Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 7
7 íbúaialan fer yfir 200 þús. nú! ár (Framhsild af blaðsíðu 1). um fslandsbyggðar, og tölur nefndar í því sambandi. Þar er þó um ágizkanir að ræða, byggð ar á líkum einum. En við fyrsta manntal, sem fram fór hér á landi árið 1703, reyndist íbúa- talan rúmlega 50 þúsundir, eða nánar tilgreint 50.358. Lærður stærðfræðingur reikn aði út fyrir mig í vetur, að ef þjóðinni hefði eftir 1703 fjölgað um 1% á ári að meðaltali á 18. og 19. öld og fyrsta fjórðungi 20. aldar, hefði íbúatalan árið 1925 verið komin upp í 458.580 í staðinn fyrir ca. 100.000, sem hún raunvérulega var það ár. Ef þessi íbúatala hefði síðan tvöfaldazt á 42 árum í samræmi við reynslu þess tímabils, væri íbúatalan í lok ársins 1967 rúm lega 917 þúsundir í stað rúm- lega 200 þúsunda, sem hún raunverulega verður. Ég vil geta þess til skýringar, að 1% á ári er lítil fólksfjölgun miðað við það, sem átt hefir sér stað hér á landi síðasta aldar- fjórðunginn. En á því tímabili hefir fólksfjölgunin yfirleitt ekki verið fjarri 2% á ári, og mörg ár meiri en 2%, Til samanburðar og fróðleiks set ég hér hina árlegu meðal- fólksfjölgun á tímabilinu 1840— 1944, en hún hefir verið þessi: Á árunum % 1890- -1901 ársmeðaltal 0.92 1901- -1910 — 0.91 1910- -1920 — 1.06 1920—1930 — 1.40 1930—1940 — 1.10 Árið 1941 fjölgun 0.6% Árið 1942 fjölgun 1.3% Árið 1943 fjölgun 1.5% Árið 1944 fjölgun 1.4% Árið 1945 fjölgun 1.9% reynd, að á 18. öldinni í heild var um beina fólksfækkun að ræða. íbúatala landsins, sem var 50.358 við manntalið 1703, var ekki nema 47.240 árið 1801. Þetta var öld „stóru bólu“ og „móðuharðindanna." En talið er, að 18 þús. manns hafi látizt í farsóttinni og hátt á tíunda þúsund í móðuharðindum. Rétt fyrir 1710 mun þjóðin hafa ver- ið fámennust. □ - NÝ TEGUND SAM- VINNUTRYGGINGA (Framhald af blaðsíðu 5.) tíð. Verður þar að koma til for- ystu allra ábyrgra aðila í þeim málum, sem um umferð og um- ferðaröryggi fjalla og vakandi áhugi og samvinnuvilji allra vegfarenda. Allt frá upphafi hafa Sam- vinnutryggingar lagt áherzlu á hvers konar fræðslustarfsemi í umferðarmálum, og reynt eftir föngum að aðstoða þá, sem starf að hafa að slysavörnum og um- ferðarumbótum. Má þar til nefna að félagið hafði forystu ásamt öðrum bifreiðatrygginga félögum um stofnun samtak- anna VARÚÐ Á VEGUM á sl. ári. Meðan hin háa hlutfallstala umferðarslysa hefur ekki verið lækkuð, er meira áríðandi en ella fyrir bifreiðaeigendur og aðra umráðamenn bifreiða, að geta fengið fyrir sannvirði margs konar tryggingar, sem firra þá fjárhagslegu tjóni og öðrum óþægindum, ef illa tekst til. Á þessu sviði sem öðrum bjóða Samvinnutryggingar mikla og fjölbreytta þjónustu, og sýnir hinn mikli fjöldi trygg ingartaka hjá félaginu á þeim tveim áratugum, sem liðnir eru frá stofnun þess að þessi við- leitni hefur verið metin að verð leikum. ( Fr éttatilkynning ) - SMATT OG STORT (Framhald af blaðsíðu 8). útgerð Hafnarfjarðar skuldar á annað hundrað inill. kr. og rekstur þessa togara hefur gengið illa þrátt fyrir mikinn afla. Hafnfirðingar ráðgera nú almenningshlutafélag til kaupa á nýjum skuttogara með þátt- töku Hafnarfjarðarbæjar og verkalýðsfélaga. REIKNINGSHEILINN OG RAFORKUFRAM- KVÆMDIRNAR Á Norðurlandi er rafmagns- skorturinn yfirvofandi. Á Aust- urlandi er hann þegar tilfinnan legur. Athuganir á lausn raf- orkuþarfarinnar norðanlands og austan hefur staðið lengi yfir og stendur enn. Nýlega var birt í blöðum og útvarpi grein- argerð um athuganir hinna ýmsu möguleika á virkjun Lax ár, bæði fyrir það svæði, sem nú nýtur Laxárrafmagns, enn- fremur fyrir Norðurland vestra og Austurland. Á sama Itíma héldu Austfirðingar mikinn fund um þessi mál á Egilsstöð- um, þar sem mættir voru full- trúar frá 25 hreppum og bæj- um. Samróma álit fundarins var, að virkja bæri Lagarfoss fyrir Austurland. Um þetta efni var áskorun send til viðkom- andi yfirvalda. Þegar þetta lá fyrir var birt löng greinargerð frá raforkumálastjórninni, þar sem meðal annars var skýrt frá því að tekin væri upp ný vinnu brögð við áætlunargerðir stofn unarinnar Ynni nú flokkur manna að gagnasöfnun og út- reikningum fyrir væntanlegar virkjanir fyrir norðan og aust- an með hjálp rafeindaheila, og væri þeim enn ekki lokið. Fá- fróður almenningur spyr: Skyldi rafmagnsheilinn verða búinn að reikna stóra dæmið fyrir kosningar? - Nýr heimilistraktor - vinsæll og eftirsóttur L Árin % 1946—1950 ársmeðaltal 2.03 1951—1960 — 2.06 Mestan hluta 19. aldar var fólksfjölgunin miklu minni, eða sem hér segir: Á árunum % 1801—1840 ársmeðaltal 0.48 1840—1860 — 0.81 1860—1880 — 0.40 1880—1890 — “t~ 0.21 Talsverð fólksfjölgun varð þó á 19. öldinni í heild, eða um nálega 66% á allri öldinni, sem er auðvitað mjög lítið miðað við síðari tíma. En það, sem mestu veldur um hinn sáralitla þjóð- vöxt á 222 árum, sem gerð var grein fyrir hér að framan, er auðvitað sú napurlega stað- (Framhald af blaðsíðu 5.) prófa nýju sláttuvélina frá PZ. Vélin er þannig byggð, að hlið við hlið standa fjórir ásar lóð- réttir frá jörðu, utan um hvorn þeirra er sívalur hólkur af sömu lengd, en neðan á hólkinn eru hnífarnir eða Ijárinn festur, tveir á hvom hólk. Hólkarnir eru gírdrifnir áfram með mikl- um hraðá og slá þá hnífarnir grasið. Vélin er borin uppi af þrí- tengibeizli traktorsins að aftan, en einnig eru einskonar diskar undir vélinni, sem koma í veg fyrir, að hún skemmi jarðveg- inn. Hún slær nokkuð krappan hring og áðurslegið gras þvæl- ist ekki fyrir henni. Vinnu- breiddin er fimm fet og þyngd 250 kg. Tvær sláttuþyrlur voru reynd ar hér á landi sl. sumar, önnur af Verkfæranefnd ríkisins á Hvanneyri og hin af Grasmjöls verksmiðju SÍS á Stórólfsvelli. Niðurstaða skýrslu Verkfæra- nefndar er sú, að vélin hafi reynzt vel, jafnt á sléttu túni sem illsléttu og hallandi. Hún sé lipur í notkun, hirðing sé hverfandi lítil og bilanir hafi ekki komið fram á drifbúnaði hennar. Afköst vélai'innar á Hvann- eyri voru talin frá hálfum hekt ara til eins og hálfs hektara eft- ir aðstæðum. Hjá Grasmjöls- verksmiðjunni á Stórólfsvelli var lögð áherzla á mikla og hlífðarlausa notkun til að full- reyna styrk vélarinnar. Alls urðu það 100 hektarar, sem slegnir voru með henni á Stór- ólfsvelli, og hefur verksmiðjan nú keypt vélina. Verð vélarinnar er ca. 24 þús. kr. með tengibeizli. Að lokum voru blaðamennirn ir beðnir að koma þeim skila- boðum til viðskiptamanna Véla deildar SÍS, að reyna nú að vera tírhanlega með pantanir sínar næsta vor. Sérstaklega á traktorum, því að lánsumsóknir þurfa að berast um eða fyrir 10. febrúar. Ennfremur eru bændur beðnir að gera áætlun á varahlutaþörf sinni næsta vor og senda pantanir sem allra fyrst. Það auðveldar útvegun og afgreiðslu þeirra. □ JÓN JÓNSSON frá Skjaldarstöðum andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. febrú- ar sl. Jarðarför auglýst síðar. Vandamenn. MESSAÐ á sunnudaginn í Ak- ureyrarkirkju kl. 5 e. li. — Slysavamadagur. Sálmar nr. 318 — 434 — 681 — 660 — 454. P. S. FRÁ ÞINGEYINGAFÉLAG- INU á Akureyri! — Nokkrir miðar óseldir á Þingeyinga- mótið í Sjálfstæðishúsinu 4. febrúar. Miðapöntunum veitt móttaka í síma 2-11-79 milli kl. 10 og 14 sama dag. — Skemmtinefndin. AKUREYRINGAIÍ! — Munið merkjasölu, bazar og kaffi kvennadeildar Slysavarnafé- lagsins á morgun, sunnudag. FR AMSÓKN ARFÓLK Akur- eyri! Sjáið auglýsingu á blað inu í dag um fund á skrif- stofu flokksins. Aðalmál fund arins verða að kjósa fulltrúa á Aukakjördæmisþing og á flokksþingið í Reykjavík í marz n.k. HLIF 60 ARA KVENFÉLAGIÐ HLÍF á Akur eyri átti sextugs afmæli í gær, 4. febrúar. Mun félagið hafa minnzt þess með hófi í gær- kveldi. Þetta félag fómfúsra kvenna á Akureyri hefur á und anförnum áratugur látið margt gott af sér leiða, á sviði menn- ingar- og líknarmála. Formað- ur þess nú er frú Jónína Stein- þórsdóttir. Félagsins verður e. t. v. getið nánar síðar hér í blaðinu. Q TIL SÖLU: LANDROVER, diesel, árgerð 1963, ókíæddur innan, skipti á ódýrari bíl koma til greina. Og 4—5 manna fólksbíll líka árgerð 1963. Seljast ódýrt ef samið er strax. Uppl. í síma 1-18-24 og 1-10-24. TIL SÖLU. BIFREIÐIN A-2132, sem er Opel Caravan, árgerð 1955, er til sölu. Bifreiðin er í mjög góðu ásigkomulagi. — Nánari uppl. í síma 6-12-65, Dal- vík, rnilli kl. 19-20. BÍLL TIL SÖLU! Til sölu er Skoda station, árg. 1958. Vel meðfarinn og í góðu lagi. Uppl. í síma 1-12-71. TIL SÖLU: SKODA STATION, árg. 1961, í góðu lagi. Sími 3-21-25, Hjalteyri. Til sölu er Volkswagenbifreiðin A-1987, árgerð 1963. Upplýsingar gefur Ólafur Sigfússon, sími 1-13-81. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Katrín Björgvinsdóttir Ægis- götu 11, og Víkingur Antons- son húsgagnasmiður Eðsvalla götu 5. GRÍMUR SIGURÐSSON stjórn ar samkomunni að Sjónar- hæð n.k. sunnudag kl. 5 e. h. Guðvin Gunnlaugsson kenn- ari talar. Allir velkomnir. ÍBÚÐ TIL SÖLU! 3 herbergi og eldhús á hæð og 2 herbergi í kjallara, ásamt geymslum. Uppl. í síma 1-23-87. í B Ú Ð Fjögur herbergi, stórt eld- hús og bað er til leigu nú þegar. — Þeir, sem áhuga kunna að hafa fyrir hús- næðinu, sendi nafn sitt í lokuðu umslagi til af- greiðslu blaðsins, merkt „íbúð 4“. ÍBÚÐ TIL SÖLU: Tveggja herbergja íbúð í eldra húsi er til sölu. Uppl. í síma 1-11-67. VANTAR ÍBÚÐ til leigu frá 1. júlí n.k. Uppl. í síma 1-17-32. Jórunn Guðmundsdóttir. NÝKOMIÐ: Norskar SKÍÐAPEYSUR Sænskar ÚLPUR SKÍÐASTAKKAR, allar stærðir STRETCHBUXUR bama KLÆÐAVERZLUH 516. GUÐMUNDSSONAR NÝKOMIÐ: SÆN GURVERA- LÉREFT, rósótt, röndótt, ódýrt LAKALÉREFT og STÓT KODDAVERALÉREFT frá kr. 24.00 DAMASK í sængurver DAMASK í dúka HANDKLÆÐI DISKAÞURRKUR Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.