Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 8
' 8 Barnasjónleikurinn „Karamellukvömin“ var frumsýndur í gær. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson) Hátið barnanna í leikhúsi bæjarins SMÁTT OG STÓRT LEIKFÉLAG AKUREYRAR hafði frumsýningu á barnaleik- ritinu Karamellukvörninni s.l. þriðjudagskvöld. Höfundur þess er Svíinn Evert Lundström, en söngvana og lögin hefur Jan Moen samið. Árni Jónsson bóka vörður hefur þýtt mælt mál leikritsins, en Kristján skáld frá Djúpalæk hefur þýtt söngv- ana og frumort nokkra þeirra. Birgir Helgason söngkennari hefur samið fjögur þeirra söng- laga, sem sungin eru í leiknum. Leikendur eru 7 talsins og leik- stjóri Guðmundur Gunnarsson. Virðulegir borgarar Akureyr ar af eldri kynslóðinni fylltu nokkra bekki í miðju leikhús- inu, en annars voru áheyrend- ur flestir á aldrinum 6 til 12 ára. Og ef dæma á sýninguna eftir undirtektum þeirra og frá .þeirra sjónarhóli, og ég veit ekki hvort önnur sjónarmið eru gildari á þessum vettvangi, þá tókst sýningin prýðilega. Ekki svo að skilja, að hinir eldri skemmtu sér ekki sæmilega, af því er fram fór á sviðinu, en mjög var sú skemmtun aukin af ágætri innlifum og mikilli þátttöku hinna ungu leikhús- gesta í framvindu sýningarinn- ar. Leikritið er í rauninni eld- gamalt ævintýri um unga og fallega stúlku, sem þeir berjast um maurapúkinn gamli og ljóti og ungi pilturinn, fátæki og fal- legi. Æskan og lífsgleðin standa oft höllum fæti í þeirri baráttu en um lokin þarf enginn að ef- ast. Þar sigrar sá, er sigra skal. Hina ungu elskendur, Óla og Onnu, léku þau Páll Snorrason KVENFÉLAGIÐ EINING á Skagaströnd hélt sitt árlega þorrablót 11. febrúar og vand- aði vel til þess. Undirbúningn- um stjórnaði Sigríður Ásgeirs- dóttir á Lækjarbakka af mynd- arskap. Um 150 manns sóttu þorrablótið, sem var haldið í gamla samkomuhúsinu. Fram voru bornir margir góðir réttir að vanda og framreiðslukonur báru íslenzkan búning. Voru þær blótgestum augnayndi. Á Skagaströnd er félagsheim ili í smíðum en þótt húsið sé og Saga Jónsdóttir og voru þau bæði hin hressilegustu og unnu hylli áhorfendanna. Málarana Frissa og Pálma léku þeir Kjart an Ólafsson og Þráinn Karls- son og skemmtu börnunum ágætlega. Þvottakonuna, sem á þetta undraverkfæri, karamellu kvörnina, lék Helga Unnsteins- dóttir. Hún mun vera nýliði á leiksviðinu, en var eins og heima hjá sér. Emil Andersen lék vonda manninn, Ijótan og áhrifamikinn. — Leikstjórinn, Guðmundur Gunnarsson, kom sem snöggvast inn í síðasta þætti, í hlutverki leikhússtjór- ans. Leikritið gerist í leikhúsi og á auðu leiksviði, en þó er því Á SUNNUDAGINN fer fram stórsvigskeppni Akureyrarmóts ins, sem frestað var 5. febrúar. Hefst keppnin kl. 1 e. h. Nafna- kall í öllum flokkum verður í Skíðahótelinu kl. 10.30 f. h. Þessa dagana stendur yfir skíðanámskeið á vegum Skíða- sambands íslends og eru á því mættir flestir sem sambandið valdi í haust fyrir væntanlega Olympíuleika, sem fara fram í Frakklandi á næsta ári og standa þær æfingar væntaniega fram að Hermannsmóti, sem er 25. og 26. þ. m. Þjálfari þessa fólks er Austurríkismaðurinn Herbert Márk. Héðan fer þjálf- arinn svo til ísafjarðar með þetta sama fólk og verður þar vikuna 26/febrúar til 4. marz, en á ísafirði fer svo fram „opið fullbúið hið ytra og í það kom- in miðstöð, er það ekki not- hæft ennþá og hefur ekkert verið við það unnið sl. tvö ár. Fólk er að verða óþolinmótt yfir þessum seinagangi og það því fremur, sem gamla sam- komuhúsið getúr ekki þjónað sínu hlutverki lengur á við- unandi hátt. • Bátar hafa fiskað sæmilega, eftir því sem þar gerist og rækjuveiðarnar hafa einnig gengið sæmilegá vel. O skapaður fagur og rómantískur rammi. Áttu þar hlut að máli, auk leikstjórans, leiktjaldamál- arinn Aðalsteinn Vestmann og ljósameistarinn Árni Valur Viggósson. Hljóðfæraleik önn- uðust bræðurnir Ingimar og Finnur Eydal, en Björgvin Júníusson sá um hljóðupptöku. Frumsýningin í Samkomu- húsi bæjarins var hátíð barn- anna. Minnt hefur verið á það hér i blaðinu, hve nauðsynlegt er að ala upp leOvara í þessum bæ. En líka er þess þörf að ala upp leikhúsgesti og þetta barna leikrit er hinn merkasti þáttur í þeirri viðleitni og þökk sé Leikfélagi Akureyrar fyrir það. E. D. mót“, hliðstætt Hermannsmót- inu hérna. Gagnfræðaskólinn er sem stendur uppfrá og svo þetta fólk að auki. Það slys varð á miðvikudag- inn að ein okkar bezta skíða- kona, Guðrún Siglaugsdóttir, fótbrotnaði, en sem betur fer hefur ekki verið mikið um slys í vetur. Þau slys sem hafa orðið í vetur orsakast af svokölluðum „snjóþotum“, sem bæði börn og (Framhald á blaðsíðu 5). f áætlunum samtaka frystiliúsa iðnaðarins í landinu eru örðug- leikar frystihúsanna taldir svo miklir, að rekstrarhallinn muni verða sem svarar öllum vinnu- launagreiðslunum, en þær hafa verið taldar 20% af reksturs- kostnaðinum og hráefni u. þ. b. 50%. Þau 30% sem eftir eru, ættu þá að vera fjármagnskostn aður, umbúðir, orka o. fl. Af þeim hluta gleypa hinir háu vextir bróðurpartinn. í flestum kaupstöðum og þorpum stóryim og smáum víðs vegar um land, er rekstur fisk- frystihúsanna nú ein þeirra liöfuðatvinnugreina, sem af- koma almennings þar svo og ' byggðalaganna byggist á. Sum stóru frystihúsin syðra eru sennilega allvel efnuð en allur fjöldinn berst í bökkurn og þol- ir engin áföll. Ef rekstur þeirra stöðvast mun viða þykja ptöngt fyrir dyrum. ÞRJÚ STÓRVERKEFNI KEA Á félagsráðsfundi KEA á mið- vikudaginn var rætt um þrjú stórverkefni KEA í fram- kvæmdum. Ilið fyrsta er frysti- liús og beinaverksmiðja í Hrís- ey en hin eru ný kjötiðnaðar- stöð og mjólkurstöð. Kjötiðnað arstöðinni tókst að ljúka á síð asta ári og framkvæmdum í Hrísey, en bygging nýrrar mjólkurstöðvar stöðvaðist — vegna lánsfjárskorts — og ekki sýnilegt að úr rætist á næst- unni. LANSFJÁRKREPPAN Framkvæmdastjóri KEIA taldi lánsútveganir til íbúðabygginga og útiliúsabygginga einnig mjög erfiðar. Húsnæðismálastjórnin hefði orðið að skera mjög niður lánsfé, af því sem lofað hafði verið á síðasta ári. Þetta myndi mjög draga úr byggingafram- kvæmdum almennt. SMJÖRFJALLIÐ LÆKKAR ÖRT Um síðustu áramót voru smjör birgðir KEA 360 tonn en þær minnka ört og er útlit fyrir að um næstu áramót eða snemma á næsta ári verði ekkert smjör- fjall lengur til í landinu. Mjólk- urinnlegg eyfirzkra bænda nú cr 15% minna en á sama tíma í fyrra. NÝJAR SLÁTRUNAR- AÐFERÐIR Ráðagerðir eru um, að breyta sláturhúsi KEA í það horf, að unnt sé að koma við líkum vinnubrögðum við slátrun og gert er í Borgamesi og sagt hef ur verið frá í fréttum. Full- nægja þau vinnubrögð betur kröfum um hreinlæti en nú tíðkast og vinnuafl nýtist bet- ur. GRÁAR GÆRUR Samkvæmt fréttum á félags- ráðsfundi KEA hefur nú mati á gráum gærum verið breytt mjög mikið og lenda fáar slík- ar gærur í fyrsta verðflokki, eða aðeins 160 af 2100 nú í liaust. Ævintýrinu um gráu gærurnar er e. t. v. að ljúka. SÁRIN GRÓA LÍTIÐ Ennþá einu sinni minnist fs- lendingur á bæjarstjórnarkjör á Akureyri. Og ennþá einu sinni fullyrðir hann, að Dagur liafi farið með rangt mál í frá- sögn sinni af því máli. Það, sem Dagur liefur sagt um málið, stendur allt óhrakið ennþá og þótt það sé íhaldsmönnum lítil liuggun, skal ekki undan því vikizt að minna á eftirfarandi staðreyndir: Bæjarfulltrúar íhaldsins áttu lilut að ráðningu nýs hæjar- stjóra, gerðu ekki ágreining um kaupgreiðslur eða annað í því sambandi, tilkynntu lionuni sjálfir stuðnmg sinn, en sviku svo á síðustu stundu og liöfðu ekki einu sinni manndóm í sér til að styðja neinn annan í þetta embætti og skiluðu auðu þegar bæjarstjórakjörið fór fram. Auðvitað þykir bæjar- (Framhald á blaðsíðu 7.) Mælskimámskeið FUF MÁNUDAGINN 20. febr. n.k. verður næsti málfundur í mælskunámskeiði FUF haldinn á skrifstofu Framsóknarflokks- ins í Hafnarstræti 95 og hefst kl. 8.30 e. h. Þá verður tekið fyrir viðfangs efnið „Unga fólkið í dag“. Frum mælendur verða Þórarinn Magnússon og Hákon Eiríksson. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. □ Skotfélag Akureyrar stofnað sl. laugardag STOFNAÐ liefur verið félag hér í bæ, Skotfélag Akureyrar, sem væntanlega verður aðili að ÍBA. Stofnendur voru 25 talsins. í undirbúningi er námskeið hjá þessu félagi í meðferð skot- vopna og skotfimi. Stjórnina skipa: Snæbjörn Þórðarson, Kristján Árnason og Þór Þorvaldsson. Félagið hefur þegar trj'ggt sér æfingatíma í íþróttaskemm unni. □ Ilingað á skrifstofu blaðsins komu nýlega átta telpur úr Glerárskóla færandi liendi. Þær afhentu til Ilnífsdalssöfn- unarinnar kr. 11.270.00, sem er ágóði af hlutaveltu sem þær héldu í skóla sínum í þessu skyni. Þetta er fagurt fordæmi og frítíma vel varið. Myndin var tekin er þær afhentu pen- ingaupphæðina. (Ljósm.: E. D.) I KONURNAR BÁRU FRAM ÍSLENZKAN MAT - KLÆDDAR ÍSLENZKUM BÚNINGI Skíðanámskeið í Hlíðarfjalli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.