Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 1
HQTTEL Herbergis pantanir. Ferða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 18. febrúar 1967 — 13. tbl. r * r 't I f Túngötu 1. Feroasknfsfofan «»i ™* Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. [SfSHS] NYTT HLUTAFELAG STOFNAÐ NOKKRIR áhugamenn á Norðurlandi hafa stofnað hluta- félagið Norðurverk h.f. Hlutverk þess er að vinna ýmis meiriháttar verkefni hér á Norðurlandi, svo sem vegalagn- ingu, hafnargerðir, virkjanir o. fl. Hlutafélagið er opið öllum áhugamönnum um þessi mál og geta þeir stutt norölenzkt framtak með þátttöku sinni. Hið nýstofnaða félag gerði tilboð í kísilgúrveginn frá Grímsstöðum við Mývatn til Laxamýrar. Tilboðin voru opn- uð fyrir nokkrum dögum og reyndist tilboð Norðurverks h.f. lægst. Eru því líkur á, að því verði tekið. Tilboðið hljóðaði upp á 33.4 millj. kr. og verður unnið á tveimur árum. Nú í sumar frá Grímsstöðum út fyrir Geitafell og tengist þá veg- inum þar og kemur að notum strax næsta vetur. 1 stjórn hins nýja félags eru: Árni Árnason, Haukur Árna- son, Steindór Kr. Jónsson, Sverrir Gegorgsson og Hallgrímur Skaftason. — Fyrirtækið hyggst kaupa nýjar vélar til fram- kvæmdanna, stærri og afkastameiri en hér hafa áður þekkzt. Nokkrir fulltrúar á félagsráðsfundi KEA. (Ljósm.: E. D.) Verzlunarkostnaðurinn jókst um 20% sagði Jakob Frímannsson á félags- ráðsfundi K.E.A. á miðvikudaginn FÉLAGSRAÐSFUNDUR Kaup félags Eyfirðinga var haldinn á Hótel KEA s.l. miðvikudag og hófst hann kl. 1 e. h. En á fé- lagsráðsfundi, sem venja er að halda einu sinni á ári hverju, stuttu eftir áramótin, gefur framkvæmdastjórinn yfirlit um rekstur og hag félagsins á „Agætur reitingur" Grímsey 17. febrúar. Alla þessa Viku hefur verið róið og er „ágætur reitingur". Tveir róa með línu en flestir fiska á hand færi. Beitu er örSugt að geyma því að frystihúsið vantar. En lítilsháttar af beitu er geymt í litlum frystigeymslum. Línan er lögð nærri landi og er stund- um hægt að leggja hana þótt of ókyrrt sé í sjó til að vera við handfæri. Nokkur rauðmaganet eru í sjó og verða menn vel varir. Jörð er nú snjólaus og féð er gjafalétt. Kemur það sér vel, því að framan af vetri eyddust mikil hey. S. S. r r IBA-IR í dag í DAG, laugardag, kl. 4 e. h. leika ÍR og ÍBA í Handknatt leiksmóti íslands, 2. deild í íþróttaskemmunni á Odd- eyri. — A sunnudag kl. 2 e. h. leika ÍR-ingar aukaleik og mæta þá liði ÍBA, sem skipað verður ungum mönn- um. Þetta er næst síðasti leikur í íslandsmótinu, sem fram fer á Akureyri í vetur. liðnu ári, eftir því sem unnt er, þótt reikningum sé ekki að fullu lokið. Á félagsráðsfundum mæta fulltrúar úr öllum félagsdeild- um, sem eru 24 talsins, auk framkvæmdastjóra og stjórnar félagsins. En kaupfélagsfólkið er yfir hálft sjötta þúsund sam- tals í öllum félagsdeildum. Fundarstjóri var kjörinn Jón Bjarnason bóndi í Garðsvík, en fundarritari Pétur Axelsson úti bússtjóri á Grenivík. Á félagsráðsfundinum á rriiS- vikudaginn flutti stjórnarfor- maður KEA, Brynjólfur Sveins son, ávarp, en að því loknu flutti Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri skýrslu sína. — í ræðu sinni sagði framkvæmda stjórinn m. a.: Lakari rekstrarafkoma en 1965. Smásöluverzlun félagsins jókst nokkuð á s.l. ári en þó minna en undanfarin ár. Mun láta nærri að hún hafi að meðaltali aukizt um 12%. Kostnaður all- ur við verzlunarreksturinn hef- ur aukizt meira en nokkru sinni fyrr eða að meðaltali yfir 20%. Launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga og vísitöluhækk unar á árinu 1966 munu vera 15 til 20% og er því mjög hætt við að rekstrarafkoma verði verulega lakari en árið 1965. Heildarsala verksmiðjanna, smærri iðnfyrirtækja og ann- arra söludeilda mun hafa auk- izt um rúmlega 10% en launa- kostnaður þeirra og annar rekstrarkostnaður aukizt engu minna en smásöluverzlunarinn- ar. Má því gera ráð fyrir, að þessi starfsemi geti ekki á neinn hátt bætt afkomuna frá því sem var s.l. ár. Afurðaframleiðsla og vinnsla til lands og sjávar. Innlögð mjólk nam samtals 19.479.740 ltr. eða um 3,43% lækkun frá fyrra ári. Útborgað var til framleiðenda á árinu kr. 114.124.609,25 sem er sem næst 585,8 aurar á ltr. f sláturhúsum félagsins var slátrað 44.482 kindum og nam kjötþunginn 626.890 kg. eða 1,9% meira en árið áður. Slátr- að var 1.683 kindum fleira. Með alvigt lækkaði um 0,39 kg. Gæruinnlegg nam 50.063 stk., 148.340,5 kg eða 2.571,5 kg meira en 1965. Ullarinnlegg nam 61.982,5 kg og er það 7.587 kg meira en ár- ið á undan. Pylsugerðin tók til vinnslu og sölumeðferðar: 39.00 kg dilkakjöt, 57.000 kg ærkjöt, 45.000 kg nautakjöt, 10.500 kg svínakjöt, 34.000 kg kálfakjöt, 27.500 kg slög, 15.000 kg mör, 82.500 kg reykt kjöt, 3.450 kg svið, 18.400 kg egg, 8.800 kg (Framhald á blaðsíðu 7) Jakob Frímaruisson flytur ársskýrsluna. Kvennaskólinn er staðarins prýði Fundarstjórinn, Jón Bjarnason til stjórnarformaður KEA. vinstri, og Brynjólfur Sveinsson (Ljósm.: E. D.) Blönduósi 17. febrúar. — Hin milda og hagstæða veðrátta hef ur hin ágætustu áhrif á menn og málleysingja og líður nú flestum sæmilega. En hjá bænd unum er greinilega þyngra fyrir fæti í fjárhagslegum efnum en áður. Mjólkurframleiðslan hef- ur minnkað og þótt sauðfé hafi fjölgað jafnhliða, er framleiðslu aukning búanna ekki nægilega mikil til að standa straum af hinum ört vaxandi tilkostnaði búanna. Hér á Blönduósi er rólegt og gengur allt sinn vana gang. Kvennaskólinn er staðarins prýði, virðuleg stofnun, sem veitir verðandi húsmæðrum hina ágætustu fræðslu í hag- nýtum efnum. Húnvetningar hafa margs notið af þessum skóla því að margar námsmeyj- arnar hafa orðið góðar eigin- konur þeirra og húsmæður. Ó. S. BROTIZT INN VH) GLERÁRGÖTU ADFARANÓTT síðasta þriðju- dags var brotist inn í Radio- og viðgerðarverkstæði Stefáns Hallgrímssonar við Glerárgötu. Farið var inn bakdyramegin, um kyndiklefa. Stolið var við- tæki og plötuspilara, sam- byggðu. Málið var ekki upplýst í gær, en lögreglan hefur það til rannsóknar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.