Dagur - 22.02.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1967, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 r I ■/ i r Túngötu 1. Feroaskrifstofan sí^í 11475 Dráftarvéla- og bifreiðaslys SÍÐDEGIS á mánudaginn varð það slys í Fnjóskadal, að feðg- in frá Ytrahóli, Karl Jóhannes- son og Þórgunnur dóttir hans urðu undir dráttarvél og slös- uðust. Þau voru á heimleið frá BÖðvarsnesi, en slysið var í brattri heimreið. Um klukku- stund leið þar til að var komið og voru þau Karl og Þórgunn- ur föst undir vélinni, sem hafði oltið. Hann marðist mjög illa en hún laskaðist á handlegg. Símað var frá Þverá, sem er næsti bær, til læknis á Greni- vík og kom hann á slysstaðinn, síðan sjúkrabíll og læknir frá Akureyri og voru sjúklingamir fluttir í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sama kvöld valt jeppabifreið við Fagraskóg. Kona, farþegi í bílnum slasaðist og var flutt í sjúkrakörfu til Akureyrar. ■í fyrradag valt jeppi út af Hörgárbraut á Akureyri. Öku- maður var einn og slapp ómeidd ur. Á laugardaginn rakst jeppi á stöpul á Eyjafjarðarárbrú og skemmdist verulega. Upplýst er nú innbrot og þjófnaður í verzlun Stefáns Hall grímssonar við Glerárgötu. Átján ára piltur var þar að verki. Á laugardaginn var maður einn handtekinn vegna ofsa- aksturs á Strandgötu. Hann hef ur nú verið sviftur ökuleyfi. Talsvert hefur borið á skemmdarverkum í bænum að undanförnu, einkum í úthvei'f- um. Bifreiðir og rúður húsa verða einkum fyrir spjöllum. Biður lögreglan borgarana að gera aðvart um grunsamlegar ferðir og athafnir unglinga, ef það mætti hjálpa til að uppræta ósómann. Q Tré og runnar í skrautklæðum vetrarins. (Ljósm.: E. D.) Samband ísl. samvinnufélaga Jakob Frímannsson. Vopnafirði 21. febrúar. Nýtt skip kom hingað til Vopnafjarð ar í morgun, hið myndarlegasta Helgi Þorsteinsson látinn HELGI ÞORSTEINSSON fram kvæmdastjóri Innflutningsdcild ar SÍS, varð bráðkvaddur að lieimili sínu, Skaftalilíð 30, í Reykjavík á mánudaginn, sex- tugur að aldri. O HINN 20. febrúar sl. varð Sam- band íslenzkra samvinnufélaga 65 ára. Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri KEA á Akur- eyri og stjómarformaður Sam- bandsins flutti af því tilefni ræðu í Ríkisútvarpinu um Sam bandið og samvinnumál. En Samband íslenzkra samvinnu- félaga var stofnað í Yztafelli í Köldukinn og var elzta kaup- félags landsins, Kaupfélag Þing eyinga, þá 20 ára og 10 kaup- félög starfandi, öll á Norður- og Vesturlandi. Það voru þó að eins 3 kaupfélög, sem stofnuðu Sambandið öll í Þingeyjarsýsl- um, en árið 1905 bættist Kaup- félag Eyfirðinga í hópinn og svo hvert af öðru. Árið 1907 var stofnað Tímarit kaupfélaganna undir ritstjórn Sigurðar Jóns- sonar í Yztafelli. Ritið hét síðar á að líta og heitir Brettingur NS 50. Eigendur eru Tryggvi Gunnarsson skipstjóri frá Brett ingsstöðum og síldarverksmiðja Vopnfirðinga. Kvenfélag Vopnafjarðar minntist 60 ára afmælis síns laugardaginn 18. febrúar með samkomu í félagsheimilinu. í sambandi við afmælið var hald in sýning á handunnum mun- um vopnfirzkra kvenna og stóð hún í tvo daga. Formaður er Oddný Jóhannsdóttir Vopna- firði. Samvirman og hefur komið út í 60 ár. Jónas Jónsson frá Hriflu var lengi ritstjóri hennar, einnig Haukur Snorrason, Benedikt Gröndal og nú Páll H. Jónsson. Allt þetta o. fl. rakti Jakob Frí- mannsson í erindi sínu og sagði svo: „í dag eru 65 ár liðin síðan Samband íslenzkra samvinnu- félaga var stofnað að Yztafelli í Köldukinn. Þá var elzta kaup- félag landsins 20 ára og alls starfandi 10 kaupfélög í land- inu, öll á Norður- og Vestur- landi. Saga samvinnuhreyfing- ar um verzlun í landinu og und irbúning að stofnun kaupfélag- anna er þó miklu eldri, en verð ur ekki rakin í stuttum frétta- auka. Tilraun til stofnunar sam bands á milli kaupfélaganna hafði einnig verið gerð áður og leiddi til útgáfu Tímarits kaup félaganna árin 1896 og 1897. í þorrabyrjun var mikið þorrablót haldið, sóttu það um 300 manns og varð það mikil samkoma og góð. Góð vetrartíð hefur verið síð ustu 6 vikur, en nú hefur brugð ið til norðanáttar með snjó- komu. Loks hefur verið stofnað veiðifélag um Hofsá, sem er ein af þremur góðum laxveiðiám i Vopnafirði. Mun nú verða ný skipan á veiðimálum í sam- bandi við þessa á og líklegt að (Framhald á blaðsíðu 5) Hugmyndin að baki þeirra sam taka og tilgangurinn með tíma- ritinu var fyrst og fremst sá, að kynna landsmönnum hugsjónir, eðli og tilgang samvinnuhreyf- ingarinnar. Hið sama má segja að vakað hafi fyrir stofnendum Sambandsins 1902 í höfuðatrið- um, þótt fljótlega leiddi til ann- arra stórra hluta en útbreiðslu- hugmyndarinnar einnar. Á stofnfundinum að Yztafelli voru mættir fulltrúar fyrir að- eins þrjú kaupfélög, öll í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, Kaupfélag Þingeyinga, Kaup- félag Norður-Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar, sem að vísu þá náði einnig til vestur strandar Eyjafjarðar. Fulltrúar voru Pétur Jónsson á Gautlönd um, bróðir hans Steingrímur Jónsson, sýslumaður á Húsavík, Sigurður Jónsson, bóndi í Yzta- felli, Árni Kristjánsson, bóndi í Lóni í Kelduhverfi, Friðbjörn Bjarnason, Grýtubakka í Höfða hverfi og Helgi Laxdal, bóndi í Tungu á Svalbarðsströnd. Þessir menn fóru með umboð fyrir félög sín, sem áður eru nefnd, hins vegar sátu. fleiri menn fundinn, svo sem Bene- rikt Jónsson frá Auðnum. Á þessum stofnfundi Sam- bandsins 20. febrúar 1902, voru samþykkt lög þess og kosinn fyrsti foi'maður, Pétur Jónsson. í lögunum segir svo um til- gang Sambandsins meðal ann- ars, að hann sé að koma til leið ar samvinnu og auka samræmi í skipulagi og framkvæmdum kaupfélaga þeirra, er í Sam- bandið ganga, og að félögin í Sambandinu sameini krafta sína til þeirra framkvæmda, er þau og tilgangi þeirra varða miklu. Þegar á þessum stofnfundi var rætt um sameiginleg inn- kaup nokkurra vörutegunda, (Framhald á blaðsíðu 5). Nýtt skip, Breftingur, kom til landsins í gær Eigendur Vopnafjarðarverksmiðja og Tryggvi Gunnarsson skipstjóri 65 ára Kosning Alþýðu- i: bandalagsmanna bjargaði ríkisstjórn- inni 1963 ; í FORYSTUGREIN Morgun s blaðsins rétt eftir alþingis- !; kosningarnar 1963 segir svo !; um atkvæðatalningu í Vest- í: fjarðakjördæmi: J; „Fyrstu tölur hentu til ; þess, að Franisóknarmenn ; myndu fá þrjá kjörna í Vest !; fjarðakjördæmi en kommún I; istar engan, og þá hefði við- !; reisnarstjómin misst starf- í; hæfan meirihluta á Alþingi. ;! — Brgtt dró þó formaðun ;! Alþýðubandalagsins, Hanni- ;! bal Valdemarsson, á þriðja 1; mann Framsóknarflokksins. !; Var baráttan mjög liörð um !; vinstra fylgið og svo fór, að ;; Hannibal hreppti sætið og ;! bjargaði þar með viðreisn- ;! inni. Verður því ekki með ;! réttu sagt um H. V. héðan !; í frá að hann hafi ekki unnið I; þjóð sinni þarft verk. Á sigri i; hans byggist framhald við- !; reisnarinnar, þó ótrúlegt ;! sé.“ (!!) ^! Þessar hugleiðingar Mbl. !! byggðust á útreikningum er gerðir voru á þeim bæ. Ef ;; Alþýðubandalagið hefði tap- að þingsætinu á Vestfjörð- um liefði það fengið uppbót- j! arsæti í þess stað og tekið ;! það af Sjálfstæðisflokknum, !; og stjórnarliðið því haft einu !; þingsæti færra en það hefur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.