Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 5
* I 9 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VEGIR OG VEGALÖG SAMKVÆMT vegalögum frá 1963 °g vegaáætlun skiptist núverandi þjóðvegakerfi í hraðbrautir, þjóð- brautir og landsbrautir. Hraðbraut- ir skal ákveða með tilliti til áætlaðr- ar umferðar og þar sanikv. lögum „stefnt að tvöfaldri akbraut með var- anlegu slitlagi". Gert er þó ráð fyrir að svokallaðar A-hraðbrautir hafi fjórfalda akbraut. Þjóðbrautir eiga að vera malarvegir með tvöfaldri ak- braut. Aðrir þjóðvegir kallast lands- brautir. Vegir fyrir utan þjóðvegs- kerfið eru: Sýsluvegir, fjallvegir og einkavegir. Sumar götur í kaupstöð- um og kauptúnum, sem hafa 300 íbúa eða fleiri teljast til þjóðvega, samkv. ákvæðum laga og reglugerða og eiga 12.5% af tekjum vegasjóðs af benzínskatti, þungaskatti og gúmí- gjaldi ár hvert að renna til uppbygg- ingar og viðhalds þeirra gatna, sem til þjóðvega teljast. Af fyrrnefndu vegafé kaupstaða og kauptúna ráð- stafar vegamálastjórnin 10% en 90% skiptist eftir íbúatölu. Talið er um þessar mundir að lengd þjóðvega samtals sé rúmlega 9380 km. Þegar vegalögin voru til meðferðar á Alþingi 1963 var áætl- að, að hraðbrautir væru nálega 150 km. en nú er talið að þær séu eitt- hvað yfir 300 km., aðallega á lands- svæðinu í grennd við sunnanverðan Faxaflóa, en eitthvað þó hér nyrðra við og á Akureyri. Séu hraðbrautir taldar 300 km. munu þjóðbrautir vera nálega 2810 km. samtals og landsbrautir rúmlega 6270. Talið er, að akfærir sýsluvegir um land allt séu nú samtals eittlivað yfir 2000 km. Hvert hreppsfélag greiðir árlega í sýsluvegasjóð, sem svarar andvirði þriggja dagvinnustunda á hvem íbúa í hreppnum. Til sýslu- vega kemur jafnframt mótframlag úr vegasjóði, sem nemur tvöfaldri upphæð sýsluvegasjóðsgjaldanna. Sýsluvegasjóður hefir auk þess nokkr ar tekjur af fasteignum aðila, sem ekki em útsvarstaldir í hlutaðeig- andi hreppi. Kauptúnahreppar geta fengið helminginn af sýsluvegasjóðs- gjaldi sínu til gatnagerðar, ef þeir leggja jafnháa upphæð á móti úr hreppssjóði. Árið 1966 urðu saman- taldar tekjur sýsluvegasjóðs, aðrar en framlag vegasjóðs, 5.5 millj. kr. og mótframlag vegasjóðs þá 11 millj. kr. Samtals 16.5 millj. kr., en gert ráð fyrir rúmlega 20 mill. kr. á árinu 1967. Viðhaldskostnaður þjóðveganna var á árinu 1966 áætlaður 97.6 millj. kr., en fór 13 millj. kr. fram úr áætl- un vegna snjómoksturs og skemmda á vatnsflóðum. Snjómokstur og klakahögg á þjóðvegum kostaði vega sjóð 17 millj. kr. á sl. ári. □ r r Olafur Olafsson, kristniboði: BÓK í ÚTIvEGÐ AÐALFUNDUR Hins íslenzka Biblíufélags 1867 var haldinn 9. júlí. Forseti félagsins, dr. Pét ur Pétursson biskup, gat þess sem merkasta viðburðar í skýrslu sinni, að „Hið enska Biblíufélag hefur gefið út hina endurskoðuðu útgáfu Biblíunn ar og hefur sent hana á hina helztu verzlunarstaði . .. “ — Þá voru 282 ár liðin síðan Biblian var fyrst gefin út af ís- lendingum í þeirra eigin landi, — Guðbrands Biblía. Á aðalfundi sama félags 89 árum síðar, 1956, segir í árs- skýrslu aðalfundar: „Heim- flutningur útgáfunnar er nú staðreynd ... “ Matthías Jochumsson hefur í „Sögukaflar af sjálfum mér“ skemmtilegan frásöguþátt um manninn, sem því kom til leið- ar, að íslendingar sættu sig við að farið var með útgáfu íslenzku Biblíunnar úr landi. Matthíasi segist svo frá að hann hafi sumarið 1861 verið túlkur „hins ágæta kvekara ísaac Sharpe og Norðmannsins A. Kloster. Fylgdi ég þeim norð ur fjöll og allt í Eyjafjörð, þá út í Grímsey. Þá vestur í Dali og loks austur í Skaftafells- sýslu. Varð mér það hið minnis stæðasta sumar. Kunni ég mæta vel við Englendinginn, er var hið mesta göfugmenni og mann vinur. Hann varð síðar ferða- maður frægur, en var þá rúm- lega hálf sextugur að aldri“. Ekki minnist Matthías einu orði á það, hverra erinda Mr. Sharpe hafi komið hingað til lands. En ferðasagan ber með sér að honum hefur leikið hug- ur á að koma til ýmissa hinna sömu staða og landshluta — svo sem Eyjafjörð, Dali, Skaftafells sýslu — sem Ebenezer Hender- son ferðaðist til og skrifaði um 47 árum áður. Ferðabók hans hefur Mr. Sharpe óefað lesið, en hún kom út í Edinborg 1818. Það kom brátt í ljós, þó að Matthías geti þess ekki, að Mr. Sharpe átti brýnt erindi við Hið íslenzka Biblíufélag (ÍBF), sem erindreki Hins brezka og er- lenda Biblíufélags (BEBF). Frá erindisrekstri hans segir í skýrslu aðalfundar ÍBF, 9. júlí 1861. Kemur þar í ljós að hann kann skil á verki og við- fangsefnum félagsins. Þar seg- ir: „Forseti — H. Thordersen biskup — bar undir félagið upp ástungur frá enskum manni, Isaac Sharpe, sem hér er á ferð og er meðlimur Hins brezka og erlenda Biblíufélags." Mr. Sharpe sótti vel að. Stuttu áður en hann kom til landsins hafði íslenzka Biblíu- félagið staðið að tveimur útgáf- um Biblíunnar með stuttu milli bili, báðum mjög vönduðum, — prentaðar önnur í Viðey 1841, hin í Reykjavík 1859, — upplag alls 3400 eint. Hvað gat nú hafa valdið því, þegar þannig stóð á, að móður félagið í London sendir mann eftir fósturbami sínu hér í Reykjavík og vill fá það til Londonar í brezka félagið. Það hafði kostað útgáfu Henderson Biblíunnar í Kaupmannahöfn 1813 og sent hann til íslends ein dregið í þeim tilgangi að stofna íslenzkt biblíufélag og stuðlaði síðan að því að það skyldi á eigin spýtur „sjá þjóðinni sí- felldlega fyrir Heilagri ritn- ingu á tungu landsins.... og starfa á sama grundvelli og sams konar félög víðsvegar um heim“. Betri erlendan fulltrúa hefðu íslendingar ekki getað kosið sér en Ebenezer Hender- son. Og ekkert skorti á að fé- lagið efndi loforð sín um stuðn ing til hins nýstofnaða Biblíu- félags hér, — 1815. Vera má að stjóm Hins ís- lenzka Biblíufélags hafi ekki glöggvað sig á því fyllilega hver sá grundvöllur var, sem því var ætlað að starfa á. Samkvæmt meginreglum Hins brezka og erlenda Biblíufélags skyldu öll biblíufélog því tengd ekki gefa út neina bók aðra en Biblíuna, og hana án skýringa í lesmáli eða/og neðanmáls, á tungu viðkomandi þjóðar, — og án apokrýfubóka. Það var þetta síðasta atriði hinna ófrávíkjan- legu grundvallarreglna sem ís- lendingar höfðu brotið, líkt og flest önnur biblíufélög lút- erskra kirkna. Leiddi það til misklíðar milli BEBF og margra þeirra félaga. Hér voru apo- krýfubækur síðast bæði í Við- eyjar- og Reykjavíkur Biblíu, — prentaðar að venju í miðri bók, milli Gamla og Nýja testa- mentis. En hér var vandræðum af- stýrt með friðsamlegum og þó róttækum aðgerðum „hins á- gæta kvekara Isaac Sharpe“. Saga íslenzku Biblíunnar þá níu tugi ára, sem hún var í út- legð, verður ekki sögð í stuttu máli, — og því síður saga henn ar þær þrjár aldir, sem hún hef ur verið gefin út hér heima. Að evangelísk kristni og íslenzk tunga varðveittist með þjóð- inni, eigum við Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540) og Guðbrands Biblíu (1584) fyrst og fremst að þakka. Því endurheimtum við Biblíuna úr 90 ára útlegð, að tengsl tungu og trúar rofnuðu ekki. — Það er í þjónustu kirkjunn ar og þjóðarinnar sjálfrar, að Hið íslenzka Biblíufélag beitir sér fyrir að haldið verði áfram að ávaxta arfinn frá Oddi og Guðbrandi með síaukinni út- breiðslu Guðs eilífa orðs, — og eflingu evangelískrar kristni í landinu. Þáttaskil eru mörg í sögu ís- lenzka Biblíufélagsins, — sem nú er elzti félagsskapur lands- ins, næstur eftir Hinu íslenzka bókmenntafélagi, — en engin afdrifaríkari en þau, er urðu eftir heimsókn Mr. Sharpe 1861 og síðan heimflutnings útgáf- unnar 1956. — Fundum þeirra vinanna, Matthíasar Jochumssonar og Isaac Sharpe bar aftur saman 10 árum eftir þeirra fyrstu sam- fundi. Matthías fór til Englands og þáði heimboð hjá Mr. Shar- pe. „Tók hann mér báðum höndum og hélt mig svo dög- um skipti sem væri ég sonur hans,“ skrifar Matthias í „Sögu köflum", 40 árum síðar. Uppástungur þær, sem Thord ersen biskup flutti stjóm ÍBF á fundinum 9. júlí 1861, frá Mr. Sharpe, eins og fyrr er getið, voru nánast heilræði í fjórum liðum og geymast enn í fundar- bók og þó öllu fremur í lífrænu starfi ÍBF. Ólafur Ólafsson. STOKUR KVEÐIÐ um flugfélagið „NORÐURFLUG“ á Akureyri. Norðurflug er númer eitt, Norðlendinga prívat-gaman, fjarlægðunum fékk það breytt, það færði Snælands byggðir saman. Norðurflug er númer eitt, Norðlendinga dýrðarljómi, það feikna aðstoð fær oss veitt, er framtaks knúinn héraðssómi. HEILRÆÐI í bundnu máli, kveðin til hjúkrunarkonu á Akureyrarspítala, sem bað mig að gera um sig vísu: Kysstu aðeins kurteisan, kátan dreng og ráðvandan, hraustan, fróðan, hugrakkan, og hjartanlega blíðlyndan. Steinar Magnússon, dalbúi. TÓNLISTARSKÓLINN (Framhald af blaðsíðu 8). Á öðrum stað í þessari sömu grein segir höfundur: „Á Laug- arvatni eru fimm skólar með yfir 300 nemendur, en þar er enginn, sem sagt getur til í söng eða kennt á hljóðfæri. Slíkt ástand er smánarblettur á þjóðinni sem streitist við að verja milljónum til svokallaðr- ar æðri tónlistar. Það er svipað því og byrjað væri á að byggja háskóla handa fólki sem enga ætti barnaskóla og kynni því naumast að lesa eða skrifa". Hér er komið að þeim kjarna málsins, að til þess að þjóðin fái notið_ tónlistarinnar þarf hún að læra „lestur og skrift“ þeirr- ar greinar strax á barns- og unglingsárum. Skólar landsins hafa vanrækt þetta mál eða þótt annað nám nauðsynlegra. Tón- listin fer þá einnig fyrir ofan garð og neðan hjá þeim fjölda fólks, sem daglega heyrir hana í útvarpinu, en nýtur hennar ekki eða skilur. Því hefur aldrei verið kennd nein undir- staða í þeirri grein? Hversu mikils fer ekki allur almenn- ingur á mis í daglegu lífi af þessum sökum? Sígild tónverk, sem eiga að færa okkur himni nær, er eins og framandi tunga. Það er af þessum sökum, sem fólk lokar fyrir sinfóníur og afbiður slíkan skolla í útvarp- inu. Hve lengi ætla íslendingar að halda tónlistarkennslu utan dyra í skólakerfi sínu? Q F Ebenezer Henderson — Doctor in Phiosophie. — Theological Tutor of The Missionary College. — Hoxton. — Printed 1826. Ebenezer STQFNANDI Hins íslenzka Biblíufélags, Skotinn Ebenezer Henderson, dvaldi hér á landi 14 mánuði, 1814—’15. Hann gaf út í Edinborg 1818 Ferðabók mikla frá íslandi. Af íslands- lýsingum erlendra manna hef- ur eflaust engin hlotið meira lof hér en sú bók . Það var því ekki vonum fyrr Henderson að hún var gefin út í vandaðri þýðingu íslenzkri 1957. Þrem árum eftir að bókin kom út fékk þýðandinn, Snæ- björn Jónsson, bréf frá Jónasi Rafnar, lækni á Akureyri, og í því mynd þá af Henderson, sem hér birtist. Með myndinni skrifaði Jónas Rafnar m. a. þetta: „Þegar síra Jón lærði fluttist frá Möðruvöllum að Dunhaga vorið 1839, skildi hann eftir á kirkjuloftinu á Grund talsvert bóka- og blaðarusl, sem lá þar svo í óhirðu og fúnaði. Fyrir einum 70 árum hirti faðir minn heitinn þaðan allstóran böggul af stólræðum séra Jóns og þessa mynd af Henderson, og tók ég hvort tveggja í mínar vörzlur eftir hans daga. Ræð- unum kom ég til Jóns biskups Helgasonar (þær eru nú geymd ar í þjóðskjalasafni), en mynd in liggur enn hjá mér.“ Og enn skrifar læknirinn: „ Henderson hefur sent sr. Jóni myndina fyrir 1839, svo að hún er orðin yfir 120 ára göm- ul. Ég tel hana merkilega að því leyti, að hún hefur verið handleikin af þessum tveimur merkismönnum, en svo eru að líkindum fáir hlutir til, sem svo stendur á um.... “ Samkvæmt upplýsingum í doktorsritgerð skozkri er mynd in tekin 1826. Er hún eftir því 140 ára gömul. Henderson var þá 42 ára gamall, en 11 ár liðin síðan hann var á íslandi. Ollum íslendingum, sem til ævisögu hans og Ferðabókar þekkja, er minning hans einkar kær og tengd stofnun elzta fé- lags landsins, Hinu íslenzka Biblíufélagi. Ólafur Ólafsson. Jakob Tryggvason orgelleikari sexlugur JAKOB TRYGGVASON, org- elleikari, varð 60 ára í gær. — Fæddur er hann 31. jan. 1907 að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal. For eldrar hans eru Tryggvi Jó- hannsson, sem lengi var bóndi í Ytra-Hvarfi og dvelur nú þar hjá Olafi syni sínum, og Guð- rún Soffía Stefánsdóttir bónda á Sandá í Svarfaðardal Jóna- tanssonar. Guðrún Soffía lézt 9. jan. 1963. Jakob gekk í Samvinnuskól- ann og útskrifaðist þaðan 1929. Síðan hóf hann tónlistarnám í Reykjavík á árunum 1931—’34. Hann fór utan til framhalds- náms og var í tónlistarskólan- um Royal Academy of Musio í London. Lagði. hann þar eink- um stund á orgelleik. Árið 1948 gerðist hann svo kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, en hingað til bæjar- ins kom hann að loknu námi í Samvinnuskólanum og var skrifstofumaður hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga til 1931, er hann fór í tónlistarnám. Jafnframt því námi vann hann á Skatt- stofunni í Reykjavík og hjá rík isskattanefnd 1935 til 1941. Það ár gerðist hann orgelleik ari við Akureyrarkirkju og hef ur hann haft það starf óslitið síðan, nema þau árin sem hann var við framhaldsnám. Um svip að leyti og hann varð orgelleik ari gekkst hann fyrir því að Lúðrasveit Akureyrar hóf að nýju starf sitt, og varð hann stjórnandi sveitarinnar og hef- ur gegnt því starfi í meira en tvo tugi ára. Árið 1950 varð Ja- kob skólastjóri Tónlistarskól- ans og hefur hann auk þess ver ið kennari skólans og kennt söng og hljóðfæraleik í bama- skólanum. Um tíma var hann Jakob Tryggvason. einnig stjórnandi barnalúðra- sveitarinnar. Eins og af þessu má sjá, hef- Ur Jakob verið mikilvirkur starfskraftur í söng- og tón- listarlífi bæjarins um 25 ára skeið. Eins og kunnugt er hefur hann mikla hæfileika og næma tónlistargáfu og manna fúsast- ur að leggja fram krafta sína tónlistinni til vegs og almenn- ingi til blessunar. Jakob hefur unnið mikið og veglegt starf fyrir Akureyrar- kirkju við helgiathafnir jafnt vh-ka daga sem helga, sam- söngva, söngmót og aðra tón- leika hefur hann sett svip sinn á túlkun verka meistaranna og lagt sál sína í starf sitt. Fyrir kirkjusönginn hefur hann unn- ið framúrskarandi mikið verk, og þess höfum við svo oft not- ið í hinum fagra söng Kirkju- kórs Akureyrarkirkju. Þegar hið veglega pípuorgel kom til kirkjunnar var það ekki sízt að þakka áhuga hans. Eins og venja er, leikur organistinn alltaf tvö orgelverk í guðsþjón- ustunni, bæði við upphaf og endi messunnar, og það eru oft hrífandi augnablik að hlusta á Jakob leika við þau tækifæri. Hinir sterku og voldugu sam- hljómar og hin síbreytilegu svið orgeltónanna fá vel að njóta sín í höndum organistans okkar. Kvæntur er Jakob Unni Tryggvadóttur, kennara á Siglu firði, Kristinssonar, hinni ágæt ustu konu og hafa þau eignazt þrjú börn. Nanna Kristín er fiðluleikari og búsett í Reykja- vík, Soffía Guðrún er einnig í Reykjavík, gift Pétri Einars- syni leikara, og Tryggvi Krist- inn er í foreldrahúsum. Á þessum tímamótum í aevi Jakob Tryggvasonar óskum við honum innilega til hamingju með merkisafmælið. Heill og blessun Guðs fylgi honum, störf um hans og heimili um öll ókomin ár. P. S. Tvímennmgskeppm F.U.F. -1. umferð Jóhann—Angantýr 155 stig Hörður—Sveinn 147 stig Júlíus—Hörður 139 stig Guðjón—Skarphéðinn 125 stig Margrét—Ingibjörg 120 stig Helgi Hallgrímsson: ÞÆTIIR AF FLATEYJARDAL Eldfjall fundu öðlingar. Eftir þessa merkilegu upp- götvun í gilinu, held ég áfram upp fjallið. Fjallshlíðin er alls- staðar aflíðanda, hvergi brött, að heitið geti. Þetta er eitthvað annað en brattinn í Austurfjall inu. Stafar það af því að jarð- lögum hallar hér ofan í dalinn? Kannske. En það er ekki auð- velt að ganga úr skugga um það hér. Þar sem sést á berglög, virðast þau vera öll turnuð, hallast sitt á hvað, og raunar er mjög erfitt að greina mörk lag- anna. í litgrýtinu sjást yfirleitt engin lög. í fjöllunum lengst í suðri, virðist skipta í tvö horn, með hallann. í Austurfjalli er halli í austur (líklega SA), en í Grjótskálarhnjúk (Blámanns- hatti) er vesturhalli. Hér eru því ef til vill brotalöm, um þétta bil. Nú vantar hallamælinn og Þóri, en kannske hefði það lítið stoðað. Hitinn er óskaplegur, enn er engin gola, og þó komið fram um hádegi. Nú er komið í allmikið dal- verpi, með sléttum botni. Upp af því gnæfir Digrihnjúkur hinn syðri. í honum eru nokkur klettabelti, en þó auðvelt upp- göngu, víðast hvar. Ég fer upp suðausturhornið. Þar verður fyrir mér einkennilegt berg, eins konar þursaberg, samsett úr rauðleitu gjalli og hraun- kleprum. Það virðist vera'þarna í hnjúknum, ofarlega í þykku lagi. Annars er venjulegt blá- grýti í hnjúknum, en fremur þunn lög. Sú hugsun hvarflar að mér, að Digrihnjúkur sé leifar þess mikla eldfjalls, sem myndaði litgrýtið, en eins og áður er getið myndast litgrýti yfirleitt í nánu sambandi við eldfjöll eða vel afmarkaðar eldstöðvar. Hafa brezkir fræðimenn sýnt fram á þetta samband víða á Austfjöi-ðum á undanförnum árum. Þetta mikla eldfjall virðist hafa legið nálægt því á miðjum fjallgarðinum milli Leirdals- heiðar og Flateyjardalsheiðar, því norður af Digrahnjúk sér yfir víðáttumikið litgrýtissvæði, firnalega sundurskorið í ótal daladrög, gil og skálar, en garð- ar og ranar á milli. Það minnir mig einhvemveginn á landslag, sem ég hef séð á myndum frá Palestínu, biblíulandslag, heil- agt landslag, enda er yfir því einhver dýrðarljómi í sólskin- inu. Digrihnjúkur hækkar jafnt og þétt til NA unz kemur að þverhníptum skriðum, en þá tekur litgrýtissvæðið við, dá- lítið lægx-a en hnjúkurinn. Hnjúkurinn er því sennilega aðeins leifar af syðsta og aust- asta hluta eldfjallsins. Hæsti hluti þess hefur legið norðaust- an við Digrahnjúk, og er nú horfinn, veðraður burtu. Ég sest niður á hnjúknum og reyni að ímynda mér þetta forna eldfjall, og það landslag sem þá var hér. Þá var senni- lega engin Flateyjardalsheiði, og heldur engin Leirdalsheiði. Allt landið var ein samfelld há- slétta, samfelldar sléttar hraun- breiður, líkt og enn má sjá aust ur á Mývatnsöræfum. Upp af þessari sléttu reis eldfjallið, sennilega nokkur hundruð metra. Var það eitthvað í lík- ingu við Heklu, eða Öræfa- jökul? Um það veit enginn, því „enginn leit þá maður moldu, móðu hrauns." Hefði ég þá setið hér á fjalls- öxlinni, hefði ég kannske litið annað eldfjall spúandi eimyrju, langt í suðvestri, þar sem nú er hinn friðsæli Glerárdalur og hin önnum kafna Akureyri. Það eldfjall hefur að líkindum verið sýnu hærra og tröllauknara en þetta sem hér er. BSátt Iítið blóm citt er. Ég hrekk upp af þessum hug leiðingum, við það að Þórir kemur gangandi sunnan fjallið. Hann hefur nú fundið jarðfræði hamarinn, og engu týnt á leið- inni upp. Ég segi honum í stuttu máli frá jarðfræðiathugunum mínum, sem gerðar voru þrátt Skrið litgrýtisins veldur því, að plöntur þrífast illa á þeim svæðum. Ræturnar slitna jafn- harðan og þær vaxa, og sjálf plantan getur þá og þegar færst í kaf í grjótstraumnum. Því merkilegra er að finna þarna þessa blómjurt háfjallanna. Fagurblá, klukkulaga blómin stinga skemmtilega í stúf við bleikt litgrýtið og grænan mos- ann. Það er eins og móasaik lit- grýtisins verði fullkomin, af þessum bláu blómum. Blátt var nefninlega eini liturinn sem vantaði í myndina. Eftir því sem Steindór segir, er fjallabláklukkan ein þeirra plantna sem örugglega hafa þraukað af ísöldina á háfjöllum Eyjafjarðarsvæðisins. Grun- semdirnar, sem steinarnir vöktu áðan, hljóta því að hverfa nú. Ég á bágt með að slíta mig Séð yfir litgrýtissvæðið, norðan Digrahnjúks. (Ljósm.: H. Hg.) fyrir hamarsleysið. Hann held- ur í fyrstu, að þetta sé lyga- saga, en svo kemur þó að mér tekst að sannfæra hann, að ég held, og brátt er hann farinn að skálda söguna áfram. Hann sér í kíkinum mikla gígskál norður á fjallgarðinum, á miðju litgrýtissvæðinu. Ég kíki líka. Og svei mér þá, ef þetta er ekki gígur, a. m. k. sézt engin útrás úr því, bara djúp skál ofan í fjallið. Mér finnst þetta ótrúlegt, enda passar það ekki við mína kenningu um eyðingu fjalls- toppsins, því ákveðum við að ganga norður eftir fjallinu og athuga þetta nánar. Hitinn á fjallinu í 970 m. h. reyndist vera 15° C. Við sjáum rjúpu með unga, sem varla eru fleygir. Skyldi hún hafa ungað út þarna uppi? Ótrúlegt er það, en bezt að spyrja Finn að því við tækifæri. Við höldum svo norðureftir fjallshryggnum. Þar skiptist á litgrýti og blágrýti. Litgrýtið er víðast hvar klofið í hellur, sem þekja yfirborðið og skríða svo eins og heljarmiklar grjótár nið ur eftir hlíðunum. Á nokkrum stöðum hittum við á biksteins- ganga, svipuðum þeim, sem áð- ur var lýst. Á einum stað á hryggnum, rekumst við á helj- arstóra blágrýtissteina, sem liggja ofan á litgrýtisbreiðu. Hvernig geta þeir verið komnh' þangað? Hefur þá kannske jökull gengið hér yfir, þegar allt kemur til alls, þrá'tt fyrir kenningar dr. Trausta? Ég reyni að finna aðrar skýringar, til að skemma ekki kenninguna. Kannske hefur þetta blágrýtí myndað lag ofan á litgrýtinu, sem nú er veðrað bUrt, allt nema þessir steinar. Því ekki það? En hvað vex þama á annars frá þessum stað, en Þórir er nú kominn langt á undan, og ég vil ógjarnan að hann verði fyrstur að eldgígnum, tek því á rás á eftir honum. Eldgígurinn reyndist vera að- eins venjuleg snjóskál, að vísu næstum lokuð að framan, af heljarmiklum blágrýtisgangi. Mikil fönn liggur enn í skálinni og vatnspollar hér og þar, og leynir sér ekki að hún á tilveru sína að þakka þessari fönn. Er því viðbótarkafli Þóris um eld- gíginn þar með úr sögunni. í skálinni fann ég jökla- klukku í ca. 700 m. h., en sú jurt vex í innsveitafjöllunum sjaldan neðan við 1200 m. í skálinni eru upptök Syðri- Mógilsár, og fylgdum við henni niður eftir. Nafn sitt dregur hún efalaust af litgrýtinu, sem þarna er víð,a móbergskennt. Önnur Mógilsá er litlu utar, einnig á litgrýtissvæðinu. Nafn- ið Leirdalur og Leirdalsheiði, vestan megin í fjallgarðinum, höfða og sjálfsagt til litgrýtis- ins. (Framhald í næsta blaði) Ranghverfa lífsins á forsíðum dagblaða RANGHVERFA lífsins birtist oft á forsíðum dagblaðanna og virðist hið hrjúfa efni meiri söluvara en flest annað. í einu Reykjavíkurblaðanna birtust fréttir á fyrstu síðu af þessu tagi í gær. Yfirskrift þeirra, sem hér fara á eftir, gefa glögga mynd af þessu: Dráttarvél lenti á íbúðarhúsi, Ungur maður stór slasaður eftir átök, Piltur slas- ast í stolnum bil, Fjöldi ölóðra unglinga með miklar óspektir í miðbænum og Tvö slys urðu í gróðurlausum hryggnum. Það' ' gær. Á öftustu síðu sama blaðs skyldi þó ekki vera fjallablá- klukka, jú, ekki ber á öðru. Breiða af fjallabláklukku, ör- lítill mosi í kring, annars eng- inn gróður á margra ferkíló- metra svæði. segir til viðbótar frá árekstri, þar sem fjórir menn slösuðust, þjófum, sem fyrirhittu lögregl- una er þeir ætluðu að fá greiðslu fyrir þýfið, og dreng, sem varð fyrir bíl. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.