinu vikið að innkaupaferðum fólks til ann- arra landa, einkurn í sambandi við kvenkápu- og kjólakaup. Aftur eru kvenfötin á dagskrá. Komið hefur í ljós, að kaup- maður sem keypti „gamla kjóla“ í Danmörku á 15—30 kr. danskar hvern, seldi þá hér á landi á 700—2000 kr. Ilið lága innkaupsverð var auðvitað vegna tízkubreytinga; kjólamir komnir úr tízku þar úti, en ís- lenzkar konur átta sig ekki ætíð á slíku og kaupa „gamla tízku“ fyrir nýja. En vera má að þeir komi að sama gagni. DULARFULLT FYRIRBÆRI Hinn 11. jan. sl. birti Morgun- blaðið og fleiri blöð miklar frá- sagnir af dularfullu fyrirbrigði og ókennilegum hlut í lofti yfir höfuðstaðnum og leiddu marga fram á ritvöllinn og létu vitna. Það kom síðar í ljós, að drengir höfðu útbúið loftbelgi og sleppt þeim upplýstum. Voru þeir því áberandi í næturmyrkrinu. Þetta var því ekki dularfullt. Á Norðurlandi hafa hins vegar glitský veitt mörgum ánægju undanfarið. Þau eru skærust í Sjalfvirk símastöð í Ólafsfirði með 200 núrrterum Ólafsfirði 14. jan. í gær var mikill dagur hjá okkur Ólafs- firðingum. Sjálfvirki síminn var þá tekinn í notkun. í tilefni þess bauð póst- og símastjóri hér á staðnum, Brynjólfur Sveinsson, gestum til kaffidrykkju í Tjarn arborg. Hófst hófið með því, að Brynjólfur Sveinsson bauð gesti velkomna og færði öllum þakkir, þeim sem lagt höfðu hönd að verki við að koma þess um málum í framkvæmd. Verða nú þegar tekin í notkun tæplega 200 númer, en stöðin er gerð fyrir 300 númer. Jarð- strengur var lagður frá Dalvík í haust meðfram nýja veginum og er tengingu hans nýlokið. Var verk þetta erfitt og oft unnið í vondum veðrum. Símstjóri færði símastúlkunum, sem unn ið hafa við skiptiborðið um ára- bil, þakkir fyrir trúnað og dygga þjónustu. Undir- borðum tók til máls Maríus Helgason umdæmis- stjóri. Minntist hann frumherj- anna, sérstaklega Hannesar Haf steins ráðherra. Lýsti hann undrun sinni yfir því hve verk- ið hefði gengið vel og fljótt og (Framhald á blaðsíðu 5). Ijósaskiptunum, fögur mjög enda litskrúðug. Þessi glitský eru talin 20—30 km. frá jörðu og lieyra ekki undir dularfull fyrirbæri, heldur sérstæða feg- urð í náttúrunni. FISKIBÁTUR FASTUR í IS Það bar til 20 mílur út af Súg- andafirði, að bátur frá Suður- eyri festist í ís, er hann var í róðri og sat þar fastur í fimm klukkustundir. ísinn hindrar báta vestur þar, að róa eins langt og æskilegt væri, því þar er meiri fisk að fá. Hafa Vest- firðingar óskað ískönnunar til leiðbeiningar við sjósóknina. MISMUNUR Samkvæmt nýju mati lánastofn ana eru eignir Krossanesverk- smiðju 25 millj. kr. virði. En ekki fær verksmiðjan nema á fjórðu millj. kr. föst lán. Fyrir- tækið hefur þó skilað góðum arði og byggt sig upp af eigin fé á myndarlegan hátt á undan- förnum árum. Hins vegar á verksmiðjan í greiðsluörðug- leikum nú og fær ekkert lánsfé. Á sama tíma virðast peninga- stofnanir lána til annarra verk- smiðja nær takmarkalaust og reka jafnvel verksmiðjur, sem komnar eru í alger þrot, saman ber síldarverksmiðjuna á Hjalt eyri. HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN Sagt er, að Húsnæðismálastjóm hafi aðeins afgreitt rúmlega 30% nýjar Iánsbeiðnir út á láns hæfar íbúðir á Akureyri, en yfir 60% samskonar lánsbeiðn- ir í Reykjavík og Kópavogi á sl. ári. Þá liefur, að sögn, eng- inn íbúðareigandi í fjölbýlis- húsi, er bærinn lét byggja, fengið lán frá Húsnæðismála- stjórn. Hvílir byggingaskuldin því með fullum þunga á bæn- um. Komið hafa fram í bæjar- stjórn tilmæli um að fá Hús- næðismálastjórn í heimsókn til viðræðna. Akureyrartogarar KALDBAKUR fór á veiðar 5. janúar. Tilkynnti í fyrradag 110 tonna afla. Selur á þriðjudaginn í Grimsby. Svalbakur seldi í Grimsby 3. janúar 133 tonn fyrir 12.231 pund. Fór á veiðar 12. janúar. Harðbakur seldi í Grimsby 10. janúar 134 tonn fyrir rúm- lega 13.216 pund, eða 11.83 kr. kg. Togarinn er nú í lestar- hreinsun á Akureyri. Sléttbakur seldi 2. janúar I Grimsby 109 tonn á 11.408 pund, eða kr. 12.44 kg. Hann fór á veiðar 11. janúar. Q Svar til J. B. í sveitinni Þar sem við ástríður þínar skiljum og þörfina á að fá að tala, Bændaklúbbsfund við boða viljum og biðjum nú alla vel að smala. Ármann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.