Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 2
2 Áhorfendasvæðið var þétt skipað, en það rúmar 550 manns Meðal þeirra starfsmenn sjónvarps og hljóðvarps. (Ljósm.: E. D.) - Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Akureyri (Framhald af blaðsíðu 1) mann Sigtryggsson, Knútur Otterstedt, Hreinn Óskarsson og Sigurður Óli Brynjólfsson. Byggingin var boðin út. Þrjú tilboð bárust. Tilboð það, sem að var gengið, var frá Haga h.f. og hljóðaði upp á röskar 3.3 millj. kr. Verkið hófst svo 4. júlí. Byggingartími var 7 mán- uðir. Kostnaðarverð alls er um 630 kr. rúmmetrinn. Grunnflötur er 40.5x25 m. Vegghæð undir bita 6 m. Rúm- mál er 7950 m. Veggir eru steyptir, strengjasteypubitar í þaki og þak klætt hörplötum og álímdum pappa. Aðalgólfflötur inn er malbikaður. Búnings- klefar eru fyrir 60 leikmenn, en yfir þeim svalir. Sjálfur leik völlurinn er 18x32 m. Til hliðar er áhorfendasvæði, upphækkað. Stæði munu vera fyrir 550 manns. — Fullnaðarteikningar gerði Haukur Árnason fram- kvæmdastjóri Haga h.f., innrétt ingateikningar Ágúst Berg, burðarþolsteikningar, skolp, hita og vatnslagnateikningar gerði Magnús Ágústsson, teikn- ingar að raflögn Aðalgeir Páls- son. Byggingarmeistari var Haukur Árnason, múrarameist- ari Sigurður Hannesson, verk- stjóri Friðrik Friðriksson. Raf- lagnir önnuðust Þorvaldur Snæ björnsson og Reynir Valtýsson. Vatns- og hitalögn annaðis Sig urður Svanbergsson. „Að öðrum ólöstuðum", sagði Stefán Stefánsson, „vil ég sér- staklega þakka Hauki Árnasyni ánægjulegt samstarf og það kapp er hann lagði á, að verkið væri vel unnið og gengi greitt". Að endingu afhenti Stefán hús þetta fyrir hönd bygginga- nefndar og bæjarstjórnar Akur eyrar, íþróttaráði með ham- ingjuóskum. " Jens Sumarliðason, formaður íþróttaráðs veitti húsinu við- töku með þakkarorðum og fyrir það, hve fljótt og vel hefði geng ið að byggja það. Nú væri sá draumur orðinn að veruleika að hægt væri að æfa flokka- íþróttir og leiki innanhúss á Akureyri í ágætu húsnæði. Þetta væri fyrst og fremst að þakka forráðamönnum bæjar- ins, svo og bygginganefnd húss ísak J. Guðmann form. ÍBA. ins, verktökum og starfsmönn- og stærri draum“, sagði Jens, „en hann er sá, að hér á Akur- eyri rísi fullkomið íþróttahús og von okkar er sú, að ekki líði um. „Við eigum okkar annan mörg ár þar til sá draumur rætist. íþróttaráð hefur nú tekið við rekstri íþróttahússins. Það skipa, auk formannsins Jens Sumarliðasonai-, Haraldur M. Sigurðsson, Hermann Stefáns- son, ísak J. Guðmann og Svav- ar Ottesen. ísak J. Guðmann formaður ÍBA þakkaði hina bættu að- stöðu. „Innan skamms hefst hér“, sagði hann, „kappleikur, sem engan hafði órað fyrir, fyr- ir rúmu ári síðan, að gæti verið háður hér innanhúss í dag“. Hann minnti á, að samstaða allra íþróttasamtaka í bænum hefði ráðið úrslitum um fram- gang þessara úrbóta. Ræðu- maður lauk ávarpi sínu með árnaðaróskum til íþróttafólks- ins um leið og hann hvatti það til dáða og þakkaði unnin sigur í þessum byggingarmálum. Hús ið væri þegar fullnýtt. Handknattleikskeppninni að lokinni vígsluathöfn lauk með sigri Vals 27:19. Dómari var Árni Sverrisson, markdómarar Ingólfur Sverrisson og Ragnar Sverrisson. '□ Jens Sumarliðason formaður íþróttaráðs flytur ávarp. Nokkur hluti salarins sézt og fánaskreyting. (Ljósm.: E. D.) Akureyrarmót í svigi hafið FJÖLDI FÓLKS var í Hlíðar- fjalli um helgina. Þar fór fram Akureyrarmót í svigi fyrir unglingaflokka. Keppni hófst í drengjaflokki 11—12 ára. Úrslit urðu þessi: Drengir 11—12 ára. sek. 1. Gunnlaugur Frímannss. KA 65.7 2. Guðm. Sigurbjörnsson Þór 67.1 3. Alfieð Þórsson KA 68.6 Brautarlengd var 180 m., hlið 25, fallhæð um 90 m. Síldveiðin 1965 í NÝÚTKOMNU fiskveiðitíma- ritinu Ægi er lokaskýrsla um síldarafla þeirra 234 skipa, sem gerð voru út hérlendis til síld? veiða árið 1965, og er það að vísu seint á ferð en fróðlegt um margt eigi að síður. Þetta var, sem kunnugt er, mikið síldarár, þótt enn meira veiddist á árinu 1966. Athyglis- vert er m. a. hvenær og hvar síldin veiddist. Mest veiddist í nóvember eða 20,9% af ársafl- anum. í október veiddust 17%, í júlí 16,3%, í september 15,8%, í júní 12,9%, í ágúst 9% og í desember 8,1%. Suðurlandssíld meðtalin. Fyrsta síldin veiddist 24. maí og mun maísíldin talin með júnísíldinni. Talið er að 75,5% síldarinnar hafi veiðst „við ís- land“, 24,2% á „Noregssvæði“ og 0,3% við Hjaltland. Lengstt úthaldstími skipa 232 dagar, en stytztur 34 dagar, þegar frá eru talin tvö skip, sem eru á skýrsl- unni, er næstum engan afla hafa fengið. Síldin er sundur- liðuð eftir verkunaraðferðum hjá hverju skipi. □ - Framleiðsla á lireiiiu eggjahvítuefni (Framhald af blaðsíðu 1) mjölið, sem er hráefni hennar, sé unnið úr nýjum fiski. Þessi fæðutegund hefur þeg- ar lilotið viðurkenningu hinnar opinberu heilbrigðisstofnunar. Fyrirtækið heldur því fram, að Astra-eggjahvítuefnið sé hið fyrsta, sem hlotið hefur viður- kenningu hins opinbera mat- vælaeftirlits í menningarríki. Buaverksmiðjan má heita næst um sjálfvirk. Aðeins þrír menn starfa þar á hverri vakt. Hvorki fiskimjölið né hið hreina eggja- hvítuefni, sem úr því er unnið, er sjáanlegt meðan vinnslan fer fram. Fiskimjölið er geymt í 65 feta háum geymsluturnum og rennur síðan gegnum rör í gerilsneyði. Öll fita er þvegin burtu í þeytivindu með aðstoð sérstaks efnis, sem nefnist isopropanol. Þegar mjölið hef- ur verið þurrkað og malað fæst grátt duft, sem inniheldur 83% af hreinu eggjahvítu, 13% af nauðsynlegum steinefnum, en enga fitu. Hið hreina efni má síðan geyma í turnum þangað til því er skipað út til flutnings. Sérstakar vélar skilja liina frá- skildu fitu úr hreinsiefninu, svo að hið síðarnefnda má nota hvað eftir annað. Þetta er nauð synlegt til þess að halda fram- leiðslukostnaðinum nægilega lágum. Hallgren lýsir því yfir, að hið hreina eggjahvituefni liafi verið prófað eftir nákvæm lega sömu kröfum og venja er um ný læknislyf. Gæði fram- leiðslunnar og það, að hún er laus við öll eiturefni, hefur ver ið fullkomlega sannað. (Heimild: Featuring Sweden, nr. 4, 1966). Stúlknaflokkur. sek. 1. Sigþrúður Siglaugsdóttir KA 126.5 2. Barbara Geirsdóttir KA 136.5 Drengir 13—14 ára. sek. 1. Guðmundur Frímannss. KA 95.8 2- Þorstcinn Baldvinsson KA 103.5 3. Haukur Jóhannsson KA 108.8 4. Þorsteinn Vilhelmsson KA 108.8 Brautarlengd í þessum tveim flokkum var 340 m., fallhæð 115 m. og hlið 45. Unglingar 15—16 ára. sek. 1. Árni Óðinsson KA 99.8 2. Örn Þórsson KA 100.2 3. Bergur Finnsson Þór 111.7 Brautarlengd var 360 m., fall hæð 130 m. og hlið 50. Sennilega hafa ekki áður ver ið lagðar erfiðari brautir fyrir unglinga í Hlíðarfjalli. En ungl ingarnir stóðu sig mjög vel, sér staklega stúlkurnar, sem eru í mikilli framför. — Keppendur voru alls 40. Brautirnar lagði Reýnir Pálmason, og mótsstjóri var Halldór Ólafsson. Um helgina fer fram stórsvig í öllum flokkum og hefst það á sunnudaginn. Q mi&m TIL SOLU: Vel meðfarinn PEDEGREE barnavagn. Uppl. í síma 1-25-84. TIL SÖLU: Hoover þvottavél, Acme þvottavinda og Necchi saumavél. Uppl. í síma 1-17-98. TIL SÖLU: Nýleg RAFHA-eldavél. Einnig tvöfaldur stálvask- ur, sem bekkur getur i y !gt- Sími 1-18-92. Ermalausar PEYSUR með skyrtuprjóni, 6 litir Verð frá kr. 200.00. Lausir RÚLLUKRAGAR verð frá kr. 60.00 HANNA SVEINS Sími 2-11-21. NÝKOMIÐ: SÖNDERBORGAR- GARN GLORIA-CREPE FREESIA-CREPE, margir litir PATONS ANGÓRA, 7 litir Verzlunin DYNGJA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.