Dagur - 22.02.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 22.02.1967, Blaðsíða 5
1 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Stofnfé Atvinnu- jöfnunarsjóðs í STJÓRNARBLÖÐU M hefir ver- ið mikið af því gurnað, að stofnfé hins svonefnda Atvinnujöfnunar- sjóðs, sem lögfestur var vorið 1966 sé ca. S60 millj. kr. og mun það af sumum hafa verið skilið svo, að þarna sé um handbært útlánafé að ræða. Því fer þó auðvitað fjarri að svo sé — því miður. í greinargerð þeirri, sem fylgdi stjómarfrumvarpinu um Atvinnu- jöfnunarsjóð var m. a. gerð grein fyrir „stofnfénu“, sem svo var nefnt, og var það talið samtals 364 millj. kr. Var það tilgreint í fjórum liðum og er um það þetta að segja: 1. 150 millj. kr. framlag úr ríkis- sjóði. I»etta framlag greiðist á 10 ár- um, þ. e. aðeins 15 mill. kr. á ári. 2. Eignir gamla Atvinnubótasjóðs ins, þ. e. útistandandi „atvinnuaukn ingarlán" samtals 116 millj. kr. Þéir sem þessi lán fengu, munu almennt hafa litið svo á, að þau ættu að greið- ast eftir hentugleikum, enda var það eðlilegt, og hæpið má telja, að sum þeirra verði greidd. Þetta „stofnfé“ er því síður en svo handbært til út- lána og gildi þess í óvissu. 3. 55 millj. kr. í mótvirðisfé sem Atvinnujöfnunarsjóður fær á 5 ár- um. 4. 43 millj. kr. af mótvirðisfé, sem Atvinnujöfnunarsjóður fær á 4 ár- um, eða nánar tiltekið „gert ráð fyr- ir“, að hann fengi á því tímabili. í sambandi við 3. og 4. tölulið, mótvirðisfé, er þess að geta, að það fé var í vörzlu Framkvæmdabankans og sjálfsagt meir eða minna af því í svipuðum útlánum og gert er ráð fyrir, að Atvinnujöfnunarsjóðurinn hafa á sinni könnu. Á þessu má sjá, að tilkynningar stjómarblaðanna um „stofnfé“ At- vinnujöfnunarsjóðs eru nokkuð skrumkenndar svo að ekki sé meira sagt. Þama er því miður ekki nema að mjög litlu leyti um nýtt fé að ræða. Gamli Atvinnubótasjóðurinn hafði 10 millj. kr. ríkisframlag á ári (stofnfé) og það var aukið í 15 millj. kr. á ári. „Eignir“ Atvinnubótasjóðs- ins vaxa ekki við afhendingu þeirra til sjóðs með nýju nafni. Um mót- virðisféð er áður rætt. Tekjur Atvinnubótasjóðs, aðrar en vextir, koma ekki til sögunnar fyrr en álverksmiðjan er tekin til starfa og enn er ekki byrjað að byggja hana. Áætlað var, að þessar tekjur yrðu á árunum 1970—1972 að báðum meðtöldum, ca. 16 millj. kr. að meðaltali á ári. Á árunum 1973— 1975, að báðum meðtöldum, vom þessar áltekjur áætlaðar 24 millj. kr. á ári. (Framh. á bls. 7) Samband ísl. samvinnufélaga 65 ára (Framhald af blaðsíðu 1) þótt allmörg ár liðu þar til skrif stofa til sameiginlegra innkaupa var sett á stofn. Þá var einnig rætt um afurðaverzlunina, svo augljóst er hvert stefndi um framhald á starfsemi félagsins. Enda var afurðasalan jafnan aðalumræðuefni á mörgum fundum næstu ár og í sam- bandi við hana aukin vöruvönd un, sem í upphafi var eitt aðal- mál kaupfélaganna. Næstu tvö ár voru aðeins 3 fyrrnefnd félög í Sambandinu, en árið 1905 bættist fyrsta fé- lagið við. Var það Kaupfélag Eyfirðinga, og síðan hvert fé- lagið af öðru, enda lagði Sam- bandið höfuðáherzlu á út- breiðslustarfsemi bæði með því að senda erindreka til funda- halda og fyrirlestra um landið til þess að kynna eðli og starf- semi Sambandsins og samvinnu hreyfingarinnar yfirleitt og fá þau félög, sem til voru í land- inu til að samræma lög sín og reglur, svo að það stæði ekki í vegi fyrir, að þau gætu verið með í samtökunum. Árið 1907 var stofnað Tímarit kaupfélag- anna undir ritstjórn Sigurðar Jónssonar í Yztafelli, sem fyrst og fremst var kynningar og út- breiðslurit, breytti síðan um nafn undir ritstjórn Jónasar Jónssonar frá Hriflu og heitir síðan Samvinnan og hefur kom ið út samfleytt í 60 ár. Frá því að fyrstu kaupfélög- in voru stofnuð og allt fram á fyrstu ár Sambandsins var höf- uðgjaldeyrisvara bænda sauðir, sem seldii- voru á fæti til Bret- lands. Allavega gekk með þessa sölu; einkum komu fyrir óhöpp í fjárflutningunum, en í heild varð sauðasalan gjörbreyting í afurðaframleiðslu og sölu bænda á erlendum markaði. Á fyrstu árum Sambandsins var sá háttur upp tekinn að senda mann með sauðaskipunum til þess að líta eftir fénu og þeirri aðhlynningu sem reynt var að veita því á langri sjóferð. En jafnframt tók nú að þrengjast um sauðamarkaðinn í Bretlandi, og þar kom að innflutningur lif andi fjár þangað var bannaður með öllu. Þá blasti við sá vandi, að gjörbreyta verzlunarháttum og vinna nýja markaði fyrir salt kjöt. Til þess þurfti að reisa sláturhús, og höfðu kaupfélög- in forustu um það ásamt Slátur félagi Suðurlands. Fyrstu slát- urhúsin voru reist 1907. Árið áður höfðu stórtíðindi gerzt, sem vörðuðu kaupfélögin og Sambandið. Árið 1902 varð Hallgrímur Kristinsson kaup- félagsstjóri á Akureyri. Skömmu síðar fór hann á veg- um kaupfélagsins til Danmerk- ur og Bretlands til þess að kynna sér samvinnuhreyfingu- una þar. Á næstu árum á und- an hafði skuldasöfnun sótt mjög að kaupfélögunum og þegar Hallgrímur kom heim úr ferð sinni, hóf hann baráttu á tveim ur vígstöðvum, ef svo má segja. Hann beitti sér af öllum mætti gegn skuldasöfnun og var sú barátta raunar hafin áður og í höndum allra kaupfélagsstjóra, og svo beitti hann sér fyrir skipulagsbreytingu, sem fyrst náði til Kaupfélags Eyfirðinga en síðan smátt og smátt til flestra kaupfélaga landsins. Var sú skipulagsbreyting fólgin í því, að í stað pöntunarfélags- formsins, sem gilt hafði í öllum kaupfélögum á íslandi var nú tekin upp hin svonefnda Roch- dale-regla, sem fólgin var með- al annars í því að selja allan nauðsynjavarning í opinni búð í aðalatriðum á venjulegu verði kaupmanna á staðnum og end- urgreiða tekjuafgang um ára- mót. Þessi skipulagsbreyting komst á í Kaupfélagi Eyfirðinga 1906 og verður það að teljast merkisár í sögu félaganna og Sambandsins. Næstu stórtíðindi í sögu Sam bandsins verður að telja stofn- un umboðssölu og innkaupa- skrifstofu í Réykjavík. Áður hafði Sambandið haft opna skrifstofu í Kaupmannahöfn og enn áður ráðið sérstakan erind- reka erlendis. Varð Hallgrímur Kristinsson fyrir valinu, jafn- framt því sem hann var kaup- félagsstjóri. Aðalskrifstofa Sam bandsins var á Akureyri, en höf uðstarfsemin fór þó fram í skrifstofunni M Kaupmanna- höfn, eftir að hún var stofnuð. Starf erindreka og skrifstofu erlendis var fyrst og fremst að annast afurðasöluna og inn- kaup á erlendum vörum fyrir hin einstöku kaupfélög, sem þess óskuðu. En aðalinnflytj- andi til kaupfélaganna allt frá upphafi var Louis Zöllner heild sali í Newcastle. Nú varð sú breyting á 1917, að aðalskrifstofan var flutt til Reykjavíkur og sett þar á stofn innkaupa- og söluskrifstofa, er sá bæði um sölu á gjaldeyris- vöru og sameiginleg innkaup fyrir kaupfélögin. Hafði Jónas Jónsson undirbúið það mál með ritgerðum í Tímariti kaupfélag anna, auk þess sem það hafði verið rætt á aðalfundum Sam- bandsins. Hallgrímur Kristins- son var ráðinn forstjóri Sam- bandsins og flutti hann alfarinn til Reykjavíkur. Á næstu árum skipulagði hann framtíðarstarf- semi og lagði þann grundvöll, sem í aðalatriðum hefur verið á síðan. Um svipað leyti gerðust önn- ur stórtíðindi. Byrjað hafði ver ið á að halda námskeið fyrir samvinnumenn, fyrst á Akur- eyri og síðan í Reykjavík vetur inn 1918. Árið 1919 var byggt yf ir starfsemi Sambandsins við Sölvhólsgötu í Reykjavík og þar tók síðan Samvinnuskól- inn til starfa undir stjórn Jón- asar Jónssonar og var þar til húsa allt til ársins 1955, er hann var fluttur að Bifröst í Borgar- firði og séra Guðmundur Sveinsson varð skólastjóri í stað Jónasar, sem þá hætti störfum. Jafnframt voru aðal- skrifstofur Sambandsins í hús- inu við Sölvhólsgötu og er svo enn, enda hefur húsið verið stækkað stórum mun síðan. Oll hin fyrstu ár kaupfélag- anna og síðan Sambandsins var hin lagalega aðstaða þeirra og réttur í þjóðfélaginu mjög ótrygg. Árið 1921 voru á Al- þingi samþykkt lög um sam- vinnufélög, sem kváðu á um réttindi þeirra og skyldur í þjóð félaginu. Með þeim lögum voru kaupfélögin og Sambandið við- urkennd sem þýðingarmikill aðili í þjóðfélaginu og þjóðar- búskapnum og eru þau lög í gildi enn í dag með smávægi- legum breytingum, sem á þeim hafa verið gerðar. Árið 1923 andaðist Hallgrím- ur Kristinsson, aðeins 46 ára að aldri. Enginn maður eins og hann hafði lagt grundvöll að framtíðarstarfi Sambandsins og kaupfélaganna. Síðan hafa for- stjórar þess verið Sigurður Kristinsson, bróðir Hallgríms til 1946, Vilhjálmur Þór til 1954 og núverandi forstjóri Erlendur Einarsson. Þegar á dögum Hallgríms Kristinssonar var Sambandinu skipt í deildir: Innflutningsdeild og útflutningsdeild, sem löngu síðar var skipt í búvörudeild og sjávarafurðadeild, en umboðs- sala sjávarafurða hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár og yfirleitt þátttaka kaupfélaganna og Sambandsins í þessum höfuð atvinnuvegi þjóðarinnar. Þá var stofnuð iðnaðardeild og eru flestar stærstu verksmiðjur Sambandsins á Akureyri svo sem kunnugt er, Skipadeild, sem sér um rekstur skipa Sam- bandsins sem nú eru 7 eftir Hvassafell og Hamrafell hafa verið seld, en Hamrafellið átti Sambandið í félagi við Olíufé- lagið h.f. Þá er Véladeild, Fræðsludeild og Tæknideild, sem er yngst af deildum Sam- bandsins. Kaupfélög í Sam- bandinu eru 56 og félagsmenn rúmlega 30 þúsund. Árið 1940 stofnaði Sambandið Bréfaskóla og var þátttaka í honum þegar mikil. Skólastjóri er Guðmundur Sveinsson. Kenndar eru 35 námsgreinar og er nemendafjöldi nú um 1240 dreifður um allt land og á öll- um aldri. Árið 1965 tókust samn ingar á milli Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og Al- þýðusambands íslands um sam eiginlegan rekstur bréfaskólans. Samband íslenzkra samvinnu félaga hefur leitazt við að beita sér fyrir ýmsum nýjungum í verzlunai-háttum og þjónustu, eins og t. d. fyrstu kjörbúðun- um hér á landi 1953. Innflutn- ingsdeild Sambandsins stofnaði fyrstu vörumiðstöðina (central- lager) árið 1965 o. fl. Ýmis dótt urfyrirtæki hefur það sett á stofn eins og t. d. Dráttarvél- ar h.f. Auk þessa sem hér hefur svo lauslega verið drepið á, stofn- aði Sambandið Samvinnuspari- sjóðinn árið 1954 og hafði for- göngu um stofnun Samvinnu- bankans. Þá stofnaði það Sam- vinnutryggingar árið 1946 og, ásamt nokkrum aðilum öðrum, Olíufélagið h.f. árið 1946. Það hafði og forgöngu um stofnun Osta- og smjörsölunnar árið 1958. Samband íslenzkra samvinnu félaga er aðili að Alþjóðasam- vinnusambandinu ICA og Nor- ræna samvinnusamb. NAF. Á undanfömum 65 árum hafa fulltrúar frá Sambandinu verið kvaddir til þátttöku í fjölda milliríkjasamninga um viðskipti við margar erlendar þjóðir. En höfuðmarkmið þess frá upphafi og til þessa 65 ára afmælisdags hefur verið, að vera til þjón- ustu og nytsemdar fyrir sam- vinnumenn landsins og þjóðina alla. Á síðasta aðalfundi Sambands ins, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði 10. og 11. júní 1966, voru í ársskýrslunni, sem þar var lögð fram og er tæpar 90 blaðsíður að stærð, birtar með- al annars skýrslur frá forstjóra Sambandsins Erlendi Einars- syni og auk þess skýrslur frá öllum aðaldeildum Sambandsins en þær eru í dag þessar: Búvörudeild: Framkv.stj. Agnar Tryggvason. Sj ávaraf urðadeild: Framkv.- stj. Bjarni V. Magnússon. Iceland Product Inc., Sölufé- lag Sambandsins í Bandaríkjun um: Framkv.stj. Sverrir Magn- ússon. Innflutningsdeild: Framkv.stj. Helgi Þorsteinsson, sem nú er látinn. Véladeild: Framkv.stj. Hjalti Pálsson. Skipadeild: Framkv.stj. Hjört ur Hjartar. Iðnaðardeild: Framkv.stj. Friðrik Ólafsson stórmeistari er hér að tefla fjölskák við yngri og eldri skákmenn bæjarins. (Ljósm.: N. H.) Jónas Halldórsson varð skák- meistari Norðurlands Harry Frederiksen. Tæknideild: Framkv.stj. Helgi Bergs. Bifröst- og Fræðsludeild: Skólastjóri séra Guðmundur Sveinsson. Fræðsludeild: Forstöðumað- ur Páll H. Jónsson. Lífeyrissjóður S.Í.S.: For- stöðumaður Hermann Þorsteins son. Auk þess frá skrifstofum S.Í.S. erlendis: í Hamborg: Framkv.stj. Sigurður Markús- son, og í London: Framkv.stj. Guðjón B. Ólafsson. Allflestar þessar deildir hafa fleiri og færri undirdeildir með sínum deildarstjórum og má af þessu ráða hversu Sambandið er í dag orðið yfirgripsmikið og fjölþætt fyrirtæki og vafalaust lang stærsta verzlunar-, iðnað- að- og þjónustufyrirtæki ís- lenzku þjóðarinnar. Allar eru þessar deildir reknar á sam- vinnugrundvelli og vil ég í því sambandi benda þeim öllum á, er nánar vilja kynnast Sam- bandinu og samvinnufélögun- um, að ársskýrslur Sambands- ins og ársskýrslur kaupfélag- anna eru gefnar út árlega til upplýsinga og fræðslu fyrir all- an landslýð og hverjum manni frjálsar til athugunar og aflestr ar. □ - Kynningarkvöld hjá r Ferðaskrifst. Utsýn (Framhald af blaðsíðu 8.) færi kvikmyndir frá ítalíu og Spáni, einkum frá hinum eftir- sóttustu ferðamannastöðum þessara landa, ennfx-emur lit- skuggamyndir. Spánn og ítalía eru ódýr ferðamannalönd. Hópfex-ðir þær, sem ferðaskrifstofur undir búa, kosta um 12.000 kr. þangað með'15 daga dvöl eða lítið meira en ferðirnar einar í venjulegu farþegaflugi. Má því segja að fei-ðaskrifstofur hafi lækkað mjög fargjöldin og fyilrgreiðslu alla í hópferðum. Hins vegar má um það deila hvoi’t æski- legt sé að íslendingar eyði jafn miklu fjármagni í utanlands- ferðir og verið hefur á síðustu árum, og er það önnur saga. Á kynningarkvöldi Utsýnar var fullt hús og þótti kvöldið bæði fróðlegt og skemmtilegt. TÓNLISTARFÉLAG AKUR- EYRAR gekkst fyrir æskulýðs- tónleikum í Borgai'bíói á fimmtudaginn. Þar lék píanó- leikarinn Philip Jenkins fyrir nemendur úr Gagnfræðaskólan um. En áðui' en hann settist við hljóðfærið voru verkin kynnt SKÁKFÉLAG AKUREYRAR stóð fyrir skákmóti í haust. Eftir áramótin fékk það hingað Friðrik Ólafsson stórmeistara og þreytti hann fjölskákir við skákmenn staðarins. Hann fór ósigraður úr skákfei'ð sinni til höfuðstaðar Norðurlands. GJÖF TIL SKÁL- HOLTSSKÓLA BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjöm Einai'sson, hefur frá því skýrt, að dönsk söfnunar- nefnd hafi tilkynnt um gjöf til fyrirhugaðs lýðháskóla í Skál- holti, myndai'lega fjái'hæð. — Verður fé þetta geymt í dönsk- um banka þar til bygging lýð- háskóla hefst, ennfi-emur það fé sem safnað er í sama skyni á hinum Norðurlöndunum. Nærri lætur, að fé það sem safnað hef ur verið til skólans í Danmöi'ku, Noregi, Færeyjum og Svíþjóð nemi fast að 4 millj. ísl. kr. Q og höfundar þeirra og annaðist frú Soffía Guðmundsdóttir þann þátt. Var sú kynning mjög til skilningsauka. Húsið var fullskipað og virtist nemenda- hópurinn njóta þess vel, er fram fór. Q Skákþing Norðlendinga hófst á Akureyri 11. febi-úar og lauk 18. febrúar. Þar kepptu 23 skák menn i þrem hæfnisflokkum um titilinn Skákmeistari Norð- uxlands 1967. Sigurvegari var Jónas Halldórsson frá Leysingja stöðum í Austur-Húnavatns- sýslu. Hann hlaut 5 vinninga af 7 mögulegum. Næstir og jafnir ui'ðu Þoi'geir Steingrímsson Akureyri og Hjöi'leifur Hall- dói'sson á Steinsstöðum í Öxna dal með 414 vinning hvoi'. Hraðskákmót Norðurlands var haldið á sunnudaginn var. Sigurvegari var Þoi'geir Stein- grímsson og hlaut hann 2114 vinning af 24 mögulegum. Næst ir voru Jón Torfason MA og Jón Björgvinsson Akureyri. Q - NÝTT SKIP (Framhsdd af blaðsíðu 1). það verði til bóta fyrir landeig- endur og ennfremur fyrir þá sem kaupa veiðirétt í ánni. For maður veiðifélagsins er Gunnar Valdimarsson bóndi Teigi. Rætt við Trjggva Gunnarsson. Blaðið náði sem snöggvast tali af Ti-yggva Gunnarssyni skipstjóra, sem kom með nýja skipið Bretting til Vopnafjarðar í gærmorgun. Brettingur er 317 tonna skip, smíðað í Flekkefjord í Noregi. í í-eynslufei'ð var gang hi-aði þess 12 sjómílui', og á- heimsiglingunni reyndist skip- ið vel. Það leggur í dag af stað til Akureyrar og verður hér í tvo daga en heldur síðan suður á loðnuveiðar. Skipstjóri á heimsiglingu var Tryggvi Gunnai'sson og verður harrn með skipið áfram. Hann og þó einkum Sigui'ður bróðii' hans höfðu eftirlit með smíði skipsins nú í vetur. Eigandi Brettings er sem áð- ur segir hlutafélag er nefnist Tangi h.f. Það hlutafélag keypti fyi'r í vetur síldai'skipið Kristj- án Valgeir. Q Æskulýðstónleikar í Borgarbíói Helgi Hallgrímsson: ÞÆTTIR AF FLATEYJARDÁL (Niðurlag) í skógbotninum hér getur að líta mei'kilega flóru. Þai'na vaxa m. a. lyngjafni, hjartafífill, skógfjóla, hárdepla, þrílaufung- ur, skjaldburkni, skollafingui', eskigi-as, geithvönn, brönugi'ös, blágresi, hrútabei-jalyng og Ijósadúnurt. Sumar þessai'a teg unda eru fi'emur sjaldgæfar út- sveitategundir á Noi'ðurlandi. Hjartafífillinn hefur hvergi fundizt héi'lendis, nema yzt á skögunum við Eyjafjöi'ðinn, en skógfjóla og lyngjafni, auk þess á andnesjum austanlands og vestan. Flestar ei-u plöntur' þess ar ekta skógaplöntui', sem eru algengar í skógur um alla Skandinavíu. En þó vaxa aðeins fáar þeii'ra í skógum innsveit- anna, t. d. í Vaglaskógi. Hvað veldur? Hér ber allt að sama brunni og áður var getið í sam- bandi við reyniviðinn. Eina skýringin virðist vera sú, að í innsveitunum hafa hinar upp- runalegu skógar eyðzt, og þar með skógarplönturnar. Síðan uxu skógar innsveitanna upp aftur, sumsstaðar, en þá fylgdu skógarplönturnar ekki allar með. Aðeins þær, sem gátu þrif izt utan skógarins, eins og hi'úta berjalyng og blágresi, komu aftur inn í skóginn, en hinai', sem hjarað höfðu í skógarleif- um útskaganna, döguðu þar uppi svo sem sjá má. Innan við Urðargilið er einn- ig þroskalegt skógai'kjarr, með reynistóðum á stangli. Þar bæt- ist enn ein útsveita- eða skóg- arplantan í hópinn, en það er skollakamburinn, sem þar vex víða í rökum dældum, skjól- og sólarmegin. Hjai'tafífillinn er þar algengur, svo og lyngjafn- inn. Ekki gat ég kannað hvað þessi merkilegi gróður nær langt inn eftir hlíðinni, en gat mér til um, að hann næði inn undir Stóruski'iðu, sem áður var nefnd. Urðarköttur. ætla að vaka of nóttina, og vita hvers hann yrði vísari um verk og hugsanir Stjöi'nu-Odda þax-na. Hver var Stjöx-nu-Oddi? Hann hét réttu nafni Oddi Helgason, og bjó að því er talið er í Múla í Aðalreykjadal, ein- hvei-ntíma á tólftu öldinni. Hann var stjöi-nufi'óður með afbrigðum, svo fáir munu hafa fundizt hans líkar, þótt leitað væri um alla Noi'ðurálfu. Verk hans þekkjast nú aðeins í mis- munandi áreiðanlegum afski'ift um af rímbók, sem kölluð er Stjöi-nu-Odda-tal, en af því má sjá, að Oddi hefur gert margvís legar athuganir á himintungl- um og gangi þeii'i'a. M. a. athug aði hann nákvæmlega á hvaða tíma, jafndægrin og sólhvöx-fin ber upp á, en í þá daga höfðu menn yfirleitt mjög rangar hug myndir um það, töldu sólhvörf- in yfirleitt seinna en þau raxm- verulega vox'u (sbr. Jónsmess- una). Enginn veit nú léngur hvar Oddi stundaði sínar athuganir, þótt líklegt sé að það hafi aðal- lega verið í Múla. Samkvæmt gömlum sögxxm, átti Oddi einnig að hafa verið í Flatey og á Brettingsstöðum, og örnefnið Oddakofi þekktist ekki alls fyr- ir löngu uppi í fjallinu, fyrir ofan Jökulsá. Þar átti Oddi að hafa stundað rannsQknxr ' síríór. Engin mei-ki sjást nú kofans, sem varla er vöri.' . , Oddi er talinn hafa verið held ur lítill vei-kmaður og félítill, en sá var eiginleiki hans að hann sagði aldréi ósatt. Líklega hefur Oddi verið fyrsti nafnkunni vísindamaðui'- inn á Noi'ðui'landi, og séu vís- indamenn Norðlendinga lítils metnir í dag, þá munu þeir þó að líkindum hafa verið erm minna virtir á dögum Odda. Ég sé að Þórir situr enn við borðið í stofunni, og styður hönd undir kinn. Vonandi verð- ur hann einhvers vísari að morgni, hugsa ég og er sofnað- ur innan lítillar stundar. 1 \ HoIIt er heilum vagni j heim a'ð aka. \ Að moi'gni níunda dags ferð- arinnai', þann 28. júlí, kvödduxrí við kóng og prest á Jökulsá, og röltum sem leið liggur inn að Hofshöfða, en þar beið bíllinn Fenrisúlfur komu okkai'. Fannst það á, að hann var fús til heimferðarirmar, því hann, fór snarlega í gang, og tók svo skeiðið inn ásana. t í Þvei'ánni sat hann nokki'a stund fastur, en hafðist þó upp með hjálp nokkui'ra rekaviðar- trjáa, er við höfðum með okkur, í þessum tilgangi. Var svo hald ið áfram stanzlaust inn að Mó- gilsánum, en þar hlóðum við allmiklu af litgrýti á pallinn, og hafði hann eftir það góða kjöl- festu. t Komum að Heiðai'húsum síðla dags, og gistum þar um nóttina. Næsta dag var haldið áfram og segir ekki af fei'ðum unz við komum að Almannakambi. Þá bað ég Þóri að aka bílnum upp kambinn, þóttist ætla að taka myndir af honum á kambinum, en ástæðan var þó aðallega sú, að ég þorði ekki að aka upp kambinn. Allt gekk þó slysalaust, Þóx-ir setti í fyrsta og fullt benzín, og Ferírir skreið upp kambinn, eins og ekkert væri. Segir svo ekki af ferðum fyrr en við komum ofan í Fnjóska- dal. Þóttumst við þá eiga góðri ferð að fagna, og heppnir höfð- um við verið með farartækið þrátt fyrir allt. Fói'um við í því tilefni heim á fyrsta byggða ból ið, Þverá, fengum þar kaffi og meðlæti, og glugguðum í blöð- in, sem við höfðum blessunar- lega vei-ið lausir við í tíu daga. Greiddum við þar og af hendi greiðslu fyrir gistingu þá hina ágætu í Heiðai'húsum. Var svo haldið rakleiðis til Akureyrar, enda stóðumst við þá freistingu að fara niður á Svalbarðseyri, að hefna ill- spánna. Komum við til Akureyrar að kveldi hins tíunda dags og var þá lokið reisu. Q Framboð I Vesturlandskjördæmi Ég gekk nú aftur út í skógár- hvamminn, fyrir utan Urðar- gilið. Þar er stórgrýtisurð í miðj txm hvamminum, þó næstum þakin af kjarrinu. Mér vai'ð hugsað til Kjarvals. Væri þetta ekki eitthvað fyrir hann? Þess- ir steinar, með mosatæjum, og iðjagx-ænt birkið. Hér var öll fegui'ð heimsins samankomin í litlum bletti, en auðvitað „gat ei nema guð og eldur gei't svo dýrlegt furðuverk“. Sem ég er að hugsa þetta, sitj andi á einni hellunni, heyi'i ég xmdarlegt hljóð, birrri'r, síðan eins konai’ tíst, og nú sé ég að hér er kominn hoffinn, og situr á annai-ri hellu andspænis mér, buktar sig og beygir og lætur allmikið yfir sér. Svo fer hann að tína upp í sig, eins og ekkert hafi í skorizt, vappar fram og aftur um steininn, í svo sem tveggja metra fjai'lægð, og áður en ég veit af er hann hoi’finn, eins og hann hafi gufað upp á staðnum. Svei mér þá ef hann hvarf ekki ofan í jöi'ðina. Og nú skil ég hvei's kyns er. Þetta hef ur verið músarindill, sem auð- vitað býr þama ofan í urðinni. Sannkallaður xxrðarköttur sá. Stjömu-Oddi. Síðustu nóttina, sem við er- um á Jökulsá, leggst Þórir ekki til svefns. Þegar ég inni hann eftir ástæðxmni, segir hann það sneypu mikla okkui', að sofa þar allar nætur, sem Stjömu- Oddi vakti allar. Segist hann ÁKVEÐINN hefur verið fram- boðslisti Framsóknai'flokksins í Vestui-landskjördæmi. Listinn er þannig skipaður: 1. Ásgeir Bjarnason, bóndi og alþingismaður, Ásgarði. 2. Halldór E. Sigurðsson, sveitarstjóri og alþingis- maður, Borgarnesi. 3. Daníel Ágústínusson, bæjar fulltrúi, Akranesi. ' 4. Gunnar Guðbjartsson, bóndi, föi'maðui- Stéttarsam bands bænda, Hjarðai'felli. 5. Alexander Stefánsson, odd- viti, Ólafsvík. 6. Séra Guðmundur Þorsteins son, sóknai'prestui', Hvann- eyri. 7. Steinþór Þorsteinsson, kaup félagsstjóri, Búðai'dal. 8. Árni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, Ólafsvík. 9. Þórður Kristjánsson, bóndi MINNINGARSPJÖLD Kven- félagsins 'Hlífar verða fi-am- vegis seld í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sig- ui'ðardóttur. MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akm-eyrar. Fást í Skemmunni. og oddviti, Hi-eðavatni. 10. Sveinn Víkingur Þórarins- son, kennari, Úlfsstöðum. „Einar Montanusw sýndur í Ólafsfirði LEIKFÉLAG Gagnfræðaskól- ans í Ólafsfirði hefur að undan förnu sýnt gleðileik í fimm þátt um eftir Ludvig Holberg, Enarus Montanus. Þýðinguna gerði Lái'us Sigui'bjömsson en piologus er eftir Jón A. Hjalta- lín. * Leikui-inn hefur vei'ið sýnduí þrisvar i félagsheimilinu Tjaim- aiborg við ágæta aðsókn og undirtektir. Leikstjóri er Kristinn G. Jó- hannsson, skólastjóri, en leik- myndir og bxininga hafa nem- endur skólans gert. Leikendur eru ellefu, en auk þess kemup gleðileikgyðjan Thalia fram og einnig hljóðfæraleikarai'. Leik- félag skólans var stofnað á síðn astliðnu hausti og er þetta fyrsta verkefni þess. Foi'maðuxs félagsins er Sigurður B. Björns son 4. bekk. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.