Dagur - 22.02.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 22.02.1967, Blaðsíða 2
¦ffí"l"IMH1w iialjli-x*: ¦IIÍilÍBiHiÍ SMÁTT OG STÓRT SKÍDALYFTAN Á DAGSKRÁ HUGINN GENGST FYRIR FJARSOFNUN A MANUDAGINN boðaði stjórn Lionsklúbbsins Hugins blaða- menn á sinn fund að Hótel KEA á Akureyri. Einnig voru mættir íþróttaráðsmenn, íþróttafulltrúar bæjarins og Pétur Bjarnason verkfræðingur. Formaður Hugins, Gísli Ey- land, bauð gesti velkomna og gerði í stuttu máli grein fyrir störfum Lionsmanna til styrktar ýmsum málum í bænum. Hann sagði, að Lionsklúbburinn Hug- inn hefði ákveðið að standa fyrir 1Ð0 kr. veltu til ágóða fyrir vænt- anlega skíðalyftu í Hlíðarfjalli og tæki verzlun Brynjólfs Sveins sonar h.f. á móti framlögum hér í bæ. Tilhögun veltunnar verður þannig, að menn fá send bréf- spjöld í pósti, en því næst fara þeir í verzlun Brynjólfs og greiða sínar 100 kr. og verður þá sett merki við nafn viðkomandi aðila í þjóðskránni. Því næst skorar sá er greitt hefur á 3 aðra og svo koll af kolli. Gisli sagði, að með því að merkja við þá, sem borg- að hafa setti að vera hægt að fyrirbyggja að skorað væri oft á sama mann. Þá sagði Gísli, að ætlunin væri að láta veltu þessa ná út um land og myndi Þráinn Þórhallsson, Prentsmiðjunni Við- ey , Túngötu 5 í Reykjavík, taka á móti framlögum þar og afhenda kort, svo menn þar gætu skorað. Að lokum sagðist Gísli vona, að þessi 100 kr. velta gæfi góða raun og að menn tækju vel áskor unum og greiddu sem fyrst sínar 100 kr. svo þetta gæti gengið fljótt og vel. Jens Sumarliðason, formaður íþróttaráðs færði Lionsklúbbnum kærar þakkir fyrir ágætan stuðn- ing. Því næst lýsti hann hvernig málin stæðu í sambandi við lyft- una og að íþróttaráð myndi nú alveg á næstunni leita til bæjar- stjórnar og bæjarráðs um sam- þykki til lyftukaupanna. Skýrði hann og frá því, að íþróttasjóður ríkisins ætti að greiða 40% af andvirði hennar og að ákveðið væri, að ríkissjóður gæfi eftir tolla af efni til lyftunnar. Að lokum sagði Jens, að skíðalyfta þessi væri fyrir allan almenning í bænum fyrst og fremst, en ekki fyrir fáa íþróttamenn. Pétur Bjarnason, verkfræðing- ur, ræddi um hin ýmsu tilboð, er borizt hafa, en þau hagstæðustu væru frá Doppelmayer í Austur- ríki, Slepebare í Oslo og Muller í Sviss. Þá komu eftirfarandi upplýs- 1 Sfórsvig Akureyrarmófsins Á SUNNUDAGINN fór fram stórsvig Akureyrarmótsins í öll um flokkum. Mótsstjóri var Haraldur M. Sigurðsson og brautarlagningu annaðist Aust urríkismaðurinn Herbert Mark. Veður var gott, austan kaldi en skýjað. Færi var hart. Til leiks mættu 55 keppendur. — Úrslit urðu sem hér segir: A flokkur karla. sek. l.'ívar Sigmundsson KA 103.1 2.'Reynir Brynjólfsson I'ór 105.0 3. Magnús Ingólfsson KA 10G.3 Hlið voru 56 í A flokki, lengd brautar 1800 m., og fallhæðar- mismunur 350 m. B flokkur karla. sek. 1. Jón Erlendsson Þór 109.6 2. Guðmundur Finnsson I>ór 113.1 3. Hörður Sverrisson KA Í1S.6 Hlið í B flokki voru 52, lengd brautar 1700 m., qg hæðarmis- munur 320 m. Kvennaflokkur. sek. 1. Karólína Guðmundsd. KA 108.9 2. Hólmfríður Breiðfjörð KA 130.6 3. Softía S;rvarsdóttir KA 152.0 Hlið voru 46, lengd brautar 1450 m., og hæðarmismunur 280 m. Unglingar 15 og 16 ára. sek. 1. Orn Þórsson KA 98.6 2. Ingvi Óðinsson KA 98.9 3. Árni Óðinsson KA 99.5 Hlið voru 50, lengd brautar 1600 m, og hæðarmismunur 300 m. Unglingar 13 og 14 ára. sek. 1. Guðmundur Frímannss. KA 93.1 2. I>orstcinn Baldvinsson KA 94.7 3. Þorsteinn Vilhelmsson KA 96.9 Hlið voru 46, lengd brautar 1450 m., og hæSarmismunur 280 m. Stúlknaflokkur. sek. 1. Sigþrúðuf Siglangsdóuir KA 85.0 2. Barbafa Geirsdóttir KA 88.8 3. Birna Aspar KA 96.3 Hlið voru 35, lengd brautar 1300 m., og hæðarmismunur 250 m. Drengir 11 og 12 ára. sek. 1. Gunnlaugur Frímannss. KA 79.4 2. Ólafur Halldórsson KA 88.3 3. Guniuir Berg Svcinsson KA 90.6 Hlið voru 35, lengd brautar 1300 m., og hæðarmismunur 250 m. Strax að keppni lokinni fóru fram verðlaunaafhendingar í Skíðahótelinu. Um næstu h'elgi fer fram Her mannsmótið í svigi og stórsvigi, auk þess verður keppt í göngu. Búizt er við mikilli þátttöku allsstaðar af landinu, því að Hermannsmótið er „opið mót". ingar fram. Lyftan kostar hingað komin ca. 2,1 millj. kr. og svip- aða upphæð kosta undirstöður og uppsetning hennar. Hún verð- ur 1020 m löng með 67 tveggja sæta stólum. Ferðin tekur um 7 mínútur. Ekki er að efa, að bæjarbúar taki máli þessu með skilningi og velvilja. Það hlýtur að vera okk- ur mikið metnaðarmál að hrinda þessu máli í framkvæmd, ekki sízt af því við höfum fengið góð- an stuðning annars staðar að. Ótrúlegt er, að slíkt mannvirki risi annars staðar hér á landi á næstu árum og hefur Akureyri þá sérstöðu á þessum vettvangi, sem ekki er til annars staðar á Islandi. Stjórn Lionsklúbbsins Hugins er þannig skipuð: Gísli Eyland, formaður, Sigurður Jóhannesson, ritari, og Þorvaldur Jónsson, gjaldkeri. S. (Framhald af blaðsíðu 8). hljóðandi fyrirspurn í samein- uðu þingi: „Er ekki að vænta á næstunni framlagningar frum- varps til nýrra skólakostnaðar- laga svo sem forsætisráðherra boðaði í ræðu á Alþingi 13. okt. síðastliðinn?" i ÚTFLUTNINGSVERZLUN OG GJALDEYRISMAL Þórarinn Þórarinsson, Sigurvin Einarsson, Einar Ágústsson og Ingvar Gíslason flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að „endurskoða óll gildandi laga- - Stofnfé Atvinnu- jöfnunarsjóðs (Framhald af blaðsíðu 4) Þannig er þá háttað um „stofnfé" og tekjur Atvinnu- jöfnunarsjóðsins fyrstu 10 ár in, og er ekki ástæða til að guma af slíku, þó að smáspor kunni að vera í rétta átt. Til framkvæmda, t. d. skv. vænt anlegri Norðurlandsáætlun, hrekkur skrumið skammt. ? Skíðanámskeið á Árskóptrönd DAGANA 5. til 11. febrúar sl. var haldið skíðanámskeið að Árskógi á vegum umf. Reynis og barnaskóla Árskógshrepps. Jónas Ásgeirsson skíðakennari Skíðasambands íslands leið- beindi á þessu námskeiði, sem Wwi^m BEITINGAMENN eða SJÓMENN, helzt vana, vantar á bát frá Grenivrk. ¦ . Svavar Gunnþórsson, Grenivík. milli 50 og 60 nemendur skólans sóttu, auk 10 félaga úr Reyni. Var hér nær eingöngu um til- sögn í göngu að ræða, og var stuðst við kennslukvikmyndir á námskeiðinu. Skíðafæri var erfitt þennan tíma. Æfingar fóru að mestu fram á harðfenni og svellum og háði það árangri mikið. Þrátt fyrir það tókst nám skeiðið að mörgu leyti vel, enda mikill áhugi hjá þátttakendum. fyrirmæli og reglugerðir um út flutningsverzlun Iandsmanna, skil á gjaldeyri og gjaldeyris- verzlun." Talið er að þessi til- laga sé flutt í tilefni af því, að útflutningsfyrirtæki syðra, sem m. a. hefir flutt út grásleppu- hrogn undanfarin ár, hefir ver- ið kært fyrir sakadómaranum í Reykjavík í sambandi við óíuil- nægjandi skil á andvirði útfiuttr. ingsvöru. Tíminn segir, að þessi útflytjandi hafi hlotið löggild- ingu í tíð núverandi ríkisstjórn- Gídeonsfélagar á Akur eyri kynna félags- skap sinn NÆSTKOMANDI laugardag hafa Gídeonsfélagar á Akureyri kynningarsamkomu fyrir al- menning. Þar verður sagt frá félaginu, sem hefur nú um 14 ár gefið öllum 12 ára börnum í landinu Nýjatestamentið. Auk þess hefur félagið lagt Biblíu inn á hvert hótelher- bergi landsins og á fleiri staði. Félagsskapur þessi hefur starfað hér á landi í um 20 ár, en var stofnaður á Akureyri á Hvítasunnu 1965. Á samkomunni á laugardag- inn verður góður gestur, sem er Olafur Ólafsson, kristniboði, en han var einn af hvatamönnum að félagsstofnuninni hér á landi og jafnan verið félaginu stoð og stytta, og er ekki að efa, að margir vildu hlusta á þennan mikilhæfa kennimann. Þá verður einnig gefinn kost- ur á að leggja fram fé til starfs ins, en allar þær bækur, sem félagið hefur útbýtt, eru keypt- ar fyrir sjálfviljagjafir félags- manna og velunnara þessa mikla verks. Wismm GRÓÐRARMOLD Blómamold verður eftir- leiðis seld í plöntusölunni í Fróðasundi 9, á föstu- dögum e. h. Laugarbrekka. BARNAVAGN •til sölu, selst ódýrt. Uppl. í síma 1-28-74. TIL SÖLU: Vel með farinn PEDEGREE barnavagn. Uppl. í síma 2-13-58. TIL SÖLU: Vel með farinn PEDEGREE barnavagn. Uppl. í síma 1-15-17. TIL SOLU: Tilboð óskast i Fordson Super Major dráttarvél með tætara og húsi. Vélin er í góðu lagi. Upplýsingar veitir Stefán Þórðarson búvélaverk- stæðinu. Tilboð sendist fyrir 5. marz til Rafns Helga- sonar, Stokkahlöðum. Auglýsingasími Dags er 1 -11 - 6 7 SKIÐI með stálköntum og plastbotnum Lengdir 1.80-2.10 m. -# í^^a i STÁLSTAFIR ffe iiJL^l' BINDINGAR SKÍÐAÁBURÐUR >^B|B..Í|^h^Ph?% H SKÍÐAVETTLINGAR SKÍDASLEÐAR HfniRBH i.;' M$w. iEi£| nl; MAGASLEÐAR 111 w/JM SNJÓÞOTUR, væntanlegar, 2 stærðir ¦•",°f" JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.