Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 7
7 ~ VERZLUNARKOSTNAÐURINN JOKST (Framhald af blaðsíðu 1) fiskur. — Ennfremur ýmislegt grænmeti og fleii-a fyrir ca. kr. 1.350.000,00. Auk þess bræddi Pylsugerðin um 29.000 kg af mör fyrir SÍS. Jarðepli. Teknar hafa verið rúmlega 1000 tunnur af jarð- eplum til geymslu í jarðepla- geymslu félagsins, sem nálgast mjög að vera öll uppskera fé- lagsmanna 1966, en hún er nú þegar öll seld. Freðfiskur unninn í hraðfrysti húsunum á Dalvík og í Hrísey alls 899.870 kg eða um 21,32% lækkun frá fyrra ári. Freðsíld unnin í hraðfrysti- húsunum á Dalvík og í Hrísey alls 160.113 kg eða um 51,46% hækkun frá fyrra ári. Saltfiskur frá Hrísey, Ár- skógsströnd, Hjalteyri, Greni- vík og Akureyri alls 345.850 kg. Skreið framleidd í Hrísey, Árskógsströnd, Hjalteyri, Dal- vík og Akureyri alls 22.725 kg. Mjöl unnið í Hrísey og á Dal- vík alls 270.050 kg. Lýsi unnið í Hrísey og á Dal- vík alls 249 föt. Hrogn frá Hrísey, Grímsey, Grenivík, Dalvík, Hjalteyri og Árskógsströnd samtals 491 tn. Refafóður fryst og unnið á Dalvík og Hrísey, alls 176.640 kg. Meginfjárféstingin vegna land- búnaðar- og sjávarafurðafram- leiðslu. Verklegar framkvæmdir og fjárfestingar hafa verið með allra mesta móti á árinu 1966. Aðal fjárfestingin er í Kjötiðn- aðarstöðinni, nýju mjólkur- stöðvarbyggingunni og vélum og áhöldum sem settar hafa ver ið upp í Samlagshúsinu við Kaupvangsstræti. Ennfremur beinamjölsverksmiðju og hrað- frystihús í Hrísey. Eru því meg in fjárfestingar á- árinu 1966 vegna landbúnaðar- og sjávar- afurðaframleiðslu. Nokkur fjárfesting hefur og verið vegna endurbóta á verzl- unarhúsum á Akureyri, vegna kaupa á nýjum bókhaldsvélum til viðskiptamannabókhalds á Akureyri, vegna endurbóta og lagfæringa á húsnæði hótelsins og innanstokksmunum. Þá hafa og verið keyptir nýir bílar til endurnýjunar á bíla- kosti félagsins. Á yfirstandandi ári er ekki áætlaðar neinar stærri fram- kvæmdir. Af smærri fram- kvæmdum, sem ekki verður hjá komist að leggja fé til má nefna: Malbikun á lóðinni vestan slát- urhússins eða milli sláturhúss og kjötiðnaðarstöðvar. Ljúka við endurbætur á gömlu Pylsu gerðinni. vegna Efnagerðarinnar og sennilega mun þurfa að kaupa einn nýjan gufuketil í Ketilhúsið í stað annars gamla ketilsins, sem enn er notaður, en má búast við að endist ekki út þetta árið. Fjárfestingarlán hafa ekki fengizt nema að mjög litlu leyti út á byggingar og vélakaup félagsins undanfarin ár fyrir landbúnaðar-, vöru- og sjávarafurðaframleiðslu, en nokkrar vonir eru um að lán fáist á þessu yfirstandandi ári. Vörubirgðir erlendra vara í vörugeymslum og verzlunum félagsins jukust ekki verulega á árinu. Vörubirgðir afurða- reikninga voru því sem næst þær sömu að krónutölu í árs- lok og í ársbyrjun 1966. Enn er reikningsuppgjöri s.l. árs ekki nærri því lokið og get ég því ekki sagt um hvernig endanleg afkoma verður, en eins og ég sagði í upphafi skýrsl unnar er allt útlit fyrir, að end- anlegt uppgjör sýni verulega verri afkomu 1966 en 1965. Ég vil svo flytja öllum félags mönnum og öðrum viðskipta- mönnum þakkir fyrir mjög ánægjulega og góða samvinnu á árinu sem leið, og jafnframt óska þeim öllum árs og friðar og alls hins bezta á nýbyrjuðu ári.“ Að lokum hófust umræður og var mörgum fyrirspurnum beint til framkvæmdastjórans, en hann svaraði þeim öllum og var þess hvetjandi, að spurt væri um hina ýmsu þætti sam- vinnustarfsins. Þessir tóku til máls, auk þeirra er áður getur: Emil Guð mundsson, Brúnagerði, Magnús Jónsson, Hrappstaðakoti, Hauk ur Ólafsson, Akureyri, Jón Bjarnason, Garðsvík, Eiríkur Elíasson, Eyvindarstöðum, Stef án Halldórsson, Hlöðum, Vern- harður Sveinsson, Akureyri, Jónas Kristjánsson, Akureyri, Helgi Símonarson, Þverá, Þór- ólfur Guðnason, Lundi, og Daníel Pálmason, Núpufelli. Q Frá Vottum Jehóva f ÞESSARI VIKU hafa vottar Jehóva sérstaka starfsviku hér á Akureyri. Trúboðshjón úr Reykjavík eru í heimsókn í söfnuðinum. Á dagskrá hafa verið samkomur og kvikmynda sýningar. Kvikmyndir hafa ver ið sýndar á Hofsósi, í H'rísey, á sjúkrahúsinu og á öðrum stöð- um. Þeim hefur verið mjög vel tekið, og aðsóknin hefur verið góð. Tilgangur starfsvikunnar er að efla starfið og að hjálpa öll- um í söfnuðinum að taka þátt í boðuninni. Á sunnudaginn verð ur fyrirlestur í Landsbankasaln um kl. 16. Ræðan heitir: Hvor hefur brugðizt — hinn kristni heimur eða kristnin? Hún verð ur flutt af Leif Sandström úr Reykjavík. Allir eru velkomnir. TAPAÐ LAUNAUMSLAG tapaðist á Akureyri sl. miðvikudag. Skilist á lög- reglustöðina. Fundarlaun. Sá sem tók HEKLUFRAKKA merktan K. J. á Kaffi- teriu KEA um hádegi sl. tniðvikudag gerið svo vel að skila honum þangað aftur. TIL SÖLU: Þrílyft timburhús ásamt viðbyggingu úr steini við Aðalstræti á Akureyri. í húsinu eru þrjár íbúðir. Selst í einu lagi. — Hag- kvæmir greiðsluskilmálar, ef samið er strax. íbúðirn- ar. eru lausar til íbúðar nú þegar. Upplýsingar gefur Ásmundur S. Jóhanns- son, hdl. — Sími 1-27-42. HERBERGI til leigu í Skólastíg 1, uppi. ÍBÚÐ ÓSKAST Vantar íbúð frá 14. maí. Uppl. í síma 1-15-92. AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtastkja hér í umdæm- inu, sem skulda söluskatt IV. ársfjórðungs 1966 eða eldri, stöðvaður, verði greiðslur ekki inntar af hendi fyrir 19. þ. m. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í Evja- fjarðarsýsluj 14. febrúar 1967. SIGURÐUR M. HELGASON, settur. FREYSTEINN SIGURÐSSON, Suðurbyggð 3, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu 14. þ. m. Jarðarför- in fer fram laugardaginn 18. febrúar kl. 1.30 frá Ak- ureyrarkirkju. — Blóm og kransar afþakkað. Sigríður Freysteinsdóttir. Sigurður Freysteinsson. Hallfríður Freysteinsdóttir. Pétur Breiðfjörð Freysteinsson. KRISTILEGAR SAMKOMUR í Landsbankasalnum. Boðun fagnaðarerindisins (Það sem var frá upphafi) I. Jóh. 1, hvert föstudagskvöld kl. 20.30 í febrúarmánuði. Allir eru velkomnir. — John Holin. Calvin Casselman. BOGI PÉTURSSON talar á samkomunni að Sjónarhæð á morgun kl. 5 e. h. Jogvan P. Jakobsson stjórnar. Allir vel- komnir. HVOR HEFUR BRUGÐIZT — kristnin eða hinn kristni heimur? Opinber fyrirlestur fluttur af Leif Sandström í Landsbankasalnum 19. febr. kl. 16. Allt áhugasamt fólk velkomið. Ókeypir. Engin samskot. UNGMENNASAMKOMA á Sjónarhæð, miðvikudaginn 22. febrúar n.k. Þar verður frumsýnd ný, stutt litkvik- mynd. Biblíulestur. Fram- haldssaga (ævisaga leikpré- dikarans norska Hans Nilsen Hauge). Mikill söngur. Allt ungt fólk velkomið! SAMKOMA í Bjargi, Hvanna- völlum 10, sunnudaginn 19. febrúar kl. 20.30. Jesús er lausnin, nefnist erindi, sem Steinþór Þórðarson flytur. Kennarakvartett frá Hlíðar- dalsskóla syngur. Einsöngur: Jón Hj. Jónsson. Sýnd verð- ur kvikmynd í litum. Allir velkomnir. — Sjöunda-dags Aðventistar. AKUREYRINGAR! Munið sam komurnar í kvöld, laugardag, og annað kvöld kl. 8.30 e. h. Brigader Olga Brústad talar. Sérstök samkoma fyrir alla fjölskylduna kl. 4 á sunnudag, þar sem börnin syngja og sýna. Krakkar mínir! Þið munið sunnudagaskólann kl. 2 og bamasamkomurnar á hverju kvöldi kl. 5. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. FREYJULUNDUR. Samkoma sunnudaginn 19. febrúar kl. 5. Steinþór Þórðarson flytur erindi. Sýnd verður kvik- mynd í litum. Kvartettsöng- ur. Einsöngur. Allir velkomn ir. Sjöunda-dags Aðventistar. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) fulltrúum íhaldsins þetta mikil skönun og eru stuðningsmenn þeirra þeim sárreiðir fyrir lít- ilmannlega framkomu. — Sár íhaldsins gróa illa og því verr, sem þeir sjálfir gera meira af því að ýfa þau upp. YIÐGERÐARMAÐUR óskast sem fyrst. Upplýsingar gefur Kristján Hannesson, Kaupangi, sími 02. itéi&ÍUP; Vil kaupa FERGUSON dráttarvél '(benzín). Má vera ógang- fær. Uppl. í Hafnarstr. 88 (uppi að norðan) eftir kl. 7 á kvöldin. Guðmundur Gunnlaugss. FfLADELFÍA Lundargötu 12. Á samkomum á laugardaginn 18. febrúar og sunnudaginn 19. febrúar kl. 8.30 e. h. báða dagana tala og syngja þeir Guðni Markússon frá Kirkju lækjarkoti og Garðar Lofts- son. Allir eru hjartanlega vel komnir á þessar samkomur. Fíladelfía. ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ á Ak ureyri heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu — litla sal — súnnudaginn 19. febrúar kl. 9 e. h. Hljómsveit Ingi- mars Eydal leikur að loknum skemmtiatriðum. Aðgangur kr. 50.00. Nefndin. B:|íÉR«*®Í:R TIL SÖLU: FORD TAUNUS 12 M, einkabifreið, árgerð 1963 Vel með farin. Uppl. í síma 1-27-42. TIL SÖLU: VOLVO PV-544, árgerð 1960. Bifreiðin er á nýjum dekikum, og auk þess er margt nýtt í vél. Óttar Einarsson, Húsabakkaskóla, Svarfaðardal. TIL SÖLU: Vel með farinn PEDEGREE bamavagn Uppl. í síma 2-11-34. TIL SÖLU: Kodak kvikmyndasýning- arvél, Super 8, og Remington riffill, cal. 22 Uppl. í síma 1-21-77 kl. 8—10 á kvöldin. Góður REIÐHESTUR til sölu. Uppl. gefur Jónas í síma 1-29-48. TIL SÖLU: Rafmagnsþvottapottur í Víðimýri 13. MONSA skellinaðra er til sölu. Uppl. í síma 1-28-05 eftir kl. 6 á kvöldin. NÝR BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 2-11-28 frá kl. 7-9. TIL SÖLU: Lítið notaður J. F. SLÁTTUTÆTARI Enn fremur súgþurrkun- arblásari (til innblásturs og þurrkunar) ásamt 10 ha. rafmótor. Upplýsingar gefur Friðrik Magnússon, Hálsi Sími um Dalvík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.