Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 1. febrúar 1967 — 8. tbL Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr I--------------------,-------- 5.00 Aukakjördæmisþing F.F.N.E. FIMMTUDAGINN 9. febrúar kl. 4 e. h. verður haldið auka- kjördæmisþing F. F. N. E. aS Hótel KEA. Rétt til þingsetu hafa kjörnir fulltrúar félaga sambandsins, framboðsnefnd F. F. N. E., stjórn F. F. N. E. og þingmenn Framsóknarflokks- ins í kjördæminu. Q Síldveiðum lokið á ausfurmiðum SÍLDVEIÐIBÁTUM hefur ver ið að fækka á austurmiðum að undanförnu og nú munu flest öll skipin vera hætt veiðum þar. Síðustu Akureyrarskipin, Súl- an og Sigurður Bjarnason, komu þaðan í fyrradag til heimahafnar. Síðustu veiðidag- ana var síldin norðaustur af Færeyjum. Síldartorfurnar voru orðnar strjálar og stóðu iiimiiitiiiiitiiiin Akureyringar! Nærsveitamenn! FÉLAG ungra Framsóknar- i manna á Akureyri heldur i i fund að Hótel KEA laugar- i i daginn 4. febrúar kl. 2.30 e.h. j Umræðuefni fundarins verð i ur „UTANRÍKIS- OG | VARNARMÁL". Frummæl- i andi Tómas Karlsson, rit- | i stjórnarfulltrúi. Allt Fram- : sóknarfólk velkomið á fund- i inn, meðan húsrúm leyfir. Q mjög djúpt. Aflanum var land- að í Færeyjum. Síldin var fyrir nokkru vökn- uð af vetrardvalanum austan við land og er hún nú á hraðri leið til Noregsstranda til að hrygna og fer 15—20 mílur á sólarhring. Heildarveiði síðan um áramót var fremur léleg vegna ógæft- anna. Lítill þorskafli hefur enn bor izt á land á þessari vetrarvertíð. Er það einkurn ógæftum um að kenna, t. d. var ekki farið á sjó í Vestmannaeyjum í hálfa aðra viku vegna storma. Frá norð- lenzkum verstöðvum berast þær fréttir að afli sé mjög rýr bæði á línu og í net. Allt er enn í óvissu um rekstur hraðfrysti- húsanna svo sem öllum lands- mönnum er kunnugt. Nú er hrognkelsaveiði að hefjast, en því miður er mest af hrognunum frá því í fyrra enn óselt og er útlit I því efni hið versta. Q Magnús E. Guðjónsson kvaddur Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI á Akureyri í gær var Magnús E. Guðjónsson, sem verið hefur bæjarstjóri frá 1958, kvaddur. Forseti bæjarstjórnar, Jakob Frímannsson, flutti kveðjuorð og þakkaði honum í nafni bæj- arstjórnar og bæjarbúa vel unnin störf, en bæjarstjóri svar aði með stuttri ræðu. í hófi, sem bæjarfulltrúarnir héldu fráfarandi bæjarstjóra kvöldið áður, var honum og konu hans fært málverk að gjöf, sem þakklætisvott fyrir heillarík störf á Akureyri. Q Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur afhendir íþróttahreyfingunni hið nýja hús f. h. bæjarins. — Handknattleiksliðin hafa stillt sér upp, tilbúin að befja leik. (Ljósm.: E. D.) Nýtt íþróttahús tekið í notkuii á Akureyri um sl. helgi NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS var vígt á Akureyri á laugardaginn með handknattleikskeppni ÍBA og Vals og formlegri afhendingu kaupstaðarins í hendur Iþrótta- ráðs. Hið nýja hús á sér stutta byggingarsögu. Byggingin var aldrei þessu vant boðin út og skyldi afhent á þessum árstíma, og stendur nú opið æskulýð þessa bæjar til afnota. Þetta er myndarlegt hús hið innra og rúmar auk íþrótta- salar 550 áhorfendur. Er þetta í raun og veru fyrsta íþrótta- byggingin í þessum bæ, sem einnig er ætluð áhorfendum. Þó er hér ekki um að ræða framtíðarhúsnæði fyrir líkams- rækt, en byggt til að mæta bráðri þörf og mun þjóna þörfu hlutverki þar til hið fyrirhug- aða íþróttahús, stærra og full- komnara, rís af grunni, væntan lega áður en mörg ár líða. Við þessa formlegu afhend- ingu hússins var húsið þétt skipað áhorfendum og salurinn skreyttur. Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur lýsti bygg ingu og afhenti húsið íþrótta- hreyfingunni fyrir hönd bæjar- ins. Jens Sumarliðason formað- ur íþróttaráðs og fsak J. Guð- mann formaður ÍBA fluttu ávörp. Allt fór þetta vel fram og virðulega. Og sýni nú ungir menn ög ungar konur, að til einhvers sé unnið. Stefán Stefánsson, formaður bygginganefndar, lýsti fram- kvæmdum. Framkvæmdanefnd in var kosin 19. apríl 1966. Hana skipuðu auk formanns, Her- (Framhald á blaðsíðu 2) ísknaffleikskeppni á Krókeyri Á LAUGARDAGINN kepptu skautafélögin á Akureyri og Reykjavík í ísknattleik á Krók- eyri á Akureyri. Akureyringar sýndu mikla yfirburði í þessum leik. Leiknum lauk með 13:4 Akureyringum í vil. Á sunnudaginn var hrað- keppni háð í sömu íþrótt og var Framleiðsla á hreiiiu eggjahvítuefni mun metta milljónir I LITLA fiskiþorpinu Bua hef- ur verið reist verksmiðja, sem er árangur af 10 ára rannsókn- arstarfi og tilraunum til að fram leiða geymsluhæft hreint eggja hvítuefni úr fiskimjöli. Það er stærsti lyfjaframleiðandi Skand inavíu, fyrirtækið Astra, sem stendur að þessu og hefur var- ið 125 millj. ísl. kr. til þessa. Að sögn forystumanna Astrafélags ins, hafa rannsóknarstofur og tilraunaverksmiðjur í Banda- ríkjunum, Perú, Vestur-Þýzka landi, Sovétríkjunum og ýms- um fleiri löndum lcitað og leita enn eftir framleiðsluaðferð á þessari vöru, sem er fjárhags- lega hagstæð. Fyrirtækið Astra segir, að framleiðsla sé mjög flókin. „Ég held, að ein aðalástæðan fyrir því, að okkur hefur heppnazt þetta", segir Karl Arne Weger- felt, framkvæmdastjóri Astra, „er sú, að við erum lyfjafram- leiðendur og vanir að fjárfesta stórar upphæðir í áhættusöm- um tilraunum, án þess að hugsa um launin". Framleiðslan er nú 1.5 tonn af hreinu eggjahvítu- efni á klukkustund, sem með þrem vöktum verða 40 tonn á sólarhring. f fyrstu tilraunum við að fullkonma þessa tækni, framlciddu tilraunamenn Astra aðeins 20 grömm af hinu hreina - efni á fjórum vinnudögum. ÁriS 1958 voru þeir komnir upp í 55 kg. á þrem dögum. En 1963 hafði hin stöðuga framleiðsM tilraunaverksmiðjunnar náð 165 kg. getu á klukkustund. Mikilvægi þess að geta fram- leitt á hagkvæman hátt geymslu hæft eggjahvítuefni úr fiski, sem er bæði lyktarlaust og bragðlaust, Hggur í því, að þetta efni mun verða máttugt vopn í baráttunni við hungrið í heim- inum. Árleg vöntun veraldar- innar á eggjahvítuefni úr dýra- ríkinu er áætluð 20 millj. tonn. En menn halda, að heimshöfin þoli árlega fiskveiði sem svarar 25—40 millj. tonnum af hreinu eggjahvítuefni. Aðeins 15% af þessu er nú nýtt, svo að hag- kvæm aðferð við geymslu og flutning á hreinu eggjahvítu- efni úr fiski eykur möguleik- ana á nýtingu þessara jarðar- gæða stórkostlega. Tilraunaforstjóri Astrafélags ins, Bo Hallgren segir, að ef unnt sé að sigrast á hinum miklu erfiSleikum í sambandi við dreifingu þessara matvæla um allan heim, mundi núver- andi framleiðsla Buaverksmiðj- unnar nægja til að þess að sjá 2 milrjónum barna undir skóla- skyldualdri fyrir fæðu, þeim til eðlilegs þroska. Enn sem komið er, er Astra-eggjahvítuefnið þó einungis selt, sem viðbót við annað fóður handa skepnum. En það er hægt að nota þessa sömu verksmiSju til framleiðslu á hreinu eggjahvítuefni til manneldis, svo fremi aS fiski- (Framhald á blaðsíðu 2.) niðurstaðan hliðstæð og kepptu þar þrjú lið. Markdómarar voru Ingólfur Ármannsson og Hjalti Þorsteinsson. Margt manna horfði á keppnina, enda hag- stætt veður. Sjóvá hefur heitið að gefa góðan verðlaunagrip til að keppa um í ísknattleik, ef árleg keppni fer fram. Um 100 manns eru nú í Skautafélagi Akureyrar. Fbr- maður er Jón Dalmann Ár- mannsson. Félagið hefur ís- knattleikssvæði á Krókeyri og æfir þar reglulega. Úrslit á spilakvöldum SlÐARA spilakvöld Framsókn arfélags Akureyrar var að Hótel KEA síðastliðið föstudags kvöld. Kvöldverðlaun hlutu þau Gunnhildur Gunnarsdóttir og Halldór Jóhannesson. Fyrstu heildarverðlaun í tveggja kvöldakeppninni fékk Frímann Frímannsson. Haukur Berg fékk önnur verðlaun og Þóra Magnúsdóttir þriðju. Dansað var af miklu fjöri eft- ir að spilunum lauk, og ríkti mikil ánægja með þessar skemmtanir. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.