Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjórí) 11167 (afgreiðsla) L. árgangur. — Akureyri, laugardaginn 4. febrúar 1967 — 9. tbl. ^ Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Síldarleitarskipið iiibúiS 1. júlí UNNIÐ er kappsamlega að . smíði hins nýja síldarleitarskips Islendinga í Brook Marine í Eng . landi. Tveir íslendingar, Sigurð ur Lýðsson tæknifræðingur og Jón Grímsson vélstjóri fylgjast með smíði skipsins. Afhendingartími er 1. júlí nk. ' En skipið verður sjósett í þess- ¦ um mánuði, ef allt gengur sam 'kvæmt áætlun. Skipið, sem er skuttogari, er sérstaklega útbúið með það fyr ir augum, að auðvelt sé að vinna um borð í því, þrátt fyrir það að slæmt sé í sjó og er það fyrsta íslenzka skipið, sem þann ig er útbúið. Vinnuaðstaða verð ur ágæt miðað við stærð skips- ins. Allflestir klefanna eru eins manns klefar, en þó er gert ráð fyrir að í fjórum klefum geti verið tveir, ef þörf krefur. — Áhöfn verður 18 manns að með töldum vísindamönnum, sem stjórna eiga síldarleitinni. Skipið er 500 rúmlestir brúttó 135 fet að lengd. Það á að kosta 40 millj. kr. Ríkissjóður fékk 80% af andvirði skipsins að láni með 5%% ársvöxtum. ? GEIMFAR i ÞISTILFIRÐI Þistilfirði 3. febr. Maður einn irnar ýmist gangandi, á drátt- í Sauðaneshreppi, Guðbjörn arvélum eða snjóbíl. Útigöngu- Jóhannsson, keypti sér nýlega féð var misjafnlega á sig kom- vélsleða, sem gárungar nefna geimfar. Þetta virðist vera mjög hentugt tæki til ferðalaga í snjó. Guðbjörn og Stefán Egg- ertsson í Laxárdal fóru á þessu farartæki upp um allar heiðar í gær í leit að útigöngufé. Síð- an um áramót hafa fundizt 12 kindur á heiðum uppi og höfðu sumar þeirra ekki komið í rétt- ir í haust. — Kindurnar, sem fundust, voru í Tunguselsheiði, Búrfellsheiði og Strandaheiði. Áður en vélsleðinn kom til sögunnar fóru menn leitarferð- FUF-BINGÓ NÆSTKOMANDI sunnudag verður bingó á vegum FUF á Akureyri. Þar verður margt glæsilegra vinninga, svo sem FLUGFERÐ TIL KAUP- MANNAHAFNAR OG VIKU- DVÖL A HÓTELI á vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu, — HJÓNARÚM, RONSÖN- RJÓMAÞEYTARI, STEIKARA PANNA MEÐ HITASTILL- INGU og margt fleira. Hljómsveit Páls Helgasonar og Helena Eyjólfsdótitir skenunta. Aðgöngumiðar verða seldir n.k. laugardag að Hótel KEA f rá kl. 16—18 og viö innganginn. ið, en sumt í góðum holdum. Afli hefur verið sæmilegur á Þórshöfn, þegar á sjó hefur gefið. Allt frá Tjömesi og austur að Smjörvatnsheiði eru nú meiri svellalög en komið hafa síðan 1949 og eru tún víða þakin svellurn. Eru menn uggandi um gróðurinn eftir þessi miklu svellalög. Nýlega var stofnaður á Þórs- höfn og nágrenni vísir að karla kór, sem Þórarinn Kristjánsson í Holti stjórnar. Æfingar eru tvisvar í viku og fara þeir, sem lengst eiga, á æfingar 30 km leið. I sveitinni er verið að æfa Ráðskonu Bakkabræðra og ann an sjónleik á Þórshöfn. Ó. H. Ibúíalan (er yfir 200 þúsund nú í ár HINN 1. des. 1965 var íbúatalan hér á landi 193.758 og hafði þá fjölgað um 3.528 á einu ári. íbúatalan 1. des. 1966 liggur enn ekki fyrir. En ef fólksfjölg- unin 1966 og 1967 reynist svip- uð og 1965, og jafnvel þótt hún yrði heldur minni, er auðséð, að íbúatalan muni einhvern tíma á árinu, sem nú er að líða, fara yfir 200 þúsundir. Slíkt má telja til merkisatburða í sögu þjóðarinnar og gefur til- efni til ýmissa hugleiðinga um þróun fólksfjölda < og lands- byggðar hér á landi fyrr og síðar. JÓNSMESSUDRAUMURINN SAMKVÆMT upplýsingum formanns Leikfélags Akureyr- ar, Jóns Ingimarssonar, hefur leikfélagið ákveðið, að sýna Jónsmessudraum Shakespeares á 50 ára afmæli félagsins, 17. "apríl. Leikstjóri verður Ragnhildur Steingrímsdóttir. — Æfingar hefjast innan skanuns. Leikfélag Akureyrar æfir tvo aðra sjónleiki um þessar mundir, Á útleið, undir stjórn Agústs Kvarans og vefður frumsýningin væntanlega fljótt upp úr næstu mánaðamót- um, og barnaleikritið Karamellukvörnina, sem Guðmundur Gunnarsson sviðsetur. Frumsýning verður fyrir eða um miðjan næsta mánuð. ? f árslok 1925 voru íbúar lands ins rúmlega 100 þús. Hér er því um að ræða tvöföldun íbúatöl- unnar á 42 árum. Ef gert er ráð fyrir, að íbúatalan tvöfaldist hér eftir á 40 árum, sem er lág áætlun miðað við fólksfjölgun 2—3 síðustu áratuga, ætti spá- dómur um íbúatoru landsins á komandi tímum að vera sem næst því, er hér segir: Árið 2007...... 400 þús. Árið 2047...... 800 þús. Árið 2087...... 1.600 þús. Árið 2127...... 3.200 þús. Samkvæmt þessu ættu íslend ingar að verða 3.2 millj. eftir 160 ár. Börnin, sem fæðast í ár, og svo langs lífs verður auðið ættu að verða um nírætt um það leyti, sem milljón manna býr á íslandi. Ýmsar skoðanir hafa verið uppi meðal íræðimanna um stærð þjóðarinnar á fyrstu öld- (Framhald á blaðsíðu 7) Bændaklúbbsfundur verður að Hótel KEA mánu- dagskvöldið 6. febrúar og hefst eins og venjulega kl. 9. Umræðuefni verður tilrauna- starfsemi í jarðrækt. Málshefj- andi verður Magnús Óskarsson kennari við Bændaskólann á HvanneyrL ? FriSrik Ólafsson slórmeisl- ari kemur um helgina Fjórfánda flokksþing Framsóknarmanna í marz Á FUNDI framkvæmdastjórn- ar Framsóknarflokksins 3. jan. sl. var samþykkt að boða til flokksþings Framsóknarmanna þriðjudaginn 14. marz n.k. — Áætlað er, að flokksþingið standi yfir í sex daga. Eins og venja er hefst þingið með yfir- litsi'æðu formanns flokksins um stjórnmálin og skýrslum ritara og gjaldkera um innanflokks- starfið. í tilefni af 50 ára afmæli flokksins verður efnt til sér- staks hátíðarfundar laugardag- inn 18 marz og flokksþinginu lýkur sunnudaginn 19. marz með afmælis- og lokahófi að Hótel Sögu. Framkvæmdastjórn flokksins biður forráðamenn flokksfélag- anna að hafa forgöngu um fundi í félögum sínum og kjósa fulltrúa á flokksþingið sam- kvæmt lögum flokksins. Eins og venja er þarf að senda skrif stofu flokksins í Reykjavík skrá yfir þá fulltrúa, sem kjörnir eru á þingið. ? FYRIR tilmæli Skákfélags Ak- ureyrar kemur Friðrik Ólafs- son hingað um helgina. Ráð- gert er, að Friðrik sýni og út- skýri skákir frá Ólympíuskák- mótinu á Kúbu, í Landsbanka- salnum kl. 4 e. h. á laugardag. Öllum áhugamönnum í skák er heimilt að koma og hlusta á stórmeistarann. Á sunnudag kl. 2 teflir Frið- rik Ólafsson fjöltefli á sama stað, og er öllum heimil þátt- taka. Ættu menn að nota sér þetta einstæða tækifæri — og tefla við Friðrik. Menn hafi með sér töfl. Þátttökugjald er mjög lítið. Skákþing Norðlendinga hefst 10. fqþrúar ». k. eins og aug- lýst hefur verið og er búizt við sæmilegri þátttöku. (Frá Skákfélagi Akureyrar). Friðrik Ólafsson, stórmeistari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.