Dagur


Dagur - 25.01.1967, Qupperneq 1

Dagur - 25.01.1967, Qupperneq 1
% Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Dagur L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 25. janúar 1967 — 5. tbl. ■£= Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Spilakvöldin á Hótel KEA FYRRA spilakvöldið af Fram- sóknarvistinni, í tveggjakvölda keppninni, sem Framsóknar- félag Akuréyrar stendur að, var haldið að Hótel KEA laug- ardaginn 14. janúar. Ingvar Gíslason alþingismaður flutti ávarp áður en byrjað var að spila. Kvöldverðlaun hlutu þau Ævar Karlesson og Laufey Garðarsdóttir, en vistinni stjórn aði Guðmundur Blöndal. Mikið fjör var í dansinum eftir að spilunum lauk. Var mikil ánægja hjá fólki með þetta spilakvöld. Fjölmargir eru með álíka marga slagi eftir fyrra kvöldið, og verður því spennandi barátta um það hverj ir hreppa hin glæsilegu heildar verðlaun sem í boði eru. Seinna spilakvöldið verður næstkomandi föstudagskvöld, 27. janúar, og hefst kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel KEA fimmtudaginn 26. janúar milli kl. 20.00 og 22.00 og svo við innganginn. Q Piltur hrapaði í FYRRADAG hrapaði 15 ára skólapiltur á Siglufirði í fjall- inu þar ofan við, er hann í góðu veðri var að taka myndir. Leit var hafin er hans var saknað og fannst hann laust eftir mið- nætti, sár á höfði, marinn og bólginn. Hafði hann þá legið ósjálfbjarga, sennilega meðvit- undarlítill í nær 11 klst. Piltur- inn heitir Júlíus Jónsson. í gær var hann talinn úr hættu og var orðinn nokkuð málhress. Q Séð yfir hluta fundarmanna á Hótel KEA. En fundurinn var mjög fjölsóttur. Hótel KEA var troðfullt út úr dyrum Gunnar Guðbjartsson form. Stéttarsambands bænda flutti erindi og svaraði fyrirspurnum á klúbbfundi bændanna EYFIRZKIR bændur og þing- eyskir fjölmenntu svo á fundi Bændaklúbbsins á mánudaginn, að fundarstaðurinn, Hótel KEA, nægði ekki og má segja, að „stóri salurinn" væri fullur út úr dyrum. Vantaði bæði borð og sæti en flestir munu hafa fengið kaffi. Um sextíu bílar bændanna settu sinn svip á Kaupvangsstræti þetta kvöld. Gestur fundarins og frum- mælandi var Gunnar Guðbjarts son formaður Stéttarsambands bænda, og fjallaði ræða hans að miklu leyti um þróun verðlags- og framleiðslumála landbúnað- arins á síðustu árum. En vegna nýrra viðhorfa í þeim hafa þau verið meira umræðu- og áhyggjuefni bænda en nokkru sinni áður. Orfá efnisleg atriði ræðunnar fara hér á eftir. Haustið 1965 skapaðist nýtt viðhorf í verðlagsmálunum vegna þess að einn aðili í sex- mannanefndinni dró sig í hlé á síðustu stundu. Það var fulltrúi Alþýðusambandsins samkvæmt ákvörðun þess. Afleiðing þessa varð sú að ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög um verðlagn- ingu búvaranna það haust og tók þar með áhrifaaðstöðu bænda um þessi mál úr þeirra höndum. Þetta var bændastétt- inni mjög óhagstætt. Þessari réttar- og hagsmunaskerðingu var harðlega mótmælt. Sjö manna nefnd var síðar skipuð til að gera tillögur og breyting- ar á framleiðsluráðslögunum. Þessi mál skýrði ræðumaður mjög rækilega og þróun þeirra síðan og baráttu þá, sem bænda samtökin hafa háð til að vinná að réttlátri lausn verðlagsmál- anna. En grundvöllur sá, sem tekjur bændanna hafa um mörg ár verið miðaðar við, eru tekj- ur verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna, og hins vegar meðalbú bænda. Síðar í ræðu sinni vék Gunn- ar að verðjöfnunargjaldinu margumtalaða, smjörfjallinu og framleiðslumálum almennt. Á síðasta ári minnkaði mjólkur- framleiðslan verulega og smjör framleiðslan, sem var 1763 tonn árið 1965 en var ekki nema 1223 tonn 1966, enda hafði þá sam- hliða verið aukin ostagerð og framleiðsla nýmjólkurdufts, en verðlag þeirra vara fór veru- lega hækkandi erlendis. Smjör- verðslækkunin úr 105 kr. pr. Gunnar Guðbjartsson. kg. í 65 kr. pr. kg. örvaði smjör söluna verulega, enda jókst sal an um 317 tonn á sl. ári og smjörfjallið minnkaði. Ræðumaður sagði, að flest (Framhald á blaðsíðu 7.) JÖKULHLAUPI MARK&RFLJÓTi FYRRA sunnudag kom mikið hlaup í Markarfljót syðra og skemmdi þar varnargarða. En það rénaði jafn skyndilega og LAXÁRRAFMAGN TLL AUSTURLANDS? Nokkrar tilhaganir um virkjun Laxár ALLT frá því að bæjarstjóm Akureyrar samþykkti, þann 23. marz 1965, að Laxárvirkjun skyldi ekki gerast aðili að Landsvirkjun og að næsta skref í raforkuöflunarmálum Laxár- virkjunarsvæðisins skyldi vera ný virkjun í Laxá, hafa þessi mál verið í stöðugri atíiugun og margar virkjunartilhaganir kannaðar og reiknaðar fjár- hagslega. Þær tilhaganir, sem þannig liafa verið teknar til nákvæmrar athugunar eru eftir farandi: 1. Efstafallsvirkjun, en það er bygging stórrar stíflu efst í Laxárgljúfrum og virkjun þess falls er þannig fæst. Stærð 12. þús. kw. Virkjunar tími um 3 ár. 2. Efstafallsvirkjun, nákvæm- lega eins og undir lið 1, nema hvað bygging stíflunar er ráð gerð framkvæmd sérstaklega og framkvæmdir við sjálfa virkjunina gerðar, ekki sam- tímis, heldur um 2 árum síðar. Virkjunartími alls um 5 ár. Framhald beggja þessara virkjana yrði síðan virkjun sam síða núverandi fyrstu virkjun Laxár að afli um 10.5 þús. kw. 3. Gljúfurversvirkjun, en það er bygging stóru stíflunnar og virkjunar fallsins, sem hún skapar og niður í inn- takslón nýju stöðvarinnar. Stærð um 22 þús. kw. Virkj- unartími um 3 ár. 4. Virkjun úr inntakslóni gömlu stöðvar, samsíða henni, um 10.5 þús. kw., en þannig vélasamstæða að þeg ar stíflan yrði gerð og leng- ing aðrennslisganga, þá gæti hún unnið við hið meira fall, sem þá myndaðist, og er þetta nánast tilhögun 3, en framkvæmd í tveim áföng- um. 5. Virkjun sú, 10.5 þús. kw., sem um getur undir lið 4 fyrst, en síðan stóra stíflan og Efstaíallsvirkjun (sama og undir lið 1). Þessi tilhög- un er nánast öfug röð á virkj unarröðinni undir lið 1. Seðlabanki íslands hefir fram kvæmt þá fjárhagslegu útreikn inga, sem nauðsynlegir hafa verið í þessum tilhögunum, en Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen hefir gert hinar verk- fræðilegu áætlanir um virkj- unartilhaganirnar. Niðurstöður þessarar athugana hafa sýnt að virkjunartilhögunin 2 Efstafell, þar sem stíflan og virkjun henn ar eru gerð í tvennu lagi er hagkvæmust fjárhagslega séð fyrir Laxárvirkjunarsvæðið, eins og það er nú í dag. Gert hefir verið ráð fyrir því (Framhald á blaðsíðu 4.) þ'dð hófst. Skýringin liggur nú fyrir. Stór hluti af fjallshnjúki hafði hrunið niður inni í Þórs- mörk. Voru þar stór björg á víð og dreif. Guðmundur Kjart ansson jarðfræðingur sagði um þetta: „Það þýðir eiginlega ekk ert að segja frá þessu. Það trú- ir því enginn maður, þetta er svo stórkostlegt.“ (Tíminn 24. jan.). Fjallshnjúkur sá, sem hnmdi að verulegu leyti heitir Innsta- höfuð og er í svonefndu Steins holti. Jarðfræðingurinn sagði að þessi fjallshnjúkur hefði ekki steypzt fram yfir sig eða hrunið á venjulegan hátt, held ur í raun og veru sokkið inn undir jökulinn í heljarmikið lón undir honum, sem enginn vissi um. Er því um óvenjulegt og stórkostlegt náttúrufyrirbæri að ræða og þykir þeim, er séð hafa, stórkostlegt yfir að líta, sem gefur sjaldgæft tækifæri til náttúruskoðunar, þar sem „undur og stórmerki" gerast. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.