Dagur - 25.01.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 25.01.1967, Blaðsíða 4
4 5 Skrifslofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. VERNDUN OG EFLING LANDSBYGGÐAR VERNDUN og eHing landsbyggðar er þjóðarnauðsyn. Hér er ekki um það að ræða, að hvergi megi leggja niður byggt ból eða flytja á hag- kvæmari stað. Uppbygginguna ber að miða við það að hagnýta sefh bezt gæði náttúrunnar til lands og sjávar, þar sem þau eru til staðar. Björgu- lega staði ætti ekki að yfirgefa. Jafnframt ber að hafa það í huga, að ráðið til þess að hindra beina eða hlutfallslega fólksfækkun í einhverj- um landshluta getur verið meðal annars í því fólgin að koma þar upp þéttbýlishverfum eða efla kaupstaði og kauptún, sem fyrir eru. Aukning fólksfjölda á slíkum þéttbýlisstöðum getur, þótt hún í bili dragi til sín eitthvað af fólki úr umhverfi sínu, verið brýnt hagsmunamál hlutaðeig- andi landshluta, ef hún ræður úrslit- um um það, að sá landshluti, sem heild, haldist í byggð og eflist. í bæj- um og þorpum skapast líka markað- ur og ýmsir aðrir slíkir möguleikar fyrir nálægar sveitir. Af þessu leiðir, að byggðajafnvægismálið verður ekki leyst, svo að vel sé, nema á það sé litið frá heildarsjónarmiði hinna stóru landshluta, en þá jafnframt haft í huga, að björgulegar byggðir, þótt nú séu fámennar og eigi í vök að verjast, dragist ekki aftur úr í sókn þjóðarinnar til bættra atvinnu- hátta og betri lífskjara. Byggðajafnvægisstarfsemin á ekki að vera fólgin í „atvinnuleysisráð- stöfunum“ eða örvun þjóðhagslega óhagkvæmrar framleiðslu. Koma þarf í veg fyrir þann misskilning, sem stundum ber á, að hin fámenn- ari byggðarlög og atvinnurekstri þeirra sé yfirleitt byrði á þjóðarbú- skapnum. Athuganir hafa leitt í ljós, að í sumum fámennum sjávarpláss- um til dæmis skilar hver íbúi að meðaltali svo mikilli gjaldeyrisvöru- framleiðslu í þjóðarbúið, að athygli vekur við samanburð. Víða í sveit- um er framleiðslan líka án efa mjög mikil, ef reiknað er á þennan hátt. En þar sem tilfinnanlegur skortur er á fjármagni og tækni af skomum skammti, getur þetta orðið á annan veg. Það er athyglisvert í þessum samanburði að engin stétt í þjóð- félaginu mun leggja eins mikið fram hlutfallslega af eigin tekjum og með vinnu sinni til uppbyggingar í land- inu og bændastéttin. Óhætt mun að gera ráð fyrir, að hagnýt þjóðarfram- leiðsla minnki ekki heldur vaxi við aukið jafnvægi í byggð landsins. Með aðstoð fjármagns og tækni þarf að gera bömum landsins kleift að grundvalla búsetu sína, lífsaf- komu og menningu á náttúrugæð- um til lands og sjávar, hvar á land- inu, sem þau náttúrugæði em. □ Jónas Jónsson frá Hriflu: Eigum við að endurfæða Hóla-Jón? NIÐURLAG. Hinn svokallaði stríðsgróði hefur á undangengnum árum haft þvílík áhrif á mikinn hluta þjóðarinnar, eins og vissa Hóla Jóns um, að hann mundi erfa allar jarðir í tveimur blómleg- um hreppum í Skagafirði að eyða þeim fjármunum algerlega ábyrgðarlaust. Flestir vildu verða ríkir og héldu sig vera þar á góðri leið. Samt var krón an felld, en Norðmenn og Dan- ir réttu sína mynt úr öskustó Hitlers. Hjá okkur kom hall- ærisskömmtun Magnúsar Jóns- sonar eftir gullflóðið 1946—'47. Síðan fylgdi tilkoma eyðijarða og eyðilegging hins byggða lands með meiri hraða heldur en fyrr, nema á hallæristíman- um. Stærstu og dýrustu veiði- tæki útvegsins, togararnir, voru seldir úr landi, ýmist sem úr- gangs fiskiskip eða brotajárn. Konur hurfu í hundraða tali frá heimilum og umsjá barna sinna til að vinna, jafnvel kvöld og eftirvinnu til að tryggja sér húsaskjól í nýju þéttbýli og sjá börnum og heimili þar fyrir dag legu brauði. Forkólfar stórút- gerðarinnar fullyrtu ár eftir ár að stórfelldur tekjuhalli væri á útvegi þeirra. Síðasta neyðaróp þessara manna er að biðja um lagaleyfi til að láta togara sína veiða í landhelgi. Áður hafa eigendur stóru vélbátanna tek- ið allt of víða upp þann sið að sópa með botnvörpu, beztu mið innan landhelginnar. Hrædd stjórnarvöld beita ekki lögmæl- um viðurlögum til að hindra þessi brot. Gífurlegur innflutn ingur hefir verið á erlendum óhófsvörum svo sem 5000 bíl- um á einu ári og fjölmörgum 100 þús. kr. eldhúsgögnum og eyðist gjaldeyrisforðinn með þessum hætti. íslenzkur iðnað- ur er nú líkt settur eins og full gróinn akur, sem svignar undan óveðri tollahækkana íslenzkra stjórnarvalda. Hins vegar er verðbólgan sjálf nógu hættuleg í þessu efni, en hún er sjálf- skaparböl aldarfjórðungs mis- gerða. Sveitabýlin og sveita- fólki fækkar. Dýru, gömlu veiði skipin eru seld úr landi sum þeirra hafa að baki tug milljóna rekstrarhalla. Bolfiskurinn góði lífsnauðsyn frystihúsanna, kem ur ekki þangað eins og fyrr. íslenzka ríkið siglir nú rólega eftir óljósri stefnuslóð Ný- fundnalands. Það eru mörg slys orðin fyrir heimskulega eyðslu mannfólksins og fávísa fjár- stjóm leiðtoganna. Englending- ar tóku þegar á reyndi við sinni gömlu nýlendu, eins og þegar hreppsnefnd á íslandi tóku til ráðstöfunar og framfærslu van- máttugar fjölskyldur sem ekki gátu aflað sér húsnæðis eða vista vegna heilsuleysis eða sér stakra annmarka. Bretinn tók við sinni nýlendu, þeir vissu að í landinu væru nóg náttúru- gæði, ef ráðdeild væri beitt í stjómarfarinu. Við strendumar voru hin beztu fiskimið en nytjaskógar í landi og námur góðar. Gamla stórveldið setti hjól stjómarvélarinnar aftur af stað svo að almenningur gæti notið gæða landsins. Síðan er ástand þjóðarinnar í Nýfundna landi í sæmilegu lagi, en frelsið er farið. Það er lítill vafi á að íslendingar geta lent á hættu- leið eins og þessi litla grann- þjóð hjá Ameríku. Ef hér yrði um algera uppgjöf að ræða mundu tvær eða fleiri dugandi þjóðir vera fúsar að gera við Islendinga hliðstæðan sáttmála eins og þeir, sem fóru höndum um frelsismálin við Gissur jarl og sendimenn Hákonar Noregs- konungs. Hver og einn af hin- um frjálsu nábúum íslendinga mundu geta látið íslenzku þjóð- inni í té stjórngæzlu til að bjarga daglegum þörfum al- mennings. Ef til vill gefur það íslendingum auðveldari leið til sjálfsbjargar að þeir muna í meir en 600 sumur. Miklar líkur eru fyrir því að nú syrti í álinn nema ef íslend- ingar hugsi vel ráð sitt. Veg- irnir eru tveir framundan. Veg ur uppgjafarinnar að fordæmi Nýfundnalands. Hitt er sjálfs- bjargarleiðin og hún er íslend- ingum nokkuð kunn úr sögu síð ustu kynslóðar. Hér var skugga legt ástand í félagsmálum árið 1939, þó að hættan væri þá minni, en á yfirstandandi tíma. Hér var Sturlungaöld á frum- stigi. Flokkarnir illvígir, en þó máttvana. Menn kunnu ekki að sjá fótum sínum forráð í frið- samri samstjórn þriggja borg- araflokka, fimm misseri. Ef til uppgjafar kemur hér á landi mun þjóðin þokast áleiðis eftir sinum eigin veikdómsvegum. Bjargráðin munu fæðast með þeim hætti að almennur ótti grípur fjölmarga menn, konur og karla þegar þeim er ljóst hve mikið er í húfi, þau horfa yfir fama leið og líta á raunir þeirra tíma þegar aldagömul yfirstjórn erlendra húsbænda var fyrir alla íslendinga auðmýkjandi, kvalarfull og óvirðuleg hvernig sem litið var á þá aðstöðu. En þegar leiðtogar allra borgara- flokkanna létu 1939 augnabliks hagsmuni og persónulegan metnað víkja um stundarsakir, þá gátu fáir áhugamenn vakið bjargráðaölduna. Nú þarf mikla forustu um úrræði fólksins og fjölmennt vakningarlið. Djúp- tækur almennur ótti við kom- andi ófarir og annað ekki, getur knúð íslendinga nú, til að rétta við tapaðan leik. Síðan 1942 hafa menn af öllum stéttum lagt stund á að græða sem mest á návist varnarliðs frá velvilj- aðri frændþjóð og beitt skipu- legum gróðaveiðum í innbyrðis viðskiptum eins og framast mátti við koma. Megin krafa innanlands hefur verið sú að hver einstakur maður eða fé- lagsheild hlaði á bát eins mikl- um fjármunum og unnt er. Al- gengasta tækið til fjárveiða innanlands er kaupkúgun og verkbann, en fágaðasta tækið er hótun um landflótta ef þjóð- félagið verður ekki við óskum kröfusjúkra manna. Alkunnugt er dæmi frá 1960 þegar tylft ís- lenzkra manna, sem þjóðin hafði fóstrað með dýru námi innanlands og utan, hótaði nú að yfirgefa landið ef ríkið vildi ekki greiða aukalaun meir en hóf var á. Annars töldu kaup- kröfumennimir sér henta að flytja alfarnir úr landi. Slíkum mönnum er auðvelt að svara Hverfið þið til þeirra landg þar sem ykkur er betur borgað (Framhald í næsta blaði) Árni G. Eylands: Helgi Hallgrímsson: 6AMLAR SYNDIR 06 NYJAR ÞÆTTIR AF FLATEYJARDAL NU SKAL SELURINN SOKKVA - Laxárrafmagn til Austurlands (Framhald af blaðsíðu 1) í áætlunum um virkjun í Laxá að með tilhögun 2 yrði stíflan fullgerð síðari hluta ársins 1971 og sjálf virkjunin síðari hluta ársins 1973. Gljúfurvirkjun, 10.5 þús. kw. yrði svo fullgerð síðari hluta árs 1981. Það er þó rétt að geta þess að reiknað hefir verið með í öll- um þessum tilhögunum að stækka díselstöðina á Akureyri áður en virkjunin tæki til starfa, og er sú stækkun áætluð imr 3 þús. kw. og þarf hún að vera fullgerð haustið 1968. Þegar Laxárvirkjunarstjórn fór suður í byrjun júní sl. á fund raforkumála- og fjármála ráðherra svo og dr. Jóhannesar Nordals, Seðlabankastjóra, Jón asar Haraldz, forstjóra Efna- liagsstofnunarinnar og raforku málastjóra, var ákveðið að skipa nefnd til þess að athuga tæknilegan og fjárhagslegan grundvöll áætlana um virkjun Laxár, svo og hvort hentugt væri að raforkumál Austur- lands og Norðvesturlands yrðu leyst með líniun frá Laxá til Egilsstaða og frá Akureyri til Sauðárkróks. Nú hefir það skeð að athugan ir, sem fram hafa farið um lausn á raforkumálum Austur- lands og Norðvesturlands, benda til að raforkumál þessara landshluta verði e. t. v. leyst með línum frá Laxá og Akur- eyri. Þetta mun aftur á móti þýða það að framkvæma þarf nýja útreikninga fyrir Laxár- virkjun mcð tilliti til hins stærri markaðar, sem hér yrði um að ræða. Að svo stöddu er ekki Iiægt að fullyrða hvaða áhrif þetta liefði í för með sér, en ekki er ólíklegt að tilhögun 3 Gljúfur- versvirkjun að stærð 22 þús. kw. yrði þá hagkvæmust. Gert er ráð fyrir að nefnd sú, er áður getur, komi saman nú á næstunni og að þá liggi fyrir niðurstöður þeirra viðbótar at- hugana, sem xmnið er nú að, þar ^ meðal kostnaður nýrrar virkjunartilhögunar við Lagar- foss svo og áhrif hugsanlegrar tengingar Austurlands og Norð vesturlands á fjárhag Laxár- virkjunar. (Fréttatilkynning frá Laxár- virkjunarstjóm) Danskennsla hafin í skólunum NÚ ERU tíu ár liðin frá því að Heiðar Ástvaldsson danskenn- ari hóf að kenna dans í skólum á Akureyri, en kennsla hans lagðist niður og danskennslan þar með að mestu. Nú er þessi sami kennari að koma hingað á ný og ætlar að kenna dans í barnaskólunum, Gagnfræða- og Menntaskóla. Auk þess heldur hann námskeið fyrir hjón sér- staklega og börn, auk almennra námskeiða. Með honum kennir Guðrún Pálsdóttir auk aðstoðar kennara. Kennsla hefst í byrj- un næsta mánaðar. í skólum verður La-Bostella leikdansinn m. a. kenndur, en hann er einskonar sambland af ýmsum kunnum dönsum, enn- fremur Watusi. En höfuð- áherzla verður lögð á hina klassisku dansa, sem hvarvetna eru kenndir og eru þýðinga- mestu dansarnir um heim allan 10 að tölu og „gömlu dansana". Það er alger fjarstæða, er séra Benjamín heldur því fram að H. N. H. hafi verið „settur í steininn" vegna „fúkyrða“ um kirkjuna og prestana, annað hafi ekki þótt fært. Hauge virti kirkjuna, en ekki allar aðfarir prestanna, og hann hvatti alla þá er honum fylgdu að málum til að sækja kirkju og virða all- ar kirkjulegar embættisathafn- ir. Séra Benjamín tilfærir meðal annars úr Bjarma, með þessum orðum: „Loks segir Bjarmi, að „mest ur hluti þeirrar kristilegu safn- aðarstarfsemi", sem nú eiga sér stað í Noregi eigi rót sína að rekja til „vakningar“ Hauges“. Ekki veit ég hver hefir skrif- að þetta í Bjarma, eða hvaða heimildir liggja að baki því. Ef til vill er það hofmóður er ég tel mig ekki þurfa að fletta upp á því, og met þessi ummæli lítils. Hér ér sagt mjög villandi og einhliða frá. „Allir vildu Lilju kveðið hafa“. Margir hafa reynt að feta í fótspor H. N. H., en reynzt minni menn en hann og sumir hreinlega litlir karlar. Er rétt að kenna honum um það? Margir hafa vitandi vits, aðr- ir óafvitandi, reynt að yrkja eitthvað svipað eins og Einar Benediktsson, á þjóð vor ærið af slíkum kveðskap litið upp- byggilegum. Er rétt að sækja skáldjöfurinn til saka um það? — Og þó, hans er „sökin“, að því leyti, að hefði Einar aldrei ort annað en miðlungs ljóð, eða lakara en það, þá hefði enginn stælt kveðskap hans og þjóðin verið laus við eftirlíkingar af góðkvæðum hans, aumlegar. Svipað mætti segja um H. N. H., kenningar hans. og starf. Og enn vafasamari verða hin tilgreindu ummæli Bjarma, þeg ar þess er minnzt, að eftir daga H. N. H. hafa hvað eftir annað komið fram „rétttrúnaðar“- postulai- og flokkar í Noregi, sem hafa gert lítið úr starfi H. N. H. og þótt hann hafa linlega að unnið. Til er að slíkir flokkar hafa hætt „haugianeme og upp fattet hele deres virksomhet som Satans verk“, svo að orð- rétt sé hermt eftir góðri heim- ild. Eftir um 50 ára kynni af norsku þjóðinni, og um 15 ára dvöl í landinu, tel ég réttmætt að segja, að allt hið bezta og heilbrigðasta í kristilegri safn- aðarstarfsemi, sem nú er í Noregi, eig rót sína að ein- hverju leyti að rekja til starf- semi H. N. H. endur fyrir löngu. Að rekja rætur alls þess, er oss þykir miður fara á þessu sviði í Noregi, og fellum oss ekki við, til Hans Nielsens Hauge og lífsstarfs hans, finnst mér jafn fráleitt eins og að kenna séra Friðriki heitnum Friðrikssyni um það sem oss þykir miður fara í háttemi æskulýðsins í Reykjavík nú um stundir. En þegar H. N. H. er minnzt kemur fleira til. Starf hans var uppreisn gegn embættismanna- valdinu dansk-norska, sem í þann tíð þrúgaði norsku þjóð- ina, sérstaklega alla alþýðu manna, svo að ótrúlegt er um að lesa, og þar voru prestarnir ekki barnanna beztir. Þess vegna var tekið á Hauge þeim ótrúlegu fantatökum, sem ill- frægt er orðið. Hreyfing sú er H. N. H. vakti og fylgismenn hans — Haugianarnir — báru fram, var „den förste norske folkerörsla.“ — „Rörsla hans reiste hele folket til vern om samvet og sosial rett.“ — Þann- ig varð starf H. N. H. og Haug- iananna mikið brautryðjenda- starf og undirbúningur þess sem skeði á Eiðsvelli vorið 1814. Þetta man norska þjóðin og dvelur lítt við það þótt sitt hvað megi út á ritmál hans setja, sérstaklega á hans yngri árum. Þá er þess einnig minnst, að barátta H. N. H. fyrir fullu predikunarfrelsi í Noregi var um leið og varð- fyrsti áfangi baráttunnar fyrir fullu trúfrelsi í landinu. En öll var sú barátta löng og hörð og fullur sigur vannst ekki fyrr en eftir daga H. N. H. Þetta er nú orðið miklu lengra mál en vera átti. Hið leiðasta í niðrandi skrifum Benjamíns prests um Hans Nielsen Hauge, er að klerkur skuli leggjast svo lágt að hampa konungsbréfinu frá 1805 til sönn unar því hver misindismaður H. N. H. hafi verið. Ég nefndi bréfið í grein minni í Degi 19. nóv., bæði að gamni mínu og til að undirstrika með hverjum fá- dæmum ofsóknum embættis- valdsins gegn Hauge hefðu verið. Og svo að lokum. f niðurlagi orðsendingar sinnar segir séra Benjamín, að í „guðfræði“ veiti ekki af „allri þeirri vitglóru og þekkingu sem menn hafa yfir að ráða“. Enginn mun mótmæla því, en getur ekki fleira komið til, og hefir komið til, í sögu truarbragðanna? Fávís er ég í þeim fræðum. En var ekki Kristur „lítt menntaður“ mað- ur? Þótt ekki væri það nú svo slæmt að hann væri „lítt mennt aður bóndi“. Gilda ekki enn orð skáldsins: „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær.“ Og á öðrum stað minnist sami höf. á „námhrokans nauma geð“. H. N. H. átti í höggi við þann vágest, og enn er hann stundum að verki. Endurtek, að ég tel vel hægt að lofa biskup Schelderup og verk hans án þess að lasta Hans Nielsen Hauge og kasta rýrð á minningu hans. Með því síðara er biskupinum enginn greiði gerður, enda tel ég útilokað að biskup Schelderup séu leiðinleg köpuryrði um Hauge að geði. Mun ekki rita fleira um þetta mál hér í blaðinu, hvað sem aðrir gera, og bið lesendur vel að yirða. Reykjavík, 22. desember 1966 Ámi G. Eylands. VINNINGASKRÁ Happdrætti -Háskóla íslands í 1. flokki 1967. AKUREYRARUMBOÐ 10.000 kr. vinningar: — 2929, 18207, 44730. 5.000 kr. vinningar: 7397, 14029, 18472, 31134, 33151, 41800, 43917. 1.500 kr. vinningar: 223, 2141, 3156, 3362, 3367, 3836, 3839, 4005, 6566, 7110, 7502, 7516, 8249, 9226,11211, 11720, 12088, 12450,13153,13237, 13626,13795, 14199,14400,15075, 17873, 18467, 19369, 19369, 21944, 22126, 24751, 24916, 25948, 27219, 28676, 29046, 29049, 31595, 33409, 33422, 35070, 37042, 40576, 41174, 41778, 42621, 42624, 43304, 43313, 43942, 48251, 49287, 52452, 53805, 53905, 59595. (Framhald úr Jólablaði) Veðurfræði plantnanna. Þriðji dagur ferðarinnar rann upp, með sæmilegu veðri. Töld um við bezt að hafa hægt um okkur þann dag, og safna kröft um fyrir næstu fjallaferð. Notaði ég tækifærið að at- huga gróður í umhverfi Heiðar húsa. Gekk fyrst niður að Dals- ánni. Þar uxu meðal annars þessar plöntur á eyrunum við ána: fjallakrækill, lækjafræ- hyrna, mosasteinbrjótur. í dæld um fyrir ofan eyrarnar fann ég fjalldúnurt og fjalladeplu, og í klettagjótu voru fáeinar fjall- hærur. Eins og nöfn sumra þessara plöntutegunda benda tO, eru þetta fjallaplöntur, sem í inn- sveitum á Norðurlandi finnast sjaldan fyrr en uppi i miðjum hlíðum (ofan-við 500 m. h.), en hér uxu þær í um það bil 130 m. h. Þetta er reyndar alkunnugt fyrirbæri, að ýmsar tegundir plantna, sem mestmegnis eða eingöngu finnast hátt í fjöllum í innsveitum, vaxa á láglendi í útsveitunum, stundum jafnvel niður undir sjávarmáli. Eitt- hvað er það í staðháttum, eða veðurfarinu, sem veldur þessari breytingu á háttarlagi plantn- anna. Ef til vill á snjóalagið þarna mesta sök. Er það al- kunna, að bæði eru snjóalög vetrarins meiri og stöðugri hér út frá og auk þess liggur snjór- inn hér oftast lengur fram eftir vorinu, en í innsveitunum í sömu hæð. Hvað snjóalög snertir sam- svarar því láglendi útsveitanna nokkurn veginn miðhlíðum inn sveitanna, og miðhlíðar útsveit anna samsvara þá sennilega há fjöllum innsveitanna. Þetta á einnig við um fleiri þætti en snjóinn. Úrkoman yfirleitt, er meiri í útsveitunum, en vex einnig frá láglendi til fjalla. Sömuleiðis er sumarhitinn lægri í útsveitum og lækkar einnig til fjalla. Allt ber þetta að sama brunni, og virðist það vera allgóð skýring á háttarlagi plantnanna. Áhrif snjólagsins sjást bezt, af hinum svokölluðu snjódælda plöntum, sem kunnar eru af því að vaxa í djúpum bollum og giljum í innsveitafjöllunum. Hér eru þessar plöntur flestar algengar, má nefna t. d. grá- mullu, fjallasmára og grasvíði. Raunar heyrir og aðalbláberja- lyngið til þessa flokks, en það er hér víða aðallyngtegundin. f mýrinni fyrir utan og neðan sæluhúsið kenndi margra merkra grasa. Þar fann ég mik- ið af flóastör, hrafnastör, og belgjastör, en í blautu halli fyr ir ofan mýrina óx ígulstör. All- ar eru starir þessar sárasjald- gæfar í innsveitum á Norður- landi, og sú síðastnefnda finnst þar ekki. Ekki vaxa þær heldur í innsveitafjöllunum, nema helzt hrafnastörin. Hér er því eitthvað annað uppi á teningn- um. Þetta eru hinar svonefndu útsveita- eða annesjaplöntur, sem virðast hvergi kunna betur við sig en í hinu raka og svala loftslagi útsveitanna. Sólarmegin í lífinu. Uppi í brekkunum var lyngið víðast hvar einrátt. Fyrir utan aðalbláberjalyngið voru þarna allar venjulegar lyngtegundir, nema sortulyng. Á stöku stað sáust brúskar af lágvöxnu birki kjarri, helzt í dældum, sólar- eða hlésmegin. Hér virðist það skipta ekki alllitlu máli fyrir gróðurinn, hvernig Jandið vísar við sólaráttinni, og birkið virð- ist yfirleitt vera sólarmegin í lífinu. En þess er að gæta, að þar sem landinu hallar að sólar áttinni, er einnig bezta skjól fyrir norðannæðingnum utan af hafinu. Hér fer því saman sól og skjól, og því engin furða þótt ýmsar tegundir laðist að þeim kostakjörum. Ekki nóg með sinni fyrr, í ferðalaginu. Ekki bærist hár á höfði manns, og ský ekki sjáanleg fyrr en lengst út í hafsauga. Þórir kíkir í ýmsar áttir, en brátt tekur hann eftir því að plasthetturnar eru ekki með í förinni, og snýr við til að leita þeirra. Ég held áfram uppeftir, en hitinn gerir gönguna erfiða. Bráðum kem ég á mikinn og langan melhrygg, sem liggur á ská út eftir hlíðinni. Smádal- drag er á bak við melhrygginn, og fellur þar lækjarspræna eftir dalnum. Hér hef ég sennilega rekizt á Jökulgarðurinn mikli fyrir ofan Heiðarhús. (Ljósm.: H. Hg.) það, heldur hlýtur og fannir að leggja þannig á vetrum, að þær séu mestar í sólarbrekkunum. Þessir þrír þættir, sólin, skjólið og fannlögin virðast því eiga mestan þátt í viðgangi birkisins þarna. Það er áberandi víða, að yfirborð kjarrsins fylgir ná- kvæmlega því lagi, sem maður getur ímyndað sér að vetrar- fannirnar myndu hafa á við- komandi stað, þ. e. kemur slétt af norðurbrún dældarinnar, og myndar ávalan garð í brekk- unni. Það er því jafnan mjög lágvaxið á dældarbarminum en hækkar er neðar dregur í dæld ina, og verður þar sumsstaðar um meters hátt. Víða má einnig sjá, að hríslurnar vaxa lárétt frá dældarbarminum út yfir dældina. Birkikjarr útsveitanna er annars kapítuli fyrir sig, og verður til umræðu síðar. Aðrar plöntur kunna einnig að meta þessa góðu þrenningu, sólskinið, skjólið og famiskýlið. Það á t. d. við um flestar burknategundir. Hér finnum við skjaldburknann (eða uxa- tunguna), einmitt á sömu stöð- um. Skjaldburkninn er útsveita- planta, eins og flestar aðrar burknategundir, en fer lengra inn til landsins en margar aðr- ar. Hann er sígrænn, og kemur honum því fannskýlið vel á vetrum. Af sjaldgæfum plöntum rakst •ég á mánajurt (Botx-ychium boi-eale), en hún hefur aðeins fundizt á örfáum stöðum á Norðurlandi áður. Hún óx í hól bax-ði syðst í Byrgishólunum. Við tjörn eina í hólunum fann ég mikið af i-auðstör (Carex rufina), sem myndar þax-na gróðux-kraga í kringum tjörn- ina. Rauðstörin er algeng víða á norðanverðu Miðhálendinu, en sjaldgæf í dölum og fjöllum norðanlands. Enn um jökulminjar. Snemma morguns á fjórða ferðadegmum, höldum við Þór- ir upp brekkurnar fyi'ir ofan Heiðax-hús. Jarðfræðihamarinn er með í förinni, svo og meitill- inn, en hallamælii'inn var skil- inn eftir heima. Þá hefur Þórir með sér kiki góðan, með plast- hettum til hlífðar fyrir ryki. Veðrið er nú betra en nokkm jaðarurð hins mikla skriðjökuls ísaldarinnai', er eitt sinn rann út eftir Fnjóskadal og Flateyjar ■ dalsheiði, allt í sjó fram. Doktor Trausti Einarsson, sem manna mest hefur rann- sakað jökulminjar á Norður- landi, telur líklegt að jöklar fs- aldarinnar hafi aldi-ei hulið fjöll in utan til á Eyjafjarðarsvæð- inu, og mesta þykkt jökuls við Akureyri hafi verið um 1100 m. Sá sami jökull hefur hins vegar vart verið meira en 400—500 m. úti á miðri Flateyjardalsheiði, og hér er nú þetta melhrúgald einmitt í um það bil 400 m. h., augljós merki skx'iðjökuls, þótt erfitt sé að segja um það hvort sá jökull var hinn mesti. Gai'ð- inum hallar greinilega úteftir, eins og hægt er að ímynda sér, að ski'iðjöklinum hafi hallað. Nú kemur Þórir upp á mel- ana, hefur hann fundið hett- urnar, en týnt hamrinu, og þar sem við teljum okkur ekki geta verið án jarðfræðihamars snýr Þórir aftur við til að leita hans. (Fi'amhald í næsta blaði) ATHUGASEMD við Ferð á Flateyjardalsheiði í Jólablaði Dags. NOKKRAR alvax'legar villur hafa slæðzt inn í fyrri hluta greinar minnar, um ferð á Flat- eyjardalsheiði. Sumpart eru það prentvillur, er stafa af lé- legum px'ófarkalestri, en sum- part stafa þær af athugunar- leysi mínu. Vil ég biðja lesend- ur velvirðingar á þessum mis- tökum. Helztu villurnar eru . þessar: Bls. 15, miðdálkur. Þar stend ur í svigum 3. mynd og 4. mynd. Myndirnar áttu raunar að fylgja með, en voru felldar nið- ur að mér forspurðum. Þar stendur einnig að hæð stallsins sá um 20 m. yfir sjó en á að vera 220 m. yfir sjó. BIs. 16, miðdálkur: í 12. línu falli niður á og í 16. línu breyt- ist þá í þó. (Þessar smávillur valda misskilningi í greininni). Bls. 16, 3. dálkux', ofai-lega við greinarskil stendur 10 m. í sviga, en á að vera 210 m. Við næstu greinarskil í sama dálki stendur, að Þói'ir snepill nam (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.